Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 27 ■ VESTFIRSKIR sveitarstjórn- armenn á 28. ársfundi Hafnarsam- bands sveitarfélaga sendu frá sér eftirfarandi ályktun: „Góðar sam- göngur eru forsenda byggðar og framfara á landsbyggðinni. Undirrit- uð mótmæla harðlega þeim und- anskotum af mörkuðum tekjustofn- um til vegamála sem frumvarp til fjárlaga ársins 1998 gerir ráð fyrir. Oþolandi er að ár eftir ár fari alþing- ismenn ekki að lögum þegar þeir ráðstafa sérmörkuðum tekjustofnum til annarra málaflokka en lög gera ráð fyrir. Brýnt er að veita sem mestu fé til uppbyggingar sam- göngumála, á láði sem legi. Því för- um við fram á að þeim milljarði króna sem fjárlagafrumvarp gerir ráð fyrir að verði skotið undan vega- málum verði ráðstafað til vegamála t.d. í þeim landshlutum sem ekki njóta stóriðjuframkvæmda í nánustu framtíð. Jafnframt viljum við minna á greinargerð með ályktun frá 42. fjórðungsþingi Vestfirðinga um flýtifjármögnun vegaframkvæmda á Vestfjörðum þar sem bent er á að með sölu ríkiseigna er með auðveld- um hætti hægt að fjármagna sam- göngubætur án þess að auka skuld- ir ríkissjóðs." ■ FORELDRAFÉLAG Borgar- hólsskóla á Húsavík harmar stöðu sem blasir nú við grunnskólabörnum og fjölskyldum þeirra vegna kjara- deilu sveitarfélaga og kennara. „Kjör kennara þarf að bæta þannig að hæft kennaramenntað fólk fáist til starfa og að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Það gæti verið fyrsta skrefið í átt að betri mennta- stefnu og bjartari framtíð fyrir börn- in og þjóðfélagið í heild. Foreldrar krefjast þess að forsvarsmenn sveit- arfélaga og kennara setjist að samn- ingaborðum og semji sem fyrst þannig að ekki komi til verkfalls. Því ef af verkföllum verður mun það valda mestum skaða hjá þeim sem síst skyldi," segir í ályktuninni. ■ SAMEIGINLEGUR fundur sveitarstjórnar Olfurhrepps og kennara Grunnskólans í Þorláks- höfn haldinn 15. október sl. vill taka undir samþykkt sem gerð var á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveit- arfélaga og skólastjóra á Suðurlandi 6. október sl. og árétta þannig hve málið er brýnt. Ályktunin var svo- hljóðandi: „Harmað er að ekki hafi náðst samningar um kaup og kjör grunnskólakennara og skólastjóra og að hætta sé á verkfalli. Fundur- inn hvetur því sáttasemjara og báða samningsaðila til að nýta þann tíma af fremsta megni sem er til stefnu til þess að ná samningum þannig að komist verði hjá þeim ófarnaði sem óhjákvæmilega leiðir af verk- falli.“ afleiðingum aðgerða bæklunar- læknisins á Sólvangi og bíð ég eftir því. Ég vil fá bætur fyrir þessi mistök og fyrir bau örkuml sem missir hægri handarinnar eru mér. Allt þetta hefur breytt lífi mínu mjög mikið. Fyrir utan það að geta ekki notað hægri höndina lengur þá er ég orðin miklu ónýt- ari að vera innan um fólk. Fyrst hafði ég ekki getu til þess fyrir kvölum en núna er eins og ég hafi misst þá öryggistilfinningu sem ég áður hafði, ég fer nú mjög sjaldan á mannamót og ef ég fer líður mér illa, ég get ekki einu sinni heilsað fólki lengur með hægri hendinni og auk þess hef ég á tilfinning- unni að höndin sé ljót, þótt ég hafi kannski ekki beint minnimátt- artilfinningu vegna hennar. Ég reyni að láta þetta ekki fara illa með mig andlega, en það er erfitt, það koma slæmir dagar. Ég gat ekki keyrt bílinn minn í sex mánuði en nú er ég búin að fá hnúð á stýrið svo ég get stjórn- að því með vinstri hendinni, þótt ekki geti ég sagt að ég sé mjög örugg í umferðinni. Ég hef komið mér upp aðferð til að skúra gólf, ég leggst á fjóra fætur, kreisti tuskuna með vinstri hendinni og strýk svo yfir gólfið, það er ekki vel gert en það verður að duga. Ég er lengi að þvo á mér hárið en það gengur þó, ég reyni að snyrta mig með vinstri hendinni, en það er ekki víst að þær aðgerðir prýði mig mikið. Ég reyni að skrifa með vinstri hendinni, það er óttalegt klór en þó mun betra en það sem ég get krafsað með hægri hend- inni. Ég reyni þrátt fyrir allt eins og ég mögulega get að nota hægri höndina þótt hún sé svona ónýt. Ég vil ekki alveg viðurkenna að ég geti ekkert gert með henni. Ég get ekki sætt mig við þetta, ég er að reyna það en það hefur enn ekki tekist. Suma daga slæ ég þó á létta strengi. Nú þegar ég get ekki unn- ið neina handavinnu lengur hef ég orðið að finna mér eitthvað ann- að til þess að láta dagana líða, en ég er mjög mikið heima. Sonur minn sem býr á Akureyri sendi mér tölvu, ég kann ekkert á tölv- una, en ég get þó með vinstri hend- inni lagt kapal í henni. Það er líka það eina sem ég geri og mér finnst það ansi lítið. Mig langar að gera eitthvað allt annað, mér finnst mjög dapurt að kona á mínum aldri, sem aldrei sleppti handa- vinnu, sitji nú dagana langa og leggi kapal í tölvu. Ég get ugg- laust lært meira á tölvuna og ætla að reyna að gera það seinna. Ég sef illa, ég fæ stundum mjög slæm verkjaköst, ekki síst ef kalt er í veðri. Þá vafra ég um eða ligg og hugsa. Ég veit ekki hvað er framundan, nema hvað ég veit að ég verð ekki betri en ég er í dag, það hafa læknar sagt mér. Mér þykir þess vegna sárt að þurfa að standa í stappi við yfirvöld til þess að fá bætur vegna handarmissis- ins. Ég er með mjög góðan lög- fræðing og eins hefur Ólafur Ólafs- son landlæknir reynst mér vel, hann fékk erlendan sérfræðing til þess að segja álit sitt á þessari aðgerð. í áliti hins erlenda sérfræð- ings segir meðal annars að hann telji að rangt hafi verið staðið að fýrstu aðgerðinni og að þeir fylgik- villar sem ég hlaut megi rekja beint til þeirrar aðgerðar, þ.e. bæði lið- hlaupið og sinaslitið. Þá segir enn- fremur að eftirmeðferð eftir aðra aðgerðina hafi verið ábótavant og að ámælisvert verði að teljast að ekki skuli hafa verið beðið um sér- fræðiálit handarskurðlæknis miklu fyrr en raun varð á. Einnig er bent á að ég komst í samband við handarskurðlækni fyrir atbeina heimilislæknis míns og sjúkraþjálf- ara. Niðurstaða hins erlenda sér- færðings er að meðhöndlun hafi verið ámælisverð í sambandi við ofannefnda þætti. Fyrrverandi eiginmaður minn, börn mín og tengdabörn hafa stutt mig mikið á þessum erfiðleikatíma. Það og svo hitt að ég er léttlynd að eðlisfari hefur gert mér þetta bærilegt. Þótt mitt góða skap hafi ekki yfirgefið mig hefur þessi lífs- reynsla breytt mér mikið, allur þessi sársauki og þeir verkir sem ég bý við enn í dag hafa gert mig þyngri en ég var. Þegar mér hefur liðið verst hef ég getað sótt styrk í trúna, ég hef alltaf verið trúuð. Hins vegar hef ég ekki nú fremur en endranær getað séð neitt hvað við tekur hjá mér sjálfri. Frá því ég var barn hefur mig oft órað fyrir því sem hendir aðra, jafnvel þá sem eru mér nánastir, en hvað mig sjálfa áhrærir er allt slíkt lok- uð bók. Ég gerði löngum mikið af því að líta í bolla og spil fyrir gesti og gangandi en eftir að veikindi mín hófust hefur mjög dregið úr öllu slíku, ég hef einfaldlega ekki eins mikinn kraft í mér og ég hafði, stundum kemur þó andinn yfír mig í þessum efnum og ég geri enn talsvert af því að biðja fyrir fólki, ég er oft beðin um það. Það er gott ef maður getur hjálpað fólki. En getur enginn hjálpað þér? segja þeir stundum sem ég er að biðja fyrir. Mér hefur oft verið hjálpað og ég trúi því að ég hafi góða vernd. Eitt er víst - þótt þetta sé nógu slæmt gæti það verið miklu verra. RÆSTIVAGNAR RÆSTIÁHÖLD Fossháls 27, Drauhálsmegin Sími 567 7557 • Fax 567 7559 • ísafjörður • ísafjörður • ísafjörður • ísafjörður • ísland að vetri býður / ^ upp á fjölmarga i x| I i-/ möguleika til afþreyingar I og skemmtunar. 1 Skíðaferðir, fjallaskoðun, u /fy ^ 1 listalíf, matur, menning og -Sff X M0 skemmtun. Flugleiðir | j | innanlands bjóða flug, gistingu, J^ skemmtun og ævintýri á einstöku ^ Gjugg-verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér í ógleymanlega helgarferð til ísaf jarðar með xAÍÁj Flugfélagi íslands Isafjardarbær gleðurT - Ís8fjörftff - Reylqavft Gjuggpakki frá kr. 13.330 • Flug fram og til baka • Gisting á mann i 2 ruetur með morgunverði I tveggja manna herb. • Afsláttarhefti og flugvallarskattur innifalinn Vetrarnætur ^ — Upphaf skemmtiiegrar lista- og menningarviku Sl • r r á Isafirði þar sem hægt er að njóta alls hins besta auk útivistar, náttúru og skemmtunar. • Siglingar •Tónleikar • Veitingar • Menning • Útivist www.airiceland.is •Gönguferíj^ ^ n Á- 1 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.