Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR VIÐ íslendingar höfum átt farsælt samstarf við Svissneska álfélagið í rúma þrjá áratugi. Þeir samningar, sem voru gerðir við þetta sviss- neska fyrirtæki á Viðreisnar- árunum um byggingu fyrsta stóriðjuvers á íslandi voru báð- um aðilum hagstæðir. í krafti þeirra samninga eignuðumst við fyrstu stórvirkjun okkar, Búrfellsvirkjun, á 25 árum. Mikil pólitísk átök urðu um byggingu álversins í Straums- vík á sínum tíma. Reynslan hefur sýnt, að andstæðingar þess höfðu rangt fyrir sér. Til- raun til pólitískrar herferðar gegn fyrirtækinu snemma á síðasta áratug rann út í sandinn. í eina tíð trúðu menn því, að meiri stöðugleiki einkenndi stóriðju heldur en sjávarútveg. Reynslan hefur líka kennt okk- ur, að þær hugmyndir voru rangar. Gífurlegar sveiflur eru í álverði á heimsmarkaði og segja má, að mikill hagnaður í uppsveiflu geri álfyrirtækjun- um kleift að lifa öldudalina af. í fyrradag var nýr hluti ál- versins í Straumsvík tekinn í notkun að viðstöddu miklu fjöl- menni. Við það tilefni sagði Davlð Oddsson, forsætisráð- herra, að þeir ljármunir, sem starfsemi álversins hefði skilið eftir í íslenzku samfélagi, hefðu auðveldað okkur að byggja hér upp velferðarkerfi. Það er áreiðanlega rétt. Álver- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ið í Straumsvík hefur átt ríkan þátt í að skjóta fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf og afkomu þjóðarinnar, eins og því var ætlað í upphafi. Þegar álverið í Straumsvík var reist stóðu menn ekki frammi fyrir nýjum viðhorfum varðandi loftmengun, sem nú leita á af vaxandi þunga. Við íslendingar eigum að leggja metnað okkar í að mæta þeim nýju viðhorfum af fullri ábyrgð. Álverið í Straumsvík er nú orðið þriðja stærsta álver á Norðurlöndum og mikilvægur þáttur í starfsemi Svissneska álfélagsins. Á þessum tíma- mótum er ástæða til að fagna þeirri farsæld, sem einkennt hefur rekstur þess alla tíð og þeim krafti, sem einkennir uppbyggingu þess og rekstur um þessar mundir. HÖFNÍ KÓPAVOGI HAFNARGERÐ í Kópavogi á sér um 40 ára sögu. Þó er augljóst, að sú nýja að- staða, sem tekin var í notkun í Kópavogshöfn í gær er stærsta skrefið í þeim fram- kvæmdum og opnar athyglis- verða möguleika fyrir skipafé- lög og innflytjendur. Hafnaraðstaðan í Kópavogi og það mikla landrými, sem er við höfnina, sem fyrirtæki geta nýtt sér, stuðlar augljós- lega að aukinni samkeppni á milli hafna á höfuðborgar- svæðinu og sennilega mun hún einnig ýta undir aukna sam- keppni í skipaflutningum til og frá landinu. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég sé fyrir mér, að framkvæmdirnar hjá okkur geti ýtt undir samkeppni milli hafna á svæðinu, að menn keppist um að bjóða, sem bezta aðstöðu.“ Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna sagði: „Það hefur verið reynt mikið . . . að benda erlendum skipafélögum á þann kost að koma hér við. Þá á ég við skipafélög, sem stunda siglingar á norðan- verðu Atlantshafi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Það gæti orðið auðveldara fyrir erlend skipafélög að bjóða þjónustu hér, ef góð aðstaða skapaðist í Kópavogi. Þannig gætu þau veitt íslenzku félögunum nauð- synlegt aðhald.“ í ljósi þessara ummæla verður óneitanlega fróðlegt að fylgjast með framhaldinu í Kópavogshöfn. HNEFA- LEIKAR BANNAÐIR AÐ hefur orðið okkur ís- lendingum til sóma, að hnefaleikar hafa verið bannað- ir hér áratugum saman. Þetta er ekki íþrótt heldur slagsmál. Öll heimsbyggðin hefur orðið vitni að hörmulegum afleiðing- um þess fyrir hnefaleikara að taka þátt í slíkum slagsmálum. Örlög eins sigursælasta hnefa- leikara heims á okkar tímum bera því dapurlegt vitni. Það er þess vegna engin ástæða til að breyta þeim lög- um, sem bannað hafa hnefa- leika hér áratugum saman. Þvert á móti ber að fylgja þeim lögum fast eftir. FARSÆLT SAMSTARF Ritstýrð sagnfræði, hetjur o g ljóð IÁHUGI minn á • fornum sögum beinist helzt að þeim sem bókmenntum, ritstýrðri sagn- fræði; þ.e. skáldskap, en ekki mið- aldaheimsmynd aftan úr öldum þótt hnýsileg sé; eða dæmisögu (allegór- íu) þótt hún sé víða á næstu grösum í góðum skáldskap einsog kunnugt er og má nefna Innansveitarkroniku sem nærtækt dæmi, þ.e. guð bygg- ir kirkju, en slíkur dulbúningur þótti höfuðprýði skáldskapar fyrr á öld- um og er þónokkuð algengur í nú- timaskáldskap, einkum ljóðlist. Yfirburðir íslendinga sagna, ekkisízt Njálu, birtast í listinni. Þær fjalla um manninn og andstæðumar í eðli hans einsog við þekkjum þær úr lífinu sjálfu, en ekki t.a.m. grísk- um leikritum til forna sem lýsa hetjum og guðum í mannlegu sam- félagi og leggja áherzlu á guðleg tengsl mannsins. Þar er andstæðun- um í eðli hans að vísu rækilega lýst og oft með drastískari hætti en í fomsögum okkar, enda era þær fremur sprottnar úr lífinu sjálfu einsog það blasir við venjulegu fólki en ekki goðsögulegu efni sem er forsenda hómerskviða og grískra leikrita, hvortsem þau eru gleði - eða harmleikir. íslendinga sögurnar era lífíð sjálft. Þær fjalla um manninn í allri sinni nekt, ekki endilega andspænis guðum og goðaheimi heldur umhverfi sínu. Samt fjalla þessi verk fyrstogsíðast um hetjur einsog forn- ar grískar bókmenntir, en það eru hetjur hversdagslífsins sem um er fjallað, þótt yfirburðir þeirra geti á stundum minnt á goðsöguleg ein- kenni grískra hetja. En íslenzkar hetjur til foma eru í litlum tengslum við guðina þótt heiðnar séu oft og einatt og lifa sig ekki inní goðsög- una nema í kvæðum sem sækja dæmisöguna eða tungutakið í goð- sagnir ásatrúar. Þær eru aðvísu í rækilegum tengslum við drauma sína og örlög, en þó varla meir en við sem nú lifum eða Sturla Þórðar- son sem var sannkristinn maður en draumspakur með afbrigðum og augljóslega örlagatrúar í aðra rönd- ina einsog margir samtímamenn hans. Verk þessara manna bera því að sjálfsögðu vitni en þó ekki úr hófi fram. Sagnaskáldskapur þeirra lýsir ekkisízt hugarfari þeirra og umhverfi, þótt sögurnar eigi að fjalla um fomar hetjur fyrir og um kristnitöku. Halldór Laxness hefur jafnvel kveðið svo fast að orði í samtölum okkar að hann hafi alltaf lesið fornsögurnar „vegna þess að mér finnst þær skemmtilegar og áhugasamlegar, en ekki sagn- fræði“. Og það hefur jafnvel flögrað að honum að „það væri ekki nokk- urt sagnfræðilegt orð í Heims- kringlu". Þessi rit, jafnvel konunga- sögurnar, séu þannig skáldsagna- bókmenntir í eðli sínu og menn verði að leita sagnfræðinnar annars staðar, enda koma frásagnir rit- anna síður en svo alltaf heim og saman við gallharðar heimildir. List Halldórs sjálfs er af sömu rótum runnin. Það er því óhætt að skyggnast um í verkum hans með því hugarfari að um sé að ræða svipaðar skáldsagnatæknilegar að- ferðir í ýmsum ritum hans og við þekkjum af fornsögunum. Tilgátan stenzt ef farið er í saumana á þess- um verkum, t.a.m. Njálu. Sögurnar eru augljóslega skrifaðar út úr arf- sögnum og umhverfi með sama hætti og Halldór skrifaði Innan- sveitarkroniku og Guðsgjafaþulu, en í þulunni segir að íslandsbersi hafi verið hetja eins og Grettir sterki og því hefur verið ærin ástæða til að skrásetja sögu hans, ekkisíður en Grettlu. Í Skáldatíma segir að í Sjálfstæðu fólki hafí hetjuskapur manns verið útmálaður einsog í Islendinga sögum án tillits til málstaðar hans, „og málstaður Bjarts var vondur frá hér um bil öllum sjónarmiðum, nema hetju- skap hans“. M. HELGI spjall Anæstu dögum dregur til úrslita í þeim átökum, sem staðið hafa meirihluta þessa árs um skipulag lífeyrissjóðakerfisins. Þá kemur í ljós, hvort samstaða verður á milli hinna ýmsu aðila, sem að þessum málum koma, um breytingar eða hvort ríkisstjórn og meirihluti Alþingis verða að höggva á hnútinn. Ekki er um það deilt að skynsamlegt sé að landsmenn allir séu skyldaðir til að eiga aðild að lífeyrissjóði. Að því frátöldu era hins vegar mismunandi skoðanir uppi um, hvernig þróa eigi lífeyriskerfið á næstu árum og áratugum. Það er heldur enginn ágreiningur um, að vel hefur tekizt til um uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins til þessa og engum dettur í hug að grafa undan því kerfi, sem byggt hefur verið upp og gefizt vel. Ásakanir þeirra, sem vilja að mestu óbreytt ástand, um að tals- menn breytinga vilji „rústa“ núverandi kerfi, eins og það er orðað eða gefa fjár- málafyrirtækjum kost á að „braska“ með fjármuni almennings eru því ekki á rökum reistar. Hins vegar eru öll viðhorf í samfélagi okkar gjörbreytt frá því hafizt var handa um uppbyggingu lífeyrissjóðanna og nýir möguleikar til lífeyrissparnaðar hafa opn- azt. Þess vegna er ekkert óeðlilegt við það, að fram komi hugmyndir um breyting- ar á núverandi kerfi, sem m.a. geri fólki kleift að notfæra sér slík tækifæri. Grundvallaratriðið varðandi uppbygg- ingu lífeyrissjóðanna er auðvitað það, að þeir fjármunir, sem greiddir eru til sjóð- anna, eru fjármunir launþega. Þótt þetta kerfi hafi í upphafi verið byggt upp á þann veg, að atvinnurekendur greiði hluta framlagsins til lífeyrissjóðs og launþegar hluta, er hér auðvitað um að ræða heildar- kjör launþega og kannski tímabært, að sú staðreynd sjáist á launaseðlinum. Þess vegna er hér hvorki um að ræða fjármuni atvinnurekenda eða verkalýðsfélaga held- ur launþega. í þessu felst að sjálfsögðu, að það gamla kerfi, að samtök atvinnurekenda og verka- lýðsfélögin tilnefni fulltrúa í stjórnir lífeyr- issjóðanna er orðið úrelt. Lífeyrissjóðirnir era eign sjóðfélaganna og þess vegna er eðlilegt, að það sjálfsagða lýðræði komi til sögunnar á vettvangi sjóðanna, að eig- endur þeirra ákveði sjálfir hveijir skuli fara með stjórn sjóðanna fyrir þeirra hönd. Lífeyrissjóðirnir eru orðnir sterkustu fjármálastofnanir landsins. Fjárhagslegur styrkur þeirra og núverandi fyrirkomulag við val á stjórnum veldur augljósri tog- streitu um skipan fulltrúa í stjórnir sjóð- anna. Ástæðan er ekki sízt sú, að þeir sem sitja í stjórnum sjóðanna geta haft tölu- verð áhrif á það, hvernig fjármunir sjóð- anna eru ávaxtaðir og þá m.a. hvort þeir era notaðir til þess að kaupa hlutabréf í þessu fyrirtæki eða hinu. Jafnframt geta stjórnarmenn í sjóðunum haft áhrif á það, hveijir sitja í stjórnum fyrirtækja af hálfu sjóðanna, sem um leið getur haft áhrif á valdahlutföll innan stórra fyrirtækja. Almennir sjóðfélagar eiga ekki hags- muna að gæta í slíkum viðskiptapólitískum átökum. Það eru sérhagsmunahópar, sem hafa tryggt sér áhrif í stjórnum lífeyris- sjóðanna, sem hafa hagsmuna að gæta í því sambandi. Hagsmunir sjóðfélaganna era þeir, að sem bezt takist til um ávöxtun á íjármunum þeirra. Af þessum sökum og vegna þeirra almennu breyttu viðhorfa, sem allir þekkja er tímabært að breyta stjórnkerfí lífeyrissjóðanna á þann veg, að sjóðfélagar sjálfir kjósi fulltrúa í stjórnir þeirra. AÐ HLUTA TIL tengjast breytingar á lífeyrissjóðakerf- inu nauðsyn á mikl- um umbótum í starfi launþegahreyfingarinnar. Hér á ís- landi er enn við lýði það gamaldags og Réttur laun- þega REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 18. október úrelta kerfi, að launþegi getur í raun ekki fengið vinnu nema vera félagsmaður í ákveðnu verkalýðsfélagi. Að vísu eru dæmi um, að launþegar era ekki félagsmenn í viðkomandi verkalýðsfélagi heldur greiða þangað félagsgjöld en njóta nánast engra réttinda út á þær greiðslur. Það er löngu tímabært að breyta þessum ákvæðum í samningum vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Hver og einn launþegi á sjálfur að geta ákveðið, hvort það hentar hagsmunum hans að vera félagsmaður í samtökum launþega í viðkomandi atvinnu- grein. Það mundi líka áreiðanlega verða launþegafélögunum hvatning til þess að efla félagsstarf sitt, ef þau yrðu að sann- færa launþegann um að hagsmunum hans væri bezt borgið með því að gerast aðili að félaginu. I þessu sambandi er auðvitað fráleitt, að vinnuveitandinn sjái um inn- heimtu félagsgjalda af launþeganum og dragi þau frá iaunum hans. Það ætti að sjálfsögðu að vera verkefni félagsins að innheimta þau gjöld. Með sama hætti eru engin rök fyrir því lengur, að skylda launþega til þess að vera í ákveðnum lífeyrissjóði. Það gátu verið rök fyrir því á meðan lífeyrissjóðakerfið var í uppbyggingu. Nú þegar það er orðið eins öflugt og raun ber vitni er engin ástæða til annars en að launþegar geti ákveðið sjálfír til hvaða lífeyrissjóðs þeir greiða gjöld sín. Hagsmunir fólks eru svo mismunandi að það er fráleitt að binda skylduaðild að lífeyrissjóðum við einn ákveðinn sjóð. Þau kjör, sem lífeyrissjóð- irnir bjóða, eru nokkuð mismunandi og þess vegna eðlilegt, að launþegar hafi frelsi til þess að ákveða sjálfir, hvernig hags- munum þeirra í lífeyrismálum er bezt borg- ið. Sumir talsmenn lífeyrissjóðanna hafa brugðizt við hugmyndum um slíkt frelsi á þann veg, að lífeyrissjóðirnir verði þá líka að hafa frelsi til að ákveða, hvort þeir vilji taka við nýjum umsækjanda. Það er ekkert óeðlilegt, að lífeyrissjóðirnir hafi slíkt frelsi. Þá segja þeir hinir sömu: En hvað um þá, sem hvergi fá aðild að lífeyris- sjóði? Óhætt er að fullyrða, að það vanda- mál yrði ekki svo víðtækt að ekki væri hægt að finna lausn á því. Umræður um þessa þætti málsins snú- ast raunverulega um rétt fólks til að ráð- stafa fjármunum sínum sjálft. Að mörgu leyti er núverandi skipulag vinnumarkað- arins og lífeyrissjóðakerfísins leifar af hinu gamla kerfi forsjárhyggju, sem réð hér ríkjum áratugum saman. Samkvæmt því áttu einhveijir aðrir að hafa vit fyrir fólki á öllum sviðum. Þeir sem vilja ákveða með samningum sín á milli, að fólk skuli vera í launþegafélagi, þ.e. atvinnurekendur og launþegafélög, eru að stunda þessa gömlu forsjárhyggju. Þeir sem vilja ákveða í hvaða lífeyrissjóði fólk er, þ.e. atvinnurek- endur og launþegafélög, eru líka að stunda þessa gömlu forsjárhyggju. Það er tímabært að henni sé vikið til hliðar í þessum efnum sem öðram. Réttur launþega á að vera sá, að ákveða hvort þeir vilja vera í launþegafélagi eða ekki. Réttur launþega á að vera sá, að geta tekið sjálfir ákvörðun um í hvaða lífeyris- sjóð þeir greiða. Réttur félagsmanna lífeyr- issjóðanna á að vera sá, að geta sjálfir ákveðið hveijir sitja í stjórn lífeyrissjóð- anna fyrir þeirra hönd. Nýir val- kostir I A SIÐUSTU AR- um hafa komið til sögunnar nýir val- kostir í lífeyrismál- um. Þar er um að ræða annars vegar hina svonefndu sér- eignarsjóði og hins vegar söfnunartrygg- ingar, sem erlend tryggingafélög hafa boðið hér og a.m.k. eitt íslenzkt trygginga- félag hefur tilkynnt, að það muni bjóða á næstunni. Þar er um að ræða eins konar sameiningu lífeyrissparnaðar og líftrygg- ingar. Raunar hafa séreignarsjóðirnir einn- ig boðið félagsmönnum sínum líftrygging- ar. Sá grundvallarmunur er á þessum lífeyr- VIÐ HORNAFJÖRÐ. Morgunblaðið/Snorri Snorrason isspamaðarformum og hinum almennu líf- eyrissjóðum, að í fyrra tilvikinu safnast fé á reikning viðkomandi einstaklings, sem hann getur svo tekið út á 10 árum eða svo. Talsmenn almennu lífeyrissjóðanna benda réttilega á, að þeir sjóðir tryggi sjóðsfélögum lífeyri til æviloka en söfnun- arfé í séreignarsjóði megi í raun líkja við sparifé í banka. Þegar það er uppurið greiði séreignarsjóður ekki lengur fé til þess ein- staklings. Sú röksemd almennu lífeyrissjóðanna að tryggingaverndin, sem þeir veita, sé að þessu leyti mun betri er rétt. Á hinn bóginn erfast þau réttindi ekki til maka eða barna og sá lífeyrir, sem makar fá greiddan að sjóðfélaga látnum, er tak- markaður. Kjarni málsins er sá, að almennu lífeyr- issjóðirnir hafa marga kosti umfram sér- eignarsjóðina, sem ekki má vanmeta. Þess vegna er lítið vit í öðru fyrir fólk en að eiga aðild að almennum lífeyrissjóði. Á hinn bóginn hafa séreignarsjóðirnir ýmsa kosti umfram almennu sjóðina, sem ekki má heldur gera lítið úr. Og um þetta hefur málflutningur tals- manna breytts kerfís í raun og veru snú- izt. Að hinn almenni borgari eigi að hafa rétt á því að ráðstafa hluta lífeyrissparnað- ar síns í séreignarsjóð, ef það hentar hags- munum hans. Fólk á að eiga kost á því að nýta sér hagkvæmni þriggja tegunda lífeyrissparnaðar eftir því, sem hveijum og einum hentar. Talsmenn sameignarsjóðanna hafa gengið allt of langt í þeim málflutningi að slíkt frelsi mundi „rústa“ núverandi líf- eyrissjóðakerfi. Og það er satt að segja fáránlegt að hlusta á einstaka talsmenn verkalýðsfélaga lýsa því yfír, að verkalýðs- hreyfíngin muni grípa til sinna ráða, ef stjórnvöld verði ekki við kröfum þeirra. Stjórnir verkalýðsfélaganna eiga ekki líf- eyrissjóðina. Og kannski færi bezt á því að efna til atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna lífeyrissjóða um breytingar á þessu kerfi. Það getur vel farið saman, að einstakl- ingur sé aðili að tveimur lífeyrissjóðum og stundi líka lífeyrissparnað í formi söfn- unartryggingar. Það er einstaklingsbundið hvað hentar hveijum. Það er eðlilegt að bregðast við áhyggjum sameignarsjóðanna með því að heimila þeim að setja upp séreignarsjóði innan sinna vébanda. Með sama hætti er ekkert óeðlilegt, að aðrir hafí heimild til að setja upp sameignarsjóði á öðrum grundvelli en þeim, sem hingað til hefur tíðkazt, þ.e. á vettvangi einstakra atvinnugreina. Eitt stærsta málið BREYTINGAR A lífeyrissjóðakerfínu era eitt stærsta málið, sem nú er til umfjöllunar á hin- um pólitíska vettvangi. Að svo miklu leyti, sem málið kom til umræðu á Alþingi sl. vor, var augljóst, að stjórnarandstöðuflokk- amir voru komnir í þær pólitísku stellingar að snúast gegn umbótum á þessu sviði. Sérstaka athygli vakti, að Alþýðuflokkurinn snerist öndverður gegn breytingum. Hvar er nú sú fijálsræðisstefna, sem Alþýðu- flokksmenn hafa á allmörgum undanförn- um áram talið sig sérstaka talsmenn fyrir? Líkur á því, að samkomulag takist innan þeirrar nefndar, sem starfað hefur að því á undanfömum mánuðum að sætta ólík sjónarmið, eru takmarkaðar. Þó er það ekki óhugsandi. En fari svo, að samkomu- lag náist ekki, mega ríkisstjóm og sá þing- meirihluti, sem að baki henni stendur, ekki láta hótanir verkalýðsforingja um aðgerðir á sig fá. Opnun lífeyrissjóðakerfísins á þann veg, að einstaklingar geti nýtt sér fleiri valkosti til lífeyrisspamaðar mun að öllum líkindum stórauka lífeyrisspamað landsmanna. Stór- aukinn lífeyrissparnaður er öllu þjóðfélag- inu til hagsbóta. Sá spamaður mun verða öflugur bakhjarl í uppbyggingu atvinnulífs- ins á næstu áram og áratugum og jafn- framt draga stórlega úr því að horft verði til ríkisins um að tryggja almenningi lág- markslífeyri. Vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er það stórmál fyrir komandi kynslóðir, að hver og einn sjái sem mest um sinn eigin lífeyrisspamað en verði ekki upp á ríkið kominn nema i undantekningar- tilvikum. Þá getur almannatryggingakerfið líka gert mun betur við þá, sem þurfa á því að halda. Andstaðan, sem fram hefur komið gegn breytingum, má ekki koma í veg fyrir umbætur. „Réttur launþega á að vera sá, að ákveða hvort þeir vilja vera í laun- þegafélagi eða ekki. Réttur laun- þega á að vera sá, að geta tekið sjálfir ákvörðun um í hvaða lífeyr- issjóð þeir greiða. Réttur félags- manna lífeyris- sjóðanna á að vera sá, að geta ákveðið sjálfir hverjir sitja í sljórn lífeyris- sjóðanna fyrir þeirra hönd.“ *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.