Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Vesturbær Reykjavík Nýjar bækur Friederich Hölderlin Hannes Pétursson • HEIMSPEKI er eftir Martin Levander í ísl. þýðingu Þrastar Ás mundssonar og Aðalheiðar Stein- grímsdóttur. Heimspeki er bók fyrir nemendur og áhugafólk um heim- speki og er eins konar leiðarvísir um fræðigreinina, auðskilinn en ítarleg- ur. „í bókinni er staðnæmst við marga áfangastaði sem máli skipta og höfundurinn leggur ýmsar spurn- ingar fyrir lesandann sem hann verð- ur að svara", segir í kynningu. Bókin er prýdd 40 litmyndum af listaverkum oger234 bls. aðstærð. Útgefandi er Mál og menning. Verð: 3.280 kr. Framnesvegur. Gullfalleg 2ja herb. íbúð á 2. hæð (efstu) I glæsilegu nýlegu 5 Ib. húsi (byggt '86). Fallegt parket og fllsar á öllum gólfum. Hér færðu eina með öllu, gott verð og mjög hagstæð lán. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 5,8 milj. Ekki missa af þessari. (2105) Holtsgata. Gullfalleg 69 fm 2ja herb (búð I góðu steinhúsi. Allt nýtt, rafmagn, lagnir, parket, baðherb. Ibúðin er öll ný máluð. Nýlegt eldhús. Áhv. 1,4 milj. byggsj. Verð 5,8 milj. (2847). Fálkagata. Mjög góð 2ja herb. 63 fm íbúð á þessum vinsæla stað (5 Ibúða húsi sem er nýmál- að og eitt það fallegasta á þossu svæði. ibúðin er á 2. hæð með tvennar svalir, rétt hjá Háskólanum. Pessi fer fljótt. Verð aðeins 5,9 milj. ekkert áhv. (2333). Rekagrandi - laus. Nýkomin í einkasölu mjög góð 50 fm 2ja herb. íbúð á jarðhæð ( litlu fjölbýlishúsi. ibúðin snýr í suö-vestur og er með sér garði. Gott parket á gólfum. Góð og falleg sameign f fallegu húsi. Áhv. 1,7 milj. byggsj. Verð 5,5 milj. (2944). Meistaravellir. Dúndurgóð 57 fm 2ja herb. (búð á 1. hæð (jarðhæð) ( mjög fallegu fjölbýli, rétt við KR-völlinn. Gott svefnherb. og rúmgóð stofa. Notaleg íbúð ( alla staði. Ákv. 2,8 milj. ( húsb. og byggsj. Verð 5,5 milj. (2996). Rekagrandi 3ja herb. Falleg 87 fm 3ja herb. (búð á tveimur hæðum í góðu fjölbýli, ásamt stæði í bdskýli. Fallegar innréttigar, parket á gólfum, stórar suðursvalir. Áhv. 3,7 milj. húsb. og byggsj. Verð 7,8 milj. (3945). Fornhagi. Falleg 91 fm 4ra herb. íbúð í snyrtilegu fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Suðursvalir. Rúmgóð stofa. Sameign snyrtileg. Verðlaunagarður. í göngufæri við Háskólann og barnaskóla. Nú er bara að drífa sig og skoða. Áhv. 3,9 mllj. Verð. 7,6 milj. (4656). • LA UF súlnanna, fáein ljóð eft- ir Friedrich Hölderlin í þýðingu Hannesar Péturssonar skálds. Með- al þeirra eru nokkur kunnustu ljóð Hölderlings. Þýðandi ritar kynningarorð um skáldið og aftanmáls eru ábending- ar um efni ljóðanna lesendum til glöggvunar. I kynningu segir: „Friederich Hölderlin (1770-1843) ereitt af höfuðskáldum Þjóðveija. Hann er þekktastur fyrir ljóð sín, en líka er skáldsaga hans, Hyperion, fræg. Vegur Hölderins hefur aukist sífellt frá því að ljóðasafn hans kom fyrst út og hafa skáldverk hans og átak- anleg ævi verið mjög til umfjöllunar hjá skáldum og fræðimönnum á þessari öld. Hefur hugur bók- menntamanna og heimspekinga einkum beinst að ljóðum frá loka- skeiði skáldskapar Hölderlins, sem kennt er við „lofsöngva“ og „óbund- ið hljóðfall". Ljóðin í Laufum súln- anna eru frá því skeiði, þegar list Hölderlins reis hæst, áður en skáld- ið hvarf inn í „þögn“, sinnisveikur íblóma lífsins." Lauf súlnanna eru 40 síður. Prentsmiðjan Grafík prentaði. Út- gefandi er Haukur Hannesson. Dreifingu annast Bókaútgáfan Bjartur. Lára V. Júlfusdóttir • RETTINDI og skyldur á vinnumarkaði eftir Láru V. Júlíus- dóttur er komin út í endurskoðaðri útgáfu. „Þetta grundvallarrit nýtist öllum þeim sem fást við að túlka lög og kjarasamninga á vinnumarkaði og sérstök áhersla er lögð á að efnið sé sem aðgengi- legast fyrir not- andann," segir í kynningu. Verkinu er skipt í þijá hluta, upp- haf ráðningar, réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekenda og lok ráðningar. Vísað er í kjarasamn- inga, lög og dóma og þeir reifaðir í texta. Ýmsar breytingar hafa orðið í réttindamálum launafólks frá því að bókin kom fyrst út árið 1993. Auk þess hefur fjölmörgum dómum sem fallið hafa á þessu sviði verið bætt við. Höfundur er lögfræðingur og starfaði um árabil hjá Alþýðusam- bandi íslands og fæst nú við almenn lögfræðistörf. Onnur rit eftir sama höfund eru Stéttarfélög og vinnu- deilur, útg. 1994, en sú bók fékk viðurkenningu Félags bókasafns- fræðinga sem besta frumsamda fræðibók ársins, og Verslunarréttur útg. 1997. Menningar- og fræðsiusambanc alþýðu sér um dreifingu bókarinn Hún kostar 1.995 tii aðiidarfélaf .■ ASÍ en almennt verð er 3.203 m " vsk. SeJur MÁLVERK eftir Jón Stefánsson verða m.a. á upp- boði Gallerís Borgar. Uppboð hjá Gallerí Borg GALLERÍ Borg heldur málverka- uppboð á Hótel Sögu í dag kl. 20.30. Um 90 verk verða boðin upp, þar af um 70 myndir eftir gömlu meist- arana. Þar má nefna J.S. Kjarval, Þorvald Skúlason, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Jón Engilberts, Kristínu Jónsdóttur, Erró, Kristján Davíðsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Jóhann Briem, Svavar Guðnason og Jón Þorleifsson. Myndirnar verða sýndar í Gallerí Borg, Síðumúla 34, í dag, sunnu- dag, kl. 12-18. Grandavegur 7 á Stóra sviðinu FARIÐ er að síga á seinni hiuta æfingatímans á fyrsta íslenska leikritinu sem Þjóðleikhúsið sýnir á þessu leikári og verður frum- sýnt 29. október nk. Það er Grandavegur 7, eftir Vigdísi Grímsdóttur í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur, fjöl- skyldusaga sem nær yfir landa- mæri lifs og dauða. Leikendur eru Margrét Vil- hjálmsdóttir, Bergur Þór Ingólfs- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Valdimar Öm Flygenring, Magnús Ragnarsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Gunnar Hansson. Lýsingu hannar Björa B. Guð- mundsson, höfndur leikmyndar og búninga er Axel Hallkell, Pét- ur Grétarsson semur tónlist og Kjartan Ragnarsson leikstýrir. SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 400 g grísakjöt, skorið í strimla 2 msk. Filippo Berío olía 100 g kjúklingabaunir, Lagðar í bleyti 200 g laukur, smátt saxaður 250 g sveppir, skornir í 4 - 6 bita 3 stk. ferskir tómatar, skornir í báta 6 msk. Sharwoods Balti Shahee sósa 6 msk.Sharwoods Balti Rajmahal sósa 4 msk.Tilda Balti sósa Leggið kjúkLingabaunirnar í bleyti í 2-4 kLukkutíma og sjóðið síðan þar tiL þær eru orðnar meyrar. Sjóðið helmingi lengur ef baunirnar eru ekki Lagðar í bleyti. Hitið pönnu þar tiL rýkur upp úr henni, setjið oLíu á og veLtið á aLLa kanta pönnunnar. Setjið kjötið út á og steikið þar tiL það er orðið Ljóst. Setjið þvínæst Laukinn og sveppina saman við kjötið og steikið. Blandið öLLum sósunum veL saman við kjötið. Sjóðið við hægan hita þar tiL kjötið er meyrt. Setjið að endingu baunirnar og tómatabátana út í. Berið réttinn fram með Basmatihrisgijónum. A HAGKAUP NjjttjgfersQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.