Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Yaxandi áhugi á Brennu-Njálssögu Samsæri í hverju homi VAXANDI áhugi á íslendingasög- unum, ekki síst Brennu-Njálssögu, virðist vera í þjóðfélaginu um þess- ar mundir. Sér þess merki á sýn- ingum, námskeiðum, ferðum um söguslóðir, í bókaútgáfu og nú stendur meira að segja fyrir dyrum frumsýning á nýju leikriti, þar sem efniviðurinn er að miklu leyti sótt- ur í Njálu. Jón Böðvarsson íslenskufræð- ingur hefur í áratug haft umsjón með námskeiðum um íslendinga- sögurnar á vegum Tómstundaskól- ans og Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Beinir hann sjón- um sínum nú í þriðja sinn að Brennu-Njálssögu. Á fyrsta nám- skeiðinu, 1987, voru þátttakendur ellefu, 162 á öðru námskeiðinu sem haldið var haustið 1992 - nú eru þeir 490. „Ég verð að segja alveg eins og er að ég geri mér ekki grein fýrir því hvers vegna áhuginn hefur aukist svona mikið,“ segir Jón en bendir á vaxandi áhuga á ferðum um söguslóðir íslendingasagnanna sem hugsanlega skýringu. „Það hefur færst mjög í vöxt á síðustu árum að hópar af ýmsu tagi hafa pantað ferðir um söguslóðir og ég get mér þess til að þessar ferðir hafi ýtt undir áhugann á sögunum sjálfum." Yngra fólk á námskeiðinu Að_ auki segir Jón að svo virðist sem íslendingasögurnar hafi verið teknar fastari tökum í framhalds- skólum landsins undanfarin ár og það starf sé hugsanlega farið að skila sér. Þá bætir hann við að sér sé kunnugt um að áhugi íslensku- nema við Háskóla íslands á þessum þætti í arfleifð okkar sé óvenju mikill nú um stundir. „í gegnum árin hafa námskeiðin hjá mér að mestu verið sótt af eldra fólki, sextugu og eldra. Nú er hins vegar í hópnum fjöldinn allur af yngra fólki, allt niður í átján ára.“ Að sögn Jóns kemur þetta fólk úr öllum áttum og öllum þrepum þjóðfélagsstigans. Konur hafi lengst af verið íjölmennari en karl- amir séu á hinn bóginn að sækja í sig veðrið. Námskeið Jóns hafa jafnan stað- ið í eitt misseri, á haustin, en nú hyggst hann bjóða upp á fram- haldsnámskeið á vormisseri, þar sem Njála er lengst íslendinga- sagna. Námskeiðin eru aðskilin en Jón kveðst fastlega gera ráð fyrir að þorri hópsins fylgi honum í gegnum veturinn. En Brennu-Njálssaga er víðar í brennidepli en á námskeiðum, því frá því í vor hefur staðið yfir á Sögusetrinu á Hvolsvelli sögusýn- ing tengd Njálu. Hefur hún verið vel sótt, að sögn Guðjóns Árnason- ar, framkvæmdastjóra setursins, en sýningin verður flutt í nýtt húsnæði eftir næsta mánuð. Verð- ur hún opnuð að nýju í febrúar 1998 en, að sögn Guðjóns, er stefnt að því að hún verði opin allt árið um kring. Guðjón segir ennfremur að ásókn í ferðir um söguslóðir Njálu í næsta nágrenni Hvolsvallar, sem NJÁLL á Bergþórs- hvoli. Mynd úr Njálu- handriti frá 1698. Sögusetrið skipuleggur, sé stöðugt að aukast og skólar nýti sér þenn- an möguleika í auknum mæli. Þá er unnið að því um þessar mundir að merkja helstu sögustaði Njálu í Rangárvallasýslu. Við þetta bætist að Vaka-Helga- fell gefur út viðhafnarútgáfu Hall- dórs Laxness á Brennu-Njálssögu fyrir jólin, nákvæma endurgerð útgáfu Helgafells frá 1945. Þá verður nýtt leikrit, Gallerí Njála eftir Hlín Agnarsdóttur, frumsýnt í Borgarleikhúsinu 6. nóvember næstkomandi. Um er að ræða nú- tímaleikrit en efniviður sýningar- innar er að mestu sóttur í Brennu- Njálssögu. KVIKMYNDIR Bíðborgin/ Kringlubíó/ Sambíóin.Álfabakka „CONSPIRACY THEORY" ★ ★ */2 Leikstjóri: Richard Donner. Handrit: Brian Helgeland. Kvikmyndataka: John Schwartzman. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Julia Roberts, Patrick Stewart, og Cylk Cozart. 130 mín. Bandarísk. Wamer Bros./ Donn- er/Schuler-Donner Productions/ Sil- ver Pictures. 1997. RUGLAÐUR leigubílstjóri í New York hrellir farþega sína með ýmsum samsæriskenningum á milli þess sem hann fylgist með draumadís sinni úr fjarlægð. Þessi útgangspunktur „Conspiracy Theory“ minnir um margt á „Taxi Driver“ en í þessari nýjustu kvikmynd Richard Donner er ofsóknarbrjálæðið og skelfmgin jöfnuð út með góðum skammti af skopi svo útkoman er frekar fyndin spennumynd. Mel Gibson er Jerry Fletcher, leigubílstjóri sem sér samsæri í hveiju horni. Julia Roberts er lög- fræðingurinn Alice Sutton sem Jerry er heillaður af. Hann heimsækir hana reglulega tii að segja henni frá síð- asta samsærinu, og einhverra hluta vegna gefur hún sér tíma til að hlusta á ruglið í honum. Eins og Gibson leikur Jerry er ljóst frá upphafí að þótt hann þjáist af ranghugmyndum og sé áttavilltur og órólegur er hann óvitlaus. Handrit Brian Helgeland leyfir Gibson að gera Jerry hálffynd- inn en ekki óhugnanlegan rugludall. Framan af rúllar „Conspiracy The- ory“ nokkuð vel. Það kemur fljótt á daginn að Jerry er ekki allur þar sem hann er séður og eitthvað virðist vera til í hugmyndum hans um þá þegar starfsmenn bæði viðurkenndr- ar og óviðurkenndrar ieyniþjónustu- starfsemi fara að sýna honum áhuga og virðast jafnvel vilja hann feigan. Hinn ískyggilegi dr. Jonas (Patrick Stewart) mætir á svæðið og með honum fylgir svart samsærisský. Myndin fer síðan yfir á svið „The Manchurian Candidate" þegar gefið er í skyn að ill öfl séu að beita heila- þvotti til þess að gera menn að full- komnum launmorðingjum. Stewart er feikiskemmtilegur sem hinn kuldalega illi geðlæknir, hann beinlínis geislar af mannvonsku. Gib- son tekst einnig ágætlega að túlka hinn truflaða og á stundum aumkun- arverða Jerry, sem reynist vera ótrú- lega úrræðagóður þegar kemur að því að snúa á mennina sem eru á hælunum á honum. Roberts sýnir líka góða takta sem lögfræðingurinn Alice sem veit ekki hverjum hún á að trúa en er fljót að gripa tækifær- ið þegar hún sér möguleika á því að hefna dauða föður síns. Þrátt fyrir góða frammistöðu leik- ara í helstu hlutverkum og þokkalega spennu framan af missir „Conspiracy Theory“ flugið þegar málin fara að skýrast. Það er eins og Donner og Helgeland kunni ekki að stoppa. Lopinn er teygður og flæktur of mikið og of lengi þannig að myndin missir smám saman dampinn og að lokum er klínt á hálflummó endi. Anna Sveinbjarnardóttir VAROA „Hafðu samband við bankann þinn og ki/nntu þér víðtæka þjónustu Vörðunnar. “ „Þegar ég er ísambandi við bankann minn er það til að fá þjónusru en ekki til að biðja um einhverja ft/rírgreiðslu. Égstarfa sjálfsrætr sem arkitekt og tekjur og útgjöldgera r.d. verið misjöfn frá mánuði til mánaðar. Þess vegna læt ég bankann minn um að dreifa útgjöldunum á allt árið. Þetta er þjónusta sem hentar mér mjög vel - þess vegna er ég í Vörðunni. “ Landsbankmn trei/stir fólki eins og Þorsteini og veitir því sveigjanlega f jármálaþjónustu í Vörðunni. Þorsteinn er einn af þeim sem þurfa t.d. ekki á láni að halda í dag, en vilja gjarnan eiga rétt á því á morgun. I Vörðunni býðst honum það öryggi og þau þægindi sem í því felast að hafa öll sín fjármál á einum stað. • • í Vörðunni er margt í boði, meðal annars: • Yfirdráttarheimild, allt að 300.000 kr. án ábyrgðarmanna. • Vörðulán, allt að 700.000 kr. án ábi/rgðarmanna. • Gulldebetkortið, aðildarkort Vörðunnar sem veitir aðgang að ýmsum fríðindum. • Gullkreditkort, Visa og Vildarkort Flugleiða. • Ferðaklúbbur fjölskyldunnar. • Bílalán, hagstæð lán til bílakaupa. • Stighækkandi vextir á Einkareikningi. • Punktasöfnun, í hvert skipti sem þú notar gullkortin færð þú 2 punkta, hvar sem þú verslar. • • Með því að beina viðskiptum sínum á einn stað á fjölskyldan auðvelt með að safna yfir 15.000 punktum hjá bankanum á ári í Vildarklúbbi Flugleiða. Vörðufétagar geta einnig safnað punktum með viðskiptum hjá Landsbréfum, með því að kaupa F+ fjölskyldutryggingu VÍS, og nú þegar hjá yfir 160 verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem tengjast Vildarklúbbi Flugleiða. Síðan má breyta punktum í peninga eða nota þá sem greiðslu vegna ferðalaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.