Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 19
Morgunblaðið/Kristinn
ÞÓRUNN Guðmundsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson.
Brahms í öllum sínum fjölbreyti-
leika en hann á ekki í vandræðum
með að spanna allan tilfinninga-
skalann, þótt handbragðið leyni sér
aldrei. Hann er auðvitað einn af
risunum í þýskri ljóðagerð ásamt
Schubert og Schumann."
Mikill blóðhiti
Þórunn bendir á flokk sígauna-
ljóð^, sem eru á efnisskránni, máli
sínu tii stuðnings - í þeim sé blóð-
hitinn mikill. „Reyndar gætir heitra
tilfinninga víðar enda gerði fólk
mikið að því að engjast - velta sér
upp úr tilfinningum - á rómantíska
tímanum."
Kristinn Örn segir það engum
vafa undirorpið að Brahms hafi
notað þennan tjáningarmáta, tón-
listina, til að fá útrás fyrir tilfínn-
Morgunblaðið/Þorkell
EYDÍS Franzdóttir, óbóleikari, Unnur Vilhelmsdóttir, píanóleik-
ari, og Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagottleikari, flytja verk fran-
skra tónskálda í Norræna húsinu á þriðjudagskvöld.
Franskur léttleiki
Ljóð Brahms í Gerðubergi
KAMMER- og ljóðatóniistarhátíðin
Schubert-Brahms 1797-1897
hefst með tónleikum í Gerðubergi
í dag, sunnudag, kl. 17. Fram koma
Þórunn Guðmundsdóttir sópran-
söngkona og Kristinn Örn Kristins-
son píanóleikari en á efnisskrá eru
einvörðungu ljóð eftir Johannes
Brahms.
„Maður gæti búist við einhæfri
efnisskrá þar sem einungis eitt tón-
skáld á hlut að máli - en því fer
fjarri,“ segir Þórunn. „Hún er þvert
á móti mjög fjölbreytt, bæði hvað
varðar efnistök ljóðanna og tónlist-
ina sjálfa, enda hafði Brahms sér-
staklega gott vald á þessu formi.
Sönglögin hans spanna allt frá
þjóðlagaútsetningum, þar sem tón-
málið er tiltölulega einfalt, upp í
flókin og nokkuð löng söngverk."
Kristinn Örn segir að Brahms
hafi unnið tónsmíðar sínar mjög
nákvæmlega og aldrei látið neitt
frá sér fara án þess að vera full-
komlega sáttur. „Það er líka at-
hyglisvert hversu vel honum tekst
að halda í klassíska formið, þótt
hann sé auðvitað bullandi róman-
tískur.“
Að sögn Þórunnar ræður róman-
tíkin ríkjum í ljóðatónlist Brahms
en hann mun hafa valið texta sína
af meiri kostgæfni en til að mynda
Schubert, sem gerði ekki eins mikl-
ar kröfur. „Ástin birtist í ýmsum
myndum í þessum ljóðum - er
bæði átakanleg, tveimur lögum lýk-
ur með dauða söguhetjanna, og
glettin en Brahms kunni svo sann-
arlega að slá á létta strengi í tón-
smíðum sínum.“
Þórunn hefur sungið sum af lög-
unum á efniskránni áður en öðrum
er hún að kynnast í fyrsta skipti.
„Það er alltaf gaman að vinna með
ingar sínar en svo virðist sem hann
hafi alla tíð haft meiri hemil á þeim
í hversdagslífinu.
Kristinn Örn rifjar, í þessu sam-
hengi, upp skýringuna sem Brahms
mun á efri árum hafa gefið kunn-
ingja sínum á því að hann kvænt-
ist aldrei. „Á þeim árum sem
Brahms fannst helst koma til
greina að ganga í hjónaband voru
verk hans úthrópuð í tónleikasöl-
um. Og þótt hann væri sjálfur sann-
færður um ágæti þeirra mun til-
hugsunin um að þurfa að koma
heim og horfast í augu við eigin-
konu og jafnvel börn eftir slíkar
uppákomur hafa verið honum um
megn.“
Schubert-Brahms-hátíðinni
verður fram haldið næstu fimm
helgar í Listasafni íslands, Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju og
Gerðubergi.
FRÖNSK tónlist mun óma í Nor-
ræna húsinu n.k. þriðjudags-
kvöld, 21. október, kl. 20.30. Þær
Eydís Franzdóttir, óbóleikari,
Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fag-
ottleikari, og Unnur Vilhelms-
dóttir, píanóleikari, flylja fjögur
verk eftir frönsk tónskáld allt frá
nýklassískum tíma til samtíma-
tónsmíða.
Á tónleikunum verður frum-
flutt hérlendis nýtt Tríó eftir
Jean Frangaixs, samið árið 1995
að beiðni Alþjóðafélags óbó- og
fagottleikara. Þær Eydís og
Kristin segja ekki mikið um að
samin séu verk fyrir hljóðfærin
tvö og því sé mikill fengur í þessu
nýja verki sem sé bráðskemmti-
legt. „Fran?ais er 85 ára og hef-
ur alla tíð verið mjög samkvæm-
ur sjálfum sér i tónsmíðum,“ seg-
ir Eydís. Unnur bætir við að það
sé ákveðin stríðni í verkum hans.
Elsta verkið á efnisskránni er
eftir Eugene Bozza, dúett fyrir
óbó og fagott. Verk Bozza vísa
til þjóðlagatónlistar og eru í ný-
klassískum stíl. Tríó eftir Franc-
is Poulenc nýtur vinsælda enda
líflegt verk í anda franskrar rev-
íu- og kaffihúsatónlistar. Sónat-
ína eftir André Jolivet, fyrir óbó
og fagott, sker sig úr öðrum
verkum á tónleikunum. „Jolivet
átti erfitt með að gera upp við
sig hvort hann ætti að gefa sig
að tónlist eða myndlist og sinnti
því hvoru tveggja. Hann var
mjög fjölhæfur, tónlistin er litrík
og manni finnst eins og melódíur
hans hafi allt eins getað tilheyrt
málaralist og tónlist,“ segir Ey-
dís.
„Frönsk tónskáld hafa skrifað
mest fyrir blásara og verkefna-
skrá okkar ræðst fyrst og fremst
af því,“ segir Kristín.
Ég bið ekki um hjálp.
Ég fæ þjónustu!
--------------•---------
Þess vegna er ég í Vörðunni!
L
Landsbanki íslands
EinstaklingsviQsklptl
Traustið er hjá þ é r og í bi/rg8in hji okkur