Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Höfum flutt stofur okkar í Læknastöðina Álftamýri 5 við Borgarapótek. Tímapantanir fyrst um sinn kl. 10.00—12.00 og 13.00—15.00, mánud. tii fimmtud. Sími 5 200 100, fax 5 200 108. Brynjólfur Jónsson, Gunnar Þór Jónsson, Stefán Carlsson. Sérgrein: Bæklunarskurðlækningar í diisýnis og sök - 9ót</Sfpkt&t Glæsllegt eintak - einn með öllu! Nýr Ford Explorer Limited V6-4,0 lítra-160 hestafla vél, sjálf- skipting, vökvastýri, loftpúbar, ABS, rafknúðar rúður, samlæs- ing, rafstýrðir hliðarspeglar, cruise control, útvarp, segul- band og 6 diska geislaspilari, höfuðpúðar, sérlitað gler, toppbogar, leðuráklæði, Automatic Ride Control, rafknúðar sætastillingar, raf- knúin sóllúga með gleri, álfelgur, sjálfvirk tölvustýrð miðstöð með loftkælingu (ACC), upplýsingatölva, samlitt grill og stuðarar, gangbretti og margt, margt fleira. Ath. Skipti á ódýrari bíl koma til qreina - bílalán. Uppl. i s" 892 0804 eftir kl. 18 Nýjar glæsiíbúðir í hjarta Reykjavíkur. Höfum í einkasölu nýjar glæsiíbúðir á Grettisgötu á 1. hæð er 90 fm íbúð með rúmgóðri stofu, séreldhúsi og sérgarði. Á 2. hæð er 115 fm glæsiíbúð með 3. góðum herbergjum, stórri stofu og svölum. Frábær staðsetning. Ibúðirnar afhendast tilbúnar til innréttinga eða fullbúnar með vönduðum innréttingum en án gólfefna. Hús, sameign og lóðir skilast fullfrág. Einstakt tækifæri til að eignast nýja íbúð í grónu hverfi. VALHÖLL r A S T E I G N A S A L A' ’iorKin j ioö iseyKjavu s.. »•» í :> tt »-<*<*/ / i-ax böö-^l/V MIMIMIMGAR SVERRIR BJÖRNSSON + Sverrir Björnsson var fæddur á Spákonufelli á Skagaströnd 12. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 7. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 15. október. Það er gott að eiga góða ná- granna. Nágranna sem passa húsið fyrir mann þegar maður fer í frí, hleypa börnunum inn, lauma inn diski með nýbökuðum pönnu- kökum og ýta við manni þegar tími er kominn til að slá garðinn. Og Sverrir Björnsson var sannar- lega góður nágranni. Þegar við fluttum á Sólvalla- götuna fyrir rúmum átta árum heilsaði okkur hæglátur eldri maður og bauð okkur velkomin. Það var hlýja og festa í handtak- inu, glettnisglampi í augunum, svipurinn hreinn. Sverrir var af þessari kynslóð þar sem dugnaður var dyggð, enda kom á daginn að þar áttum við hauk í horni þegar kom að stórframkvæmdum í húsinu. Það voru haldnir margir fundir og mikið spekúlerað. Og ég hef Sverri grunaðan um að hafa vitað miklu meira en við um þær framkvæmdir sem við vorum að leggja út í, en hann vildi lofa öllum að vera með, koma með hugmyndir og ákveða. Síðan er slagurinn bvijaði var hann fremstur í flokki, fyrstur á fætur og síðastur inn. Og hann hljóp upp stillansana eins og unglamb, alla leið upp á efsta pall, þótt Laufey bannaði honum það. Hann blikkaði mann bara með glampa í augunum og laumaði sér upp. Þetta átti nú við minn mann því stundum varð hann leiður á sein- lætinu í okkur ef eitthvað sem búið var að ákveða dróst úr hömlu, en varð síðan margfalt glaðari er hreyfing komst á hlut- ina. Hann var hrifinn af sólinni, minna hrifinn af snjónum. Hafði fengið nóg af honum fyrir lífstíð sagði hann þegar hann var ungur á Skagaströnd. Og í vor byggði HÓLMASLÓÐ 4 Þetta fjallmyndarlega atvinnuhúsnæði er til sölu. Neðri hæðin tilvalin fyrir hvers konar fyrirtæki sem þurfa að vera á götuhæð með góðri aðkomu. Efri hæðin tilvalið skrifstofuhúsnæði eða fyrir léttan iðnað. Tveir stigagangar. Hvor hæð er rúmir 1100 fm. Hæðirnar seljast saman eða hvor fyrir sig. Upplýsingar veita: BHRnsfl G S. 512-1218 562-1211 Skipholti 5 oreign Ármúla 21 sími 5334040 hann sér sólstofu á svölunum. Kallaði hana Andalúsíu. Hann átti gott sumar í Andalúsíu. „Komdu og sjáðu og finndu," sagði hann „nú er ég búinn að loka kuldann úti en sólina inni“, og hló eins og unglingur. En hann var ekki einn í Andalúsíu. Laufey var með honum og hugsaði um hann. Hann átti einstaka konu og vissi það manna best. Hann veiktist fyrir rúmu ári. Fór samt í göngutúrana sína. En þótt hann færi hægar yfir var hann alltaf jafn glæsilegur og glampinn í augunum til staðar. „Þetta er engin heilsa,“ sagði hann, „en maður verður að beij- ast.“ Laufeyju okkar, sem barðist með honum til enda, sendum við samúðarkveðjur, einnig Sverri, Völu, Þráni, Matthíasi og ljöl- skyldu. Eyþór og Sigríður. Þriðjudaginn 7. október fékk ég hringingu, þar sem mér var tjáð að Sverrir væri látinn. Einn besti vinur sem hugsast gat og einn besti afi sem nokkur börn geta átt, var farinn til fundar við drott- inn. Eldri börnin mín tvö, Valgerð- ur Laufey, f. 7.10.1982, og Sverr- ir Björn, f. 19.9. 1983, eru svo lánsöm að hafa notið leiðsagnar og kærleiks frá þessum yndislega manni, afa sínum. Ég minnist þess er ég og Þráinn sonur þinn buðum þér að halda yngra barni okkar undir skírn. Þú spurðir hvað drengurinn ætti að heita. Hve glaður þú varðst að hann skyldi nefndur eftir þér og föður þínum. Sverrir Bjöm hefur átt því láni að fagna að alast upp að stóram hluta á heimili þínu og Laufeyjar. Það voru ófá skiptin sem Sverrir fór með afa í göngu- ferðir til að fræðast um tilveruna, allt frá bflum upp í himintunglin. Vilji þinn til að miðla þekkingu og reynslu til þér yngra fólks var aðdáunarverður og nutu barna- börnin góðs af því. Sverrir var heilsteyptur maður, víðsýnn og mikill mannvinur. Þau voru ófá skiptin sem við settumst niður og skeggræddum yfir kaffibolla og naut ég þeirra stunda mikið. Þegar ég og Vala Laufey flutt- um út á land urðu heimsóknirnar færri. En í hvert skipti sem við komum til Reykjavíkur, stóð heim- ili ykkar mér og mínum opið. Það er mér mikils virði og fyrir það vil ég þakka. Elsku Sverrir. Ég og börnin mín kveðjum þig með söknuði. Drott- inn styrki þig, elsku Laufey, og aðra þá sem syrgja. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, Húsavík. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er _ skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.