Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 39 KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR + Katrín Júlíus- dóttir var fædd í Reykjavík 12. október .1915. Hún lést á heimili sínu 13. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Jóhannes- dóttir húsfreyja, f. 18.12. 1889, d. 20.1. 1949, og Júlíus Bjarnason trésmið- ur, f. 7.7. 1886, d. 19.11. 1969. Katrín var næstelst sjö systkina og voru þau Júlíana, f. 3.11. 1913, d. 6.1. 1986, Katrín, Unnur, f. 17.9. 1917, Júlíus, f. 20.3. 1920, Bjarni, f. 19.2.1923, lést í frum- bernsku 27.3. 1924, Magnfríð- ur, f. 2.10.1924, Bjarni, f. 15.11. 1925. Eiginmaður Katrínar var Axel Björnsson, matsveinn og bryti þjá Eimskipi, f. 10.3. 1911, d. 24.9. 1981. Foreldrar Axels voru hjónin Sigríður Jónsdóttir húsfreyja og Björn Þorsteins- son, sjómaður og verkamaður. Bjuggu þau á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð. Katrín og Axel eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Júlíus Viðar, matsveinn, f. 17.8. 1935, fórst með togaranum Júlí í febrúar 1959, maki var Elsa Krisljáns- dóttir og er hún látin. Þau áttu Elsku besta mamma mín. Mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Þakka þér fyrir öll árin sem þú gafst mér og allar góðu ráðlegg- ingamar í lífsins göngu. Ég á eftir að rifja upp allar skemmtilegu og góðu stundirnar sem við áttum saman á ferðum okkar erlendis, sem voru ansi marg- ar, um ókomna framtíð. Það var svo gott og gaman að vera með þér, þú áttir svo auðvelt með að tala við fólk og kynnast því. Og þakka þér kærlega fyrir samverustundirnar austur á Héraði í ágúst sem leið, þær verða alla tíð geymdar í hjarta mínu vel og vand- lega. Eg veit að ég á eftir að sakna þín alveg óskaplega mikið, en það hjálpar mér að bera sorgina, til- hugsunin um að nú ertu laus við verkina og ert komin til himna þar sem þér líður vel. Guð geymi þig. Þín dóttir, Sigrún. Ég kveð elsku ömmu mína og vinkonu Katrínu Júlíusdóttur með miklum söknuði. Hún greindist með krabbamein á hæsta stigi um miðj- an júní á þessu ári. Hún var alla tíð sterk kona sem tók hlutunum á raunsæjan hátt og það gerði hún einnig eftir sjúkdómsgreininguna. Hún hélt sínu striki eftir því sem hún best gat og dreif sig áfram með þrautseigju og jákvæði. Hún lét okkur aldrei vita hve aum hún var í raun og veru orðin. Ég gerði mér því illa grein fyrir því hve lítinn tíma hún átti eftir og vildi helst trúa því að hún kæmist heil í gegn- um þessa erfiðleika eins og allt annað sem hún hefur gengið i gegn- um. Hún var alltaf svo sjálfstæð og hafði mikla stjórn á lífi sínu. Það var því mikið áfall að sjá hana undir lokin svona hjálparvana og veika. Hún varð loksins að láta undan, hún elsku amma Kata. Við þökkum Guði fyrir að hún þurfti ekki að þjást lengi. Amma Kata var mikil félagsvera og elskuð af öllum sem þekktu hana, enda átti hún mikið af vinum og kunningjum á öllum aldri. Hún vildi aldrei láta líta á sig sem gamal- menni og skemmtilegast þótti henni að umgangast yngra fólk því hún var svo ung í anda. Glaðværð henn- ar og kímnigáfa lyftu öllum upp sem staddir voru í kringum hana. Oft einn son, Kristján Viðar, hann á tvö börn. 2) Auður fótaaðgerðafræð- ingur, f. 8.10. 1939. Hún á tvær dætur, Katrínu og Sigrúnu, Auður á sjö barna- böm. 3) Jóhanna verslunarmaður, f. 15.7. 1941, hún á fjögur börn, Jóhann Viðar, Júlíus Helgi, Brynhildur Ósk, Axel Ólafur og tvö bamabörn. 4) Axel málarameistari, f. 29.5. 1945, maki hans er Dag- björt Guðmundsdóttir, eiga þau fjögur böm, Biynhildur, Július Viðar, Sólrún, Ivar Örn og tvö bamaböm. 5) Sigrún, f. 14.4. 1947, klíníkdama hjá tannlækni, maki er Hjörtur Hannesson, Sig- rún á eina dóttur, Önnu Lám Magnúsdóttur. 6) Edda, f. 18.5. 1953, sölumaður og á þrjú böra, Eva Aðalheiður, Hákon, og Ósk- ar Þór. Hún á tvenna tvíbura sem barnaböm. 7) Bjöm, f. 13.1. 1957, málarameistari, maki Vil- borg Ölversdóttir, þau eiga tvö böm, Axel og Ágústu. Útför Katrínar verður gerð frá Dómkirkjunni á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. fór ég til hennar þegar ég var dauf eða illa upplögð og mér leið alltaf betur þegar ég gekk út frá henni. Amma Kata gaf endalaust af sér til okkar allra sem þurftu á henni að halda. Við gátum alltaf treyst á stuðning hennar ef við leituðum eftir því. Hún var kjarninn sem hélt okkur fjölskyldunni saman og að missa hana er erfiðara en nokk- ur orð fá lýst. Fjölskyldan verður ekki söm eftir fráfall hennar. Ég er þakklát fyrir allar þær mörgu stundir sem ég átti með ömmu Kötu. Ég mun aldrei gleyma öllum aðfangadagskvöldunum sem við mamma vorum hjá henni og utanlandsferðunum sem við fórum í. Við vorum alltaf opinskáar og létum oft í ljós hve vænt okkur þótti hvorri um aðra. Ég er stolt að hafa átt hana fyrir ömmu, því hún var alveg einstök manneskja. Megi Guð styrkja alla fjölskyld- una og Guðmund, besta vin henn- ar, í sorginni. Amma Kata er ennþá hjá okkur þótt hún sé dáin, því minningarnar góðu um hana hverfa aldrei. Anna Lára. Elsku besta fallega amma min. Nú ert þú farin frá okkur, en þó ekki, þú ert hjá okkur í huganum. Það er svo skrítið að einhvern veg- in finnst manni að manneskja eins og þú munir alltaf vera til staðar. Að maður geti alltaf kíkt inn á Njarðargötunni og heilsað upp á þig, fengið smurt brauð eða súkkul- aðibita úr nammiskálinni góðu, með kaffinu. Það var svo gaman að koma til þín og spjalla við þig því þú hafðir frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Það var svo gaman að horfa á þig segja frá, hvernig þú hlóst inn á milli, skelltir höndunum á lærin og grófst tennurnar ofan í neðri vörina og lokaðir augunum augna- blik, eins og þú værir að upplifa atburðinn aftur i huganum, og sagðir svo: „Já, já,“ hlæjandi röddu. Þetta var svo yndislegt, þú hlóst svo innilega. Þú varst svo glöð og kát, svo jákvæð og til í allt. Það dáðust allir að þér, þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú varst. Þú heillaðir vini mína upp úr skón- um. Þeir voru vanir að segja eftir að hafa hitt þig: „mikið svakalega er hún amma þín hress og skemmti- leg“. Þú varst ekki bara lífleg sem persóna heldur varstu líka svo lífleg í klæðaburði. Þú hafðir svo gaman að björtum og skærum litum. Gulur held ég að hafi verið einn af uppá- halds litunum þínum, gulur eins og sólskinið. Gullskór, nælur og lit- skrúðugar slæður, það varst þú. Það var ekkert skrítið að maður kom ekki að tómum kofunum hjá þér. Þú kynntist svo mörgu fólki bæði hér heima og á ferðalögum þínum hingað og þangað um heim- inn. Þú varst svo ófeimin og hug- rökk, bara greipst tækifærið þegar það gafst. Þú varst ekkert að víla það fyrir þér að skoða forvitnileg- ustu staðina og þá kannski um leið þá hættulegustu. „Til hvers að vera að fara til útlanda og sjá svo ekki það sem er mest spennandi, þvílík vitleysa!" Eitthvað í þessum dúr var svarið þitt, þegar ég og Einar urð- um eitthvað hissa á því að þú hefð- ir farið í göngutúr í hættulegustu götunni í Rauðahverfinu í Amster- dam. Ekki þurfti mikið til að gleðja þitt stóra hjarta. Þú varst alltaf svo glöð og þakklát fyrir allt. Eins og þegar ég bauð þér í skírnina og eins árs afmælið hans Breka. Þá léstu það svo skýrt í ljós hvað þér þótti gaman að vera með okkur og hvað gaman væri að hitta Breka litla. „Hann er mað fallegasta hár í heimi,“ sagðir þú einu sinni og ég ætlaði að springa úr stolti. Svona einföld en svo sterk og áhrifamikil var lífsspekin þín. Þú hafðir svo mikið að gefa, elsku amma mín, og það sem ég vil læra af þér er það að segja alltaf það sem manni býr í bijósti. Þú varst svo lagin við að hrósa og hvetja og gera allt svo skemmtilegt og fallegt. Mér leið alltaf svo vel eftir að hafa hitt þig. Elsku amma mín, þakka þér fyr- ir þann tíma sem við áttum saman, þegar ég var lítil og þegar ég varð stærri. Þakka þér fyrir öll jólaboð- in, matarboðin og gamlárskvöldin. Þakka þér fyrir allt. Fyrir hönd Júlíusar og Guðrúnar Ásu, Særúnar og Arons Inga og ívars, Einars og Breka, kveðjum við þig, elsku besta amma Kata. Brynhildur Axelsdóttir. Mig langar að kveðja hana ömmu mína, Katrínu, með örfáum orðum. Ég naut þeirrar gæfu að hafa notið þín öll mín uppvaxtarár og betri fyrirmyndar var ekki hægt að óska sér. Allar þær stundir er við áttum saman eru mér svo dýrmætar, því lífsviðhorf þitt var svo jákvætt, þrátt fyrir mótbyr var alltaf hægt að finna ljósið. Ég minnist þín fyrir þitt yndis- lega viðmót, fómfysi, gjafmildi og væntumþykju. Þú hafðir gaman af ferðalögum og var spennandi að hlusta er þú sagðir frá ferðum þínum um heims- ins borgir og lönd. Er ég var 12 ára fór ég með þér í mína fyrstu utanlandsferð og þú sýndir mér alla merkustu staði síg- aunanna og þorpin þeirra í fjöllun- um. Það verður alltaf ævintýraferð í huga mínum. Og ég minnist að þegar ég var lítil stúlka fórum við í sundhöllina og vorum í sólbaði uppi á þaki, dagsferðir í Nauthóls- vík með fullt af nesti og helgarferð- ir að Laugarvatni á sumrin. Þegar ég bjó í Noregi komstu í heimsókn og ég man hve stolt ég var að fá að sýna þér Ósló-borg því þangað hafðir þú aldrei komið. Seinni árin fórum við saman á málverkasýningar og kaffihús, það leyndist í þér listakona. Reykjavíkurborg var alltaf uppá- haldsborgin þín þrátt fyrir allar heimsborgirnar. Það verður erfitt að sættast á að þú sért horfin og ég á eftir að sakna þín, elsku amma mín. Þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. (Höf. ókunnur.) Ástarkveðjur, þín nafna, Katrín. Ég vil minnast elsku vinkonu minnar, Katrínar Júlíusdóttur. Hún var fædd í Reykjavik, 12. október 1915 og maður hennar var Axel Björnsson bryti. Þau áttu sjö börn svo alltaf var nóg að gera. Börnin voru henni sérlega góð og voru þau og vinur hennar til margra ára, Guðmundur, hjá henni þar til yfir lauk. Við vorum búnar að vera vinkon- ur í sextíu ár svo ég sakna hennar sárt. Við gerðum mikið af því að ferðast saman. En ein ferð stendur uppúr. Guðni í Sunnu auglýsti ferðaáætlun á heimssýninguna í Seattle 1962 og ég fór að tala um hvort við gætum ekki farið og fannst okkur það fyrst ótrúlegt. En það varð nú úr að við fórum. Við fórum með 42 manna hóp, mjög elskulegu og skemmtilegu fólki. Það var keyrt á Greyhound fá hafi til hafs og þegar við komum til Yellowstone Park var innifalið í ferðinni að við fengjum að skoða garðinn. Ég var svo þreytt að ég gat ekki hreyft mig en Kata hún dreif sig og fór í ferðina. Hún var svo energísk, hress og hraust. Hún fór til að heimsækja frænda sinn Sigurbjöm í Seattle og jafnframt fórum við til Vancouver til að heim- sækja frænda hennar, Svavar Tryggvason, föður geimfarans, og vorum við þar í góðu yfirlæti.í viku og á meðan fór ég að heimsækja gamlar æskustöðvar á Point Ro- berts. Við fórum inn að Gimli á íslendingadaginn og var okkur skipt niður á heimili svo við þyrftum ekki að borga gistingu og þar töluðu allir íslensku eins og hérna heima. Kata var mjög yndisleg mann- eskja og það var unun að ferðast með henni. Margs er að minnast, margs er að sakna. Sama hvar bor- ið er niður, alls staðar stóð Kata upp úr í lífsins ólgusjó. Góð kona er gengin og ég samhryggist inni- lega börnum hennar og fjölskyldum. Blessun fylgi henni til nýrra heim- kynna. Oddný Ólafsdóttir. Kveðja til ömmu Kötu Elskulega amma, njóttu eilfflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. Ástarkveðja, Sigrún, Jón, Auður, Linda, Sindri og Guðjón Axel. Írjíírytíýt Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA UPPLÝSINGAR í SÍMUM 562 7575 & 5O5O 925 | | HOTEL LOFTLEIÐIR n í C I l Á N O A I R HOTILS Með ömmu hvarf einn merkasti persónuleiki hér á jörðu. Hún var alltaf tilbúin að rétta öllum hjálpar- hönd ef hún mögulega gat. Hún var hið mikla sameiningartákn fjöl- skyldunnar og hélt utan um hana af mikilli alúð og ást. Heimili ömmu var sem umferðarmiðstöð því alltaf var fólk að koma í heimsókn og er einn kvaddi var annar mættur á svæðið. Þannig vildi hún hafa þetta því mannblendin var hún mjög alla tíð. Amma var ein af kærleiksríkari manneskjum sem ég þekki og var auðvelt fyrir utanaðkomandi aðila að laðast að henni því útgeislunin var svo mikil. Amma leigði út her- bergi í mörg ár og nær undantekn- ingarlaust hélt fólkið sambandi við ömmu löngu eftir dvölina. Margt af þessu fólki var útlendingar frá öllum heimshornum og skrifuðust þeir allflestir á við ömmu í mörg ár á eftir. Það segir meira en mörg orð um ömmu sem persónu. Seint eða aldrei mun gleymast hennar skemmtilegi og einstaki hlátur, hennar húmor sem aldrei yfirgaf hana, hennar ást sem hún faðmaði hjörtu okkar með alla tíð, hennar persóna sem mun aldrei hverfa úr huga okkar. Ég mun aldrei gleyma þér, amma. Hákon Hreiðarsson. Kom, huggari, mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilífð bak við árin. (V. Briem.) „Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður, segir Drottinn." (Jes. 66,13.) Elsku mamma, þú ert horfin á braut. Þú yndislega, sjálfstæða, sterka kona sem hefur verið stoð mín og styrkur í lífinu og minn besti vinur. Alltaf varst þú til stað- ar í sorgum mínum og gleði. Ég mun sárt sakna þín og hefði viljað hafa þig lengur, en ég veit að hvíld- in var þér kærkomin vegna veikinda þinna og ég þakka Guði fyrir að þjáningar þínar eru búnar. Minninguna um þig ætla ég að varðveita eins og gimstein. Ferðalögin okkar og samveru- stundir á mannamótum voru jmdis- lega skemmtilegar því þú laðaðir að þér fólk með gleði þinni og kærleik. Njarðargatan var fastur punktur í lífi mínu, ég fór alltaf ríkari en ég kom og allt það sem ég er í dag er þér að þakka. Ég er stolt af því að vera dóttir þín. Takk fyrir allt og allt. Hvíl friði. Edda. Crfisdrykkjur iÖGfiM- Sími 555-4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.