Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR - MFL. KARLA HLÍÐARENDA KL. 20.00 í KVÖLD VALUR-BREIÐABUK Valsmenn mætum í rauóu Vefnaðarvara á nýjum stað Líttu á okkar nýinnfluttu og frábæru efni á mjög góðu verði. Sauma- og viðgerðarjojónusta. Opið í dag frá kl. 13-17. textil line Laugavegur 101, sími 552 1260. -<o>. Viltu læra að mála þig? Við bjóðum upp á kvöldstund í Brá, þar sem áhersla verður lögð á ► Umhirðu húðarinnar ► Dag- og kvöld make-up Þ- Helstu nýjungar verða kynntar Snyrtifræðingar og ráðgjafar verða á staðnum. Námskeiðið byrjar kl. 20 og stendur til kl. 23. Verð 2.000 kr. Pantanir eru teknar í síma 551 2170. Auk þess bjóðum við upp áýmis sértilboð þessi kvöld. Tilvalið fyrir saumaklúbbinn, kvenfélagið, vini og kunningja. —<o>- Snyrtivöruverslumn Brá Laugavegi 66, sími 551 2170 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík Munið utankjörstaðakosninguna Kosið er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 9-17 og lýkur utankjörstaðakosningunni fimmtudag- inn 23. október næstkomandi kl. 17.00. Upplýsingamiðstöðin í Kringlunni er opin frá kl. 16 til 19 til fimmtudags 23. október. Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík og á Kjalarnesi sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Einnig þeir sem skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn prófkjörsdagana en þeir þurfa að hafa náð 18 ára aldri við borgar- stjórnarkosningarnar 23. maí 1998. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ÍÞRÓTTIR Kevin Keegan um brotthvarf sitt frá Newcastle ■ Reuters KEVIN Keegan ásamt Terry McDermott aðstoðarmanni sínum meðan þeir störfuðu saman hjá Newcastle Unlted. McDermott er þar enn en Keegan hætti skyndilega á síðasta keppnlstímabili. Sé eftir að hafa ekki látið stuðn- ingsmennina vita SJALFSÆVISAGA Kevins Keegans, knattspyrnumanns og fyrrum knattspyrnustjóra hjá Newcastle i'Englandi, kom út í vikunni. Þar segist Keegan ekki sjá eftir að hafa hætt hjá Newcastle á síðasta keppnis- tímabili, heldur sjái hann eftir þvf hvernig hann hætti - án þess að láta stuðningsmenn félagsins vita. „Ég er ekki bitur yfir því að hafa hætt, en ég vildi gjarnan hafa gert það á annan hátt en ég gerði,“ segir hann meðal annars, en Keegan er nú aftur kominn til starfa á knattspyrnusviðinu. Tók við stjórninni hjá Lundúnafélaginu Fulham á dögunum. egar ég horfi til baka held ég að best hefði farið á því að ég hefði hætt þegar ég hætti sem leikmaður hjá Newcastle á níunda áratugnum. Þá var það tilkynnt 14. febrúar, á afmælisdegi mínum, að ég ætiaði að hætta í lok tímabils- ins. Þannig var staðið að málum í þá daga. Við héldum engu leyndu fyrir stuðningsmönnum félagsins. Þannig gerði ég það þegar ég var framkvæmdastjóri og við seldum Andy Cole - ég skýrði út fyrir stuðningsmönnunum hvers vegna við seldum hann. Ég vildi óska að ég hefði gert eins þegar ég hætti,“ segir Keegan. En hann gerði það ekki þannig. Hann hætti skyndilega í janúar, stjórnaði liðinu einn daginn og næsta dag tilkynnti Keegan að hann væri hættur. Fór síðan huldu höfði um tíma en skaut upp kollin- um á Flórída í Bandaríkjunum. „Félagið var að breytast og ég hafði fundið það í þijá eða fjóra mánuði. Þegar ég tók við þar þekkti ég allt starfsfólkið með nafni og ávarpaði það með skírnarnafni. Þegar ég hætti voru þúsund starfsmenn hjá Newcastle og allt hafði gjörbreyst - allir virtust hafa mestan áhuga á hvernig félagið stæði sig á hluta- bréfamarkaðnum. Það var ekki lengur pláss fyrir mig hjá félaginu. Ég hætti á hárréttum tíma þó svo mér hafi verið boðinn tveggja ára samningur. Ég hafði komist eins langt með liðið og ég gat.“ Keegan átti stóran þátt í að breyta Newcastle þannig að liðið komst í fremstu röð. Þegar hann tók við liðinu blasti fall í hina gömlu 3. deild við en tveimur árum síðar endaði liðið í þriðja sæti úrvalsdeild- arinnar og félagið er enn meðal þeirra sterkustu í Englandi, nokkuð sem stuðningsmennirnir áttu ekki að venjast, ekki síðan á sjötta ára- tugnum. Nú er Keegan í svipaðri stöðu hjá Fulham því liðið hefur ekki leikið í efstu deild í Englandi í þijátíu ár, en er nú í áttunda sæti í 2. deild. Keegan telur að þó svo Fulham geti ekki orðið eins gott lið og Newcastle þá sé hægt að gera félagið það gott að það verði með miðlungsgott úrvalsdeildarlið. „Ég vil koma Fulham í úrvals- deildina á næstu tveimur árum og með Ray Wilkins sem fram- kvæmdastjóra og Alan Smith sem yfirmann unglingamála held ég að það sé vel hægt. Ég er ekki að tala um að við verðum eins stórt félag í London og Arsenal eða Totten- ham, en þegar ég skoða West Ham tel ég að Fulham geti vel orðið svip- að félag - sem gæti endrum og sinnum átt möguleika á titli. Ég held að með 25 til 30 þúsund manna völl, þar sem allir hafa sæti, sé þetta vel mögulegt. Ég veit að þetta er dálítið öðruvísi hjá Fulham, en því meira spennandi að stefna að þessu markmiði." Keegan segir að í næsta sinn muni hann standast álagið sem fylgir því að félag verður að hlutafé- lagi og sé rekið af viðskiptajöfrum með það eitt að markmiði að græða nóg. „Ég lærði mikið hjá Newcastle og veit að ef svipaðir hlutir gerast aftur þá ræð ég við þá,“ segir Keeg- an um leið og hann bendir á hvað er varasamt fyrir íþróttina og þá sem henni stjórna. „Við verðum að vera á varðbergi varðandi þá stefnu sem knattspyrn- an er að taka og varast að ofgera fólki ekki. Fyrir hálfum mánuði voru níu leikir sýndir í sjónvarpi á þremur dögum og aðeins einn eða tveir voru þess virði að horfa á þá. Haldi þessi þróun áfram á knatt- spyrnan á hættu að fara sömu leið og snóker, fijálsíþróttir og pílukast. A sumrin er hægt að fylgjast með Merlene Ottey etja kappi við ein- hveija stúlku frá Þýskalandi eða einhveiju öðru landi og það skiptir í rauninni engu máli hvort keppt er í Lausanne, Zurich eða Þýskalandi - allt er þetta eins,“ segir Keegan. Orð hans voru greinilega í tíma töluð því í síðustu viku var Fijáls- íþróttasamband Bretlands lýst gjaldþrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.