Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 11 I ► I ► ) ) > > > > > > > : > I I I p L Hagnaður Eimskips og dótturfélaga 800 . milljónir króna 1993 1994 1995 1996 1997 Hlutfall rekstrartekna Eimskips og dótturfélaga erlendis 1993 1994 1995 1996 1997 Þróun eigin fjár Eimskips og dótturfélaga 8.000- milljónir króna 6.470' 1993 1994 1995 1996 1997 E I M S K I P Velta Eimskips og dótturfélaga 16.000 12.000 1993 1994 1995 1996 1997 Heildareignir Eimskips og dótturfélaga í lok hvers árs 20.000 15.000 milljónir króna 17.843 BH 1993 1994 1995 1996 1997 Starfsmannafjöldi Eimskips og dótturfélaga 1.400 meðaltal fyrir 1.200 *lvert tímabil Erlendis 1.000 800 600- 400- 200 0 A Islandi =\ I 1 I I I 1.092 f ■ 'íwMíi 1993 1994 1995 1996 1997 Rekstrartekjur Eimskips og dótturfélaga af erlendri starfsemi 3 000 - ^~ milljomr krona 1993 1994 1995 1996 1997 ' ' — 20.000 Markaðsvirði Eimskips og dótturfélaga í lok hvers árs milljónir króna 17.875 15.000 10.000 5.000 1993 1994 1995 1996 1997 Markaðsvirði hlutabréfa Burðaráss í lok hvers árs 10.000- milljónir króna Markaösverö eigna sem skráð 8.000 eru á hlutabréfajnarkaöi, þ.e. Verðbréfaþingi Islands eða Opnatilboðsmarkaðnum.. 6.000 8.654 1993 1994 1995 1996 1997 - Hvernig hefur afkoma erlendra dótturfyrirtækja verið? „Hún hefur almennt verið jákvæð. Eimskip rekur nú 16 starfsstöðvar erlendis í tíu löndum og starfsmenn félagsins erlendis eru vel yfir 300 talsins. Stórt verkefni erlendis er rekstur Maras Linja sem hófst um mitt ár 1996. Fyrirtækið er dótturfé- lag Eimskips og er með þrjú skip í rekstri á milli meginlandshafna Bretlands og baltnesku hafnanna. Pessi starfsemi hefur farið batnandi en við höfum ekki náð henni endan- lega fyrir hom. Það er markmið að gera það á næstu þremur til sex mánuðum." Annar stærsti eign- arhlutinn í Marel - Hver eru ykkar markmið í sam- bandi við rekstur Burðaráss? Verða einhverjar breytingar á þeirri starf- semi í tengslum við skipulagsbreyt- ingarnar? „Það verða ekki sérstakar breyt- ingar á stefnu eða markmiðum Burðaráss í kringum þetta. Burðarás var ekki fyrr á árum um- talsverður þáttur í starfseminni en hefur vaxið hratt. Núna höfum við gert það að áhersluatriði að halda betur utan um reksturinn. Við réð- um því sérstakan framkvæmdastjóra fyrir fyrirtækið þannig að það er nú orðið sjálfstæð eining innan Eim- skips. Við höfum fjárfest að verulegu marki í íslenskum sjávarútvegi og talið það mjög áhugaverðan fjárfest- ingárkost. A heildina litið hefur það skilað sér. Marel er orðið annað stærsta fyr- irtækið í hlutabréfaeign Burðaráss. Við höfum verið hluthafar í því fyrir- tæki í tæplega tíu ár. Marel er orðið stærsta útflutningsfyrirtækið í ís- lenskum iðnaði fyrir utan stóriðju. Það hefur verið mjög spennandi að vera þátttakandi í þessu verkefni." - En verður haldið áfram að fjár- festa í sjávarútvegi? Það kann vel að vera en fyrst og fremst ætlum við að fylgjast með framvindu þeirra fyrirtækja sem við EIMSKIP nýtt skipurit (frá okt. 1997) Flutninga- svið Þórður Sverrisson ----- . Innan- landssvið Hjörleifur Jakobsson V J Eignarhlutir í félögum sem ekki tengjast flutningastarfsemi Markaðs- verðmæti Eignar- hlutdeild Flugleiðir 2.925 33,4% Marel 1.418 Sjóvá Almennar 826 33,9% 9,6% Útq.fél. Akureyringa 691 19,6% íslandsbanki 681 5,8% Haraldur Böðvarsson 518 8,8% Skeliunqur 464 13,0% Sildarvinnslan 355 6,5% Skagstrendingur 174 10,9% Grandi 80_ 1,6% Önnurfélög 522 Samtals 8.654 aaaeasÉBaeeá erum núna þátttakendur í. Ekki er útilokað að sinna því ef upp koma áhugaverð verkefni. Stundum teng- ist það flutningahagsmunum. Það má vel vera að Burðarás hafi áhuga á því í framtíðinni að fjárfesta í nýj- um verkefnum, en engin niðurstaða liggur fyrir í því.“ Treystum forystu- mönnuni UA - Fjárfesting ykkar í ÚA gefur til kynna að þið hafið trú á framtíð landvinnslu. „Þegar við eignuðumst hlut í ÚA var búið að taka ákvarðanir um að efla landvinnsluna._ Við fylgjum eftir forystumönnum ÚA og treystum þeim til þess að sjá til þess að áður en alltof langt um líður verði þetta fyrirtæki rekið með góðum hagnaði. Kannski er hægt að ná jákvæðri út- komu í landvinnslu með nýrri nálgun og reyndar hefur mér skilist að mun- urinn á framlegð á vinnslu á sjó og í landi hafi farið minnkandi. Ég held að möguleikar séu á því að straum- línulaga framleiðsluna og gera úr henni meiri verðmæti." - Nú hafa hlutabréf í mörgum hlutafélögum á Verðbréfaþingi verið að lækka í verði að undanfórnu. Hvert er þitt mat á þessari þróun á hlutabréfamarkaðnum? „I sjálfu sér hafa lækkanir á hluta- bréfamarkaðnum ekki komið mér á óvart. Hlutabréf hækkuðu mjög ört á mjög skömmum tíma á síðari hluta síðasta árs og fyrri hluta þessa árs sem hefur e.t.v. mótast af innlendum kringumstæðum. Það var ekki um marga fjárfestingarkosti að ræða miðað við talsvert aukna eftirspurn og eftirvænting var ríkjandi á mark- aðnum. Hins vegar finnst mér það nokkuð áhyggjuefni hversu markað- urinn er gi-unnur. Ég hef áhyggjur af því hversu ráðgjöf þeirra fyrir- tækia. sem veita aðstoð á bessu sviði. er takmörkuð. Mér sýnist að hún byggist ekki á miklum rannsóknum, íhugunum og íhygli. Þegar verð- bréfasalar tala um að afkoma fyrir- tækja sé lakari en væntingar stóðu til þá er spuming hver bjó til vænt- ingar og á hvaða forsendum. Ég held að það sé nauðsynlegt að horfa mjög alvarlega á það hvei-t sé hlutverk verðbréfafyrirtækja þegar verið er að ræða um félög sem eru skráð á verðbréfamarkaðnum. Ég held að þessi fyrirtæki geti ekki stefnt að öðru en gera hlutina betur en þau eru að gera í dag. Það er einn vandi í þessum fyrirtækjum að þau era einnig að kaupa og selja fyrir sig sjálf eða sjóði sem tengjast þeim ná- ið. Þetta er ekki aðeins áhyggjuefni hér á landi. Efling þessara fyrir- tækja með meiri þekkingu og íhygli ætti að vera sameiginlegt markmið.“ Sóknarfæri í eflingu sjávarútvegs og iðnaðar - Hvaða sóknarfæri sjá forráða- menn Eimskips í sjálfri flutninga- starfseminni á næstu ár- um bæði hérlendis og er- lendis? „Við sjáum íyrst og fremst sóknarfæri í efl- ingu íslensks sjávarútvegs og iðnaðar. Efling á stóriðju eykur flutningastarfsemina til og frá land- inu því það þarf einnig að flytja hrá- efni. Okkur finnst það áhugavert að sjá hvað gerist í þeim efnum. Það eru einnig auknir möguleikar í inn- anlandsflutningum og flutninga- tengdri þjónustu. Þá höfum við áhuga á að nota stöðu okkar hér á Norður-Atlants- hafinu sem er einhver þótt hún sé ekki mjög sterk. Við teljurn að það geti verið búbót í því, þar sem Eim- skip siglir yfir Atlantshafið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við telj- um þó að það verði aldrei mjög stór hluti af okkar flutningastarfsemi í heUd en geti skapað viðbótargi'unn í flutningana milli íslands og Evrópu og íslands og Bandaríkjanna. Eimskip flytur sjávai'afurðir í verulegum mæli til og frá Norður- Ameríku. Við höfum flutt rækju frá Nýfundnalandi til Evrópu og ís- lands. Þessa dagana vill þannig til að þrjú skip, tvö leiguskip og eitt af okkar eigin skipum, eru í flutningum á mUli Evrópu og Norður-Ameríku með frysta vöru, aðallega frystan fisk og kjúklinga. Stuðlafoss hefur verið notaður í þessum flutningum. Þetta verkefni hófst um mitt ár 1996 og það er að festast í sessi. Síðan munum við freista þess að festa okkur í sessi í Eystrasaltslönd- unum og núna í þessari viku vorum við að kaupa 19 manna flutningafyr- irtæki í Helsingborg tU að þétta þetta net. Tvær stærstu einingarnar okkar erlendis eru hins vegar í Rott- erdam og Bretlandi. Við erum að skoða reglubundið nýja möguleika sem við teljum að séu fyrir hendi erlendis, en lítum svo á að kjarninn í okkar starfsemi verði áfram hér heima. Landflutningar hér innanlands hafa orðið þýðingar- meiri á allra síðustu árum, sérstak- lega vegna bætts vegakerfis. Eins og sakir standa höfum við verið með tvö skip erlendis í leigu- verkefnum. Þetta voru aðalskip okk- ar hér áður í flutningum til og frá ís- landi og hétu þá Brúarfoss og Lax- foss, en við erum að kanna mögu- leika á sölu þeirra skipa.“ Hörð samkeppni á markaðnum - Eimskip og Samskip hafa átt í samstarfi í Norður-Ameríkusigling- um. Hvernig hefur það gengið? „Það hefur gengið snurðulaust og ég veit ekki annað en báðir aðilar geti verið ágætlega sáttir við sam- starfið. í því sambandi stóðum við andspænis því að flytja fyrir þá eða flytja ekki fyrir þá. Við gerum ráð fyrir að það hefði heyrst hljóð úr horni ef við hefðum neitað að veita þeim flutningaþjónustu á viðunandi kjörum. Auðvitað hefðum við getað farið þá leið að semja ekki við þá en bjóðast engu að síður til að flytja fyr- ir þá. Við ákváðum að gera flutn- ingasamning þar sem fram kom hvert áætlað flutningsmagn yrði og annað slíkt. Þetta varð ásteitingar- steinn yfirvalda samkeppnismála sem hafa gert við það athugasemdir. Þær athugasemdir hafa í sjálfu sér engu breytt og við erum tilbúnir til að halda áfram bessu samstarfi ef samstarfsaðili okkar óskar eftir því. Hann á aðra kosti og ræður því sjálf- ur við hverja hann semur. Við erum að vinna svona með fjölda annarra aðila erlendis í flutningastarfsemi af ýmsu tagi.“ - Það heyrist oft sú gagnrýni að samkeppni sé lítil á flutningamark- aðnum og Eimskip ráði þar lögum og lofum. Hvernig kemur samkeppnin ykkur íyrii' sjónir um þessar mund- ir? „Það er hörð samkeppni á þessum markaði, enda þótt hún sé ekki eins hatrömm og fyrir einu ári. Þá voru fyrirtækin að undirbjóða hvort ann- að án þess að efnahagslegar eða kostnaðarlegar forsendur væru fyrir þeim boðum og afkoman af flutn- ingastarfseminni var í samræmi við það. Hins vegar er áframhaldandi mjög mikil samkeppni á markaðnum hér innanlands. í stórflutningum er samkeppnin meiri við erlenda aðila og stór hluti af því magni sem fer til og frá landinu er fluttur með erlend- um skipafélögum. Hagnaðurinn gef- ur ekki til kynna að slaki sé á samkeppninni. Við höfum mikla reynslu af því að keppa og allan þann tíma sem ég hef ver- ið hér hefur verið mikil samkeppni, þótt hún hafi komið í sveiflum eins og á erlendum mörkuð- um. - En verðið þið varir við áhuga er- lendra aðila á íslenska flutninga- markaðnum? „Við verðum vör við það með reglulegu millibili að erlendir aðilar séu að áforma það að hefja hingað siglingar. í flestum tilvikum hefur ekkert komið út úr því vegna þess að þessir aðilar hafa séð það að verðlag á fragt og kostnaður gefa ekki vonir um góða afkomu. Oft nota þessir að- ilar það sem fyiirslátt að þeir hafi ekki aðgang að viðunandi hafnarað- stöðu eða íslensku keppinautarnir séu of sterkir. Við erum hins vegar alltaf klárir á því að erlend sam- keppni geti hafist á morgun. Við höf- um því aðhald frá samkeppnisaðil- um, samkeppnisyfirvöldum og mögulegri erlen'dri samkeppni, ásamt aðhaldi frá samfélaginu." Tilbúnir að keppa við hvern sem er -Því hefur verið haldið fram að Eimskip hafi sett sér það markmið að ná yfirráðum á landflutninga- markaðnum og yfirtekið í því skyni Tollvörugeymsluna og Vöruflutn- ingamiðstöðina ásamt því að kaupa meirihluta í starfandi fyrirtækjum. „Eimskip setti sér það markmið að koma sér upp virku flutninga- kerfi. Félagið lítur á sig sem alhliða flutningafyrirtæki sem er tilbúið til að veita flutningaþjónustu á hvaða sviði sem er. Eins og ég nefndi áður byrjuðum við á þessu fyrir sjö árum. Við lifum við breyttar kringumstæð- ur og ætlum ekki að halda áfram að rembast eins og rjúpan við staurinn að flytja vörur eingöngu með skipum af því við byrjuðum á því á fyrstu áratugum þessarar aldar. Við lifum í breyttu þjóðfélagi þannig að við telj- um nauðsynlegt að geta boðið við- skiptaaðilum okkar landflutninga- þjónustu af hvaða tagi sem er. Því höfum við sett okkur það markmið að koma okkur upp virkri landflutn- ingaþjónustu og erum tilbúnir til að keppa við hvern sem er. Það hafa verið fjölskyldufyrirtæki í þessum rekstri, sem hafa veitt mjög góða og mikla þjónustu. Svo mun að sjálfsögðu verða áfram. Hins vegar held ég að menn hafi í vaxandi mæli verið að vakna upp við það eftir t.d. 20 ára starf að þeir áttu lítið eftir nema kannski bflinn. Sama þróun hefur orðið á erlendum flutninga- markaði. Við erum mjög sáttir við það landflutningakerfi sem við höf- um komið okkur upp og getum veitt miklu betri þjónustu en áður var og eigum örugglega eftir að straumlínu- laga það. Við munum aftur á móti ekki verða einir á þessum markaði fremur en öðrum og höfum ekki áhuga á því. Viðhorf okkar er það að sam- keppni í flutningastarfsemi sé mikil- væg og hafi leitt til umtalsverðra framfara í flutningaþjónustu á und- anfórnum árum og áratugum. Á sama tíma hefur greinin notið þess að geta tiltölulega auðveldlega hagað sínum rekstri með þarfir markaðar- ins í huga og opinber afskipti hafa verið í lágmarki.1* „Efla þarf verðbréfa- fyrirtækin“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.