Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 2n«rgpmWii$>i& VIKAN 12/10-18/10 ►HÆSTIRÉTTUR dæmdi að Hanes-hjónin skyldu ekki framseld til Bandaríkjanna, en þar áttu þau yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að nema á brott barnabam Connie Jean Hanes og færa til íslands. Hæstiréttur sagði íslensk stjórnvöld ekki hafa gætt að meðalhófsregl- unni. Þau hefðu átt að kanna hvort leysa mætti málið með vægari ráðum en þvinguðu framsali. ►SAMANLAGT var afsalað aflaheimildum sem jafn- gilda tæpum tvö þúsund þorskígildistonnum vegna úthlutunar varanlegra afla- heimilda til einstakra skipa á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg og rækju á Flæm- ingjagrunni fyrr á þessu ári. Þessum aflaheimildum var dreift á öll önnur skip í íslenska fiskveiðiflotanum sem eru á aflamarki, í sam- ræmi við þá aflahlutdeild sem þau áttu fyrir i upphafi nýs fískveiðiárs í haust. ►SAMKVÆMT nýrri könn- un Hagstofunnar á atvinnu- leysi hefur heldur dregið úr langtimaatvinnuleysi hér á landi á undanförnum 12 mánuðum. Langtímaat- vinnuleysi kvenna hefur þó aukist og er núna rúmlega tvöfalt meira en langtímaat- vinnuleysi karla. ►REGINN, eignarhaldsfé- lag Landsbankans, tók til- boði Kaldafells ehf. í Njarð- vik KE og Aðalvík KE en það var upp á rúmar 1.100 milljónir kr. Kaldafell, sem er skráð í Njarðvik, er í eigu Útgerðarfélags Akur- eyringa en skipunum fylgdi 1.514 tonna kvóti. Stækkun álvers tekin í notkun STÆKKUN álversins í Straumsvík var formlega tekin í notkun á föstudag. Framkvæmdum lauk þremur mánuðum á undan áætlun og byggingarkostnaður var um 1,7 milljörðum lægri en upphaf- leg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þetta er u.þ.b. 15% minni kostnaður en reiknað var með. Samkeppnishæfni álversins eykst verulega við þessa stækkun. Fram- leiðslukostnaður á hvert tonn af áli er nú um 120 dollurum lægri hjá ÍSAL en meðaltalsframleiðslukostnaður ál- vera annars staðar í heiminum. Álverið í Straumsvík er eftir stækkun þriðja stærsta álver á Norðurlöndunum. ÍS keypti Gelmer og SH höfðar mál SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfiystihúsanna hefur stefnt eigendum franska fyrir- tækisins Gelmer { Bologne fyrir samn- ingsrof, en skömmu áður en undirrita átti samning um kaup SH á Gelmer síðastliðinn þriðjudag tilkynnti lögmað- ur aðaleiganda Gelmers að hann myndi ekki undirrita samninginn þar sem hann væri hættur við að selja SH fyrirtækið. Staðfest var að Islenskar sjávarafurðir hefðu gengið frá kaupum á Gelmer. Gelmer leggur stund á ýmsa starf- semi tengda ferskfiskinnflutningi, fisk- sölu og fullvinnslu fiskrétta. Uppboð aflaheimilda hugsanlegt ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráð- herra telur koma til greina að bjóða upp heimildir til veiða úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Hann vísar til þess að enn sem komið er liggi takmörkuð veiði- reynsla úr stofninum fyrir og við slíkar aðstæður sé ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér að upphafleg úthlutun geti byggst á einhverskonar útboði. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, sagði að hann teldi gjaldtöku af veiðum úr norsk-íslenska sfldarstofnin- um koma til greina. Ný sljórn í Noregi KJELL Magne Bondevik úr Kristilega þjóðarflokknum tók við embætti forsæt- isráðherra á föstudag. Hann fer fyrir minnihlutastjóm þriggja mið- flokka, en hana skipa tíu karlar og níu konur. Þar af eru níu úr Kristilega þjóð- arflokknum, sex úr Miðflokknum og fjórir úr Venstre, flokki frjálslyndra. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur ekki átt forsætisráðherra frá því að Lars Korvald var í forsæti fyrir ríkisstjóm sem sat 1972-1973. Fæstir nýju ráð- herranna hafa reynslu af stjórnarsetu. Nýr sjávarútvegsráðherra Noregs, Pet- er Angelsen, segist útiloka að íslending- um verði úthlutað kvóta í Smugunni og segir norsk stjórnvöld munu reyna með öllum ráðum að minnka Smuguna í samvinnu við Rússa. Prodi heldur velli ROMANO Prodi, forsætisráðherra ítal- íu, náði á þriðjudag samkomulagi við kommúnista á ítalska þinginu um stuðning við stjóm sína. Með því var endi bundinn á stjómarkreppu, sem hófst fyrir stðustu helgi með því að kommúnistar neituðu að veita íjárlaga- frumvarpi minnihlutastjómar Prodis brautargengi á þinginu. Að beiðni Prod- is fór fram atkvæðagreiðsla í neðri deild þingsins um traustsyfirlýsingu við stjómina á fimmtudag, og var hún sam- þykkt með atkvæðum Olífubandalags miðju- og vinstriflokka, sem standa að stjóminni, og „kommúnískrar endur- reisnar", flokks kommúnista. Sam- komulag við þá í deilunni um fjárlög næsta árs náði Prodi með því að fallast á kröfu kommúnista um að vinnuvikan yrði stytt í 35 stundir, en þar með kall- aði hann yfír sig deilu við samtök laun- þega og vinnuveitenda. Bondevik ►NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, frestaði á miðvikudag um viku at- kvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórn landsins eftir að Boris Jeltsín Rússlands- forseti hafði farið þess á leit við þingið að málamiðlunar yrði leitað. Kommúnistar, leiðandi afl stjóraarandstöð- unnar, báru upp vantrausts- tillöguna. ►BILL Clinton Bandaríkja- forseti heimsótti þijú ríki í Suður-Ameríku í vikunni, Venezúela, Brasilíu og Arg- entínu. Var tilgangur farar- innar að tryggja stöðu Bandaríkjamanna á þeim nýju mörkuðum sem opnazt hafa í þessum heimshluta. ►GEIMFARINU Cassini, sem er ætlað að hjálpa til við könnun Satúmusar, var skotið á loft áleiðis út i geim- inn frá Canaveralhöfða í Bandaríkjunum á miðviku- dagsmorgun. Aætlað er að Cassini komist á braut um Satúrnus í júli 2004 eftir 3,5 mifljarða km ferðalag. ►KRISTILEGIR demó- kratar (CDU), flokkur Hel- muts Kohls Þýzkalands- kanzlara, héldu í vikunni árlegt flokksþing sitt. Þar greindi Kohl frá því að hann óskaði sér að Wolfgang Schauble, þingflokksfor- maður CDU og náinn sam- starfsmaður sinn, tæki við kanzlaraembættinu. Síðar tók Kohl fram, að hann hygðist sitja út kjörtímabilið 1998-2002, sigraði flokkur hans í þingkosningum næsta haust. MORGUNBLAÐÍÐ FRÉTTIR Aukíð samstarf fjögurra framhalds- skóla á Austurlandi FJÓRIR framhaldsskólar á Austurlandi eru að undirbúa aukið samstarf sín á milli og er hug- myndin að ráða fagstjóra fyrir ákveðnar brautir og skipuleggja ákveðna námsáfanga saman eftir því hver nemendafjöldi er hverju sinni á hveijum stað. Skólarnir íjórir eru Menntaskólinn á Egils- stöðum, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað og Framhaldsskóli Austur-Skafta- fellssýslu á Höfn. Kristrún ísaksdóttir frá menntamálaráðuneytinu og Helga Hreinsdóttir, fulltrúi skólanna á Austurlandi, hafa unnið að undir- búningi málsins og segir Helga að skólarnir hafi lengi átt með sér samstarf sem nú sé hugmyndin að efla. Stefnt er að undirritun þriggja ára samstarfssamnings skólanna á næstunni og verður verkefnisstjórn skipuð skólameist- urunum fjórum og formanni sem tilnefndur verður af menntamála- ráðherra. Fengin hefur verið tveggja milljóna króna fjárveiting á næsta ári sem notuð verður m.a. til að launa verkefnis- og fagstjóra og er gert ráð fyrir að samstarfið hefjist formlega með nýju ári. Samnýting með fjarkennslu „Við stefnum að því að auka samræmingu, t.d. í stærðfræði- og tungumálakennslu, varðandi gæði og kröfur og ráðuneytið sér í samstarfinu bæði ákveðinn sparnað og gæðatryggingu. Með samræmdu námsframboði yrðu ekki kenndir fámennir áfangar á sömu önn í öllum skólunum. Þeim mætti skipta eitthvað upp og þjóna nemendum með fjar- kennslu," segir Helga Hreinsdótt- ir „og draumur okkar er að fá fjarkennslubúnað til að auðvelda þetta.“ í drögum samstarfssamnings- ins segir m.a. um markmið hans að bæta eigi aðgengi nemenda að eins fjölbreyttu námsframboði á Austurlandi og kostur sé, draga úr vanda sem fámenni og vanbún- aður í einstökum skólum geti leitt af sér, nýta aðstöðu og kennara í þágu sem flestra og að styrkur hvers og eins skóla fái notið sín. Þá er hugmyndin að koma á sam- starfi við stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki, m.a. í því skyni að efla fullorðinsfræðslu og símennt- un. Menntamálaráðherra og skólastjóri Stýrimannaskóla Aðild útvegs að námi sjómanna vel hugsanleg „ÞAÐ ER vissulega hugsanlegt að útgerðin komi að rekstri Sjómanna- skólans. Ég hreyfði þeirri hugmynd á fundi með Kristjáni Ragnarssyni formanni LÍÚ í vor og er ánægður með að honum skuli þykja þessi möguleiki áhugaverður," sagði Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, segir að hann sjái ekkert því til fyrirstöðu að útgerð- in taki þátt í rekstri skólans, ef myndarlega verði að slíku staðið. Morgunblaðið/Ásdís NÝR smábíll frá Mercedes Benz, A-bíllinn, er kynntur hjá umboðinu um helgina. A-bíllinn frá Merc- edes Benz kominn KOMINN er til landsins nýi smábíllinn frá Mercedes Benz verksmiðjunum þýsku, A-bíll- inn. Er hann sýndur þjá umboð- inu, Ræsi, nú um helgina en framleiðsla hefst ekki fyrr en um næstu áramót og verða fyrstu bílarnir afhentir kaup- endum hér á landi fyrstu vikur næsta árs. BÍLLINN er fimm manna Mercedes Benz A verður boð- inn með tveimur vélum, 1.400 rúmsentimetra og 82 hestafla vél og kostar þá 1.695.000 krón- ur eða með 1.600 rúmsenti- metra og 101 hestafls vél og kostar sú gerð 100 þúsund krón- um meira. Bíllinn er framdrif- og meðal staðalbúnaðar má nefna tvo líknarbelgi og hemlalæsivörn. inn, fimm manna og búinn hemlalæsivörn, tveimur líknar- belgjum, fjarstýrðum samlæs- ingum og rafdrifnum rúðum. Bjöm Bjarnason sagði að hann teldi mjög skynsamlegt að kanna hvort útvegurinn gæti komið að rekstri Sjómannaskólans, þ.e. Stýrimannaskólans og Vélskólans. „Við höfum ýmsar fyrirmyndir að slíku. Á framhaldsskólastigi er helst til Verslunarskólans að líta, en nú liggja einnig fyrir fullmótað- ar hugmyndir um að Listaháskóli starfi með þessum hætti. Ég hef þó aðeins varpað þessu fram til skoðunar." Unnið vel að innri málum Menntamálaráðherra sagði að ýmislegt hefði verið gert í mennt- unarmálum sjómanna. „Námskrá- in hefur öll verið endurskoðuð og nú er unnið að því að meta inntak vélstjóranámsins. Þannig hefur verið unnið mikið í innri málum þessara stofnana, sem hafa einnig fengið nýjan lagaramma með al- mennri löggjöf um framhalds- skóla. Tillögur um staðsetningu eru liður í framtíðarskipulagningu skólanna. Okkar markmið hefur verið að styrkja menntun sjó- manna og þróa hana svo hún fylgi nútímalegum kröfum. Þessar ákvarðanir á síðustu misserum sýna vilja okkar í því efni.“ Fagna hugmynd ef vel er að staðið Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, segir vel hugsanlegt að útvegurinn komi að rekstri sjómannaskóla. „Við höfum dæmi frá Grænlandi, þar sem skipafélagið Royal Green- land tekur virkan þátt í menntun sjómanna og kostar hana á móti ríkinu. Þar er staðið mjög myndar- lega að málum, fiskimenn fá til dæmis tíu mánaða undirbúnings- nám í Grænlandi og taka svo skip- stjóranám í Danmörku. Þar með eru fiskimenn komnir með lengri menntun en farmenn, enda verður vinnslubúnaður skipanna sífellt flóknari. Ef útvegurinn tekur þátt í menntun sjómanna af víðsýni og myndarskap þá hlýt ég að fagna svona hugmyndum." - i I I I r i , I i i I i I i t L « I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.