Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ARGENTÍNSKAR mæður og ömmur á Plaza de Mayo-torginu í Buenos Aires krefjast þess að réttlæt- inu verði fullnægt og veittar verði upplýsingar um afdrif allra þeirra sem hurfu í „skítuga stríðinu". Forseti Asociación Abuelas de Plaza de Mayo „Munum aldrei gleyma og aldrei fyrirgefa“ „ VIÐ munum aldrei gleyma þess- um voðaverkum og aldrei fyrir- gefa þeim sem þau frömdu," seg- ir Estela Carlotto, forseti einna samtaka ættmenna þeirra sem „hurfu“ á tímum herforingja- stjórnarinnar í Argentínu í síma- viðtali við Morgunblaðið frá Buenos Aires. Hún fer hörðum orðum um þögn argentinskra stjórnvalda og segir þjóðina alla andvíga því að herforingjarnir sem ábyrgð báru á morðunum og myrkraverkunum skuli hafa verið náðaðir. Estela Carlotto er forseti einna þekktustu samtaka þeirra sem berjast fyrir því að sljórnvöld í Argentínu geri upp við fortíðina, birti upplýsingar um afrif þeirra sem „hurfu“ í „skítuga stríðinu“ á árunum 1976 til 1983 og dragi þá seku til ábyrgðar. Samtökin nefnast á spænsku „Asociación Abuelas de Plaza de Mayo“ en félagar í þeim eru eldri konur sem áttu barnabörn er ýmist voru myrt eða „hurfu“ á dögum ein- ræðissljórnarinnar. Mæður fórnarlambanna hafa einnig myndað samtök sem einnig eru kennd við Plaza de Mayo-torgið í Buenos Aires þar sem konurnar hafa safnast saman mörg undan- farin ár til að krefjast þess að réttlætinu verði fullnægt. Bera þær jafnan myndir af börnum sín- um og barnabörnum. Haft hefur verið á orði að samviska þjóðar- innar birtist í þessum kvennasam- tökum, sem eru í hópi þeirra þekktari í þessum heimshluta. 500 börnum rænt? Estela Carlotto segir að upplýs- ingar þær sem Adolfo Scilingo hefur veitt á Spáni kom aðstand- endum fórnarlamba einræðis- stjórnarinnar ekki á óvart. Sam- tökin hafi sent rannsóknardómar- anum í Madrid upplýsingar m.a. um börn þau sem „hurfu“ á þess- um árum í Argentínu. Hún vekur sérstaka athygli á að Scilingo hafi engar nýjar upplýsingar get- að veitt um afdrif barnanna. Talið hefur verið að um 300 börn hafi verið tekin frá mæðrum sínum eftir að þær höfðu verið myrtar og þau afhent fjölskyldum sem stjórnvöld höfðu velþóknun á. „Við höfum skráð 230 slík til- felli. En það er líklegt að börnin hafi verið miklu fleiri, hugsanlega um 500. í þessu efni er allt hugsanlegt. Við teljum einnig að í einhveijum tilfellum hafi ný- fædd börn verið seld og þá jafn- vel úr landi.“ Aðspurð um þá ákvörðun nú- verandi forseta Argentínu og forvera hans, Raul Alfonsín, að náða þá sem dregnir höfðu verið til ábyrgðar fyrir myrkraverkin segir Estela Carlotto að þetta hafi stjórnvöld gert þvert á vilja fólksins í landinu. Carlos Menem, núverandi forseti, hafi viljað friðmælast við herinn og rang- lega talið að með þessu yrði stuðl- að að einhvers konar „þjóðar- sátt“ í landinu. „ Allir þessir menn, hver einn og einasti, eru nú frjálsir. Við munum aldrei sætta okkur við að morðingjar og illvirkjar hafi verið náðaðir. Við munum aldrei gleyma og aldrei fyrirgefa. Og við munum halda baráttu okkar áfram á meðan þetta óréttlæti er látið viðgangast." Scilingo verði refsað Estela Carlotto segir aðstand- endur þeirra sem „hurfu“ líta svo á að Adolfo Scilingo sé morðingi og að hann beri að dæma fyrir illvirkin sem hann framdi. Hún bendir á að Scilingo hafi sjálfur lýst því hvernig hann kastaði meintum og yfirlýstum vinstri- sinnum lifandi út úr flugvélum að næturlagi og samvinna hans í máiinu á Spáni fái aldrei breytt þeirri staðreynd. FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA Námskeið fyrir heilbrigðisstéttir Námskeiðin eru 20 kennslustundir og eru kennd á fiórum kvöldum. Kennslustaður: Fjölbrautaskólinn við Armúla. Námskeiðstími: Námskeiðin byrja á miðvikudögum og enda á þriðjudögum. Kennslutími: Klukkan 17.00 til 20.50. Verð á námskeiðum: Hvert námskeið kostar kr. 8.000. 12. nóvember til 18. nóvember: Heilbrigðisfræði fjölskyldna, 20 stundir. Kennari Svava Þorkelsdóttir, hjúkrunarfræðingur — Stofa A13. 19. nóvember til 25. nóvember: Siðfræði á tækniöld, 20 stundir. Kennari Halldóra Bergmann, sálfræðikennari — Stofa A13. Innritað verður á námskeiðin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga milli klukkan 10.00 og 14.00 í síma 581 4022. Staðfesta verður skráningu með greiðslu námskeiðsgjalds við pöntun. Skólameistari. Námskeið í nóvember 1997 Halldóra Bergmann sálfræðikennari Hryllingssögur úr „skítuga stríðinu“ Varpað lifandi í haf ið að næturlagi hvort hér væri um að ræða siðferð- islega óveijanlegan verknað. Ætt- menni marga „hinna horfnu“ í Arg- entínu hafa látið í ljós þá skoðun að Scilingo beri að meðhöndla sem morðingja og engu breyti þótt hann hafi nú iðrast og ákveðið að hjálpa Spánveijum við rannsókn málsins. Verri en glæpaverk nasista í sjónvarpsviðtali greindi sjóliðs- foringinn fyrrverandi frá því að í sumum tilfellum hefði fólkið verið með meðvitund og mikil öskur hefðu kveðið við er því varð ljóst hvers konar dauðdagi beið þess. Kvaðst hann ekki fá -------------- gleymt því er hann virti fólkið fyrir sér „þar sem það lá sofandi og því ekkert því til fyrirstöðu að kasta því frá borði. Ég tel að allt hafí þetta fólk verið saklaust. Þessi aðferð var viður- styggilegri en nokkur sú sem þýsk- ir nasistar beittu,“ sagði hann. Scil- ingo kvað Eduardo Massera flota- foringja, þann sem forseti Argent- ínu náðaði fyrir sjö árum, hafa skipulagt flugferðir þessar. Scilingo hefur einnig Iýst því hvemig námsmenn sem grunaðir vom um vinstri hyggju vora leitað- ir uppi í Universidad del Sur-háskól- anum í Buenos Aires. Margir vom handteknir og sumir þeirra „hurfu" síðar. Ennfremur gerði hann grein fyrir þeim skelfilegu aðstæðum sem pólitískir fangar vom geymdir við í tíð herforingjastjómarinnar. Margir þjáðust af vannæringu og sættu pyntingum. Scilingo starfaði við ESMA-skólann svonefnda sem heyrði undir flota Argentínu og var helsta pyntingamiðstöð herfor- ingjastjómarinnar. Gerði hann grein fyrir því að póltískir andstæð- ingar hefðu meðal annars verið pyntaður með rafstraumi sem hleypt var úr sérstökum tækjum er nefndust „picanas". Árið 1976 hefðu óvenjumargir fangar látið líf- ið er þeir sættu pyntingum þar eð hermenn hefðu stjórnað tækjabún- aðinum en síðar hefðu „sérfræðing- ar“ úr sveitum lögreglunnar tekið við þessu starfi og þá hefði dánar- tíðnin lækkað. Brast Scilingo í nokkmm sinnum í grát er hann rifjaði þetta upp. Mæður myrtar eftir barnsburð Sérstaklega viðurstyggilegar þykja þær fullyrðingar hans að ófrískar konur sem handteknar höfðu verið vegna stjómmálaskoð- ana sinna hafi verið látnar fæða böm sín og þær síðan myrtar. Böm- in hefðu hins vegar verið afhent völdum fjölskyld- um hermanna til þess að „þau hlytu kristilegt upp- eldi“ eins og haft hefði verið á orði. Nafngreindi Scilingo þá sem stjómað hefðu þessum „úthlutunum“ en líklegt þykir að í einhveijum tilfellum hafí bömin verið seld hjónum sem þráðu að eignast afkvæmi. Talið hefur verið að hér sé um 300 böm að ræða. Sjóliðsforinginn hélt því einnig fram í yfírheyrslunum að katólska kirkjan í Argentínu hefði tengst voðaverkum þessum. Þannig hefðu þeir sem þátt tóku í „dauða-flug- ferðunum“ verið fullvissaðir um að þeir þyrftu ekki að fyllast sektar- kennd vegna verknaða sinna þar sem morðin hefðu verið „kristnum mönnum þóknanleg.“ Líkin brennd Lengi hefur verið vitað að lík stjómarandstæðinga, sem teknir vom af lífi, voru í sumum tilfellum Ríkisstjórnin hefur kosið þögnina Ji W Baráttumann í borgarstjórn! brennd. Scilingo greindi einnig frá vitneskju sinni hvað þetta varðar en þau lík sem þá meðferð hlutu vom flokkuð undir samheitið „hinir grilluðu“ („los asados"). Herforingi sá sem annaðist eyðingu líkamsleif- anna var kallaður „Nornin" („La Bruja“) en hann gat Scilingo á hinn bóginn ekki nafngreint. Kvaðst sjó- liðsforinginn fyrrverandi telja að stórfelld iíkbrennsla hefði ekki farið fram á þessum áram. Einungis lík- um þeirra sem myrtir vom í sér- stökum aðgerðum eða létu lífíð eft- ir að hafa sætt pyntingum hefði verið eytt með þessum hætti. Vitn- ið kvaðst ekki sjálft hafa komið nærri líkbrennsl- unni en Scilingo sagðist hafa gert sér ljóst að hún færi fram þar sem hann hefði sjö eða átta sinnum verið beðinn að útvega gamla hjól- barða, eldsneyti og flutningabíl. Þögn stjórnvalda Viðbrögðin í Argentínu við þess- um yfirlýsingum herforingjans fyrrverandi hafa verið blendin. Ymsir hafa reynt að gera fram- burð hans tortryggilegan og sagt „iðmn“ hans ótrúverðuga og til þess eins fallna að bæta stöðu hans. Fyrrum félagar hans í hern- um hafa sagt hann vera fyrirlitleg- an „málaiiða" og „geðveikan". Margir mannréttindafrömuðir í Argentínu halda því fram að Scil- ingo sé glæpamaður sem verð- skuldi refsingu. Ríkisstjórn Arg- entínu virðist á hinn bóginn hafa kosið þögnina þótt Carlos Menem forseti hafi að vísu efast um lög- mæti réttarhaldanna á Spáni og haldið því fram að Scilingo hafi ásamt öðrum glæpamönnum þegar verið leiddur fyrir rétt í heimalandi sínu. Sjálfur hefur Scilingo sagt að Menem forseti vilji ekki að hið sanna í málinu verði gert opinbert. 20 ára bið loks á enda Fjölmargir hafa hins vegar fagnað þessu frumkvæði Spán- veija. Þannig sagði í leiðara dag- blaðsins Buenos Aires Herald á dögunum að sögulegt mætti teljast að fyrrum háttsettur hermaður hefði nú í fyrsta skipti fengist til að veita upplýsingar um grimmd- arverkin sem framin voru í „skít- uga stríðinu". Eftir þessu hefðu Argentínumenn beðið í 20 ár. „Réttarhöldin á Spáni leiða í ljós á hversu veikum grunni ríkjandi viðhorf hér í landi byggir, þ.e. að vissulega hafi skelfílegir atburðir gerst hér fyrir rúmum 20 árum --------- en þeir megi ekki verða til þess að vinna gegn landi og þjóð í framtíð- inni. Fyrst Spánveijum er svo umhugað um að giæpir sem hér voru framdir fyrir tveimur áratugum verði upplýstir.ættu stjórnvöld í Argentínu að gera sér ljóst að þjóð- ir sem æskja þess að fá notið sið- menntaðrar framtíðar geta aldrei litið svo á að of langt sé um liðið til þess að rannsakaðir verði glæp- ir gegn mannkyninu." Óttast um fjölskyldu sína Samtök ættmenna þeirra sem „hurfu“ í tíð herforingjastjómar- innar í Chile hafa fagnað því að Scilingo skuli hafa komið fram með þessum hætti og lýst þeirri von sinni að fyrrum háttsettir menn innan chileanska hersins fari að dæmi hans og skýri frá vit- neskju sinni um óðdæðisverkin sem unnin voru í glímunni við vinstri öflin í landinu. Adolfo Scilingo, sem enn er í vörslu spænskra yfirvalda, segist einkum hafa áhyggjur af öryggi fjölskyldu sinnar í Argentínu en hann er maður kvæntur og faðir fjögurra bama. Garzón rann- sóknardómari hefur sérstaklega farið þess á leit við yfirvöld í Arg- entínu að fjölskyldunni verði tryggð nauðsynleg vernd. I I )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.