Morgunblaðið - 19.10.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 19.10.1997, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stafrænt afmælisrit Brautarholtsskóla Hraðlestur í Tjamarskóla Á HEIMASÍÐU Brautarholtsskóla http://rvik.is./5rautarh/ er m.a. stafrænt afmælisrit. Greinarhöfund- ar skrifuðu þessar greinar í tilefni af 60 ára afmæli skólans árið 1993. Efni afmælisritsins er í máli og myndum. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Elsta ljósmyndin er frá árinu 1935 og sýnir hún Klemens Þórleifsson, þáverandi skólastjóra, ásamt nem- endum sínum. I ritinu birtist einnig ræða Klemensar sem hann flutti við vígslu skólans árið 1933. Þá er grein eftir Jón Eiríksson fv. oddvita í Vorsabæ, Ólaf Jónsson fv. kennara í Skeiðháholti, Ingvar Þórðarson bónda í Reykjahlíð, Pálmar Guðjóns- son fv. skólastjóra, Bernharð Guð- mundsson fv. sóknarprest á Skeið- um, Þorstein Hjartarson skólastjóra og loks er að finna ágrip af sögu Kvenfélags Skeiðahrepps sem þær Kristín Bjarnadóttir, Syðri-Brúna- völlum, og Emelía Kristbjörnsdóttir, Vorsabæ, tóku saman. Ljósmyndir eru frá ýmsum tíma- skeiðum skólans en nýjustu mynd- irnar eru frá september sl. Þegar eru komnar ýmsar upplýs- ingar um skólann og starfið í vetur en bæði nemendur og kennarar tóku þátt í gerð heimasíðunnar. Elstu nemendur á síðasta skólaári gerðu t.d. allir eigin heimasíður. Yfirsíðu- meistari eru Axel Árnason sóknar- prestur og Þorsteinn Hjartarson skólastjóri." NEMENDUR 8. ST í Tjarnar- skóla byrjuðu skólann í haust með því að bretta upp ermar og fara á hraðlestrarnámskeið sem haldið var í skólanum. All- ir nemendur bekkjarins tóku þátt í námskeiðinu enda um skyldugrein að ræða. Lesturinn var þjálfaður þrisvar sinnum í viku, í fimm vikur og árangur- inn lét ekki á sér standa. I upp- hafi las hópurinn að meðaltali 290 orð á mínútu en í lokin var meðaltalið komið upp í 3.406 orð á mínútu, þökk sé áhuga- sömum krökkum. Svo er bara að halda sér í góðu Iestrarformi og muna að æfingin skapar meistarann - líka í lestri. A myndinni eru ánægðir nemend- ur 8. ST Tjarnarskóla með við- urkenningarskjölin sín vegna þátttöku á hraðlestrarnám- skeiði. Kópavogur 24 kenn- arar hafa sagt upp störfum ALLS hafa 24 kennarar sagt upp störfum við grunnskóla Kópavogs. Bæjarstjórn skorar á kennara og launanefnd sveitarfélaga að freista þess nú að ná samningum svo ekki komi til verkfalls. Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þ. 14. október sl. „Bæjarstjórn Kópavogs hafa bor- ist uppsagnir frá 24 kennurum við grunnskóla Kópavogs og áskorun formanna foreldrafélaga við 7 grunnskóla í Kópavogi vegna yfir- vofandi verkfalla kennara í grunn- skólum landsins. Bæjarstjórn Kópa- vogs lýsir áhyggjum af þessari þró- un og skorar á samninganefndir launanefndar sveitarfélaga og launanefnda grunnskólakennara að freista þess nú að ná samningum svo koma megi í veg fyrir röskun skólastarfs. Jafnframt hvetur bæjarstjórn Kópavogs þá kennara sem sagt hafa upp störfum að draga upp- sagnir sínar til baka.“ STEINAR WAAGE SKOVERSLUN 551 8519 568 9212 1 mi Nýkomin hausttískan frá BRUNO MAGLI Hvöt með kynningar- fund vegna prófkjörs HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, efnir til kynningarfund- ar í Valhöll mánudaginn 20. októ- ber kl. 20 með öllum frambjóðend- um í prófkjöri til borgarstjórnar- kosninga næsta vor. í frétt frá Hvöt segir: „Það er nýjung hjá félaginu að bjóða körlum einnig til kynningarfundar en í komandi prófkjöri leggjum við áherslu á samvinnu karla og kvenna. Við treystum á stuðning karla, enda kominn tími til, því að hingað til hafa konur ætíð stutt við bakið á körlum, en bestur árangur næsti með góðri samvinnu. Við fögnum því að konur hafa gefið kost á sér til prófkjörs til jafns við karla og með því afsanna þær að áhugaleysi þeirra sé um að kenna hversu lítt sýnilegar þær hafa verið í þjóðmála- og sveitarstjórnarmál- um til þessa. Við höfum sterkum og dugmiklum konum á að skipa til að mæta kröfum dagsins í dag um að konur taki jafnan þátt í allri ákvarðanatöku þjóðfélagsins á við karla. Þegar þessu jafnvægi er náð erum við og flokkurinn tilbúin að taka á móti nýrri öld.“ -------♦ ♦ ♦------ Námskeið í notkun GPS-tækja BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands stend- ur fyrir námskeiði í notkun GPS- gervihnattastaðsetningartækja fyr- ir almenning í Reykjavík dagana 27. og 28. október nk. Námskeiðið verður haldið í húsnæði skólans í Stangarhyl 1, Reykjavík. Námskeiðið samanstendur af grunnfræðslu í notkun GPS-tækja, sem hafa notið aukinna vinsælda við ferðalög um óbyggðir. Tíma- setning námskeiðsins nú er valin með það í huga að nú er nýhafin ijúpnavertíð. Námskeiðsgjald er 1.800 kr. og eru námskeiðsgögn innifalin. Til- kynna þarf þátttöku eigi síðar en fyrir hádegi föstudaginn 24. októ- ber. SVANHILDI /8. sæti! Framboðslisti Sjálfstæðismanna í borginni þarf að Svanhildur Hólm Valsdóttir er verðugur fulltrúi >L BL V • v 3 endurspegla breiðan hóp stuðningsmanna flokksins. á þcim iista. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.