Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 2/11-8/11 ^ÍÉisnmi ► YFIR þúsund umsóknir hafa borist um 120-130 störf í nýju álveri Norðuráls sem taka á til starfa 4. júni á næsta ári. Öllum umsækj- endum hefur verið sendur spurningaiisti um viðhorf til ýmissa þátta starfsins til að fá fram hvers væntanlegt starfsfólk óskar. Verða þessar óskir hafðar til hlið- sjónar við mótun starfs- mannastefnu Norðuráls. ► MIKLIR fjárskaðar urðu í Skaftártungu í V-Skafta- fellssýslu í óveðri sl. sunnu- dag. Talið er að um 250 kindur hafi drepist. Mjög vont veður gerði á sunnu- daginn, hvasst og snjókomu í litlu frosti. Féð hrakti und- an veðrinu og fennti í kaf. ► ÁTTATÍU og níu ein- staklingar hafa leitað til SÁÁ í meðferð við spilafíkn fyrstu tíu mánuði ársins, þar af þrettán konur. Flest- ir sem leita sér meðferðar við spilafíkn eru á aldrinum 25-35 ára. ► VERSLUNUM í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 18 milli áranna 1996 og 1997. í fyrra voru 372 versl- anir í miðborginni en nú eru þær 354.1.200 fyrirtæki og stofnanir eru í miðborginni með 8 þús. starfsmenn. Fasteignamat eigna er um 29 miljjarðar þar af er mat fasteigna í Kvosinni rúmir 10 milljarðar. ► TALIÐ er mögulegt að samsetning á islenskri kúa- mjólk geti verið skýring á þvi að nýgengi insúlínháðr- ar sykursýki í börnum og unglingum sé mun lægra hérlendis en á hinum Norð- urlöndunum. Landssíminn verði seldur HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir ekki vafa á að Landssíminn hf., hlutafélagið sem mun annast símrekst- ur Pósts og síma frá áramótum, fari á hiutabréfamarkað. Hann segist sjá fyr- ir sér að eigendur Landssímans verði að meginstofni íslenskur almenningur. Rúmur þriðjungur af símanotkun heim- ila í landinu miðað við skrefatalningu er vegna staðarsímtala, en 28,1% vegna símtala til útlanda. Stjómarmenn Pósts og síma hf. ræddu það sín á milli að segja af sér vegna gagnrýni sem kom fram eftir breytingar á gjaldskrám fyrirtækisins. Samgönguráðherra og forsætisráð- herra lögðust gegn því og ákváðu stjórnarmennirnir að sitja áfram í stjóminni. ESB-aðild ekki hindruð HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að það væri rangt að byggja upp hindranir í vegi þess að Island geti sótt um aðild að Evrópusamband- inu í framtíðinni, sjái þjóðin ástæðu til þess. Hann segir aðild íslands að Schengen-vegabréfasamstarfínu, styrkingu EES-samstarfsins, aukið pólitískt samstarf við ESB og breyting- ar innan NATO munu auðvelda það að taka slíka ákvörðun, komi til slíks. Ekkert jólahangikjöt til ESB? ÞEIR sem hyggjast senda hangikjöt, skyr, slátur eða svið til ESB-landanna fyrir jólin ættu að hugsa sig tvisvar um því óvíst er hvort sendingin kemst til skila. Óheimilt er að senda til ESB- landa svið, innmat, eða aðrar sláturaf- urðir og allar unnar kjötvörur svo og mjólkurafurðir, þar með talið skyr. Engin íslensk kjötvinnsla uppfyllir heil- brigðisstaðla ESB. Stál í stál milli íraka og SÞ ÍRAKAR ítrekuðu á föstudag hótanir sínar um að bandarískar njósnaflugvél- ar kynnu að verða skotnar niður, fæm þær inn í íraska flughelgi. írösk stjóm- völd aftaka með öllu að bandarískir starfsmenn vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna fái að heíja störf að nýju í Irak eftir rúmlega vikubann. Sendi- mönnum SÞ, sem héldu til Baghdad í vikunni, tókst ekki að fá íraka til að láta af andstöðu sinni við þátttöku Bandaríkjamanna í vopnaeftirlitinu.. Verkfalli flutninga- bílsljóra aflýst VERKFALLI franskra flutningabíi- stjóra var aflýst á föstudag eftir að samkomulag náðist um launahækkanir til þeirra. Viðbrögð bílstjóranna vom þó blendin og í gær höfðu tveir vegat- álmar enn ekki verið fjarlægðir. Mikið umferðaröngþveiti varð þá fimm daga sem verkfallið stóð, auk þess sem farið var að bera á matvöra- og bensín- skorti um miðja viku. ►OFSAVEÐUR gekk yfir suðurhluta Portúgals og Suður- og Mið-Spán í vik- unni. Að minnsta kosti 32 létu lífið og tugir manna slösuðust i hvassviðri, úr- hellisrigningu og flóðum í kjölfar hennar. Voru þess dæmi að fólk hefði drukknað inni i húsum sin- um. ►FRAMKVÆMDIR hóf- ust í gær við stíflugerð i Yangtze-fljóti í Kína en hún mun færa byggð á kaf á 600 km kafla. Neyðast 1,2 milljónir manna til að flyljast búferlum vegna stíflugerðarinnar. ►BORÍS Jeltsín Rúss- landsforseti vék á mið- vikudag Boris Berezovskf kaupsýslumanni úr rúss- neska öryggisráðinu að áeggjan umbótasinna i ríkisstjórninni sem höfðu deilt harkalega við hann um sölu ríkiseigna. ►UM 2.200 manna er saknað og að minnsta kosti 300 manns létu lífið er fellibylurinn Linda gekk yfir Víetnam um síð- ustu helgi. Fórust tæplega 2.000 smábátar undan ströndum landsins. * Urskurður á Netinu BÚIST er við að dómari í máli á hend- ur bresku bamfóstunni Louise Wood- ward noti alnetið til að birta úrskurð sinn vegna kröfu veijenda um að mál- ið verði ómerkt. Þá er búist við því að dómarinn muni birta úrskurðinn á morgun, mánudag. ►VERÐI farið að tillög- um ráðgjafarnefndar Al- þjóðahafrannsóknar- ráðsins, um 40% niður- skurð á kvóta í Barents- hafi, kann það að kosta norskan og rússneskan sjávarútveg allt að 33 milljarða ísl. kr. FRÉTTIR * I Formaður Alþýðuflokksins biður flokksstjórn um umboð til sameiningarviðræðna U ndirbúmngur fram- boðs byrji fljótlega SIGHVATUR Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, fór fram á það við flokksstjórnina á fundi hennar, sem hófst kl. 13 í gær, að hún veitti honum umboð til að „vinna að sameiginlegu framboði á grundvelli jafnaðarstefnu, félags- hyggju og kvenfrelsis við alþingis- kosningamar vorið 1999.“ Sighvatur sagði í ræðu sinni á fundinum að hann hefði átt viðræð- ur við formann Alþýðubandalagsins og ýmsa aðra úr þeim flokki, svo og konur úr Kvennalista, sem sýnt hefðu áhuga á sameiginlegu fram- boði. „Mín sannfæring að loknum þeim viðræðum er sú, að af hálfu formanns Alþýðubandalagsins og fjölmargra annarra Alþýðubanda- lagsmanna úr röðum unga fólksins, í sveitarstjórnum og úr röðum verkalýðshreyfmgar sé mikill og einlægur vilji fyrir því að stefna að sameiginlegu framboði á grundvelli jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis," sagði Sighvatur. „Ég trúi því, að sú afstaða verði afger- andi niðurstaða landsfundar Al- þýðubandalagsins, sem nú fer fram hér í Reykjavík og að undirbúning- ur að slíku framboði geti hafizt af þrótti eftir fáa daga.“ Sighvatur lagði fram á flokks- stjórnarfundinum tillögu til álykt- unar, þar sem segir að stjórnin feli formanninum að hefja nú þegar undirbúning að sameiginlegu fram- boði með viðræðum við aðra flokka, hópa og samtök, sem vilji leggja hönd að því verki, og með öflugu kynningar- og áróðursstarfi meðal almennings. Veiðileyfagjald og atkvæða- greiðsla um aðildarumsókn Sighvatur lagði jafnframt fyrir fundinn „verkáætlun" til undirbún- ings sameiginlegu framboði. Sig- hvatur sagðist ekki leggja áætlun- ina fram til samþykktar eða synjun- ar, þar sem hann vildi hvorki binda sjálfan sig né flokkinn við „tiltekn- ar, ófrávíkjanlegar útfærslur í ein- stökum atriðum." í verkáætluninni er að fínna til- lögur um málefni hins sameiginlega framboðs. Þar segir meðal annars að brjótast verði út úr þeim víta- hring að íslendingar vinni þriðjungi lengri vinnudag en nágrannaþjóð- imar. Þá segir í tillögunum að sá, sem fái afnotarétt af sameiginleg- um auðlindum, eigi að greiða fyrir þann rétt, hvort sem er veiðileyfa- gjald eða orkugjald. Gert er ráð fyrir að umhverfisskattar verði teknir upp í stað annarra skatta og kveðið á um að fjárfestingar í orkufrekum iðnaði beri að skoða í ljósi breyttra áherzlna í umhverfis- málum. Lagt er til að kerfi námslauna verði að hluta tekið upp í stað námslána. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur millitekjufólks verði Iækkaður með lægra tekjuskatts- hlutfalli og sett verði lög, sem tak- marka jaðaráhrif í skatta- og al- mannatryggingakerfinu. Lagt er til að tekjutenging barnabóta verði afnumin. Lagt er til að erlendum aðilum verði heimilað að fjárfesta í fisk- vinnslu. Um Evrópusambandið seg- ir í áætlun Sighvats: „í kjölfar ítar- legrar umræðu og faglegra úttekta á að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Verði niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæða- greiðslu jákvæð þá verði óskað eft- ir samningaviðræðum um aðild og náist samningar um aðild íslands að Evrópusambandinu verða þeir bomir undir þjóðaratkvæða- greiðslu." Málþing um einhverfu undir heitinu „Hór leynist fólk“ Morgunblaðið/Árni Sæberg SEAN Barron ásamt móður sinni, Judy Barron, sem á stóran þátt i því að Sean vann bug á einhverfu. i i i i i i i i i i l i Hegðun mín stjómaði mér „AÐ vera einhverfur er eins og að hlaupa eftir endalausum gangi og veggirnir eru að hrynja yfir mann. Það er eins og að vera í sjálfheldu og líðanin er hræðileg. I raun var hegðun mín farin að stjóma mér en ekki öfugt og ég var alltaf mjög kvíðinn," segir Sean Barron, ungur maður frá Bandaríkjunum sem ásamt móður sinni, Judy Barron, er sérstakur gestur málþings Umsjónarfélags einhverfra í dag í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. „Ég sættí mig aldrei við fötlun mína og barðist alla tíð gegn henni. Baráttan hefur staðið yfír í mörg ár og nú tel ég mig ekki lengur vera einhverfan,“ segir Sean. „Ég vildi ekki verða fullorðin útgáfa af því sem ég hafði verið sem barn. Allir aðrir virtust eðli- legir í kringum mig og mér fannst ég verða að leggja mitt af mörkum til þessað verða eðlileg mann- eskja. Ég reyndi að losa mig við það sem hélt aftur af mér og hindraði þroska minn. Það tók mig langan tíma að ná mér, líklega tók batinn ein 10-12 ár,“ segir Sean. Lýsir einhverfu í bók sinni Hann segir að því miður sé það ekki svo að allir geti unnið bug á einhverfu. Ástandið sé mismun- andi eftir einstakiingum og sumir geti alls ekki séð um sig sjálfír. Sean Barron skrifaði bók um fötlun sína ásamt móður sinni sem heitir „Hér leynist drengur" og kom út á íslensku á þessu ári í þýðingu Páls Ásgeirssonar geð- læknis. Sean segir að bókin sé skrifuð frá tveimur sjónarhornum, þ.e.a.s. frá sjónarhóli móður sinnar og sinum eigin. „Ég reyndi í bókinni að fara aftur á gamalkunnar slóðir í huga mínum. Ég lýsi því sem var gerast innra með mér, hvers vegna ég gerði ýmsa hluti. Þótt fæstir hefðu fengið nokkurn botn í það sem ég gerði fannst mér það eðlilegt. Þetta voru mín tjáskipti," segir Sean. Sean er sér meðvitandi um hvernig fötlun hans var og getur nú greint hana í smáatriðum. Hann telur sig nú hafa fengið full- an bata. Málþingið hefst kl. 13 í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.