Morgunblaðið - 20.11.1997, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Um eitt hundrað manns á borgarafundi í Fossvogsskóla vegna seinkunar á viðbyggingu
Telja brýnt
að fá viðbót
næsta haust
Morgunblaðið/Kristinn
NÁLEGA 100 manns voru á borgarafundi um byggingamál Fossvogsskóla og töldu fundarboðend-
ur brýnt að taka sem fyrst í notkun viðbótarbyggingu svo leggja mætti af þreyttar bráðabirgðastofur.
KRINGUM 100 manns sátu borg-
arafund í Fossvogsskóla í Reykjavík
í fyrrakvöld þar sem knúið var á
borgaryfirvöld að seinka ekki fram-
kvæmdum við viðbótarbyggingu
skólans. Óskar Einarsson skóla-
stjóri segir að lengi hafi staðið til
að bæta 7-9 kennslustofum við
skólann í stað bráðabirgðastofa sem
teknar voru í gagnið fyrir 20 árum
og eru orðnar mjög lúnar.
Til fundarins boðuðu foreldrafé-
lag, foreldraráð og bygginganefnd
Fossvogsskóla og sátu hann einnig
borgarfulltrúarnir Sigrún Magnús-
dóttir og Árni Sigfússon og arki-
tektarnir Rúnar Gunnarsson og
Sighvatur Arnarsson frá bygginga-
deild borgarinnar.
„Við höfum lengi talið brýnt að
ljúka byggingu þriðja áfanga skól-
ans, sem er 900 fermetrar, en þar
eiga að vera að minnsta kosti sjö
nýjar kennslustofur ásamt raun-
greina- og sérgreinastofum. Með
því myndum við losna við bráða-
birgðahúsnæði sem verið hefur í
notkun í yfir 20 ár,“ segir Óskar
Einarsson. Alls yrðu þá 14-16
kennslustofur við skólann en nem-
endur hans eru 305. Óskar segir að
í fimm ára drögum um framkvæmd-
ir hafi verið gert ráð fyrir að viðbót-
in kæmist í gagnið á næsta ári en
í nýrri drögum frá því í sumar hafi
framkvæmdum verið seinkað til
ársins 2000.
Helst næsta naust
„Við sættum okkur illa við þá
seinkun og var með fundinum verið
að knýja á um að farið yrði strax
í framkvæmdirnar til að hægt verði
að taka viðbótina í notkun næsta
haust eins og ráðgert var. Það
gæti orðið þvi Sigrún Magnúsdóttir
kynnti ný drög þar sem gert er ráð
fyrir að þær 130 milljónir sem þarf
til framkvæmdanna verði lagðar
fram á næstu tveimur árum og að
viðbótin komist í gagnið 1999. Við
gætum í sjálfu sér fallist á það ef
hægt verður að taka einhveijar
stofur í gagnið næsta haust,“ segir
Óskar ennfremur.
í fundarboði eru talin upp rök
fyrir nauðsyn þess að viðbyggingin
verði tekin sem fyrst í notkun, m.a.
að selin eða bráðabirgðastofurnar
haldi vart vatni né vindi, ýmsa að-
stöðu vanti fyrir heilsdagsskólann,
heimilisfræði sé nú kennd í glugga-
lausri stofu, 27 börn séu höfð í
13-17 manna stofum, hverfíð sé
að yngjast upp og vænta megi fjölg-
unar nemenda og að sjö kennarar
hafí sagt upp störfum sem sé m.a.
vegna húsnæðisvanda og aðstöðu-
leysis skólans.
Björgunarvesti
innkölluð
Hugsan-
legur galli
í uppblást-
ursbúnaði
INNKALLA þarf björgunar-
vesti, sem bandaríska fyrir-
tækið Halkey-Roberts fram-
leiðir, vegna hugsanlegs galla
í uppblástursbúnaði. Vesti með
uppblástursbúnaði sem er
dagstimplaður í ágúst 1997
eða fyrr eru innkölluð.
Ragnar B. Ragnarsson,
framkvæmdastjóri Gúmmí-
bátaþjónustu Norðurlands,
sem hefur umboð fyrir búnað
frá Halkey-Roberts, segir að
ekkert hafí verið selt hérlendis
af þessum búnaði til íslend-
inga. Framleiðandanum hafí
hins vegar þótt rétt að tilkynna
þetta einnig hér ef vera kynni
að einhver hefði undir höndum
búnað með þessari dagsetn-
ingu.
Sjótöflur gallaðar
Innkölluð eru vesti með upp-
blástursbúnaði eða sjótöflum
sem dagstimplaðar eru í ágúst
1997 eða fyrr. ítrekaðar mæl-
ingar hafa leitt í ljós að sumar
af þeim sjótöfium sem fram-
leiddar voru árið 1996 gætu
verið gallaðar en töflurnar
eiga að leysast upp í vökva
og setja þannig af stað búnað
sem blæs vestið út um leið og
það kemur í sjó. Hægt er að
kanna dagstimpilinn með því
að skrúfa lokið af þrýstibúnað-
inum og lesa stimpil af sjótöfl-
unni. Standi 08/97 eða eldri
dagsetning eru menn beðnir
að hafa samband við Gúmmí-
bátaþjónustu Norðurlands.
Ragnar B. Ragnarsson segir
að þessi innköllun sé umfangs-
mikil því seldar hafi verið tug-
þúsundir af slíkum vestum,
framleiðandinn hafí um 70%
heimsmarkaðarins í þessum
búnaði.
Pólfararnir hafa lagt rúmlega 100 km að baki
I stöðugnm mótvindi
og 16 stiga frosti
ÍSLENSKU suðurskautsfararnir
Ólafur Örn Haraldsson, Ingþór
Bjamason og Haraldur Örn Ólafs-
son hafa nú lagt rúmlega 100 kíló-
metra að baki á göngu sinni í átt
að suðurpólnum frá því þeir gengu
af stað þann 12. þessa mánaðar.
Á þriðjudag gengu þeir rúmlega
22 kílómetra en dagana tvo á und-
an höfðu þeir lagt 17 km að baki
hvorn dag. í gærmorgun vöknuðu
þeir í 16 gráðu frosti og höfðu vind
í fangið á göngunni, eins og jafnan
er á suðurpólnum, segir Grétar
Bjarnason, hjá Flugbjörgunarsveit-
inni í Reykjavík. Hann fylgist með
boðum frá staðsetningartæki pól-
faranna.
Leiðin, sem þeir ætla að leggja
að baki á 60 dögum, er um það bil
1200 kílómetrar og hafa þeir því
ráðgert að ganga að jafnaði um það
bil 20 km á degi hveijum. Tómas
Bjamason, tengiliður félaganna hér
á landi, segir að þeir hafí þó miðað
við að fara rólega yfír í byijun.
„Þar kemur margt til, einkum hefur
það að gera með ástæður sem snúa
að þeim sjálfum, þ.e. að venjast
verunni þarna, ná ákveðnum takti
og verkaskiptingu milli manna,
venjast sleðunum, og ná upp þreki,“
segir Tómas.
„Auk þess kunna aðstæður að
spila stórt hlutverk, mótvindur er
allan tímann en mismikill. Brattinn
getur verið meiri á vissum stöðum
en annars staðar og mikill nú í
upphafi. Svo er sleðinn þyngstur
fyrst en léttist eftir því sem gengur
á matinn," segir Tómas.
Alveg á eigin vegum
Hver þremenninganna dregur
sleða sem í upphafi var 120 kg
þungur. Þar af eru 60 kg af matvæl-
um. Hver þremenninganna notar 1
kg af vistum á dag. Ingþór, Ólafur
Örn og Haraldur Órn eru algjörlega
á eigin vegum á göngunni, án leið-
sögumanns eða nokkurs slíks. Þeir
eru án talstöðvarsambands við
umheiminn en sjálfstæður neyðar-
sendir er á hveijum sleða.
Auk þess fylgist Grétar hjá Flug-
björgunarsveitinni með Argos-
senditækinu sem pólfararnir nota
til að senda boð um hvemig ferð
þeirra miðar. í gegnum gervi-
hnattastöð í Toulouse í Frakklandi
berast boðin Flugbjörgunarsveit-
inni.
Argos-tækið getur sent frá sér
16 tegundir af merkjum en tekur
ekki á móti neinum sendingum.
Eitt merkið táknar að þeir séu á
göngu, annað að þeir séu í tjald-
stað, hið þriðja biður um að björg-
unarlið verði sent til að sækja þá
og svo framvegis. Eitt merkið þýðir
gleðileg jól en ef allt gengur að
óskum koma þremenningarnir á
pólinn um áramót eða upp úr nýári.
Grétar Bjarnason segir að undan-
fama daga hafi frost á Suður-
skautslandinu verið 15-20 stig, sem
þykir ekki mikið þar. Vindurinn í
fangið er oft 8-10 vindstig og jafn-
vel meiri. Þess má geta að 80 hnúta
vindur tafði um 4 daga að þeir
kæmust síðasta spölinn frá Chile
til tjaldbúðanna í Patriot Hills. 80
hnútar eru meira en 12 vindstig.
Ólafur Örn sagði í samtali við
Morgunblaðið frá Patriot Hills í sfð-
ustu viku að þótt frostið væri svo
mikið og vindurinn stöðugur væri
loftið svo þurrt að kuldinn væri
ekki jafnbítandi og þeir hefðu ótt-
ast. Auðvitað þurfi þó að hafa á
sér vara gagnvart kali.
Draga sleða í fiskilími
Eins og fyrr sagði nálguðust
pólfararnir áfangastað sinn um 22
kílómetra á þriðjudag en fyrstu
dagana gengu þeir 7-13 kilómetra.
Þeir ganga um 8-10 klukkustundir
dag hvern. Alls fara þeir í 2.850
metra hæð yfir sjávarmál á leið
sinni og er hallinn nokkur fyrstu
dagana. Sú leið sem farin er í átt
að pólnum segir ekki alla söguna
því auk hæðarmismunar er yfír
spmngusvæði að fara og verða þeir
oft að leggja lykkju á leið sína og
hafa varann á.
Stórir skaflar valda einnig tor-
færum á leiðinni, að sögn Ólafs
Amar Haraldssonar. Félagarnir
ganga á skíðum en fara í erfiðustu
brekkum af skíðunum og setja und-
ir sig brodda. Færið er oft hið erfíð-
asta og segir Ólafur Örn að Norð-
maðurinn Amundsen, sem fór fyrst-
ur á pólinn, hafi líkt færinu við það
að draga sleða í fískilími. Hann
segir að þeir gangi á skíðunum eins
mikið og þeir geti. Það skipti máli
til að veijast sprungunum sem hvar-
vetna em í íshellunni.
Bensínstöðvar
Hagræð-
ing á minni
stöðvum
PÁLMAR Viggósson, deildarstjóri
hjá Olíufélaginu, segir að breytingar
sem olíufélögin séu að gera á af-
greiðslutíma feli í sér aukna þjón-
ustu á stærri bensínstöðvum, en
þjónusta á minni stöðvunum hafí
heldur verið dregin saman. Tilgang-
urinn sé að ná fram hagræðingu,
en einnig sé þetta liður í að uppfylla
ákvæði vinnutímatilskipunar Evr-
ópusambandsins.
Pálmar sagði að afgreiðslutími og
þjónusta hefði verið aukin á stærri
bensínstöðvunum á síðustu árum.
Margar bensínstöðvar væm núna
opnar til kl. 23:30. Hann sagði ekki
rétt að tala um að olíufélögin væru
að skerða afgreiðslutíma og þjónustu
á bensínstöðvunum. Afgreiðslu-
tíminn og þjónustan hefðu verið
aukin mikið á stærri stöðvunum.
Pálmar sagði að sjálfsagt hefðu
sj á'.fsafgreiðslubensínstöðvamar
tekið einhver viðskipti frá þessum
hefðbundnu bensínstöðvum. Aukn-
ing hefði orðið á bensínsölu hjá sum-
um stöðvum þrátt fyrir harða sam-
keppni við sjálfsafgreiðslustöðvar.
Mikil söluaukning hefði t.d. orðið
hjá bensínstöð Olíufélagsins við
Stórahjalla þrátt fyrir að Orkan
væri með stöð þar skammt frá.
-----».♦ ♦----
Flutningabíll
á hliðina
FLUTNINGABÍLL með tengivagn
hlaðinn sandi valt á gatnamótum
Vesturlandsvegar og Suðurlands-
vegar í gær. Bílstjórinn slasaðist
nokkuð og var fluttur með sjúkra-
bíl á slysadeild.
Sandflutningabíllinn var að
beygja af Suðurlandsvegi til hægri
inn á Vesturlandsveg er hann valt.
Lögreglan segir að þetta sé ekki
fyrsti stóri flutningabíllinn sem velti
á þessum gatnamótum, ljóst sé að
þarna verði að fara rólega um enda
gatnamótin erfið.