Morgunblaðið - 20.11.1997, Page 21

Morgunblaðið - 20.11.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 21 Kynningarátak hjá Snakkfiski Hollir harðfisk- bitar SNAKKFISKUR hefur að undan- förnu sent sýnishom af framleiðslu sinni inn á flest heimili á höfuð- borgarsvæðinu, litla poka með harðfiskbitum. í fréttatilkynningu frá Snakk- fiski segir að harðfiskbitarnir séu þegar orðnir mjög vinsælir hjá stórum hópi fólks og með kynn- ingarátakinu nú sé ætlunin að gefa sem flestum kost á að smakka þessa góðu hollustuafurð, sem sé u.þ.b. 40% ódýrari en aðrir harð- fiskbitar á markaðnum. Auk tveggja tegunda af holl- ustusnakki, steinbíts- og ýsubita, hefur fyrirtækið sett á markað tvær nýjar vörutegundir, fiskborg- ara og ýsukríli, sem eru án auk- efna. í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að velta fyrirtækisins hefur aukist um 70% á þessu ári og að stjórn félagsins hugleiði nú að auka hlutafé fyrirtækisins. Kynning á framleiðslunni erlendis hafi skilað góðum árangri og stefni allt í að verulegur hluti framleiðsl- unnar fari á erlenda markaði. ---------—........ Kökubæklingur Nóa-Síríus Nokkrar leiðréttingar INN í kökubækling Nóa-Síríus, sem nýlega kom út í sjötta sinn, hafa slæðst villur á þremur stöðum og eru eftirfarandi leiðréttingar birtar að beiðni útgefanda. í uppskrift að appelsínurúllu á bls. 7 stendur setningin „Hvolfið kökunni á klút, sem búið er að þekja með flórsykri, fjarlægið pappírinn og rúllið upp með klútn- um þegar búið er að smyija krem- inu á.“ Hér á að standa: „Hvolfið kökunni á klút, sem búið er að þekja með flórsykri, íjarlægið pappírinn og rúllið upp með klútn- um.“ M.ö.o. á fyrst að kæla rúllu- tertuna í klútnum, síðan að rúlla henni út aftur og smyija kreminu á. _ Á bls. 13, í uppskrift að appels- ínutrufflum, stendur að nota eigi 1 dl af ijóma en hið rétta er 1 'A dl. Þá stendur í uppskrift að Bail- eystrufflum á sömu blaðsíðu að nota eigi Vi bolla af Baileys en rétt er 'k bolli. Á PAG -alla œvi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.