Morgunblaðið - 20.11.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 53
FRETTIR
I* KtxnfH*gi& Framt&n
■Mv*t ■ .J» AkutTkTÍ
LAA
Jólamerki
Framtíðarinn-
ar komið út
KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á Akur-
eyri hefur gefið út hið árlega jóla-
merki sitt. Merkið var teiknað af
Einar Helgasyni kennara árið 1980
en er nú endurútgefið í miklu skær-
ari og fallegri lit.
Það er prentað í Ásprent/POB á
Akureyri og er til sölu í Pósthúsinu
á Akureyri, í Frímerkjahúsinu og
Frímerkjamiðstöðinni í Reykjavík
en auk þess sjá félagskonur um
sölu á Akureyri.
Ágóða af sölu merkjanna er var-
ið til að styrkja hag aldraðra.
------»iii+"i«-
Tískusýning
á Kaffi
Reykjavík
UNDIRFATASÝNING frá verslun-
inni Ég og þú, Laugavegi, verður
á Kaffi Reykjavík fimmtudags-
kvöldið 20. nóvember. Sýnt verður
það nýjasta frá Duet, Panache,
Folies by Renaud, Paradis, Gretia
og Irena.
Módelsamtökin sýna en um há-
greiðslu þeirra sér Ágnes og Guðný
frá Hárgreiðslustofunni Ónix,
Laugavegi 101, og um snyrtingu
sér Snyrtistofan Helena fagra,
Laugavegi 101, 2. hæð. Einnig
verður kynnt ný lína af sokkabux-
um frá Cristian Dior. Blómabúðin
Irpa, Engihjalla 8, sér um skreyt-
ingu á salnum.
Kynnir kvöldsins verður Heiðar
Jónsson og hljómsveitin Yfir strikið
leikur til kl. 1. Allir velkomnir.
-----» ♦ »----
Nefnd fjallar um árangur
ríkisstofnana
í SEPTEMBER sl. skipaði fjár-
málaráðherra nefnd til að veita við-
urkenningu til ríkisstofnunar sem
skarar fram úr og er til fyrirmynd-
ar í starfi sínu. Er þetta í annað
sinn sem þetta er gert. í apríl 1996
hlaut Kvennaskólinn í Reykjavík
þessa viðurkenningu en hún var
veitt í fyrsta sinn.
í nefndinni eru Páll Kr. Páls-
son, forstjóri Nýsköpunarsjóðs,
formaður, Arney Einardóttir,
framkvæmdastjóri Gæðastjórn-
unarfélags íslands, Erna Gísla-
dóttir, framkvæmdastjóri Bif-
reiða- og landbúnaðarvéla hf.,
Kristinn Briem, blaðamaður við
viðskiptablað Morgunblaðsins,
og Svafa Grönfeldt, lektor við
viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla íslands og framkvæmda-
stjóri hjá starfsmannaráðgjöf
Gallups.
Að þessu sinni verður valið úr
hópi stofnana sem lagt hafa inn
umsóknir um viðurkenningu og
lýst helstu atriðum í starfseminni
sem þær telja til fyrirmyndar.
Úr þessum hópi verða síðan vald-
ar 5-8 stofnanir sem skoðaðar
verða nánar og loks hlýtur ein
þeirra verðlaun. Stefnt er að
verðlaunaafhendingu í lok febr-
úar nk.
Veiting viðurkenningar til ríkis-
stofnunar er í samræmi við stefnu
ríkisstjórnarinnar um nýskipan og
árangursstjórnun í ríkisrekstri.
Auknar kröfur eru nú gerðar um
árangur í starfí stofnana samtímis
og sjálfstæði þeirra er aukið. Lögð
er áhersla á að stofnanir setji sér
skýr markmið og geri síðan grein
fyrir því hvernig tekist hefur að
ná þeim.
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyr/r WINDOWS
Fyrir árið 2000
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
Fræðslufundur
hjá Mígren-
samtökunum
GUNNAR Gunnarsson sálfræðing-
ur mun fræða félaga í Mígrensam-
tökunum og gesti þeirra fimmtu-
dagskvöldið 20. nóvember kl. 20
um höfuðbeina- og spjaldhryggs-
jöfnun og hvernig hún getur komið
mígrensjúklingum og reyndar
mörgum öðrum til hjálpar. Fræðslu-
fundurinn verður haldinn í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi í
Breiðholti, sal A.
í fréttatilkynningu segir að þessi
meðferð hafi gagnast við mörgum
ólíkum kvillum, t.d. bakverkjum,
höfuðverkjum, eyrnasuði, sjón-
vandamálum, einbeitingarskorti,
misþroska, depurð, þunglyndi, af-
leiðingum hálshnykkja, magakveis-
um ungbarna, svefnerfiðleikum
ungbarna, endurteknum eyrna- og
öndunarfærasýkingum barna og
mörgu öðru.
Á eftir erindinu verða fyrirspurn-
ir og umræður. Gert verður eitt
stutt hlé og fólk getur keypt sér
kaffi og meðlæti á staðnum.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir. Upplýsingarit um mí-
greni munu liggja frammi á fund-
inum svo og ýmis fréttabréf Mí-
grensamtakanna.