Morgunblaðið - 20.11.1997, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 20.11.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 53 FRETTIR I* KtxnfH*gi& Framt&n ■Mv*t ■ .J» AkutTkTÍ LAA Jólamerki Framtíðarinn- ar komið út KVENFÉLAGIÐ Framtíðin á Akur- eyri hefur gefið út hið árlega jóla- merki sitt. Merkið var teiknað af Einar Helgasyni kennara árið 1980 en er nú endurútgefið í miklu skær- ari og fallegri lit. Það er prentað í Ásprent/POB á Akureyri og er til sölu í Pósthúsinu á Akureyri, í Frímerkjahúsinu og Frímerkjamiðstöðinni í Reykjavík en auk þess sjá félagskonur um sölu á Akureyri. Ágóða af sölu merkjanna er var- ið til að styrkja hag aldraðra. ------»iii+"i«- Tískusýning á Kaffi Reykjavík UNDIRFATASÝNING frá verslun- inni Ég og þú, Laugavegi, verður á Kaffi Reykjavík fimmtudags- kvöldið 20. nóvember. Sýnt verður það nýjasta frá Duet, Panache, Folies by Renaud, Paradis, Gretia og Irena. Módelsamtökin sýna en um há- greiðslu þeirra sér Ágnes og Guðný frá Hárgreiðslustofunni Ónix, Laugavegi 101, og um snyrtingu sér Snyrtistofan Helena fagra, Laugavegi 101, 2. hæð. Einnig verður kynnt ný lína af sokkabux- um frá Cristian Dior. Blómabúðin Irpa, Engihjalla 8, sér um skreyt- ingu á salnum. Kynnir kvöldsins verður Heiðar Jónsson og hljómsveitin Yfir strikið leikur til kl. 1. Allir velkomnir. -----» ♦ »---- Nefnd fjallar um árangur ríkisstofnana í SEPTEMBER sl. skipaði fjár- málaráðherra nefnd til að veita við- urkenningu til ríkisstofnunar sem skarar fram úr og er til fyrirmynd- ar í starfi sínu. Er þetta í annað sinn sem þetta er gert. í apríl 1996 hlaut Kvennaskólinn í Reykjavík þessa viðurkenningu en hún var veitt í fyrsta sinn. í nefndinni eru Páll Kr. Páls- son, forstjóri Nýsköpunarsjóðs, formaður, Arney Einardóttir, framkvæmdastjóri Gæðastjórn- unarfélags íslands, Erna Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri Bif- reiða- og landbúnaðarvéla hf., Kristinn Briem, blaðamaður við viðskiptablað Morgunblaðsins, og Svafa Grönfeldt, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands og framkvæmda- stjóri hjá starfsmannaráðgjöf Gallups. Að þessu sinni verður valið úr hópi stofnana sem lagt hafa inn umsóknir um viðurkenningu og lýst helstu atriðum í starfseminni sem þær telja til fyrirmyndar. Úr þessum hópi verða síðan vald- ar 5-8 stofnanir sem skoðaðar verða nánar og loks hlýtur ein þeirra verðlaun. Stefnt er að verðlaunaafhendingu í lok febr- úar nk. Veiting viðurkenningar til ríkis- stofnunar er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um nýskipan og árangursstjórnun í ríkisrekstri. Auknar kröfur eru nú gerðar um árangur í starfí stofnana samtímis og sjálfstæði þeirra er aukið. Lögð er áhersla á að stofnanir setji sér skýr markmið og geri síðan grein fyrir því hvernig tekist hefur að ná þeim. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyr/r WINDOWS Fyrir árið 2000 KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Fræðslufundur hjá Mígren- samtökunum GUNNAR Gunnarsson sálfræðing- ur mun fræða félaga í Mígrensam- tökunum og gesti þeirra fimmtu- dagskvöldið 20. nóvember kl. 20 um höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun og hvernig hún getur komið mígrensjúklingum og reyndar mörgum öðrum til hjálpar. Fræðslu- fundurinn verður haldinn í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti, sal A. í fréttatilkynningu segir að þessi meðferð hafi gagnast við mörgum ólíkum kvillum, t.d. bakverkjum, höfuðverkjum, eyrnasuði, sjón- vandamálum, einbeitingarskorti, misþroska, depurð, þunglyndi, af- leiðingum hálshnykkja, magakveis- um ungbarna, svefnerfiðleikum ungbarna, endurteknum eyrna- og öndunarfærasýkingum barna og mörgu öðru. Á eftir erindinu verða fyrirspurn- ir og umræður. Gert verður eitt stutt hlé og fólk getur keypt sér kaffi og meðlæti á staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Upplýsingarit um mí- greni munu liggja frammi á fund- inum svo og ýmis fréttabréf Mí- grensamtakanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.