Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 20

Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ bunny MíCHAEL JORDAN KÓtip','Ký# ~rrÁffí^ Eignastu SPACE JAM myndbandið með Michael Jordan MEÐ ÍSLENSKU TALI Stars Of Space Jam Hetjurnar úr Space Jam í sínum eigin ævintýrum. Með íslensku tali! Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson MÆÐGURNAR íris Sæmundsdóttir og Helga Tómasdóttir við handverk sitt. Jólamarkaður hand- verksfólks í Eyjum Vestmannaeyjum - Jólamarkaður handverksfólks í Vestmannaeyjum hefur verið starfræktur í Alþýðuhús- inu í Eyjum undanfarnar helgar. Þær Eva Káradóttir og Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir höfðu frumkvæði að því að markaðnum var komið á fót. I samtali við Morgunblaðið sagði Guðrún Kristín að tilgangurinn með markaðnum hafi verið tvíþættur. Annars vegar hefðu þær viljað koma handverksfólki á framfæri, en þær hafi haft vitneskju um að margt fólk í Eyjum væri að vinna að ýmis- konar handverki án þess að hafa komið því í sölu. Hins vegar hefðu þær viljað efla jólastemmninguna í bænum og hvetja fólk til að versla í heimabyggðinni. Á handverksmarkaðnum eru tólf sölupláss þar sem fólk sýnir og selur mismunandi handverk sitt. Auk þess hafa verið ýmsar uppákomur í Al- þýðuhúsinu í tengslum við markað- inn. Kaffihús, í umsjá íþróttahreyf- ingarinnar, er rekið á staðnum og þar er einnig barnahorn fullt af leik- föngum og í bamahorninu eru sögu- stundir og einnig er spilað og sungið með bömunum þar. I Alþýðuhúsinu hafa síðan verið ýmsar uppákomur, svo sem tískusýningar, harmonikku- leikur, kórsöngur og ýmislegt fleira. Viðtökur framar öllum vonum Guðrún Kristín sagði að viðtökur við handverksmarkaðnum hefðu ver- ið framar öllum vonum. Fjölmargt fólk hefði lagt leið sína í Alþýðuhús- ið, þrátt fyrir að unnið hefði verið í frystihúsunum á fullu þær helgar sem markaðurinn hefur verið starf- ræktur. Hún sagði að hugsun þeirra sem stóðu að því að koma markaðn- um á fót hefði verið að skapa skemmtilega og þægilega jóla- stemmningu í húsinu og sagði Guð- rún að það hefði svo sannarlega tek- ist og einnig hefði sala hjá hand- verksfólkinu verið mjög góð. Breskir sjón- varpsmenn á Snæfellsnesi Gera mynd um furður Snæfell- sjökuls Hellissandi - Hér hefur verið á ferðinni 6 manna hópur kvikmynda- gerðarmanna undir forustu kvik- myndagerðarmannsins Andys Robbins frá Kudos Productions Ltd. í London sem unnið hefur að gerð kvikmyndar um furður undir Snæ- fellsjökli. Fengu þeir meðal annars Kirkjukór Ingjaldshólskirkju til að syngja fyrir sig nokkur alkunn ís- lensk álfalög, mynduðu geimveru- móttöku við rætur Snæfellsjökuls, síðan hafa þeir myndað nokkra merkilega álfasteina sem mikill átrúnaður er bundinn við. Fengu þeir nokkra Sandara til að segja frá þeim átrúnaði sem tengdur er þess- um álfasteinum og atvikum sem tengjast þeim. Þá fengu þeir Finnboga G. Lárus- son sagnaþul frá Laugarbrekku til að segja sér merkilega sögu af hrossi sem hann týndi og leitað var ákaft en fannst síðan að Iokum með óskiljanlegum hætti og varð Finn- boga síðan mikill happagripur. Þessi íslenski þáttur verður einn af sex sem hópurinn er að vinna að víðsvegar um heiminn og hingað komu þeir frá Ástralíu þar sem þeir gengu um á stuttbuxum í 25 stiga hita. Kvikmyndagerðarmenn- irnir létu vel af komu sinni og létu í ljósi mikla ánægju yfir því efni sem þeir höfðu náð að taka upp hér og töldu það verða til sýningar um allan heim ef vel tækist til með úrvinnslu. Ferðaþjónusta í Austur-Skafta- fellssýslu Stefnumót- un lokið Hornafirði - Árið 1996 fór sýslu- nefnd A-Skaftafellssýslu þess á leit við samgöngu- og ferðamálanefnd A-Skaft að gerð yrði stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir svæðið. Nú tæpum 2 árum síðar er verkefninu lokið og gefur það nokkuð góða sýn fyrir ferðaþjónustuna að byggja á hér í sýslunni. Þær Bjarnheiður Hallsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir frá fyrirtækinu „Á sextán skóm“ voru ráðnar til verksins og skiluðu þær góðri vinnu að framkvæmdaáætlun til stefnumótunar í ferðaþjón- ustunni frá 1998-2005. Brýnasta verkefnið er að sett verði á fót markaðsráð Austur-Skaftafells- sýslu og þarf ráðið að hefja störf strax í ársbyijun 1998. Nú er ferðaþjónustan í sýslunni þriðji stærsti atvinnuvegurinn hér og er stefnt að því að gera hann að öðrum stærsta. Mikil vinna er framundan hjá markaðsráði sem er m.a. að setja á fót upplýsingamið- stöð sem rekin er allt árið og að efla upplýsingamiðstöðina í Skafta- felli. Einnig þarf að kanna þarfir ferðamannsins, hvað hér vantar á svæðið og að efla það sem fyrir er. Einnig kom fram í skýrslunni að mikil uppbygging hefði orðið á gisti- rými og ættu ferðaþjónustuaðilar nú að fara að huga meira að auknu framboði á fjölbreyttri afþreyingu. Mörg fleiri verkefni komu fram sem þarf að vera lokið fyrir vorið 1998 og einnig langtímaverkefni svo sem á sviði umhverfísmála. ■ Nýtthjá Smith&Nopland Við bjóðum nú frá danska fyrirtækinu Dantax 14“, 20“, 21“, 28“ og 34“ sjónvarpstæki, myndbandstæki, hljómtæki, ferðatæki með geislaspilara, heimabíókerfi o. fl. Hér eru á ferðinni gæðatæki á góðu verði. Verðdœmi: Glæsilegt 28“ Nicam Stereo sjónvarpstæki á stgr. Lokalns, lokslns á ísiandl: 100 Hz þýsk sjónvarpstæki ftá Metz sem skipa sér í flokk þeirra bestu í heiminum. í 10 ár samfellt hefur Metz verið valið besti framleiðandinn í könnun þýska fagtímaritsins „markt intem" meðal fagverslana á þessu sviði í Þýskalandi þar sem allir þekktustu sjónvarpstækja- framleiðendur heims keppa um nafnbótina. Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Komdu tíl okkar og láttu sannfærast Loks er í þríeykinu svissneska fyrirtækið Roadstar en ftá því höfum við á boðstólum margvísleg útvarpstæki, útvarpsvekjara, hljómtæki, ferðageislaspilara, vasadiskó, 12 V sjónvarpstæki og sjónvarpstæki með lidum skjá (2,2“, 4“ og 5“). Hér finna allir citthvað við sitt hæfi. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 www.tv.is/sminor ALLT A KYAININGARVERDI I DESEMBER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.