Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jeppamenn á Suðurskautslandi
ÓHREINT eldsneyti hefur
verið að hrella íslensku jepp-
ana á Suðurskautslandinu
undanfarið. Svo virðist sem
jeppamenn haf! fengið
óhreina dísilolíu á bílana í
Svea-bækistöðinni og þurfti
ört að skipta um síur eða
hleypa af þeim á víxl. Jeppa-
mennirnir voru með nóg af
varasíum og því vel haldnir,
en minna var til af síum í snjó-
bflana og olli það snjóbflaekl-
um nokkrum áhyggjum.
Færið á hásléttunni hefur
verið misjafnt. Til dæmis var
Freyr að aka öðrum jeppan-
um við íssjármælingar í fern-
ingi sem var 20x20 km að
stærð. Meðalhraðinn var ekki
nema um 5 km og sýndi veg-
mælirinn næstum helmingi
lengri vegalengd en ekin var,
mismunurinn var spól.
Búið er að gera við drifið
sem brotnaði í snjóbflnum um
daginn. Leiðangursmenn
urðu að fara 300 km leið á
tveimur snjósleðum til Wasa-
bækistöðvarinnar að sækja
KK,
Sixties og
Clapton
varahluti. Ferðin frá snjóbfln-
um til Wasa tók 10 tíma í
heiðmyrkri og lentu mennirn-
ir í illviðri á bakaleiðinni. í
veðrinu fauk allt lauslegt í
Wasa, m.a. fór íbúðargámur á
skíðum um koll.
Þægindi í jeppunum
Freyr og Jón hafa stundum
sofið í bflunum og láta vel af
því. Þeir draga niður gardínu
sem hlífir vatnskassanum og
láta olíuhitara ganga í
klukkustund áður en lagst er
til svefns í góðum svefnpok-
um. Einnig hitar sólin bflana,
jafnvel um miðja nótt, því sól-
in gengur ekki til viðar.
Uppi á hásléttunni er stað-
viðrasamt og frostið hefur
verið 14-24 stig. Freyr og Jón
eru „tilraunadýr“ hjá lækni
leiðangursins, en hann er að
rannsaka áhrif kulda á
mannslíkamann. „Við erum
slæm tilraunadýr, því í ís-
lenskri lopapeysu og Max
Pólarsamfesting er manni
ekki kalt,“ skrifa þeir félag-
ar.
Það væsir heldur ekki um
þá sem ferðast í bflunum. í
snjóbflunum ætlar hávaðinn
að æra menn en í jeppunum
eru settir diskar í geisla-
spilarana og hlustað á tónlist.
Vinsælustu plötumar um
þessar mundir í bflnum hjá
Frey eru með KK og Sixties,
en hjá Jóni er það Eric
Clapton sem oftast kitlar eyr-
un.
Nánari fréttir af jeppa-
mönnum em á Netinu, slóðin
er http://www.mbl.is/sudur-
skaut/, þar er m.a. að finna
dagbók þeirra félaga, myndir
og eldri fréttir.
JEPPAMENNIRNIR Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson sendu myndina svona til að árétta
hvar þeir eru staddir, hinum megin á hnettinum!
Morgunblaðið/Golli
JÓLATRÉ hafa verið að fjúka um alla borg og sum
jafnvel endað á hraðbrautum.
Um 30 útköll
vegna jólatrjáa
LÖGREGLA og slökkvilið fóru í
nokkuð á þriðja tug útkalla um
helgina og síðustu daga í fyrri viku
vegna þess að kveikt hafði verið í
jólatrjám. Hafa m.a. orðið skemmd-
ir á biðskýlum SVR sem trjám hafði
verið staflað inní og kveikt í.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar hafa óprúttnir náungar stund-
að það að safna trjám og jafnvel
hella yfir þau eldsneyti. í sumum til-
vikum urðu einhverjar skemmdir
þegar eldur komst í strætisvagna-
skýli eða önnur mannvirki.
Fleiri settir í það
að safna trjám
Sigurður Skarphéðinsson gatna-
málastjóri sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að aukamannskapur
hefði verið settur í að safna saman
trjám í gær þegar hann heyrði af
þessum íkveikjum og átti að vinna
fram á kvöld og reyna að ljúka
verkinu. Hann sagði að tré yrðu hirt
næstu daga en með þessari herferð
í gær átti að reyna að ljúka yfirreið
yfir borgina.
Tekið við tijám í Sorpu
Starfsmenn hreinsunardeildar
gatnamálastjóra söfnuðu saman
jólatrjám í síðustu viku en ekki var
unnið fram á kvöld eða um helgina.
Sigurður sagði jólatrén vera að ber-
ast vikum og jafnvel mánuðum sam-
an. Þeir sem ekki ná að nýta þessa
þjónustu borgarstarfsmanna nú
geta sjálfir ekið trjám sínum í
Sorpu.
Suðurskautsfar-
arnir á heimleið
SUÐURSKAUTSFARARNIR
Ólafur Öm Haraldsson, Haraldur
Öm Ólafsson og Ingþór Bjamason
flugu frá Suðurskautslandinu til
Chile í fyrrinótt. Ellefu dagar vom
þá liðnir síðan þeir komust á suður-
skautið en slæmt veður hefur tafið
heimferð þeirra.
Þremenningamir vom í miklum
önnum í gær við að ganga frá far-
angri sínum og gera upp kostnað
vegna þjónustu fyrirtækisins Ad-
venture Network Intemational sem
aðstoðaði þá í ferðinni.
Að sögn Ólafs Amar höfðu þeir
ekki gefið sér neinn tíma til svefns,
enda stefndu þeir á að fljúga af stað
síðdegis í gær að íslenskum tíma.
Ef allar ferðaáætlanir ganga upp
em þeir væntanlegir til íslands á
miðvikudag, eftir stutta viðdvöl í
Flórída í Bandaríkjunum.
Sérfræðingar stefna að gerð 16 sérsamnmga við Tryggingastofnuii ríkisins
Gengið verði frá öllum
samningum samtímis
GUÐMUNDUR I. Eyjólfsson, for-
maður samninganefndar sérfræði-
lækna, segist telja að þróunin
verði sú að Tryggingastofnun rík-
isins geri samninga við sérfræð-
inga í hverri sérgrein fyrir sig en
þær em 16. Hann segir sérfræð-
inga hins vegar vilja ganga frá
samningunum í einu lagi.
Fram að þessu hafa sérfræðing-
ar í ýmsum sérgreinum gert einn
samning við TR um greiðslur
vegna læknisþjónustu. Reyndar
hafa verið gerðir sérstakir samn-
ingar við röntgenlækna, en þeir
hafa þó tengst aðalsamningnum. I
sumar var gerður sérstakur samn-
ingur vegna rannsóknastofa.
„Þróunin virðist vera í þá átt að
gera marga samninga, enda orðið
erfitt að halda utan um þetta í ein-
um samningi. Mér sýnist því að
það sé viturlegt að búta þetta nið-
ur. Á þessu stigi málsins tel ég
hins vegar skynsamlegast að menn
hafi samflot í samningsgerðinni og
gengið verði frá þessu öllu í einu.
Mér finnst líklegast að þannig
verði þetta gert,“ sagði Guðmund-
ur.
Samninganefnd Trygginga-
stofnunar hefur lagt áherslu á að
gerður verði samningur við hverja
sérgrein fyrir sig og hefur síðustu
daga verið unnið af kappi að því að
þoka viðræðum áfram við einstak-
ar greinar. Sú hugmynd hefur ver-
ið reifuð að reyna að ganga frá
samningi við t.d. 6-8 greinar fljót-
lega og aðrar síðar. Guðmundur
sagði að samninganefnd sérfræð-
inga teldi þessa leið ekki skynsam-
lega. Menn vildu ekki skilja erfið-
ustu og flóknustu samningana eft-
ir. Betra væri að takast á við þá
strax.
Viðræður við þá sem hættu
eru að heíjast aftur
Guðmundur sagði að fjöldi
lækna hefði komið að viðræðunum
síðustu daga. Viðræður við lækna
sem hefðu þegar hætt störfum fyr-
ir Tryggingastofnun væru ekki
hafnar að nýju, en búið væri að
boða þá til fundar í vikunni. Við-
ræður við þessa lækna hafa legið
niðri frá því íyrir jól þegar upp úr
þeim slitnaði.
Viðræður við bamalækna og
kvensjúkdómalækna eru langt
komnir. Drög að samningi við þá
voru kynnt á fundi um helgina.
Benedikt Ó. Sveinsson kvensjúk-
dómalæknir sagði að í þessum
drögum hefði verið komið á móts
við kvensjúkdómalækna og leið-
réttingar gerðar á atriðum sem
þeir hefðu lýst óánægju með.
Hann sagðist hins vegar ekki gera
ráð fyrir að kvensjúkdómalæknar
væru tilbúnir til að skrifa undir
samning á undan öðrum. Ekki
hefði verið farið fram á það af
hálfu TR.
Uppnám vegna ummæla
forsljóra TR
Fundir sérfræðinga og samn-
ingamanna TR runnu að mestu út í
sandinn um helgina vegna óá-
nægju sérfræðinga með orð sem
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar, lét falla í við-
tali í Ríkisútvarpinu á laugardag.
Karl Steinar sagði að sérfræðingar
ynnu hryðjuverk á almannatrygg-
ingakerfinu. Sérfræðingar lýstu
því yfir að þeir myndu ekki halda
áfram viðræðum nema þessi um-
mæli yrðu dregin til baka. Karl
Steinar varð ekki við því og þá
sendu sérfræðingar frá sér yfirlýs-
ingu þar sem „þessar makalausu
ásakanir í garð lækna“ eru harð-
lega gagnrýndar.
„Læknar munu ekki leggja sig
niður við að eiga orðastað við for-
stjóra TR á þessum nótum hans.
Samningaviðræður þurfa að halda
áfram og mun samninganefnd LR
enn og aftur gera sitt ýtrasta til
að samningar náist. Hins vegar
mun samninganefnd LR ekki taka
þátt í fundum með Karli Steinari
Guðnasyni fyrr en hann hefur
dregið ofangreind ummæli til
baka,“ segir í yfirlýsingu sérfræð-
inga.