Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sameining í vöruflutningum á Austurlandi Svavar og Kolbrún sam- einast Landflutningum Morgunblaðið/Ásdís AFGREIÐSLA Vöruflutninga Svavars og Kolbrúnar í Reykjavík er flutt í höfuðstöðvar Landflutninga-Samskipa í Skútuvogi. SAMSTARFSSAMNINGUR hefur verið undirritaður milli Vöruflutn- inga Svavars og Kolbrúnar á Egils- stöðum, Flutningamiðstöðvar Aust- urlands og Landflutninga-Samskipa. Samningurinn felur í sér samstarf á sviði vöruflutninga og vöruafgreiðslu og samkvæmt honum munu Vöru- flutningar Svavars og Kolbrúnar flytja vöruafgreiðslu sína í Reykja- vík frá Vöruflutningamiðstöðinni í Borgartúni til Landflutninga-Sam- dODOE PN? J3C| e(L| jIoam e jaj Mun tölvukerfið vinna rétt með ártalið 2UQQ?~^% Aldamótaþjónusta Skýrr leysir vandann. Nú er tími til kominn að fara yfir tölvukerfi fyrirtækisins og ganga úr skugga um aó á öllum svæóum, sem innihalda dagsetningu, sé ártal táknaó meö fjórum stöfum en ekki tveimur. Aldamótaþjónusta Skýrr býóur fyrirtækjum faglega aöstoó og gerir úttekt á stöóu tölvukerfa svo koma megi í veg fyrir vandamál vegna ártalsins 2000. Vertu tilbúinn árið 2000. Leitaðu til Skýrr og fáðu allar nánari upplýsingar hjá Helga Jóhannessyni, sölustjóra, í síma 569-5134. Einnig má senda fyrirspurnir meó tölvupósti - netfangió er helgijo@skyrr.is Skvrr, ÖRUGG MlÐLUN Upplýsinga skipa í Skútuvogi. Þá sameina fyrir- tækin vöruafgreiðslur sínar á Egils- stöðum og sameinast um flutninga á milli Austurlands og Reykjavíkur, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar og á milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri. Það samstarf sem hefur tekist milli fyrirtækjanna er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur á flutn- ingamarkaðnum hérlendis á undan- förnum árum. Samskip og Eimskip hafa verið að breytast úr skipafélög- um í alhliða flutningafyi-irtæki og hafa í því skyni efnt til samstarfs við eða keypt hluti í landflutningafyrir- tækjum í öllum fjórðungum. Vöruflutningai' Svavars og Kol- brúnar er gamalgróið fjölskyldufyr- irtæki, sem hefur annast vöruflutn- inga á Austurlandi og á milli Aust- fjarða og Reykjavíkur. A undanförn- um árum hefur það verið eini aðilinn, sem annast vörudreifingu um allt Austurland að frátöldum samstarfs- fyrii'tækjum skipafélaganna. Hagræðing og bætt þjónusta Baldur Hjaltason, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Samskipa, segir að markmið samstarfsins sé að auka og bæta þjónustu við viðskiptavini fyrirtækjanna, hagræða í rekstri og styrkja heildarkerfi flutningaþjón- ustunnar. „Við erum ánægðir með samstarfíð og þá hagræðingu sem það mun hafa í fór með sér. Fyrir- tækin hafa bæði veitt svipaða flutn- ingaþjónustu með akstri milli Reykjavíkur og Austurlands og dreifíngu um Austfírði. Svavar og Kolbrún hafa verið með 3-5 bíla í rekstri og við verið með annað eins í þjónustu við svæðið. Við teljum því unnt með slíku samstarfi að nýta tækin betur og veita um leið betri þjónustu," segir Baldur. Flugflutningar krefja stjórnvöld um endurgreiðslu á eldsneytisgjaldi Telja sig hafa ofgreitt níu milljónir króna FLUGFLUTNINGAR ehf., um- boðsaðili Cargolux flugfélagsins á Is- landi, hafa farið þess á leit við sam- gönguráðuneytið að þeim verði end- urgreitt eldsneytisgjald sem félagið telur stjórnvöld hafa innheimt á röngum forsendum. Um er að ræða níu milljónir króna, ásamt vöxtum, sem innheimtar voru á rúmlega þriggja ára tímabili, frá hausti 1994 til ársloka 1997. Eldsneytisgjald á Keflavíkurflug- velli er nú 80 aurar á hvern lítra og er innheimt af öllu eldsneyti sem þar er selt. Bandarísk flugfélög eru und- anþegin gjaldinu samkvæmt milli- ríkjasamningi. Flugleiðir flytja inn eigið eldsneyti og geyma í tönkum á flugvellinum og þurfa því ekki að greiða gjaldið. Flugflutningar kvörtuðu á síðasta ári yfir innheimtu eldsneytisgjalds- ins til samkeppnisráðs. Ráðið komst að þeirri niðurstöðu í desember að stjórnvöld röskuðu samkeppni í áætlunarflugi til Norður-Ameríku með því að innheimta eldsneytisgjald af Cargolux en ekki af Flugleiðum. Beindi það þeim eindregnu tilmæl- um til samgönguráðhei-ra að hann beitti sér fyrir þvi að samkeppnis- skilyrði á markaðnum fyrir fraktflug til Norður-Ameríku yrðu jöfnuð. Þórarinn Kjartansson, talsmaður Flugflutninga ehf., segir að fyrii'- tækið hafi ekki enn tekið afstöðu til þess hvernig niðurstöðu samkeppn- isráðs vegna gjaldsins verði fylgt eft- ir. Hins vegar sé skýrt að Flugflutn- ingar vilji fá endurgreiðslu á því gjaldi, sem greitt hafi verið vegna áætlunarflugs félagsins til Norður- Ameriku enda hafi það verið inn- heimt á röngum forsendum. „Við greiddum gjaldið vegna þess að við áttuðum okkur einfaldlega ekki á því fyrr en síðar að áætlunarflug til Am- eríku væri undanþegið hluta gjalds- ins. Við teljum að um sé að ræða níu milljónir króna, ásamt vöxtum, sem innheimtar voru af okkur á röngum forsendum frá haustinu 1994 til árs- loka 1997. Við höfum sent bréf um þetta til samgönguráðuneytisins og bíðum nú eftir viðbrögðum þaðan,“ segh' Þórarinn. Olía ekki lægri í 45 mánuði London. Reuters. OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hafði ekki verið lægra í 45 mánuði í gær og hefur verð á hráolíu lækkað um 30% á þremur mánuðum. Verðfali hlutabréfa í Asíu leiddi til 40% lækkunar á viðmiðunai'verði á hráolíu þegai' viðskipti hófúst í Evr- ópu. Febrúarbirgðir seldust við opnun á 15,10 dollara og á 15,19 dollara tunnan kl. 12.30, sem var 31 sents lækkun og lægsta verð síðan í apríl 1994. Versnandi efnahagsástand í Aust- Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn Hlutafjárútboði lokið H LUTAF JARUTBOÐI Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankans, að nafnvirði 300 milljónir króna, sem hófst á síðasta ári er nú formlega lokið. Bréfin voru seld á genginu 1,8 eða fyrir 540 milljónir króna. Forkaupsréttur rann út hinn 17. ur-Asíu mun draga úr eftirspum eftir ohu í heimshlutanum í ár að sögn sér- fræðinga. Á sama tíma íhuga OPEC- ríki að auka framleiðslu til að fylla kvóta, sem hafa verið auknir um 10%. Kúveit, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Saudi-Arabía höfðu vonað að Asíuríki mundu kaupa aukamagn af olíu, sem þau hyggjast framleiða, en nú virðast þær vonir orðnar að engu. Dregið hefur úr eftirspurn annars staðar vegna þess að veður hefur verið tiltölulega gott. nóvember sl. og höfðu hluthafar þá keypt bréf að nafnvirði um 200 millj- ónir. Meðan á almennri sölu stóð í desember var reynt að höfða til ein- staklinga sem vildu taka þátt í ný- sköpun og tryggja sér um leið skattaafslátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.