Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKllREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flugleiðir taka þátt í árstíðabundinni lækkun flugfargjalda á Norður-Atlantshafí Spáð verðstríði á N-Atlants- hafi vegna kreppu í Asíu FLUGLEIÐIR hafa lækkað verð á pakkaferðum bæði til Norður-Ameríku og meginlands Evrópu og er eftirspurn neytenda mikil, að sögn Einars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra stefnumótun- ar- og stjómunarsviðs Flugleiða. Að hans sögn er um venjulega, árstíðarbundna verðlækkun á Norður-Atlantshafsmarkaðnum að ræða. Flug- tímaritið Flight International spáir því að til verðstríðs geti komið á Norður-Atlantshafsmark- aðnum á næstu misserum vegna efnahagskrepp- unnar í Asíu. Flugfélög, sem fljúga á milli Evrópu og Norð- -'ur-Ameríku, hafa að undanfómu lækkað fargjöld sín. I nýjasta hefti Aviation Week er t.d. frá því greint að þýzka flugfélagið Lufthansa hafi lækk- að fargjöld sín á Norður-Atlantshafsleiðum allt niður í 238 dollara, eða um 17.000 krónur. Markaðurinn með slakasta móti á þessum árstíma Einar Sigurðsson segir að Norður-Atlants- hafsmarkaðurinn sé yfirleitt með slakasta móti á þessum árstíma og reyni flugfélögin að mæta þvf með verðlækkunum og tilboðum. Flugleiðir hafi um helgina auglýst tilboð á pakkaferðum frá ís- landi til Flórída, Amsterdam, London og Glas- gow. „Arangurinn af því er að gríðarleg eftir- spurn er í dag og við höfum ekki einu sinni getað svarað öllum símtölum," segir Einar. „íslenzki markaðurinn er að byrja að sjá afleiðingar þess- arar hefðbundnu vetrarlækkunar á hafinu og er greinilega mjög móttækilegur fyrir þessum til- boðum.“ Einar segir að beggja vegna hafsins hafi Flug- leiðir verið með tilboð af svipuðum toga og einnig boðið upp á kynningartilboð með fremur þröng- um skilmálum. „Við fylgjumst með þróuninni beggja vegna hafsins og spilum þessu út eftir því sem aðstæður gefa tilefni til,“ segir hann. Minni áhrif á leiðum Flugleiða I nýjasta hefti Flight Intcrnational, þar sem spáð er í þróun fargjalda á nýhöfnu ári, segir að búast megi við að evrópsk og bandarísk flugfélög fari að beina nýjum flugvélum, sem þau hafi ætl- að til flugs í Asíu, inn á aðrar flugleiðir sínar. Einkum hafi menn áhyggjur af Norður-Atlants- hafsmarkaðnum, þar sem aukið framboð kunni að leiða til fargjaldastríðs, sem hafi skaðleg áhrif á afkomu flugfélaga. Einar Sigurðsson segir að erfitt sé að segja til um viðbrögð Flugleiða við þróun af þessu tagi. „Ég held að óvarlegt sé að gera ráð fyrir að þess- ar vélar komi allar til flugs hér á Norður-Atlants- hafinu, því að félögin, sem eiga þær, eru nú þegar með framboð, sem geiir meira en að fullnægja eftirspurn á öllum meginleiðum á hafinu," segir hann. „Þetta eru spádómar, sem erfitt er að heimfæra á rekstur eða áætlanagerð fyrirtækis- ins.“ Einar bendir á að Flugleiðir hafi leitazt við að færa út kvíarnar á flugleiðum, þar sem minna framboð sé en á helztu flugleiðum yfir Atlants- hafið. „Við gerum því skóna að fari menn með vélar inn á Norður-Atlantshafið i svona lausnum leiti menn fyrst og fremst í massann. Það getur vitaskuld haft áhrif á verðið á markaðnum í heild en væntanlega minni áhrif á okkar tiltekna mark- að en ella, ef þetta gengur eftir.“ I lífshættu eftir raf- lost og fall MAÐUR slasaðist lífshættu- lega þegar hann snerti raf- streng með 11 þúsund volta spennu í gærmorgun og féll úr mastri á mótum Hafravatns- vegar og Vesturlandsvegar þar sem hann var við vinnu sína. Maðurinn hlaut brunasár á höndum og víðar á líkamanum þar sem strauminn leiddi út. Hlaut hann einnig innri áverka vegna rafmagnshöggsins. Hann féll um 8 metra niður á frosna jörð og hlaut mörg beinbrot af fallinu. Að sögn eftirlitsmanns Vinnueftirlitsins voru starfs- menn Rafmagnsveitu Reykja- víkur að vinna við Grafar- holtslínu og var straumur því tekinn af henni. Ulfarsfellslína sker hana og var straumur á henni. Maðurinn gekk meðfram Grafarholtslínunni og þar sem línumar skerast villtist hann á staurum og fór í mastur Ulfars- fellslínu með fyrrgreindum af- leiðingum. Vetur konungur lætur loks á sér kræia Margir biðu eftir að • • Oxnadals- heiði yrði opnuð LOKSINS fór að snjóa á Vestfjörð- um, Norður- og Austurlandi um 'rii.elgina og það ríflega. Vonskuveður var víða í gær og var mikil hálka og skafrenningur á þjóðvegum. Ófært var á mörgum fjallvegum. Öxnadalsheiði var kolófær fram eftir degi í gær, blindbylur og mikill skafrenningur var á heiðinni en veð- ur af því tagi hefur verið á þeim slóð- um nokkra síðustu daga samkvæmt upplýsingum vegaeftirlits Vegagerð- arinnar á Akureyri. Mikil umferð var um Öxnadalsheiði á sunnudag þótt veður væri slæmt og var veginum haldið opnum vegna þess. Heiðin var hins vegar harðlæst eins og starfs- maður eftirlitsins orðaði það seinni partinn í gær, en þó nokkur fjöldi fólks beið eftir að komast yfir. Undir ^^völd átti að reyna að opna veginn. Flug lá niðri fram eftir degi í gær. Ekki var hægt að fljúga milli Akur- eyrar og Reykjavíkur fyrr en undir kvöld og þá var verið að athuga með flug frá Akureyri og austur um til Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafn- ar, Egilsstaða og einnig til Isafjarð- ar. Vél frá Flugfélagi Islands teppt- ist á Vopnafirði á sunnudag og biðu 19 manns þar eftir að komast með henni til Akureyrar. Foktjón hjá Norðuráli Talsvert tjón varð á bflum, krana Og byggingu á athafnasvæði Norður- áls á Grundartanga síðdegis í gær, þegar sterk vindhviða feykti þar til stórum plaströrum. Varð einn starfs- manna fyrir lítilsháttar meiðslum, samkvæmt upplýsingum lögreglu í Borgarnesi. Um svipað leyti varð annað óhapp á svæðinu, þegar hús- eining sem var verið að skipa upp, ijféll af vörubíl á fólksbíl og olli mikl- um skemmdum á bifreiðinni. _ Morgunblaðið/Kristján ÞOTT bylurinn hafí sett strik í reikninginn hjá ferðalöngum voru börnin ekki lengi að sjá ljósu punktana í tilverunni. Bjarki Sæþórsson, sem verður sex ára í sumar, var úti að leika sér á leikskólanum sínum, Flúðum á Akureyri, en krakkarnir þar voru svo ánægðir með snjóinn að þeir höfðu varla tíma til að fara inn að borða. Mesta sandfok um árabil í Rangárvallasýslu „Jaðrar við nátt- úruhamfarir“ „I DAG er sjötti dagurinn í röð með stöðugri norðaustanátt hér á Rang- árvöllunum og sandfokið hefur far- ið stigversnandi. Sand- og moldar- mökkinn leggur yfir meginhluta Rangárvallasýslu, “ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Mikið hvassviðri hefur verið á þess- um slóðum og sandbylur samfleytt frá því um miðja seinustu viku. Ástandið er sérstaklega slæmt vegna siyóleysis og stöðugs vind- álags á opnum svæðum. Sveinn seg- ir þetta jaðra við að vera náttúru- hamfarir. Fýkur af vikur- og sandsvæðun- um vestan Heklu „Það er erfitt að gera sér grein fyrir meginupptökum sandfoksins en mér skilst á viðtölum við bændur í ofanverðri Landsveit, að mönnum virðist þetta koma fyrst og fremst af vikur- og sandsvæðunum á milli Búrfells og Heklu. Það fýkur líka úr öllum opnum jarðvegssárum, rofabörðum, efnisnámum og öðrum gróðurlausum svæðum. Þetta hefúr verið mjög slæmt. Ég tel að þetta sé versta sandrokið sem við höfum fengið síðan á fyrstu árum þessa áratugar," segir hami. Skemmdir á gróðursvæðum og jarðvegsrof Sveinn segir ljóst að orðið hafi miklir skaðar og jarðvegsrof á þeim svæðum sem hafa verið að gróa upp á undanförnum árum. Hann bendir hins vegar á að ef svona veður hefði gert á auða jörð fyrir 30-40 árum hefði ástandið verið enn alvarlegra og skyggnið sennilega ekki meira en 5-10 metrar á Rangárvölliun. „Það hefur mikið áunnist en þetta er áminning til okkar allra að við ger- um miklu betur því enn eru víðáttu- mikil svæði þar sem við eigum eftir að endurheimta fyrri gróðurhulu," segir hann. Hefur moldarmökkurinn verið svo þéttur á stundum að ekki hefur sést til himins, að sögn Sveins. „Sandbylurinn er hvimleiður og smýgur inn í hús. Ég segi ekki að það sé sporrækt í íbúðarhúsum en það er mikið ryk í gluggum," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.