Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚÁR1998 ERLENT ÞÚSUNDIR kínverskra bænda og fjölskyldur þeirra bjuggu sig í gær undir hugsanlega eftir- skjálfta jarðskjálftans sem jafn- aði við jörðu 130 þúsund íbúðar- hús í Hebei-héraði á laugardag. Um hálf milljón manns varð heimilislaus og allt að 50 manns Enginn veggur heill biðu bana er hús hrundu. Aðal- skjálftinn mældist 6,2 stig á richterskvarða en jarðslgálfta- stofnun Kína spáði því í gær að hugsanlega kynni allt að 7 stiga skjálfti að ríða yfir í kjölfarið. Kínverskar hersveitir sinntu bráðahjálp á skjálftasvæðunum og fluttu þangað mat, tjöld og skjólfatnað. Vart stendur heill veggnr eftir á stórum svæðum í nágrenni Kínamúrsins en mynd- in var tekin í þorpi í Zhangbei- sýslu sem ekkert var eftir af er skjálftinn hafði riðið yfir á laug- ardag. Óveður setur allt úr skorðum í Quebec og á Nýja Englandi Rafmagn komið á í miðborg Montreal Montreal, Portland í Maine. Reuters. Hvíta-Rússland Asakanir um launráð Kiev. Reuters. HELSTA stjómarandstöðuhreyf- ing Hvíta-Rússlands, Alþýðufylk- ingin, vísaði í gær harðlega á bug fullyrðingum um að hún væri að undirbúa að steypa Alexander Lúkasjenkó forseta af stóli. Því var haldið fram í ríkissjónvarpi Hvíta- Rússlands, sem stjómað er af stjómvöldum, á sunnudagskvöld. Valery Buyval, talsmaður AI- þýðufylkingarinnar, sagði fullyrð- ingar ríkissjónvarpsins fáránlegar. Talsmaður forsetans, Valerí Tolkasjev, vildi ekkert tjá sig um sjónvarpsþáttinn og þær fullyrð- ingar er þar vom settar fram. Fréttastofan Interfax hafði hins vegar eftir ónafngreindum emb- ættismanni, er starfar að öryggis- málum, að allar þær stofnanir landsins, er sinntu öryggismálum, væm nú að kanna fullyrðingar um að valdarán væri í undirbúningi. Lúkasjenkó var kjörinn forseti árið 1994 en jók við völd sín í kjöl- far umdeildrar þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1996. Stjórnarand- staða og frjálsir fjölmiðlar hafa átt veralega undir högg að sækja í stjómartíð Lúkasjenskós og hafa stjórnarhættir hans verið for- dæmdir af vestrænum ríkjum. ALLT athafnalíf var meira og minna úr skorðum í Montreal í Kanada fram eftir degi í gær, fjórða daginn í röð, vegna rafmagnsleysis af völdum veðurs sem geisaði frá mánudegi til föstudags í síðustu viku. Síðdegis í gær tókst að koma á rafmagni í miðborginni og lífið í borginni fór smám saman að færast í eðlilegt horf. Rafmagnsleysið kom illa við um þrjár milljónir manna í austurhluta Ontario og í suðurhluta Quebec og í gær var athafnalíf lamað í fjölda bæja í fylkjunum og einnig í norð- austurhluta Bandaríkjanna, Nýja Englandi. Veðrið gekk inn yfir New Brunswick-fylki í gær og olli snjó- koma rafmagnsleysi í dreifbýli en var þó ekki eins slæmt og búist hafði verið við, að því er fréttastofan Canadian Press greindi frá í gær. Kanadíska veðurstofan gerir ráð fyrir að hitastig hækki í dag og þá má búast við rigningu, en ekki er talin hætta á frostregni eins og því sem valdið hefur mestu tjóni í Ont- ario og Quebec. Forráðamenn rafmagnsveitna Quebec-fylkis, Hydro-Quebec, fóra þess á leit að skólar, verslanir, stofnanir og iðnaðarfyrii-tæki yrðu lokuð í gær og fram á kvöld í mið- borg og vesturhluta Montreal, sem er næststærsta borg Kanada. í fyrr- inótt fór frost í 12 gráður í borginni og hvatti lögregla fólk til að leita skjóls í hjálparmiðstöðvum fremur en dvelja á heimilum sínum án upp- hitunar. Lucien Bouchard fylkisstjóri hvatti þá íbúa sem enn hefðu raf- magn til þess að koma þeim er ekki hefðu það til aðstoðar, því sums staðar yrði ekki hægt að koma raf- magni á fyrr en eftir nokkra daga. Ellefu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út til að koma fólki til hjálp- ar í Ontario og Quebec, í Montreal og höfuðborginni, Ottawa. „Þetta eru lang umfangsmestu aðgerðir sem nokkurntíma hefur verið gi-ipið til vegna náttúruham- fara í Kanada," sagði Art Eggleton varnarmálaráðherra á fréttamanna- fundi á sunnudagskvöld. Fimmtán dauðsföll hafa verið rakin til veður- farsins, og búist er við að trygginga- félög muni þurfa að greiða um 500 milljónir Kanadadala (25 milljarða ísl. kr) í bætur vegna tjóns af völd- um veðursins. Mörg þúsund manns vora án raf- magns af völdum veðursins í norð- austurhluta Bandaríkjanna í gær, en tré og rafmagnsburðarvirki er höfðu brotnað vegna ísingar af völdum frostregns sköpuðu hættu og ollu öngþveiti í New York-ríki og í Nýja Englandi. Þjóðvarðliðið var kallað út um helgina til þess að aðstoða við að ryðja vegi og koma á rafmagni. Mestum erfiðleikum hefur valdið frostregn er stafar af því að hlýtt og rakt loft barst frá suðurhluta Bandaríkjanna og úrkoma úr því féll í gegnum .kyrrstætt, kalt loft yfir austurhluta Kanada og Nýja Eng- lands, og fraus er hún féll til jarðar. Af þessum sökum hlóðst gífurlegur ís á rafmagnslínur sem slitnuðu og tré sem brotnuðu. Um þrjú hundrað rafmagnsburðarvirki úr málmi brotnuðu í grennd við Montreal af þessum sökum og um 14 þúsund tré- burðarvirki brotnuðu í Quebec-fylki. Þýzkt mál gegn EMU talið vonlaust Bonn. Reuters. TILRAUN er hafin til að fá æðsta dómstól Þýzkalands til að konia í veg fyrir að Helmut Kohl kanzlari skipti á þýzka markinu og sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli, en hagfræðingar telja Iitil líkindi til þess að tilraunin heppnist. Fjórir prófessorar hafa lagt fram beiðni um að þýzki stjórnlaga- dómstóllinn komi í veg fyrir að Þjóðveijar gangi í evrópskt myntbandalag, EMU. Beiðnin hefur vakið litla athygli á evrópskum fjármálamörkuðum, þar sem athyglin hefur beinzt að efnahagsumrótinu í Asíu, en því er haldið fram að búið sé að ákveða aðild að EMU og lítið sé hægt að gera til að breyta því á þessu stigi. „Auðvitað er viss hætta þessu samfara, en tiltölulega litlar Iík- ur eru á því að beiðnin verði tek- in til greina,“ sagði hagfræðing- ur Goldman Sachs í Frankfurt. EVROPA% Einn hinna fjögurra stefnenda er Wilhelm Nölling, fyrrverandi fulltrúi í stjóra þýzka seðlabank- ans. Sækjendurair halda því frarn að með því að taka þá aug- ljósu áhættu að fórna sterku marki og taka upp gjaldmiðil, sem sé óþekkt stærð, sé brotið gegn grundvallarréttindum þýzkra borgara. Paul Kirchhof, einn dómara sijórnlagadómstólsins, verður nú að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að dómstóllinn sem heild fjalli um málið. Vitað er að Kirchhof er vantrúaður á EMU og á móti því að Þjóðveijar afsali sér of miklu fullveldi til stofnana í Brussel. Ef hann kemst að þeirri niður- stöðu að málið verðskuldi dóms- meðferð getur hann ákveðið rétt- arhald. Þá getur dómstóllinn úr- skurðað að þýzka stjórnin geti ekki gengið í EMU fyrr en mál- inu sé lokið. Dómstóllinn getur tekið undir alla beiðnina eða hluta hennar eða lagzt gegn henni í heild. MORGUNBLAÐIÐ Jeltsín á myndband RÚSSNESK stjómvöld lýstu því yfir í gær að Borís Jeltsín Rússlandsforseti myndi mæta til vinnu í næstu viku, og tilkynntu jafn- framt um fyr- irhugaðar ut- anlandsferðir hans í febrúar. Stjórnvöld reyna með öll- um ráðum að slá á sögu- sagnir um veikindi forsetans, sem er sagður í vetrarfríi. Munu talsmaður hans og að- stoðarforsætisráðherra halda á fund hans með myndband- stökuvél til að sanna að forset- inn sé við góða heilsu. Afsökunar- beiðni ónóg BRETAR, sem vora fangar Japana í heimsstyijöldinni síð- ari, segja að fyrirhuguð afsök- unarbeiðni Japana gangi eng- an veginn nógu langt og að þeir muni ekki falla frá kröf- um sínum um bætur vegna ómannúðlegrar meðferðar í fangabúðunum. Japanska stjómin hyggst bera fram af- sökunarbeiðni til þeirra sem þjáðust í stríðinu, auk þess sem barnabörnum stríðsfang- anna verður tryggð skólavist í Japan í eitt ár og fóngunum fyrrverandi boðið í ferð til staðanna sem þeim var haldið föngnum á. Skjálfti í Chile JARÐSKJÁLFTI, sem mæld- ist 6,3 stig á Richter, reið yfir mið- og norðurhluta Chile í gær. Ekki er vitað til þess að manntjón hafi orðið og ekki hefur verið tilkynnt um skemmdir. Börnin erfa Hillblom FJÖGUR börn starfsstúlkna á böram á þremur Kyrrahafs- eyjum munu hvert um sig erfa um 7 milljarða ísl. kr. eftir föð- ur sinn, Larry Lee Hillblom, stofnanda DHL-hraðsend- ingaþjónustunnar. Hillblom lést fyrir þremur árum og var talið að hann væri barnlaus. Annað kom á daginn, hann reyndist faðir fjögurra barna en mæðurnar vora á tánings- aldri er þær eignuðust bömin. Kosningar í Tékklandi TÉKKNESKA stjómin hefur boðað til kosninga hinn 19. júní nk., svo fremi sem þingið samþykki. Verður þingið þá leyst upp 20. apríl. Nefnd um bankaskýrslu DANSKI íhaldsflokkurinn hefur lagt til að skipuð verði þingnefnd til að meta skýrslu rannsóknarnefndar um banka- málið í Færeyjum sem birt verður á föstudag. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort af því verður. Þá munu eftirlitsmenn rannsóknar- nefndarinnar tjá sig sérstak- lega um skýrsluna. Jeltsín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.