Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 55 Ertu á leið til Dan- merkur? Frá Ágúsi G. Valssyni: í ÁLABORG er öflugt íslendinga- félag með 450 félagsmenn. Félags- lífíð er gott og alltaf er nóg að gera fyrir alla aldurshópa. Á sumrin eru haldnar tvær grillveislur og enda þær stundum með mikilli gleði fram eftir kvöldi. Á 17. júní er farið í skrúðgöngu til heiðurs fósturjörð vorri. I byrjun október er haldinn dansleikur fyrir nýflutta Islend- inga og er boðið upp á íslenskt lambakjöt sem íslenskur mat- reiðslusnillingur matreiðir. Islensk fyrirtæki hafa gefíð íslenskar vörur á jólabingóið sem er haldið í byrjun desember. Á síðasta ári gáfu Is- lenskur markaður og Fróði verð- launin. Pá má ekki gleyma jóla- dansleiknum og áramótabrenn- unni. Þorrablótið stendur alltaf fyrir sínu og hafa íslenskar hljóm- sveitir komið til okkar og leikið fyrir dansi um kvöldið, enda er mæting ávallt góð. Einnig er haldið þorrablót með Færeyingum og Grænlendingum. Fjölskyldudagar eru haldnir reglulega. Félagið býður upp á drykki en félagsmenn mæta með kökur og meðlæti. Börnin taka með sér skóflur og fötur og leika sér meðan foreldrarnir ræða málin og skiptast á fréttum og kjaftasög- um. Íþróttalíflð hjá íslendingunum í Álaborg er öflugt. Strákarnir æfa fótbolta og körfubolta. Stúlkurnar þreyta blak og eróbik. Einn og einn karlmaður hefur fengið inn- göngu í eróbik, (hafa þeir beðið fal- lega) þeir sem hafa þurft á því að halda. Árlega er haldið fótboltamót milli Islendingafélaganna í Dan- mörku og Svíþjóð. Á síðasta ári var mótið í Lundi í Svíþjóð og þurftu strákarnir að leggja á sig langt og strangt ferðalag í langferðabíl sem þeir tóku á leigu. í hópnum voru tveir vanir langferðabílstjórar og lögðu þeir það á sig að keyra í hálf- an sólarhring til Svíþjóðar. Stúlk- urnar fara í ferðalag á hverju ári til Þýskalands í verslunarferð. Þá er í Álaborg öflugt ,,taekwodo-félag“, reyndar ís- lenskt, en þar hafa æft þrír Islend- ingar af miklu kappi. Áf þessu má sjá að ekki vantar fjölbreytni fyrir þá íþróttaþyi-stu. Islendingafélagið gefur út fé- lagsblað sem heitir Mímir og eru þar ýmsar greinar sem félagsmenn hafa skrifað og upplýsingar um dagskrá félagsins. Símaskrá er gefín út með heimilisföngum og netföngum félagsmenna. Það er sem sagt nóg að gera hjá íslend- ingum í Álaborg hvort sem það er fyrir börn, foreldra eða einstak- linga. Eins og ég nefndi hér að ofan eru um 450 Islendingar í Álaborg og eru flestir við nám enda er Ála- borgarháskólinn annar stærsti há- skólinn í Danmörku. Það hefur vaf- ist fyrir mörgum hvar eigi að byrja þegar halda skal til Danmerkur til náms eða vinnu. Þar hefur verið húsnæðisskortur, og er enn, og þurfa margir að bíða í langan tíma eftir húsnæði. Fyrsta sem maður fer að hugsa um er húsaskjól, en rétti tíminn til að koma sér á biðlista er í janúar-febrúar. Is- lendingafélagið hefur heimasíðu og er hægt að fá upplýsingar um skóla, bandamál, íbúðarmál, barna- skóla og ýmislegt annað, þar á meðal netföng félagsmanna. http://www.control.auc.dk/Dolaf- ur/difn ÁGÚST G. VALSSON, rafvirki, Sigrid Undsetsvej 82B 9220 Álaborg 0 Danmörku. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur máls- verður. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmufundur í safnaðarh., Lækj- argötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11-12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. Laugameskirkja. Lofgjörðar- og bænastund kl. 21. Umsjón Þorvald- ur Halldórsson. Neskirkja. Foreldramorgunn á morgun kl. 10-12. Kaffi og spjall. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12. Æskulýðsfundur eldri deildar kl. 20-22 í kvöld. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Föndrað, spilað, sungið. Kaffi. Æskulýðsfélag, 13-14 ára kl. 20-22. KFUM, drengir 10- 12 ára kl. 17.30-18.30. Bænahópur kl. 20 í kvöld. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10- 12. Frfkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Linnetstíg 6. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strand- bergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Bessastaðakirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 17.30. Hægt er að koma bænaefnum til presta og djákna safnaðarins. Vídalínskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu, yngri deild kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg-, unn í Félagsbæ kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10. TTT starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 fyrir 8., 9. og 10. bekk. Keflavfkurkirkja. Kirkjan opin 14- 16. Starfsfólk kirkjunnar í Kirkju- lundi 14-16. Landakirkja. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. Kl. 20 fullorðinsfræðslan í safnaðarheimilinu. Bensíneyðsla MITSUBISHI -í miklimi metwn ! HEKLA C02 loftmeng Gasctííne Direct Injection CRRISMR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.