Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samræmt sektarinnheimtukerfí og ný reglugerð um punktakerfí í gagnið Ökuleyílssvipting- eftir 12 punkta Með nýrri reglugerð um punktakerfí sem gildi tók um síðustu áramót er ekki síst ætlun yfírvalda að ná til síbrotamanna í um- ferðinni. Jóhannes Tómasson sat fund þar sem punktakerfíð og nýjar áherslur í sektarinnheimtu voru kynntar. TEKIÐ hefur gildi reglugerð um punktakei*fi vegna umferðarlaga- brota og hljóta ökumenn einn til fjóra punkta eftir vægi brots. Jafn- framt hefur verið tekið upp nýtt og samræmt kerfi lögreglunnar við innheimtu sekta. Þórhallur Olafs- son, formaður Umferðarráðs, kveðst vona að punktakerfið hafí bætandi áhrif á umferðarmenningu landsmanna og Þórir Oddsson, settur ríkislögreglustjóri, segir að sektarinnheimta verði nú mark- vissari og einfaldari. Ásamt Þóri og Þórhalli greindu þeir Hörður Jóhannesson hjá Rannsóknarlögreglustjóra og Oli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, frá helstu atriðum varðandi þessar nýju áherslur í umferðarmálunum. Viðstödd voru einnig Björg Thorarensen og Jón Bjartmarz. Markmið breytinganna er að fækka umferðarslysum í landinu samkvæmt um- ----------- ferðaröryggisáætlun Punktamir sem sett hefur verið til fyrnast á ársins 2001. Er þar þremur árum stefnt að því að fjöldi al- _____________ varlega slasaðra og lát- inna í umferðinni verði innan við 200 á ári og að umferðarslysum fækki um 20% miðað við meðaltal áranna 1982 til 1992. Landsskrá um ökuferil Ökumenn eru sviptir ökuréttind- um þegar þeir hafa hlotið 12 punkta nema þeir sem hafa bráða- birgðaskírteini sem eru sviptir eft- ir 7 punkta. Reglugerð um ökufer- ilsskrá og punktakerfi vegna um- ferðarlagabrota tók gildi um síð- ustu áramót og er ríkislögreglu- stjóra falið að halda landsskrá um ökuferil ökumanna. Þar eru færðar upplýsingar um umferðarlagabrot sem byggðar eru á kærum lög- reglumanna og færast einnig punktar sem menn fá vegna brota sem hraðamyndavélar lögreglunn- ar nema og myndavélar við um- ferðarljós. Punktai-nir fymast á þremur ár- um og þegar ákvörðun um svipt- ingu ökuréttar hefur verið tekin á grundvelli uppsafnaðara punkta falla niður þeir punktar sem svipt- ingin byggist á. Þannig dettur elsti punkturinn uppfyrir að þremur ár- um liðnum. Ríkislögreglustjóri sendir ökumönnum viðvörun þegar 8 punktar hafa verið færðir inn á ökuferils- skrá hans og til þeirra sem hafa bráðabigða- ökuskírteini þegar 3 punktar hafa verið færð- ir á skrána. Með þessu er tryggt að engum þurfi að koma staða sín í þessum málum á óvart. Punktamir færast á skrána þegar sekt vegna viðkomandi brots hefur verið greidd. Með nýju sektarkerfi lögregl- unnar verður innheimta ömggari og verður hægt að tryggja betur að þeir sem staðnir hafa verið að um: ferðarlagabrotum greiði sektir. I kjölfar þess að ökumaður er stað- inn að verki við umferðarlagabrot fær hann senda innheimtutilkynn- ingu þar sem fram kemur hvert brotið er og hve há sektin er. Sam- þykki hann málalok greiðir hann sektina. Fulltrúar lögreglunnar og Um- ferðarráðs telja að vamaðaráhrif umferðarlöggæslu skili sér best með sektum. Þeir segja þó að til dæmis geti fjársterldr ökumenn ekki keypt sig undan ábyrgð með því eingöngu að greiða sektir því þá komi punktakerfið einnig til svo og sviptingarmöguleikinn. Punkta- kerfið miði því einna helst að því að ná til síbrotamanna í umferðinni svo og til ungra ökumanna. Öku- menn á aldrinum 17 til 24 ára em taldir valda nærri helmingi allra umferðarslysa. Hægt að gera athugasemdir Við samræmingu á sektarinn- heimtunni verður einnig sú breyt- ing að greiði menn sekt sína innan 30 daga frá tilkynningu er veittur 25% afsláttur. Sé sekt ekki greidd á þeim tíma fær kærði eina áminn- ingu en síðan verður máh vísað til dómstóla. Færist afgreiðsla máls með þeim hætti á sakavottorð kærða. Vilji menn koma á framfæri ___________DÆMI UM___________ VIÐURLÖG VIÐ UMFERÐARLAGABROTUM Akstur gegn rauðu Ijósi Sekt: 4-11 þús. kr. Umferðarpunktar: 4 “ Stöðvunarskylda ekki virt Sekt: 5-11 þús. kr. Umferðarpunktar: 3 Öryggisbelti ekki notuð Sekt: 3-4 þús. kr. Umferðarpunktar: 1 Hraðakstur Hámarkshraði 50 km/klst. Ekið á allt að 91 km/klst. Sekt: 7-12 þús. kr. Umferðarpunktar: 1-3 - Ekið á 92-101 km/klst. Ekið hraðar en á 102 km/klst. Sekt: 16 þús. kr. Sekt: 16-60 þús.kr. Umferðarpunktan 4 Svipting «1-12 mánuði athugasemdum vegna sektar verða þeir að snúa sér til lögreglunnar áður en áðurgreindur frestur er liðinn. Með reglugerðinni er viðauki þar sem tilgreint er hversu margir punktar falla á ökumenn fyrir hin ýmsu brot. Þannig eru alvarleg- ustu brotin talin akstur á rauðu ljósi og þegar ekið er á meira en 41 km hraða yfir leyfilegum ______ hámarkshraða en fyrir 25% í búnaður ekki notaður þegar skylt er. Þegar er farið að vinna eftir kerfinu og kom fram á fundinum að fyrsti ökumaðurinn sem braut af sér notaði ekki öryggisbelti og fékk hann einn punkt fyrir. Þá hef- ur einn ökumaður strax fengið sjö punkta. Ekki er hætta á að punkt- ar „týnist“ eða „gleymist" þar sem -------- skráningin og sektar- íláttur meðferðin fer öll fram það eru 4 punktar. Oku- Sg greitt innan hjá ríkislögreglustjóra. menn fá þrjá punkta fyr- 3q jaqa Umferðarráð, ríkislög- ir að aka framúr þar ■ reglustjóri og Vegagerð- sem það er bannað og fyrir að aka 31 til 40 km yfir leyfi- legum hámarkshraða og einn punktur fæst með því að aka á röngum vegarhelmingi, ef ekki er virtur almennur forgangur um- ferðar, þ.e. hægri reglan, ef öku- ljós eru ekki tendruð, ef skráning- armerki vantar og sé öryggisbelti eða annar öryggis- eða vemdar- in hafa gefíð út bækling með ýmsum hagnýtum upplýsing- um fyrir ökumenn og verður hann sendur bíleigendum á næstunni með greiðsluseðli fyrir bifreiða- gjöldum. Er þar gi-eint frá nýjung- um í umferðarlöggæslu, svo sem hraðamyndavélum, myndavélum við umferðarljós, öndunarsýna- mælum og punktakerfinu. Skilyrði Norðmanna fyrir veitingu veiðileyfís Tekið upp í við- ræðum við Noreg Samkeppnisstofnun um auglýsingu Happdrættis Háskóla fslands Framsetningin villandi í skilningi samkeppnislaga HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir að í viðræðum íslands og Noregs um fiskveiði- mál muni íslendingar vilja ræða þau skilyrði, sem norsk stjórn- völd setja um að erlend skip fái ekki veiðileyfí í norskri lögsögu, hafi þau áður tekið þátt í óheft- um veiðum á alþjóðlegu haf- svæði úr stofni, sem lýtur norskri fiskveiðistjórn. Norsk stjórnvöld hafa neitað togaranum Sverri Ólafssyni, sem verið hefur í eigu færeyska fyrirtækisins Arnbæk, um veiði- leyfi í norskri lögsögu. Skipið hét áður Stakfell og var í eigu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, en Hraðfrystistöðin á hlut í Arnbæk. A meðan skipið var undir íslenzkum fána veiddi það m.a. í Smugunni í Barentshafi. Kaup Arnbæk á skipinu hafa nú gengið til baka vegna þessa máls. Færeyska landstjórnin hefur mótmælt þessari málsmeðferð Norðmanna. Halldór Ásgríms- son segir að formlega séð sé málið á milli Færeyja og Noregs og snerti fiskveiðisamning land- anna. „Okkur finnst hins vegar í fyrsta lagi að þetta sé skilyrði, sem gangi ekki upp. Við skiljum ekki hvað norsk stjómvöld eru að fara,“ segir Halldór. „í öðra lagi sýnist okkur að verið sé að mismuna aðilum. Aðrar reglur virðast gilda um skip, sem keypt eru frá Islandi til Noregs, en um skip, sem keypt eru frá íslandi til Færeyja." „Gróf mismunun" Fram hefur komið að tvö ís- lenzk skip, Bliki frá Dalvík og Geiri Péturs frá Húsavík, vora seld til Noregs á síðasta ári. Bæði höfðu veitt í Smugunni en hafa nú fengið veiðileyfi í norskri Iögsögu. „Okkur sýnist að hér sé um grófa mismunun að ræða,“ segir Halldór. Hann segir að ýmis ágrein- ingsmál séu í samskiptum ís- lands og Noregs á sviði fisk- veiða. „Það hefur verið ætlunin að funda til að koma á betri reglum í þessum samskiptum. Þetta verður áreiðanlega eitt af þeim málum, sem tekin verða upp í því sambandi, en formlega er málið á milli Noregs og Færeyja," segir utanríkisráð- herra. SAMKEPPNISSTOFNUN telur að framsetning auglýsingar Happ- drættis Háskóla íslands, sem birt- ist í Morgunblaðinu 9. janúar síð- astliðinn ásamt leiðréttingu 10. janúar, sé villandi í skilningi sam- keppnislaga og í henni sé gerður ósanngjarn samanburður á vinn- ingum hjá HHÍ og Vöruhappdrætti SIBS. Hefur Samkeppnisstofnun farið þess á leit við Happdrætti Háskóla Islands að auglýsingunni verði breytt ef til standi að birta hana aftur, en annar megi búast við að málið verði lagt fyrir sam- keppnisráð. Niðurstaða Samkeppnisstofnun- ar kemur í kjölfar kvörtunar frá auglýsingastofunni Hér og nú sem annast auglýsingar fyrir Vöru- happdrætti SÍBS. Samkeppnis- stofnun hefur einnig borist kæra frá Happdrætti Háskóla íslánds vegna auglýsingar sem birtist á vegum Vöruhappdrættis SÍBS í Morgunblaðinu 6. janúar, sem HHI telur fela í sér bein ósannindi auk villandi framsetningar um happdrætti, en niðurstaða Sam- keppnisstofnunar liggur ekki fyrir í því máli. Happdrættunum til skammar Helga Ingimundardóttir, fram- kvæmdastjóri Vöruhappdrættis SÍBS, sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér þætti skömm að því fyrir happdrættin að auglýsinga- mál þeirra væru komin á þetta stig og hún harmaði það. Hún sagði að auglýsing HHÍ hefði bæði verið röng og mjög ruddaleg og langt fyrir neðan virð- ingu happdrættisins. Hún sagði að sér væri ekki kunnugt um að í aug- lýsingu fyrir Vöruhappdrætti SIBS hefðu verið ósannindi eða villandi framsetning, en ef svo væri þá harmaði hún það. „Mér finnst mjög leiðinlegt að þessi mál skuli ná að gjósa upp um flest áramót og mér finnst þetta vera happdrættunum til skammar. Við erum að vinna að velferðarmál- um þjóðarinnar og eigum að standa saman en ekki að standa í svona baráttu. Þetta eru tvö mjög ólík happdrætti og þau eiga að geta starfað hlið við hlið,“ sagði Helga. Hálfgerður stormur í vatnsglasi Ragnar Ingimarsson, fram- kvæmdastjóri Happdrættis Há- skóla íslands, sagði að mál þetta væri að sínu mati hálfgerður stormur í vatnsglasi, og í auglýs- ingunum væri ekki verið að nota sömu hugtökin. Hann sagði að það hefði ekki verið ætlun HHÍ að setja fram neina kæru vegna aug- lýsingarinnar fyrir Vöruhapp- drætti SÍBS, heldur einungis birta samanburð á milljónavinningum þannig að fólk gæti séð hvernig þeim væri háttað. „Þegar þetta síðan heldur áfram af þeirra hálfu er þetta einhvers konar þráhyggja, og þá auðvitað verðum við að láta sama aðilann fjalla um þetta,“ sagði Ragnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.