Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 11 FRÉTTIR Lögreglan með umferðarátak í janúar Ahersla lögð á ökuhraða og öryggisbelti LÖGREGLULIÐ á Suðvestur- landi munu á tímabilinu frá 13. til 19. janúar nk. standa fyrir sameig- inlegu átaki í umferðarmálum. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á notkun öryggisbelta, öku- Sigurður Grétar Helgason Nýr prest- ur á Sel- tjarnarnesi SIGURÐUR Grétar Helgason guð- fræðingur hlaut flest atkvæði í prestskosningu í Seltjarnarnes- prestakalli sem fram fór á sunnudag og verður því ráðinn prestur þar. Hann tekur við af séra Hildi Sig- urðardóttur sem lætur af starfl vegna búferlaflutninga. Sóknar- prestur í prestakallinu er Solveig Lára Guðmundsdóttir. Gert er ráð fyrir því að Sigurður verði vígður til prests í byrjun febrúar og settur í embættið skömmu síðar. Þrír umsækjendur voru um emb- ættið. Auk Sigurðar voru það séra Yrsa Þórðardóttir fræðslufulltrúi kirkjunnar á Austurlandi og Olafur Þórisson guðfræðingur. Ellefu sókn- arnefndai’menn sátu kjörfundinn á sunnudag og hlaut Sigurður 6 at- kvæði en Yrsa 5. Sigurður Grétar er fæddur í Reykjavík árið 1968 og útskrifaðist sem guðfræðingur frá Háskóla Is- lands í febrúar 1996. Hann er kvænt- ur Ragnheiði Ásgrímsdóttur við- skiptafræðingi hjá Marel og á einn son, þriggja ára. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Farsíma- mastur á Strandarheiði Á VEGUM íslenska farsímafé- lagsins er verið að reisa rúmlega 50 metra hátt farsímamastur við Litla-Hrafnhól á Strandarheiði. hraða og ástand hjólbarða öku- tækja. Athugun lögreglu hefur sýnt að töluverður misbrestur er á notkun öryggisbelta þrátt fyrir að þau hafi margsannað gildi sitt sem öryggis- tæki og hafi ítrekað bjargað mannslífum. Meðal annars er mis- brestur á því að ung böm séu spennt í bílstóla og munu lögreglu- menn fylgjast með þessum atriðum í nágrenni við leikskóla, barna- heimili og skóla. Lausleg könnun lögreglu hefur sýnt að á bilinu 65 til 80% ökumanna virða lagareglur um notkun bílbelta en aðrir ekki. Sekt fyrir það að nota ekki ör- yggisbelti er frá 3000 til 4000 krón- ur og reiknast sem einn punktur á ökuferil viðkomandi ökumanns. Svipting réttinda við 12 punkta Ökumaður, sem virðir ekki regl- ur um leyfðan hámarkshraða, hlýt- ur punkta í ökuferilskrá sína í sam- ræmi við hraða sinn. Þannig fær ökumaður sem ekur á yfir 100 km hraða/klst á götu sem hefur 60 km hámarkshraða 4 punkta auk svipt- ingar ökuréttinda í 1 mánuð og um 20 þúsund króna sektar. Sekt eykst og svipting lengist samfara auknum hraða ökumanns. Ökumaður sem hefur hlotið sam- tals 12 punkta á ökuferil sinn skal sviptur ökuréttindum í 3 mánuði og þeir sem hafa bráðabirgðaökuskír- teini verða sviptir ökuréttindum er þeir hafa fengið 7 punkta. Engin ís- lensku 737 þotn- anna í bráða- skoðun ENGIN Boeing 737 þota í notkun hjá íslensku flugfélög- unum er framleidd eftir 20. september 1995 og því ekki þörf sérstakrar bráðaskoðun- ar á þeim. Boeing verksmiðj- urnar hafa fyrirskipað bráða- skoðun á 737-300/400 og 500 gerðunum sem framleiddar eru eftir áðurgreindan tíma í framhaldi af því er nýleg þota SilkAir fórst. Hjá Flugleiðum eru í notk- un Boeing 737-400 farþegavél- ar framleiddar árin 1989 og 1991 og 737-300 þota sem bæði er notuð til farþega- og fraktflugs en hún er frá árinu 1987. Hjá íslandsflugi er sömuleiðis í notkun 737-300 þota í fraktflugi sem er tveggja áratuga gömul og hjá flugfélaginu Atlanta eru slíkar þotur bæði í farþega- og frakt- flugi. Þær eru allar milli 10 og 20 ára. Engin þessara véla ís- lensku flugfélaganna fellur þvi undir kröfu um bráðaskoðun. Jarðskjálfti skammt norðan Sauðárkróks JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 2,6 á Richter, varð skammt fyrir norð- an Sauðárkrók laust fyrir kl. 7 í gærmorgun. Upptök hans voru á Reykjaströnd, 8-10 km fyrir norðan bæinn. Urðu menn á Sauðárkróki skjálftans varir en sjaldgæft er að jarðskjálftar verði á þessum slóð- um, þó að stórir skjálftar séu ekki óalgengir úti fyrir mynni Skaga- fjarðar, skv. upplýsingum Steinunn- ar Jakobsdóttur jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni. Engin skjálftavirkni fylgdi í kjölfar skjálftans. Jarðskjálftahrina varð á virku umbrotasvæði við Grímsey um helgina og stóð frá laugardags- kvöldi og fram á sunnudagskvöld. Upptökin voru 15 km austan við Grímsey. Styi’kleiki flestra skjálft- anna var á bilinu 2-3 á Richter, en sá stærsti sem varð á áttunda tím- anum á sunnudagskvöldið mældist 3,5 á Richter. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði Samþykkt um brottvikningu dregin til baka STJÓRN Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði hefur sent bæjarfulltrúunum fjórum, sem vísað var úr félaginu í apríl á síð- asta ári, bréf þess efnis að stjórn- in dragi til baka samþykkt sína frá 22. apríl 1997, þar sem stjórn- in framfylgdi samþykkt félags- fundar frá 21. apn'l um brottvikn- ingu bæjaifulltráanna úr félaginu. I bréfinu, sem er dagsett 9. janúar, segir að með þessu vonist stjórnin til að hægt verði að ná sáttum meðal sjálfstæðismanna í Hveragerði og að fyrri samþykkt- ir félagsins verði virtar af bæjar- fulltrúunum fjórum. „Þeir eru að draga til baka eina samþykkt fé- lagsfundar en heimta að aðrar verði virtar,“ segh’ Gísli Páll Páls- son, einn fjórmenninganna og forseti bæjarstjórnai’ í Hvera- gerði. Hann segir að með bréfinu hafi fylgt fundarboð á aðalfund sjálf- stæðisfélagsins Ingólfs á fímmtu- dag. „Eg mun ekki mæta á þann fund, við erum með okkar félag og okkar framboðslista," segir hann og kveðst ætla að bíða átekta og sjá hvað gerist á fund- inum, þar hljóti bréfið að verða tekið fyrir og staðfest eða því hafnað. Björn S. Pálsson, formaður Ingólfs, kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Jóhann G. Bergþórsson Leikreglur samstarfssamn- ings brotnar JÓHANN G. Bergþórsson, annar tveggja sjálfstæðismanna í meiri- hlutanum í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar, segir að leikreglur sam- starfssamnings meirihlutans hafi verið brotnar við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar í síðustu viku. Tryggvi Harðarson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokks, greiddi atkvæði með minnihlutanum gegn tillögum meirihlutans um framlög til hús- næðis fyrir bókasafn og Valgerður Gunnarsdóttir sat tvívegis hjá við atkvæðagreiðslur um þessi mál. Jóhann lét við þetta tækifæri bóka að hann teldi forsendur sam- starfssamningsins brostnar. Hann segir að ef oddviti samstarfsins, Ingvar Viktorsson, sjái til þess að þetta komi ekki aftur fyrir, haldi samstarfið áfram, en að öðrum kosti ljúki því. „Það liggur fyrir samstarfs- samningur og þar eru ákveðnar leikreglur um það hvernig menn eiga að hegða sér,“ segir Jóhann. Hann segir að vegna þess að meiri- hlutinn sé rúmur geti einn bæjar- fulltrúi meirihlutans fengið að leika lausum hala, en samþykktir þær sem oddvitinn og bæjarstjórinn standa fyrir þurfi að ganga upp. „Við Ellert [Borgar Þorvaldsson] höfum virt okkar samninga 100% allan samstarfstímann eins og við gerðum í fyn-a samstarfi við Al- þýðubandalagið. Við ætlumst til þess að hinn aðilinn geri það sama.“ Fulllrúaráðsfundur Vörður — Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík heldur fulltrúaráðsfund í Ársal Hótels Sögu (gengið inn norðanmegin) miðvikudaginn 14. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ákvörðun um skipan framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík við borgarstjórnar- kosningarnar í vor. 2. Ræða. Árni Sigfússon, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.