Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Innlán sparisjóða jukust mest Deilt um eign- arhald Lyfja- búða ehf. SPARISJÓÐIRNIR voru með hlutfallslega mun meiri aukningu innlána og verðbréfaútgáfu á árinu 1997 en viðskiptabankamir þrír, eins og oftast áður á undanfomum áram. Jukust innlán sparisjóðanna í heild um liðlega 20% og að með- talinni verðbréfaútgáfu nam aukn- ingin tæplega 22%. A sama tíma jók Landsbankinn hins vegar inn- lán og verðbréfaútgáfu um 8%, Is- landsbanld að meðtöldum Verslun- arlánasjóði var með tæplega 3% aukningu og Búnaðarbankinn með 17% aukningu. Þetta sést nánar á meðfylgjandi yfirliti, þar sem sundurliðuð er þróun innlána og verðbréfaútgáfu hjá einstökum stofnunum. Vekur þar sérstaka athygli að umsvif þriggja stærstu sparisjóðanna hafa aukist verulega á árinu 1997 eða um liðlega 30%. Hlutfallslega mest aukning hefur orðið hjá Sparisjóði Homafjarðar og nágrennis eða tæplega 42%. Sumir minni spari- sjóðir eiga hins vegar undir högg að sækja í þessum efnum og hafa mátt þola samdrátt eða stöðnun innlána. í heild era sparisjóðirnir nú orðnir umsvifameiri á þennan mælikvarða heldur en bæði Is- landsbanki og Búnaðarbanki. Islandsbanki sem var með mestu innlánsaukninguna árið 1996 birtir að þessu sinni óvenjulega lágar töl- ur um aukningu innlána og verð- bréfaútgáfu í heild eða tæplega 3%. Bæði bankinn sjálfur og Verslun- arlánasjóður hafa dregið verulega saman seglin í verðbréfaútgáfu. Segir ekki alla söguna Þróun innlána og verðbréfaút- gáfu segir þó ekki alla söguna um umsvif banka og sparisjóða, því þessar stofnanir afla sér einnig ráðstöfunarfjár með erlendum lán- tökum. Má t.d. nefna að erlend lán Búnaðarbankans tvöfölduðust á síðasta ári frá árinu 1996. Innlán banka og sparisjóða 1997 L Innlán 31.12.97 % Breyting 1997 Veröbr.- útgáfa 31.12.97 % Breyting 1997 Heildar- innlán 31.12.97 % Breyting .1997 Landsbanki milliónir króna Jínw* mím 16452 23M m&m mmmm íslandsbanki 43.329 10,7 4.688 -24,6 48.017 5,8 Verslunarlánasióður 3.270 -28,6 .3.270 ■28,6 islandsbanki samtals 43.329 51,287 2,7 Búnaðarbanki ■MlL 105^0 44.698 mmlm Í5 W W ■MM Soarisi. Revkiayíkur og. nágr. 10.948 29,1 3.304 35,9 14.252 HI Sparisj. Hafnarfjaröar 5.790 24,0 2.408 49,6 8.198 30,5 Sparisj. vélstjóra 5.936 28,0 1.904 38,7 7.840 30.5 Sparisi. i Keflavík 5.536 13,8 1.636 17,0 7.172 14,5 Sparisi. Mýrasvslu 2.172 9,5 868 25,7 3.039 13,7 Sparisj. Kópavogs 2.004 19,1 853 29,3 2.857 22,0 Sparisi. Vestmannaevia 990 7,4 648 14,6 1.638 10,2 Sparisi. Bolunqarvíkur 1.043 21,9 443 9,7 1.486 18,0 Soarisi. Ólafsfiarðar 840 20,9 582 ■11,8 1.422 ... 5,0 Sparisj. V-Húnavatnssýslu 1.030 12,3 162 8,1 1.192 11,7 Sparisi. Svarfdæla 890 5,1 101 -2,2 991 4,3 Sparisj. Siglufjarðar 898 16,8 2 100,0 900 17,1 Sparisi. Norölendinqa 827 9,7 1 0,0 827 9,6 Sparisi. S-Þinqeyinqa 776 10,5 0 0,0 776 10,5 Evrasparisióður 476 ■1,3 272 0,7 748 -0,6 Sparisi. Norðfjarðar 630 119.j 16 -24.1 646 10,6 Sparisi. Hornafiarðar oo náor 566 41,7 0 0.0 566 41,7 Sparisi. Þórshafnar oo náar. 411 24,5 40 -49,2 450 10,5 Sparisi. Ólafsvíkur 319 4,9 47 0,4 366 4,3 Sparisi. Þinqevrarhrepps 342 ] 18,2 0 0,0 342 18,2 Sparisi. Önundarfiarðar 317 1,5 16 190,2 333 4,8 Sparisj. Súöavíkur 241 5,8 0_ 0,0 241 5,8 Sparisi. Höföhverfinqa 225 ■7,3 o,o 225 -9,2 Sparisi. Hrútfirðinoa 127 4,8 22 8,1 149 5A Sparisi. Strandamanna 137 -1,3 0 0,0 137 ■1,3 Soarisi. Árneshrepps 39 ■12,9 0,0 39 ■12,9 Sparisi. Hólahreoos 12 9,4 0.0 12 9,4 Sparisjóðir samtals: 43.522 20,1 13.324 27,0 56.846 21,6 mamsmm maðss I Lögbanni á með- ferð hlutafjár synjað hjá sýslumanni DEILUR hafa risið um eignarhald og yfimáð yfir Lyfjabúðum ehf. sem reka lyfjaverslanir á höfuð- borgarsvæðinu í tengslum við Bón- us sf. Kröfðust tveir hluthafar lög- banns á að framkvæmdastjóri Lyfjabúða ehf., Guðmundur Reykjalín, Haraldur Jóhannesson og Jóhannes Jónsson í Bónus gætu nýtt sér atkvæðisrétt í krafti hluta- bréfa sem aðrir ættu, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarps- ins í gær. Sýslumaðurinn í Reykja- vík synjaði lögbannsbeiðninnar og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins munu deiluaðilar funda í dag og freista þess að ná sáttum í málinu. Lyfjabúðir ehf. vora settar á fót á miðju ári 1996 og reka í dag fjór- ar verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Stofnendur fyrirtækisins vora þeir Almar Grímsson, apótekari í Hafn- arfirði, Bessi Gíslason, lyfjafræð- ingur, Guðmundur Reykjalín, framkvæmdastjóri, Jóhannes Jóns- son í Bónus og Haraldur Jóhanns- son, framkvæmdastjóri. Gerir tilkall til hlutafjár sem framkvæmdastjóri fer með Samkvæmt fréttum Útvarps vora gerðarbeiðendur þeir Almar og Bessi, auk Þórs Sigþórssonar, forstjóra Lyfjaverslunar Islands, en Þór gerir tilkall til þeirra bréfa sem framkvæmdastjóri Lyfjabúða ehf. fer með. I lögbannsbeiðninni segir að gerðarbeiðendur telji að ekki orki tvímælis að þeir Guð- mundur, Haraldur og Jóhannes freisti þess að sölsa, á ólögmætan hátt, undir sig félagið sem sé í meirihlutaeigu gerðarbeiðenda. Brýnt sé því að þeir nái sem fyrst aftur yfirráðum í félaginu í sam- ræmi við meirihlutaeign sína. Sem fyrr segir hafnaði sýslumannsemb- ættið lögbannsbeiðninni á föstudag. Þeir málsaðilar sem Morgun- blaðið náði tali af í gær neituðu all- ir að tjá sig um málið en staðfestu þó að þessar deilur hefðu risið. Málið væri hins vegar á afar við- kvæmu stigi og leitað væri sátta milli deiluaðila en samkvæmt upp- lýsingum blaðsins munu deiluaðilar hittast í dag. Gjaldeyrisforðinn minnkar GJALDEYRISFORÐI Seðla- bankans íýmaði um rúmlega 900 milljónir króna í desembermánuði og nam í lok ársins 28 milljörðum. Var gjaldeyrisforðinn um þremur milljörðum minni en í árslok 1996. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum lækk- aði í desember um rámlega 200 milljónir og nam 15,8 milljörðum í lok mánaðarins. Eign bankans í spariskírteinum ríkissjóðs jókst um tæplega 100 milljónir og ríkisbréfa- eignin um rámlega 100 milljónir. Ríkisvíxlaeign lækkaði um 400 milljónir og nam í mánaðarlok um 2,8 milljörðum. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir jukust um 3,8 milljarða í desember, en nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir’lækk- uðu um rámlega 500 milljónir og námu 6,4 milljörðum í árslok 1997. Gengi íslensku krónunnar mælt með vísitölu gengisskráningar hækkaði í desember um 0,1% og nam hækkun á genginu frá ársbyrj- un til ársloka 1,4%. Brimborg sendir Innkaupastofnun erindi vegna kaupa á strætisvögnum fyrir SVR Telur vagnana ekki standast útboðslýsingu Morgunblaðið/Golli SCANIA lággólfsvagn sem Strætisvagnar Reykjavíkur hafa nýlega tekið í notkun. BRIMBORG hf. hefur óskað eftir því við Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar að fá afrit af samningi sem gerður var við Heklu hf. um kaup á nýjum strætisvögnum af Scania-gerð. Telur fyrirtækið að vagnamir uppfylli ekki að fullu þær útboðslýsingar sem Innkaupa- stofnun hafi lagt fram. Skrifstofu- stjóri Innkaupastofnunar segir hins vegar að farið hafi verið að út- boðsreglum í einu og öllu. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir að í um- ræddu útboði sé um nokkur túlk- unaratriði að ræða en hvað vélar- stærð liðvagnsins varði sé enginn vafi á því að sá vagn sem keyptur hafi verið uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar hafi verið. „Vélarafl átti að lágmarki að vera 200 kw en Scania-vagninn er hins vegar skráður sem 191 kw. Þá var talað um að ályfirbygging væri æskileg eða þá annað ryðfrítt efni. Það var hins vegar ekkert metið okkur í hag að við skyldum bjóða ál, en vagninn sem fyrir valinu varð er hins vegar úr stáli. Það hefur verið gerð sú krafa um að vagnar SVR séu úr áli sl. 20-30 ár. Þá er Scania-vagninn u.þ.b. 600 kg þyngri þar sem hann er úr stáli. Liðvagninn sem við buðum var um 1,5 milljónum króna dýrari en Scania-vagninn en það er ekki furða þar sem hinn síðamefndi var úr stáli sem er ódýrara og með minni vélar.“ Egill segir að þá hafi Brimborg einnig rekið sig á að lággólfsvagn sá sem afhentur hafi verið núna sé aðeins sýningarvagn, en fram- leiðsla vagnanna hefjist ekki fyrr en í vor. Segir hann útboðsgögn hafa miðast við afhendingu í des- ember og því hafi Brimborg ekki getað boðið þá útfærslu sem óskað hafi verið eftir, þar sem þessir vagnar fari einnig í framleiðslu hjá Volvo í vor. „Ef við hefðum hins vegar vitað að heimilt væri að af- henda fyrst sýningarvagn sem þennan til bráðabrigða þá hefðum við getað boðið þennan vagn í út- boðinu.“ Vilja láta reyna á útboðslýsingu Egill segist geta nefnt fjölda dæma þar sem vikið hafi verið frá útboðslýsingu í þeim tilboðum sem tekið hafi verið. Segir hann þetta vera bagalegt þar sem það skapi óvissu meðal þeirra sem séu að bjóða í verkið. „Við höfum lent í því að það hafí verið gengið fram hjá okkur þrátt fyrir að við væram með lægsta verðið. I einu tilfelli tók Reykjavík- urborg tilboði í vörabifreið sem var 1 milljón króna dýrari en sú sem við buðum á þeim forsendum að hún væri með sjálfvirkri smurn- ingu en um það var ekki beðið í út- boðslýsingu. í öðru tilfelli var það rökstutt að hitt tilboðið hefði verið svo litlu hærra en okkar og þess vegna hafi því verið tekið. Við vilj- um því fá prófmál á það hvort þessi útboð skipti einhverju máli eða hvort hægt sé að bjóða eitthvað sem sé næstum því það sem beðið sé um,“ segir Egill. Farið eftir settum reglum Marínó G. Njálsson, skrifstofu- stjóri hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, segir að hvergi hafi verið vildð frá settum reglum í þessu útboði. „Við teljum okkur hafa farið eftir útboðsregl- um í hvívetna. Þetta mál var af- greitt hjá borgarráði síðastliðið vor og er þetta í fyrsta sinn sem við heyram nokkuð frá Brimborg vegna þess. Við fengum fyrst bréf frá þeim í [gærjmorgun þar sem farið er fram á að fá að skoða þann samning sem gerður var við þann aðila sem skipt var við, sem í þessu tilfelli er Hekla hf. Þetta bréf barst beint inn á stjómarfund hjá okkur og málið er núna í athugun. Það liggur hins vegar fyrir að Brim- borg hafði aðgang að öllum gögn- um í vor þegar gengið var frá mál- inu,“ segir Marínó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.