Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 4
I 4 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUÁR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Styrkveitingar Tillaga í skipulagsnefnd um breytingu á Suðurgötu Samkeppnisstofnun um styrki til innanlandsflugs * Morgunblaðið/Golli GANGSTÉTTIN meðfram kirkjugarðinum þykir hættuleg með tilliti til þess hve umferð um götuna er hröð. Göngustígur verði færður inn í kirkjugarðinn GUÐRÚN Jónsdóttir, borgarfiill- trúi R-listans, hefur lagt fram til- lögu í Skipulags- og umferðar- nefnd Reykjavíkurborgar um að óskað verði eftír viðræðum við sljórn Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæmis um að færa göngu- stíginn, sem liggur meðfram Suð- urgötu frá Kirlqugarðsstíg að Hr- ingbraut, inn í kirlqugarðinn við Suðurgötu. í greinargerð með tillögunni segir að aðbúnaður fyrir gang- andi vegfarendur sé slæmur á þessari leið, gangstéttin slitrótt og víða mjó austan götunnar og ekki í samræmi við mikilvægi leiðarinnar. „Með því að flytja gönguleiðina eins og tíllagan gerir ráð fyrir, útfæra hana vel, m.a. hvað snertir lýsingu, myndi þessi gönguleið verða þægilegri og áhugaverðari en hún er nú,“ segir í greinar- gerðinni. Tekið er fram að hafa þurfi samráð við alla hlutaðeigandi um málið og tryggja að friðhelgi garðsins raskist ekki. Verður skoðað með vinsemd „Ég held að þetta þurfi að skoðast mjög vandlega, til dæmis í Ijósi reynslunnar af göngustígn- um um austanverðan Fossvogs- kirkjugarðinn sem mikil óánægja var með,“ segir Þórsteinn Ragn- arsson, forsljóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. „Það er ekki því að neita að eftir því sem garðarnir eru eldri er þetta meiri möguleiki. Þessi tillaga verður skoðuð með vin- semd og ég útiloka þetta alls ekki. Víða erlendis eru eldri kirkjugarðar opnaðir með þess- um hættí. verða skoðaðar „MÉR finnst ekki ólíklegt að við tökum málið til skoðunar," sagði Guðmundui- Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, aðspurður hvort stofn- unin myndi skoða styrkveitingar ríkisins til nokkurra áfangastaða í innanlandsflugi. Guðmundur sagði spumingu um hvort úthlutun styrkja sem þessara væri í samræmi við Evrópureglur sem giltu nú hér eftir að innan- landsílug var gefið frjálst. Hann sagði fyrst og fremst ástæðu til að kanna hvaða form væri á styrkveit- ingunum og hvort útboð væri nauð- synlegt. „Mér finnst að það verði að skoða þessi mál í stærra samhengi því það eru fleiri staðir en Raufarhöfn, Grímsey og Gjögur sem þurfa á ör- uggum flugsamgöngum að halda,“ sagði Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, að- spurður um hvort fyrirtækið myndi sælqa um að sinna flugi milli Akur- eyrar og Raufarhafnar sem nú verður styrkt en Flugfélag Islands mun sinna. Rúmar 14 milljónir í styrki Ómar nefndi í þessu samhengi staði eins og Hólmavík, Patreks- fjörð, Neskaupstað og flugleiðina milli Hafnar og Egilsstaða. „Þannig eru margar flugleiðir sem ástæða væri til að styrkja," segir Ómar og telur að skoða eigi þessi mál saman, ákveða hugsanlegar styrkveitingar og kröfur um flug eða skilyrði og að eðlilegast væri að bjóða síðan flugið út. Auk Raufarhafnarflugsins, sem styrkt er um 3,4 milljónir króna, er flug milli Reykjavíkur og Gjögurs styrkt um 3,8 milljónir króna og flug milli Akureyrar og Grímseyjar. Þar er annars vegar um að ræða 1.900 þúsund króna styrk til að halda uppi sjúkraflugi og 1.500 þús- und krónur vegna almenns flugs og eni þessar síðastnefndu tölur frá síðasta ári. Flugfélag íslands ann- ast flugið og fer tvær til þrjár ferðir í viku eftir árstíma. Alls er flug á innanlandsleiðum því styrkt um 14,4 milljónir króna. Útboð eðlilegt segir fram- kvæmdasljóri FÍ Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, telur einnig eðlilegast, eins og Ómar Benediktsson, að flug með þessum styrkjum yrði boðið út, það væri í samræmi við reglur ESB enda ættu erlendir aðilar að geta boðið í slíkt flug hérlendis. Þannig hefði til dæmis Flugfélag Islands fengið út- boðsgögn vegna flugs í Norðm-- Noregi á síðasta ári. íslandsflug annast flugið milli Reykjavíkur og Gjögurs og segir Ómar styrkinn hafa numið 1.400 þúsund krónum á síðasta ári og hafi verið milljóna taprekstur af fluginu með þeim styrk miðað við tvær ferðir í viku. Félagið sótti um sex milljónir fyrir þetta ár og lagði fyrir ráðuneytið nákvæma kostnaðar- áætlun en fær 3,8. Segir hann aðal- flutningana vera frakt og hefur flugið verið annast á Dornier-vélum íslandsflugs. 20-30% aukning í Kanaríferðum ÚTLIT er fyrir að farþegar með Flugleiðum til Kanaríeyja í vetrar- ferðum verði 30% fleiri en síðast- liðinn vetur. Með leiguflugi á veg- um ferðaskrifstofunnar Heims- ferða fara að öllum líkindum fimmtungi fleiri en í fyrra. Á fimmta þúsund manns fara til Kanaríeyja með Flugleiðum og hátt í þrjú þúsund með leiguflugi Heimsferða ef að líkum lætur. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að fjölgunin skýrist meðal annars með því að verð á ferðum sé um 10% lægra en í fyrra og að tíðni ferðanna sé meiri. „Það er mikið af peningum í um- ferð, við finnum það á öllu,“ segir Goði Sveinsson, sölu- og markaðs- stjóri ferðaskrifstofunnar Urvals- Utsýnar. „Eg held að helsta skýr- ingin á aukningunni sé sú að yngra fólk, bæði fjölskyldufólk og ung pör, sé farið að sælqa meira til Kanaríeyja en áður.“ Hringdu núna þ# heP^ HAPPDRÆTTI 0#MI HÁSKÓLA ISLANDS OUU OOll vænlegast til vinnings * Ný hreinsi- og dælustöð gangsett við Ananaust Hreinsun strandlengjunn- ar verði lokið árið 2000 NÝ hreinsi- og dælustöð við Ána- naust var gangsett í gær og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri að stöðin væri eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í hreinsun umhverfis hér á landi. Fram kom hjá borgarstjóra að enn ætti eftir að fjárfesta fyrir 2 milljarða vegna holræsafram- kvæmdanna og sagðist Ingibjörg gera ráð fyrir að holræsagjald myndi lækka verulega þegar fram- kvæmdum yrði lokið árið 2000. Ekki mætti þó gleyma rekstrar- kostnaði og viðhaldi stöðvanna en gert er ráð íyrir um 50 milljónum á ári vegna stöðvarinnar við Ána- naust og um 70 milljónum vegna stöðvarinnar sem reist verður við Héðinsgötu austan Laugarness. Borgarstjóri sagði að með tO- komu stöðvarinnar við Ánanaust væri hægt að nýta suður- og vest- urströnd borgarinnar til útivistar á ný. „Hér hefur verið safnað saman nánast öllu skólpi af höfuðborgar- svæðinu í hreinsistöðina, þar sem allt fast efni verður síað út en skólpinu verður veitt rúma 4 km í sjó fram, þar sem náttúran sjálf sér um að brjóta úrganginn endanlega niður. Eftir þetta verða íbúar ekki varir við neina mengun við suður- og vesturströnd borgarinnar.“ Áætlaður kostnaður við bygg- ingu stöðvarinnar er um 813 millj. auk kostnaðar við útrásir, sem er um 370 millj. Borgarstjóri sagði að á kjörtímabilinu hefði rúmlega 2,1 milljarði verið veitt til holræsa- framkvæmda og þar af greiða sam- starfsaðilar borgarinnar, Kópa- 1 4 Morgunblaðið/Ásdls INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gangsetti búnaðinn formlega í gær. vogsbær, Garðabær og Seltjarnar- nesbær um 200 milljónir. „Hreinsistöðin við Ánanaust er einn stærsti hlekkurinn í kerfinu en verkefninu er ekki lokið, því eftir er að fara í umfangsmiklar framkvæmdir við aðra eins hreinsistöð við Laugarnes og er stefnt að því að sú stöð verði gang- sett árið 2000 þegar Reykjavík verður menningarborg Evrópu því við ætlum okkur að leggja út af náttúrunni og því að Reykjavík sé vistvæn borg,“ sagði Ingibjörg. „Jafnframt vonumst við til að geta tekið í notkun dælustöð í Geldinga- nesi sem dælii’ skolpinu í stöðina í Laugarnesi en óvíst er hvort það tekst þar sem þrjú ár eru til stefnu.“ Fimm starfsmenn starfa við hreinsistöðina við Ánanaust og sjá þeir um rekstur á 15 dælu- stöðvum. Nauthólsvík verður baðstaður á ný Ingibjörg sagði að ákveðið hefði verið að endurheimta gamla bað- staðinn við Nauthólsvík og er á fjárhagsáætlun gert ráð fyrir um 5 milljónum til undirbúnings fram- kvæmda þar. Gert er ráð fyrir að á næsta kjörtímabili verði hægt að taka víkina í notkun sem sjóbaðsað- stöðu Reykvíkinga og verður heitu vatni hleypti í sjóinn, byggð bún- ingsaðstaða og sett upp salerni við göngustíginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.