Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ESPRIT - Upplýsingatækniáætlun Evrópu- sambandsins, kynningarfundur á Hótel Sögu 16. janúar frá kl. 9-11. ESPRIT - Upplýsingatækniáætlun ESB hefur nú verið aögengileg íslenskum aðilum síðan 1994 og hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hlotið styrki til að fjármagna verkefni sín. Nú fer hver að verða síðastur að senda inn umsókn og því hefur KER ákveðið að halda kynningarfund í Skála Hótel Sögu.föstudaginn 16. janúarfrá kl. 9.00-11.00. Dagskrá: Kl. 9.00 Helstu útlínur Upplýsingatækniáætlunar ESB, árangur íslands og nýjar áherslur í 5. rammaáætluninni, Snæbjörn Kristjánsson, RANNÍS, sem jafnframt er stjórnarnefndarfulltrúi íslands í ESPRIT. Kl. 9.30 Möguleikar lítilla og meðalstórra fyrirtækja á þátt- töku í verkefnum ESB og sjálfvirkni í framleiðslu- iðnaði, Oluf Nilesen starfsm. ESB. Kl. 10.00 Aðstoð og þjónusta við umsækjendur á vegum KER og IDEALFIT samstarfsnetsins, Sigurður Tómas Björgvinsson, KER. Kl. 10.20 Reynslan af þátttöku í ESPRIT verkefnum - umsóknarferli og samskiptin við ESB, Kristinn Andersen, Marel hf. Kl. 10.40 Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Elísabet Andrésdóttir alþjóðafulltrúi RANNÍS. Að fundi loknum (11.00-12.00) gefst fundargestum kostur á að fá persónulega ráðgjöf frá starfsmanni ESB og starfsfólki Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk KER hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans (Sími 525 4900) og RANNÍS (Sími 562 1320). Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna Nánari upplýsingar gefur Grímur í síma 525 4902 þriðjudag og miðvikudag 13. og14. janúar. NEYTENPUR Atvinnustarfsemi í fjölbýlishúsum Heimagisting og barna- gæsla uppspretta deilumála EKKI er óalgengt að fólk sé með at- vinnustarfsemi heima, til dæmis gistingu fyrir ferðamenn eða barna- gæslu. Sumir eru með starfsemi í bíl- skúrnum hjá sér, verkstæði eða við- gerðaþjónustu. Að sögn Söndru Baldvinsdóttur lögfræðings hjá Húseigendafélaginu er atvinnustarfsemi af þessu tagi al- gengt tilefni deilna í fjölbýhshúsum. „Meginreglan er sú að eigandinn á að geta hagnýtt eign sína og það sem henni fylgir á löglegan hátt án þess að spyrja aðra eigendur í húsinu leyfis. Hvergi er lagt blátt bann við að atvinnustarfsemi sé rekin í húsi sem ætlað er til íbúðar." Sandra segir að með fjöleignar- húsalögunum sem tóku gildi í janúar 1995 hafi athafnafrelsi íbúðareiganda verið settar þrengri skorður en áður. Réttur sameigenda meiri „Fyrir gildistöku laganna var rétt- ur eiganda gagnvart sameigendum ríkari en nú er dæminu snúið við og réttur sameigenda orðinn meiri. Núna þurfa eigendur samþykki allra í húsinu hyggist þeir hefja at- vinnustarfsemi í íbúð sinni sem kann að valda öðrum íbúum ónæði eða hafa í fór með sér verulega breyt- ingu. Annars þarf samþykki einfalds meirihluta ef breyting telst ekki veruleg. Ef ekki verður ónæði af starfseminni þarf ekki samþykki.“ Sandra bendir á að komið sé til móts við eiganda með því að hindra að sameigendur synji um samþykki á ómálefnalegum grundvelli. Þannig getur eigandi ekki sett sig á móti slíkri breytingu ef sýnt er að hún hefur ekki í för með sér neina röskun á lögmætum hagsmunum hans. - En hvaða úrræða geta þeir gripið til sem telja atvinnustarfsemi í húsinu óheimila? „Yfirleitt fellur atvinnustarfsemi undir opinbera löggjöf. Það þarf leyfi til að vera dagmóðir eða reka gisti- heimili fyrir ferðamenn. Þá er auð- veldast að snúa sér til yfirvalda og fá atvinnustarfsemi stöðvaða ef við- komandi hefur ekki tilskilin leyfi.“ Þá segir Sandra að hægt sé að höfða almennt einkamál án þess að á undan fari lögbann og krefjast stöðv- unar starfseminnar eða að úr ónæði verði dregið. Hún bendir á að einnig komi til greina að beita úrræðum sem felast í fjöleignarhúsalögum, þ.e. að leggja bann við dvöl eða bú- setu í húsinu og krefjast að eigandi selji íbúðina. „Aður en til slíkra að- gerða er gripið ber að skora á hinn brotlega að taka upp betri siði og vara hann við afleiðingum ef hann lætur sér ekki segjast." Algeng deilumál - Hvað með þá sem voru með starfsemi heima hjá sér fyrir gildis- töku fjöleignarhúsalaga? „Forgangssjónarmið hafa yfirleitt ekki þýðingu í þessu sambandi og skapa ekki aukinn rétt.“ - Koma svona deilumál inn á borð tO ykkar? „Já, atvinnustarfsemi af ýmsum toga í fjölbýlishúsum, eins og heimagisting og bamagæsla, veldur oft deilum milli nágranna. I hverju tilfelli fyrir sig þarf að skoða og meta aðstæður og hagsmuni þeirra sem hlut eiga að máli og finna viðunandi lausnir.“ - Hvað með atvinnustarfsemi í einbýlishúsum? „Um einbýlishúsin gilda aðrar reglur og þá eru það nábýlissjónar- mið sem gilda. Deilur vegna atvinnu- starfsemi í einbýlishúsum eru sjald- gæfari. Þess má geta að nefnd skipuð af umhverfisráðherra vinnur að samn- ingu grenndarlaga sem m.a. taka á málefnum einbýlishúsa í þessu efni. Er stefnt að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram á þessu þingi.“ Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! NYTT Dagatöl frá Nýjum víddum ► ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Nýjar víddir hefiir sett á markað úrval af dagatölum og kortum. Meðal þeirra er nýtt dagatal um íslenska fjárhundinn 1998 með ýmsum fróðleik um hundinn. Er það gefíð út í samvinnu við Hundaræktarfélag íslands, að því er segir í fréttatilkynningu. Af öðrum dagatölum má nefna Af Ijósakri 1998 með myndum eftir Hörð Daníelsson, ásamt ljóðræn- j um myndatexta á 6 tungumálum. Borðdagatalið ísland 1998 er með myndavali eftir 6 ljósmyndara. Allar helstu bóka- og minjagripaverslanir selja I vörur Nýrra vídda auk útgáfúfyrirtækisins sjálfs. Kristín Þorkelsdóttir hefúr umsjón með allri hönn- un á útgáfu Nýrra vídda. Ný tækni hjá Nýjum víddum við sérmerkingar hefur haft í för með sér verðlækkun og styttri af- greiðslutíma. Með tilkomu nýrra tækja geta Nýjar víddir sérmerkt fyrir viðskiptavini sína hvort heldur sem er í öllum litum eða með gyllingu. } Bjóðum þessa viku margar gerðir heimilistækja á mjög góðu verði. PFA F 'Ileimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Frystikistur Uppþvottavélar Kæliskápar Helluborð Saumavélar Bökunarofnar Þvottavélar Útsala á heimilistœkjum I I I )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.