Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
-+j
FÓLK í FRÉTTUM
Úr myndaalbúmi Ijósmyndara
• „ÞEGAR ég vann sem flug-
freyja hjá Atlanta flaug ég
með egypska kennara í leyfi
til Kairó í Egyptalandi. Ég
notaði tækifærið og tók mynd-
ir enda bar margt spennandi
fyrir augu - þótt það geti verið
hættulegt að vera of áberandi
sem ferðamaður.“
Leitar að augna-
blikinu sem kem-
ur aldrei aftur
• „MÉR FINNST þessi mynd sem tekin er í Ha-
vana skemmtileg vegna hreyfingarinnar sem er í
henni. Það er nefnilega svolítil óreiða á öllu í borg-
inni. En jafnframt er stöðugleiki því það breytist
ekkert. Borgin hefur litið eins út árum saman.“
Á NÆSTUNNI
verða nokkrir ís-
lenskir Ijósmyndar-
ar kynntir á síðum
blaðsins og sýna
þeir persónulegar
myndir úr safni
sínu. Charlotta Mar-
ía Hauksdóttir er 25
ára ljósmyndari sem
útskrifaðist úr
Istituto Europeo di
Design á Italíu í
fyrrasumar. Hún
tekur að sér ýmis
ljósmyndaverkefni
og einnig hefur hún
unnið sem flugfreyja
fyrir Atlanta og tek-
ið myndir á ferða-
lögum sínum. Hún tók vel í það
þegar leitað var til hennar og
hún beðin að leggja til persónu-
legar myndir úr fór-
um sínum.
Hver eru einkunn-
arorð þín sem ljós-
myndara?
„Veni, vidi, vici,“
segir hún og hlær.
Eftir hverju leit-
arðu?
„Augnablikum
sem koma aðeins
einu sinni, til dæmis
svipbrigðum á fólki
eða sérstökum
kringumstæðum.
Það heillar mig mest
að festa fólk á filmu
í tíma og rúmi -
það kemur varla til
með að vera í sama
skapi við sömu aðstæður aftur
þannig að hver mynd verður
einstök."
Charlotta María
Hauksdóttir
Nupo létt
Hefur þú prófað Nupo með
appelsínu- eða eplabragði?
Ef svo er ekki, vertu velkomin í apótekið
Suðurströnd, við bjóðum þér að smakka.
Ráðgjöf og kynning í dag,
þriðjudaginn 13. janúar og á morgun
miðvikudaginn 14. janúar
kl 14.00-18.00.
Kynningarafsláttur
Nupo næringarduft með trefjum.
Nupo léttir þér lífið.
Apótekið Suðurstpönd
Suðurströnd 2 • Sími 561 4600
Suðurnesjamenn!
Útsalan hefst í dag
20-50%
afsláttur
K
SK0BUÐIN KEFLAVIK
Hafnargötu 35
230 Keflavík
Kynningarfundur
íkvöldkl. 20.30.
Alllr velkomnir
Langar þig að lyfta þér upp...
eitt kvöld í viku eða eitt iaugardagssíðdegi
í viku undir skemmtilegustu fyrirletrunum
í bænum og fyrir hófleg skólagjöld?
Ef svo er þá er ekkert annað en að hringja og fá allar
upplýsingar um langskemmtilegasta skólann í bœnum í dag,
eða koma á kynningarfund í skólanum í kvöld kl. 20.30 eða
annað kvöld (kynningarfundurinn verður endurtekinn á
laugardagimt kemur kl. 14.00).
Hringdu og fáðu allar upplýsingar sem þig langar að vita um
þennan skemmtilega skóla. Við svörum í síma skólans
alla daga vikunnar frá kl. 14-19.
A
Sálarrannsóknarskólinn,
— mest spennandi skólinn I bænum —
Vegmúla 2,
síml 561 9015 og 588 6050.