Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ ,46 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 HRÓBJARTUR , LÚTHERSSON + Hróbjartur Lút- hersson fæddist í Reykjavík 2. októ- ber 1914. Hann lést á dvalarheimilinu Seljahlíð hinn 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lúther Hró- bjartsson og' Stein- unn Jónsdóttir. Hróbjartur ólst upp í Reykjavík. "Vr Hróbjartur kvæntist hinn 28. júní 1940 frú Svövu Halldóru Péturs- dóttur frá Stykkishólmi en hún lést árið 1992. Þau Hróbjartur og Svava eignuðust tvö börn, Steinunni Jóhönnu og Lúther Carl Almar. Afkomendur þeirra Hróbjartar og Svövu eru á þriðja tug talsins. Hróbjartur fór ungur til sjós og gekk í Stýrimannaskólann þaðan sem hann lauk fiski- mannaprófi hinu meira árið 1937. Upp úr 1940 veiktist Hró- bjartur af berklum og leitaði sér m.a. lækninga í Danmörku þar sem hann dvaldi um þriggja ára skeið. Eftir heimkomu til Faliinn er frá ástkær afi minn, Hróbjartur Lúthersson, á 84. aldurs- ári, eftir veikindi um allnokkra hríð. Þótt ljóst væri um skeið að máttur hans færi þverrandi, með fyrirheit um þá vegferð sem allir eiga fyrir höndum um síðir, er raunin sú að kallið, þá er það kemur, er alltaf á sinn hátt óvænt. Söknuður fyllir þá huga og sýn. Svo er vissulega nú þegar afi hefur kvatt þennan heim. Eftir lifir hinsvegar, sem öllu skipt- ir, gleðileg og góð minning um mik- inn mannkostamann og góðan dreng, minning sem fylgir mér á minni vegferð. Á gömlum ljósmyndum af afa má sjá ungan dökkhærðan mann, herðabreiðan og glæsilegan á velli, gjarnan rneð hatt og í jakkafötum með slifsi, sveipaðan efnismiklum frakka. Á þessum myndum má vel sjá góðlegan og hlýlegan andlits- svipinn og brosmiid augu sem lýsa af einlægni og velvilja. Þær eru til sanns um að hið fölskvalausa inn- j ræti, hlýlegt yfirbragð og jákvætt ' viðmót sem einkenndi hann allar götur hafi opinberast þegar á unga aldri. Það eru ekki of stór orð að segja að áhugi hans á velferð ann- arra, einkum þeirra sem teljast minni máttar, hafi verið mikill og jafnvel án samjöfnunar nema við allra mestu göfugmenni. Slíkur var vilji hans til þess að stuðla að vel- ferð samferðamanna sinna sem þurftu á aðstoð að halda. Auk held- ur var hann réttsýnn, sanngjarn og umfram allt heiðarlegur og sam- viskusamur í öllu því sem honum var trúað fyrir, hvort heldur var í persónuiegum samskiptum eða fjöl- mörgum félagsstörfum sínum, sem ,voru umfangsmikil um áratuga "*%keið. Það lá fyrir afa að gerast sjósókn- ari á unga aldri eins og margir forf- eður hans. Árið 1937 lauk hann námi sínu við Stýrimannaskólann í Reykjavík með fiskimannaprófi hinu meira og lá leiðin næstu árin á ýmis skip og báta. Það átti hinsveg- ar ekki fyrir afa að liggja að stýra fleyi um langan aldur því á árinu 1942 kenndi hann sér meins og varð veikur af berklum. Eftir árs- dvöl á Kristneshæli í Eyjafirði hélt hann til Danmerkur þar sem hann *fc,dvaldi um þrigga ára skeið á sjúkra- húsum, lengst af í Vejle á Jótlandi. Nærri má geta hversu erfið raun það hefur verið að halda sjúkur út í heim, einn síns liðs, yfirgefa eigin- konu og barn, og takast á við erfið- an sjúkdóm með þá óvissu í hjarta hvort þeirra fundum bæri saman á ný. Það hefur án vafa hjálpað í Vmótstreyminu að afi naut ágætrar íslands árið 1948 stundaði hann ýmis störf þar til hann hóf störf árið 1949 við heilbrigðiseftir- lit sem þá tók til starfa á vegum borgarlæknisins í Reykjavík. Stund- aði Hróbjartur nám í framhaldi þess við ýmsar stofnanir í Noregi á sviði heil- brigðiseftirlits. Hróbjartur tók um árabil virkan þátt í félags- og stjórn- málum. Sat hann m.a. í stjórn skipsljóra- og stýrimannafé- lagsins Öldunnar í Reykjavik, gegndi formennsku í stjórn Berklavarnar, Reykjavíkur- deildar SÍBS, í málfundafélag- inu Óðni, í sjálfstæðisfélagi Bústaða- og Smáíbúðahverfis, gegndi stjórnarstörfum í fangahjálparsamtökunum Vernd auk þess sem hann starf- aði ötullega innan Frímúrara- hreyfingarinnar. Hróbjartur verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan kl. 13.30. umönnunar ytra og eignaðist vin- skap ijölda mætra manna sem ent- ist lífsleiðina á enda. Heimsótti hann síðar fornar slóðir í Danmörku nokkrum sinnum, hitti vini og kunn- ingja og minntist jafnan með hlýhug þeirra ára sem hann dvaldi þar. Árið 1948 sneri afi til íslands á ný, laus úr viðjum berklanna, en þó án fyrri líkamlegs atgervis. Varð því ekki af frekari störfum hans sem sjómaður sem að líkindum hefði hvorki verið ákjósanlegt starf né eftirsóknarvert eftir svo langar fjar- vistir frá Qolskyldu sem raun bar vitni. Ári síðar, 1949, var sett á stofn sérstakt heilbrigðiseftirlit und- ir stjórn borgarlæknis. Sótti afi um starf við hið nýstofnaða embætti og fékk. Þakkaði hann Gunnari Thor- oddsen, þáverandi borgarstjóra, fyr- ir það happ, sem hann taldi starfið vera. Sagði afi frá því að einhvern tíma hefði Gunnar verið á ferð í Reykjavíkurhöfn og rekist um borð í skip, sem afi var þá að vakta sem nýráðinn til slíkra verka, og þeir tekið tal saman. Hafi Gunnar lýst því yfir að ótækt væri að afi væri að norpa þetta í næturkulinu eftir berklaveikindi og kvaðst vilja stuðla að því að finna honum eitthvert heppilegra starf. Sá vilji Gunnars rættist og taldi afi jafnan æ síðar Gunnar vera meðal sinna velgjörðar- manna. Þótt hann væri þá þegar eindreginn og ötull liðsmaður Sjálf- stæðisflokksins varð tæpast fundinn einlægari sjálfstæðismaður en afi eftir þetta. Var hann óþreytandi til starfa í flokknum á meðan hann hafði heiisu til. Gegndi afi svo starfi heilbrigðisfulltrúa um tæpra fjörutíu ára skeið, allt þar til hann lét af störfum 73 ára gamall, árið 1987. Að afi skyldi hverfa að ágætu og öruggu starfi í landi hefur án vafa ekki síður verið kærkomið fyrir ömmu mína og móður sem báðar höfðu sárt saknað afa í óvissu liðinna ára. Aðskilnaðurinn hafði verið erfið- ur og ýmislegt þurfti að bæta upp fyrir liðinn tíma. Árið 1949 fæddist þeim hjónum sonur, börnin þá orðin tvö og lífið tók á sig venjulegan svip. Þótt fjölskyldan væri ekki stór varð heimili afa og ömmu um síðir stórt og mannmargt. Þegar móðir mín ól mig, 1958, og ekki varð af frekara sambandi foreldra minna, varð úr að þau amma og afi tóku dótturson- inn í fóstur og ólu upp í ástríki og eftirlæti. Þá bjuggu tvö systkini ömmu, sem bæði skorti fullan þroska, hjá þeim um árabil. Að auki flutti langamma mín, móðir ömmu, til þeirra árið 1962 ásamt dóttursyni sínum, Jóhanni Agli, og bjuggu þau æ síðan hjá þeim þar til gamla kon- MINIMIIMGAR an fór á Hrafnistu og drengurinn fullorðnaðist. Árið 1972 eignaðist afi sonarson og alnafna og varð úr að hann ílengdist hjá afa og ömmu. Þá var ekki óalgengt að ættingjar utan af landi dveldu um skemmri eða lengri tíma á heimilinu ef þannig háttaði vegna skólanáms eða annars sem útheimti rúmstæði í Reykjavík. Öllu þessu mætti afi með sínu hjarta- lagi, velvilja og jákvæðni. Á eftirlaunaaldri gerðist afi sér- legur aðstoðarmaður á lögmanns- stofu sem ég og faðir minn stofnuð- um saman árið 1986. Sótti gamli maðurinn póst, sentist með skjöl og fleira þvíumlíkt, part úr degi. Kom hann þá alltaf fagnandi. Var gaman að sjá gamla manninn sporléttan og hressan, vel á áttræðisaldri, áhugasaman um snúninga dagsins. Var það okkur báðum mikils virði að hittast með þessum hætti, sér- staklega eftir að amma dó árið 1992 og tilvera hans tómari en áður. Það var svo síðla sumars 1993 að afi fékk heilablóðfall, missti mál og lamaðist öðrum megin. Þótt útlit væri fyrir að hann yrði rúmliggjandi sem eftir væri fór það svo að hann náði með sínu jákvæða viðmóti og dugnaði að komast til þeirrar heilsu að geta staulast um við staf. Fór hann í framhaldinu til dvalar í Selja- hlíð þar sem hann eyddi síðustu árunum við frábæra aðhlynningu þess góða fólks sem þar starfar. í tilbreytingarlítilli tilveru hans þar áttum við margar samverustundir, stuttar og langar, stundum þöglar en þó alltaf gjöfular á sinn hátt og báðum til ánægju. Við ferðalok afa er ekki ástæða til annars en að þakka fyrir indælar samverustundir og þann langa tíma sem hans naut við fyrir afadreng- inn, tíma sem í minningunni vekur ánægju og ósk um að mega hittast aftur á sínum tíma. Hafðu þökk fyrir allt, elsku vinur. Guð geymi þig og blessi. Hróbjartur Jónatansson. Elsku afi minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Efst í huga mínum er innilegt þakk- læti til þín og ömmu fyrir að hafa alið mig upp og verið mér sem for- eldrar. Þið gáfuð mér ást, umhyggju og öryggi. Þakka ykkur báðum fyrir allt sem þið hafið fyrir mig gert. Ég sakna þín mikið, afi minn, en ég veit að þér líður núna betur og ert sæll og glaður hjá ömmu. Upp í hugann koma minningar um okkur tvo þegar við bjuggum tveir saman eftir að amma var dáin. Þá var oft spurning um hvor okkar væri yngri, þú eða ég, afi minn. Það var ósjald- an sem við fórum saman í bíó eða tókum spólu á leigu. Einnig er mér minnisstætt þegar þú, afi minn, vild- ir að við pöntuðum okkar pizzu og eina skilyrðið sem þú settir var að pizzan yrði að vera með nautahakki. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar sem við tveir áttum saman. En svo veiktist þú, afí minn, og sam- verustundir okkar urðu þá færri. Þú varst lagður inn á spítala og fluttist síðan í Seljahlíð. Mér er minnisstætt hve stoltur þú varst þegar við Anna Rósa heimsóttum þig með nýfædda dóttur okkar, og hvað þú gladdist þegar ég sagði þér að litla daman bæri sama nafn og amma Svava. Ég vil þakka þér afí minn fyrir allt sem þú og amma hafið gert fyrir mig. Hún amma hefur örugglega verið ánægð og sæl með að hafa loksins fengið þig til sín. Ég bið Guð að varðveita ykkur bæði og blessa. Lítill snáði var ég þá. Er ömmu og afa bjó ég hjá. í faðmi þeirra oft ég lá. Þar fann ég ást og hlýju. (AJ) Þinn Hróbjartur. í dag fer fram frá Bústaðakirkju jarðarför Hróbjarts Lútherssonar, fyrrverandi heilbrigðisfulltrúa. Hró- bjartur lést hinn 3. þessa mánaðar á 84. aldursári. Ég sem þetta rita kynntist fyrst Hróbjarti og hans ágætu konu, Svövu Pétursdóttur, á árinu 1958. Þá gerðist það að dóttir þeirra, Steinunn, og undirritaður eignuðust saman son, sem gefið var nafn móðurafa síns, Hróbjarts. Ekki varð frekara samband á milli okkar Steinunnar en svo þróuðust mál, að þau ágætu hjón tóku son okkar í fóstur og ólu hann upp til fullorðins- ára. Það er alkunna, að slík atvik að kynnum fólks geta Ieitt til sam- skipta af ýmsum toga. Þar veltur framar öðru á persónuleika fólks og mannkostum hvernig til tekst. Er ekki að orðlengja það, að fóstur- störfin fórust þeim hjónum vel úr hendi. Dóttursonurinn fékk þarna veganesti sem honum hefur vel dug- að í lífínu. Það hefur hann alla tíð metið að verðleikum við afa sinn og ömmu með því að styðja þau og styrkja eftir fremsta megni eftir að aldur og heilsuleysi hjá þeim fór að segja alvarlega til sín. Svava lést á árinu 1992 eftir langvarandi heilsu- leysi. Án þess að ég fari að rekja sam- skipti mín við þessi mætu hjón í einstökum atriðum, þá voru þau samskipti og síðar nánari kynni alla tíð með miklum ágætum og sama gegnir um öll samskiptin við konu mína og börn okkar. Fyrir það erum við hjónin afar þakklát, og það hvernig hér tókst til er framar öðru ástæða þess að ég set hér nokkrar línur niður á blað þegar leiðir nú skiljast. Áðrir sem betur til þekkja munu trúlega gera lífshlaupi Hróbjarts nánari skil því hann kom að mörgu verkinu um dagana. Hann var afar félagslega sinnaður og valdist til margra trúnaðarstarfa. Meðal ann- ars sat hann lengi í stjórn Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar og lét sig sérstaklega varða öryggismál sjómanna, svo sem títt er um eldri sjómenn. Nánari kynni okkar Hróbjarts hófust eftir að hann hafði látið af hinum opinberu störfum sínum sem heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkur- borg á árinu 1984. Á árinu 1986 varð það að ráði hjá okkur feðgum, að við ákváðum að stofna saman lögfræðiskrifstofu, en Hróbjartur yngri hafði nokkrum árum áður lok- ið lagaprófí og þá þegar sýnt af sér mikinn dugnað og metnað í þeim störfum. Hróbjartur gamli var þá til þess að gera við góða heilsu. Samdist svo um að hann starfaði hjá okkur feðgum nokkra tíma á dag, einkum við við sendiferðir og samskipti við banka, pósthús og dómstóla. Þetta starf hans var oft í gamni og alvöru kallað „sendi- herrastarf“ og það oftast með réttu. Ekki er að orðlengja það, að þessi störf rækti Hróbjartur meðan heilsa leyfði með slíkri samviskusemi og kostgæfni að ekki var á betra kos- ið. Á árinu 1993 varð hann fyrir alvarlegri og óvæntri heilsubilun og þurfti þá að láta af störfum hjá okkur. Hann var þá tæplega áttræð- ur en þó ern og hress. Eftir það átti hann við mikla vanheilsu að stríða og lauk því stríði hinn 3. jan- úar síðastliðinn, svo sem áður grein- ir. Þessi síðustu ár voru Hróbjarti erfíð. Naut hann þá mikillar um- hyggju barna sinna og ekki hvað síst dóttursonar síns og nafna og hans ágætu konu, Valgerðar Jó- hannesdóttur. Var í senn aðdáunar- vert og ánægjulegt að fylgjast með þeirri umhyggju og elskusemi sem þau sýndu gamla manninum þessi síðustu ár hans, allt þar til yfir lauk. Kynni okkar Hróbjartar urðu náin og sérstaklega ánægjuleg og gef- andi þessi tæplega sjö ár sem hann starfaði hjá okkur. Þar kynntist ég nánar hinum sterka persónuleika hans, sem lýsti sér í skapfestu en um leið viðmótshlýju og velvild sem trúlega enginn sem honum kynntist varð ósnortinn af. Hróbjartur var til hins síðasta myndarlegur á velli og alltaf vel til fara og að því er okkur fannst glæsilegur erindreki skrifstofu okkar. Öll erindi fyrir skrifstofuna, hvort sem þau töldust stór eða smá í sniðum, rækti hann af sömu alúðinni og kostgæfninni. Hann var framar öðru maður hinna fornu dyggða, heiðarleika og trú- mennsku. Öll þessi kynni af honum voru í senn uppörvandi og mann- bætandi. Hans var því sárt saknað af starfsmönnum skrifstofu okkar er hann þurfti að láta af störfum á sínum tíma. Þegar Hróbjartur er nú kvaddur hinstu kveðju þá fylgja honum hlýjar hugsanir og þakkir frá starfsfólki Almennu málflutningsstofunnar og fjölskyldu minni. Við óskum honum Guðs blessunar og góðrar heim- komu. Fjölskyldu hans allri flytjum við hugheilar samúðarkveðjur. Jónatan Sveinsson. Elsku Hróbjartur. Nú ertu farinn frá okkur en kominn til Svövu þinn- ar, sem var farin að bíða þín. Þið voruð sérstaklega samrýnd og óað- skiljanleg hjón. Hróbjartur kvæntist móðursystur minni, Svövu Halldóru Pétursdóttur frá Ökrum í Stykkis- hólmi, sem var elst systkina sinna. Þau áttu saman 2 böm, Steinunni Jóhönnu, hún býr í Reykjavík og á 4 börn, og Lúther Karl Almar, hann býr í Kópavogi og á 6 börn. Þau ólu líka upp dótturson sinn, Hró- bjart Jónatansson, en barnabörnin voru meira og minna hjá þeim. Ég hugsaði alltaf til ykkar, sérstaklega 2. okt. og 8. jan., sem voru afmæli ykkar. Alltaf ætlaði ég að koma við hjá þér, en einhvem veginn var það þannig að komið var til Reykjavíkur að morgni, og farið heim að kveldi. Ég minnist sumranna þegar þið komuð heim til ömmu og afa í Stykkishólmij þá var glatt á hjalla hjá okkur. Ég minnist líka hlýju faðmlaganna ykkar í öllum heim- sóknunum mínum til ykkar í Akur- gerði 25, sem var heimilið sem þið áttuð í tugi ára. Garðurinn var ykk- ar líf og yndi, sérstaklega Svövu. Móttökur voru ekki af skornum skammti, heldur fullt hús af kræs- ingum og hlýju. Ekki má gleyma þegar þið tókuð hann Valda minn fyrir hana ömmu, síðar kom amma suður með Egil og enn síðar kom Arnbjörn. Þið hlúðuð að öllum minni sem meiri. Elsku Steina Hanna, Lúther Sonni og fjölskyldur, það er sárt að horfa á eftir góðum föður og afa. Ég vil fyrir hönd móður minnar og íjölskyldu okkar allra senda ykkur samúðarkveðjur. Sér- stök kveðja frá Valda mínum, sem er nú vistmaður á Arnarholti, sem tregar mág sinn mjög. Guð blessi góðan dreng. Þín, Hafdís, Jói og börn, Rifi. Hróbjartur Lúthersson fyrrver- andi stýrimaður og síðar heilbrigð- isfulltrúi í Reykjavík er látinn. Genginn er trúr, tryggur og vand- aður félagi. Hróbjartur lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík árið 1937. Örlögin höguðu því þannig að starfsvettvangur hans færðist fljótlega af sjónum í land. Áður hafði hann gerst félagsmaður í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Öld- unni. Þrátt fyrir að starfsvettvang- urinn breyttist hélt Hróbjartur mik- illi tryggð við félagið allt til hinstu stundar, og sinnti fjölmörgurn trún- aðarstörfum fyrir Ölduna í áratugi. Sama var hvenær til hans var leit- að, ávallt var hann reiðubúinn til starfa fyrir félagið og dró ekki af, heldur lagði sig allan fram, og vann að öllum framfaramálefnum félags- ins af heilum hug. Öll hans störf miðuðu að því að láta gott af sér leiða, og þannig mun allt hans lífs- hlaup hafa verið. Hróbjartur átti sæti í aðalstjórn Öldunnar í 15 ár, og sat trúnaðarmannaráði og í stjórn Styrktar- og sjúkrasjóðs enn lengur, eða þar til veikindi komu í veg fyrir frekari störf á árinu 1993. Hann var kjörinn heiðursfélagi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar á aðalfundi félagsins á 100 ára afmæli þess 1993. Aðrir verða vafalaust til þess að gera æviferli Hróbjartar skil, en við félagar hans komum á framfæri þakklæti fyrir heilladijúg störf í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.