Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 59 MYNDBÖND Vitni að morði Æðsta vald (Absolute Power) S p e n n u m y n d ★★ Framleiðandi: Clint Eastwood. Leikstjóri: Clint Eastwood. Hand- ritshöfundar: William Goldman. Kvikmyndataka: Jack N. Green. Tónlist: Lennie Niehaus. Aðalhlut- verk: Clint Eastwood, Ed Harris, Laura Linney, E.G. Marshall, Gene Hackman, Scott Glenn, Judy Davis. 116 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Utgáfudagur: 29. desember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. LUTHER Withney er einn slungn: asti þjófur sem uppi hefur verið. I hvert skipti sem rán er framið er hann kallaður til yfirheyrslu en aldrei er hægt að bendla hann við neitt. Nótt eina er hann að stunda iðju sína í húsi eins af ríkustu mönn- "•mmmmmmmmmmm^ um Bandaríkj- anna og býst við því að allir íbúar hússins séu staddir á sólar- strönd. En ung eiginkona auð- kýfingsins kem- ur allt í einu heim með karl- mann með sér og þarf Whitney að vera skjótur að fela sig. Whitney verður vitni að því að ástarleikurinn verður ofbeldis- fullur og brátt fljúgast konan og maðurinn á. Konan nær yfirhönd- inni en þá koma lífverðir mannsins og skjóta hana. Hafist er handa við að hreinsa upp öll ummerki um að þessi merki maður hafi verið inni með konunni en þeir glejmia einu og það er Luther Withney. Brátt er Withney eltur af öllum hugsanleg- um mönnum sem vilja koma honum fyrir kattamef, en hann ætlar að láta manninn borga fyrir athæfi sitt þótt hann sé forseti Bandaríkjanna. Clint Eastwood og Gene Hack- man hafa áður tekist á í kvikmynd en það var meistaraverkið „Unfor- given“ sem lét þessa kappa leiða saman hesta sína. Þessi mynd er mun átakaminni og varla meira en upphafning á hinni hrukkóttu per- sónu Eastwoods. Það eina sem hann hefur óhreint í pokahorninu er starfsferillinn en annars er hann betri maður en allar hinar persón- umar í myndinni. William Goldman, sem skrifar handritið, getur gert miklu betur en þetta og einnig hef- ur Eastwood sýnt að hann er betri leikstjóri. Sá eini sem gerir eitthvað af viti í þessari mynd er E,G. Mars- hall í hlutverki auðkýfingsins en hann er hreint út sagt stórkostleg- ur. Ottó Geir Borg Við veitum faglega ráðgjöf til smærri og stærri mötuneyta. Hringdu og við veitum þér allar frekari upplýsingar. NÆRÍNGARSETRIÐ Anua Elisabet Ólafsdóttir Sími 551 4742 FÓLK í FRÉTTUM Cantona eftirsótt- ur sem leikari ► FÓTBOLTAHETJAN Eric Cant- ona er líklega með þeim yngri sem farið hafa á eftirlaun í Frakklandi. En hann hefur ekki í hyggju að setjast í helgan stein heldur stefnir á að leika í auglýsingu, bíómynd og stuttmynd á næstunni. Kvikmyndaferill Cantona er þannig hafinn og ekki annað að sjá en kappinn hafi gaman af enda hefur hann úr nógum tilboðum að velja. Hann segist þó vita að hann eigi eftir að læra lieilmargt í þessu nýja starfi sínu. Til að byrja með hefur hann Barcelona. Sumir segja að Cantona sé að fara úr öskunni í eldinn, því þótt fótboltinu sé slæmur, hvað varðar samstöðu og heiðarleika þá sé kvikmyndaiðnaðurinn verri. „Ef ég ætla að setja það fyrir mig, þá mun ég aldrei gera neitt,“ lætur kappinn hafa eftir sér og er hvergi banginn. Hann er heldur ekki einn síns liðs á þessum nýju slóðum. Eldri og yngri bræður hans, Jean-Marie og Joel eru með í för. Þeir sjá um öll samskipti út á við fyrir hann og hlífa honum fyrir áreitni, hvers kyns sem hún er. Og ekki nóg með það, heldur hafa þeir fengið hlut- verk í myndum sem Cantona leik- ur í! Með þeim bræðrum ríkir mikill kærleikur og eru þeir einstaklega stoltir af því að heita Cantona og vera til yfir höfuð. „Bræður mínir I STUTTMYND leikur Cantona boxara. Hér er hann ásamt meðleikurum sínum; Lydia Andréi, Ja- ke LaMotta (sem kvikmyndin „Raging Bull“ eftir Martin Scorsese fjallar um) og bræðrum sínum Joel og Jean-Marie. munu ekki leika í öllum kvikmynd- um með mér, en mér finnst þeir mjög myndrænir á að líta; þeir hafa sérstaka útgeislun skjánum," segir kvikmyndastjarnan nýbak- aða. Margir hafa furðað sig á þessu uppátæki fótboltasnillingsins að snúa sér að leiklist. Hann segist hins vegar hafa reynt allt í fótbolt- anum, og nú sé kominn tími til að reyna eitthvað nýtt - gefa bæði andanum og lfkamanum lausan tauminn. Það eru að minnsta kosti ekki frægð og peningar sem hann sæk- ist eftir þegar að kvik- myndum kemur, - af því á hann víst nóg. CANTONA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, og er tilbúinn til að beijast. ÞARFTU HJALP A NYJU ARI? CANDIDA SVEPPASÝKING GÆTI HÚN VERIÐ AÐ HRJÁ PIG? Lyfjalaus nieðferð gegu Candida sveppasýkiiigu - sitíkjusveppum sem lifa innan í okkur öllum. Hallgrímur P. Magnússon læknir og Guðrún G. Bergmann Candida sveppasvking eftir Hallgrím Þ. Magnússon og Guðrúnu Bergmann er eina bókin á íslensku sem veitir tæmandi upplýsingar um þennan skaðræðissvepp sem herjar á stóran hóp íslendinga, sérstaklega eftir ofneyslu matar og drykkjar um jól og áramót. í bókinni er að finna náttúrulegar leiðir til að halda þessari sveppasýkingu niðri og lækna hana. Mataræðið sem lagt er til í bókinni er einnig það besta sem völ er á til þess að grenna sig til langframa og breyta um lífstíl. Aðrar bækur sem geta hiálpað þér! Hámarks árangur eftir Brian Tracy er bók sem breytir lífi þínu. í henni lærir þú að: Auka tekjumöguleika þína, nýta hæfileika þína til fulls, læra að setja þér markmið og ná þeim, fá frábærar hugmyndir, bæta samskipti þín á vinnustað, bæta samskipti þín við fjölskylduna og margt fleira sem stuðlar að hamingjusamara og árangursríkara lífi. * Astarfíkn — flótti frá nánd eftir Anne Wilson Schaefer bók sem flettir ofan af og leysir úr þeim fíknum sem tengjast kynlífi, samböndum og rómantíík. Þörf bók fyrir samfélag sem okkar, þar sem helmingur allra hjónabanda endar með skilnaði. Engladagar er ódagsett dagbók eftir Guðrúnu G. Bergmann fyrir drauma, bænir og markmið sem hjálpar þér að halda stefnunni og veitir þér innblástur með englaorku vikunnar að leiðarljósi. Dæmi um englaorku vikunnar: Markmið, þolinmæði, traust, ábyrgð, alsnægtir, hamingja, æðruleysi o.fl. astar fíkn Annc VVilson Schaef LEIÐARLJOS Skerjabraut 1, 170 Seltjarnarnesi S. 561 3240, fax 561 3241. Tölvupóstur: leidar@centrum.is Þroskandi bækur sem fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar: www.centrum.is/leidarljos Ö I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.