Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 4?A- þágu félagsins, og sendum aðstand- endum hugheilar samúðarkveðjur. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan. Þegar mamma hringdi og sagði mér að þú hefðir kvatt þessa jarð- vist setti mig hljóða. En ég þakkaði svo Guði fyrir að taka þig til sín. Þótt alltaf sé sárt að sjá á bak ást- vinum, er það stundum lausn. Það var ekki þinn stíll að vera ósjálf- bjarga og upp á aðra kominn. Þú sem vildir allt fyrir alla gera og öll- um hjálpa. Ég kom stundum í Akur- gerði til ykkar Svövu þegar ég var bam. Þar var gott að koma. Dúkað borð og silfur og postulín dregið fram og borðið svignaði undan kræsingunum. Manni fannst maður vera virkileg prinsessa, svo gott var að koma til ykkar. Þetta eiga að vera þakklætisorð fyrir að hafa átt örlitla hlutdeild í lífi þínu, elsku frændi. Fyrir það og svo ótal margt annað vil ég þakka. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kveðja og þakklæti frá okkur Ola, mömmu og stelpunum. Þín frænka, Bjarghildur. Minn kæri fyrrverandi tengdafað- ir, hann Hróbjartur Lúthersson, er látinn. Andlátsfregnin kom mér ekki á óvart. Hróbjartur hafði átt við mikla vanheilsu að stríða undanfarin ár og oft rúmliggjandi. Þegar ég minnist Hróbjartar með fáeinum orð- um, streyma endurminningar fram í hugann. Ég var ungur að áram þegar fundum okkar bar fyrst sam- an. Hróbjartur tók mér opnum örm- um og reyndist mér hinn mesti öð- Iingur alla tíð. Hann var nefnilega allt í senn, afbragðs tengdafaðir, félagi og vinur. Hróbjartur og Svava bjuggu á þessum árum í smáíbúða- hverfinu, í Akurgerði 25. Þar var þeirra glæsilega heimili, þar áttu allir skjól er að garði bar, mikill gestagangur og allt í senn, góð- mennska og hjartahlýja gestgjaf- anna, sem aldrei gleymist þeim er nutu. Hróbjartur var hörkuduglegur, féll aldrei verk úr hendi. Hann var alla tíð sívinnandi, ef ekki í aðal- starfi, þá í aukavinnu úti í bæ. Ég minnist t.d. ánægjulegra og eftir- minnilegra stunda þegar Veitinga- húsið Naust var fyrst opnað. Þar var Hróbjartur í ábyrgðarmiklu starfi dyravarðar, ákaflega vinsæll, skemmtilegur og sérlega vel liðinn. Aðalstarfsvettvangur Hróbjartar var hjá borgarlækni. Þar var hann, eins og annars staðar, ákaflega vinsæll meðal vinnufélaganna, drengur góð- ur, ósérhlífínn og strangheiðarlegur. Þrátt fyrir mikinn eril og mikla vinnu, fann Hróbjartur alltaf tíma fyrir sitt tómstundagaman. Frímúr- arareglan var honum mjög kær, og þar fann hann alltaf aukinn styrk og næringu til góðra verka. Kæri vinur! Nú heldur þú til Austursins Eilífa, megi vegferð þín þangað verða geislum stráð, geislar Hans, sem allt sér, munu hvíla á þér og aðstoða þig í leitinni að sannleikanum og ljósinu, til verksins um eilífan frið og fögnuð í hjörtum þeirra sem þrá. Ég, undirritaður, hefi hér verið beðinn um að koma á framfæri hinum alúð- Iegustu þökkum systkina minna og móður, frá Ljósalandi, Hveragerði. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum ættingjum og vinum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Arni Þorsteinsson. KA TRÍN SIGRÍÐ UR BR YNJÓLFSDÓTTIR + Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir fæddist í Litla-Dal í Svínadal, A-Húna- vatnssýslu, 30. júlí 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Katrínar voru hjón- in Brynjólfur Gísla- son, bóndi í Skild- inganesi, f. 6.11. 1861, d. 27.10.1923, og Guðný Jónsdótt- ir, f. 23.9. 1864, d. 30.8. 1944. Systkini Katrínar voru átta, Sigríður, bankastarfsmaður, Kristín, húsmóðir og skrifstofumaður, Guðlaug, kennari og húsmóðir, Jón, bankastarfsmaður, séra Eiríkur Sverrir, Elínborg, hús- móðir og verkkona, Theódór, tannlæknir og séra Gísli. Þau eru öll látin. Katrín útskrifað- ist úr Kvennaskó- lanum 1923 og tók kennarapróf með handavinnu sem sérgrein 1938. Hún hélt smábarnaskóla á Útskálum, kenndi í Garðinum og Sandgerði. Hún var ráðskona hjá bróð- ur sínum, séra Ei- ríki S. Brynjólfssyni á Útskálaum, til 1945. Hún fluttist 1947 vestur til Winnipeg og bjó þar til 1973. Hún átti síðast heimili í Furu- gerði 1, Reykjavík. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 13. janúar klukk- an 10.30. Katrín föðursystir mín bjó í Winnipeg þegar ég ólst upp í Vancouver, Kanada. Hún hafði ílengst þar eftir að foreldrar mínir fóra heim eftir ársdvöl við að þjóna Islendingasöfnuðinum í Winnipeg 1948. Hún réð sig í vinnu til heldri- mannafjölskyldu í Winnipeg til að hugsa um og veita eldri konu, Mrs Deacon, félagskap. Katrín var hjá sömu fjölskyldu þar til hún flutti heim 1973 og hafði ávallt samband við hana. Ég vil ímynda mér að það hafí verið stolt og sjálfstæði Vestur- íslendinganna sem fékk Katrínu til að ílengjast þar vestra og pabba til að yfirgefa farsælt starf á Útskál- um til að svara köllun Vestur- íslendingasafnaðarins í Vancouver, en þar bjuggum við 1952-1963, eða þar til pabbi lést. Katrín kom iðulega til okkar í Vancouver í fríunum sínum. Ég var stolt af að taka á móti henni á lestarstöðinni en Katrín var ávallt glæsileg til fara, teinrétt og virðuleg. Komur hennar voru mér mikil tilhlökkun, því mikið var spilað á spil þegar hún kom í heimsókn. Einnig tók hún þátt í kirkjustarfinu sem öll okkar tilvera snerist um á meðan við bjuggum í Vancouver. Hún starfaði fyrir kirkjuna í Winnipeg og tók virkan þátt í starfsemi kven- félagsins þar. Hún var því eina frænkan sem ég þekkti þegar við fluttum aftur heim 1963, fyrir utan Stínu systur mömmu sem hafði komið einu sinni í heimsókn til okkar vestur. Ég kynntist öllum föðursystkinum mín- um nema Theódori, en hann lést áður en við fluttum heim. Öll voru þau eins og Katrín, glæsileg til fara, teinrétt og virðuleg. Þau höfðu öll gengið í skóla, þ.e. Kvennaskólann, Verslunarskólann og Menntaskól- ann, sem var óvenjulegt á þeim árum. Katrín sagði mér að Guðný amma mín hafí. alltaf verið að lesa og því líklegt að hvatningin til skólagöngu hafi komið frá henni. Það var ekki fyrr en þessi síð- ustu ár sem Katrín sagði mér eitt- hvað frá æskuárunum í Skildinga- nesi, Viðey og Bergstaðastræti. Einnig sagði hún mér frá áranum á Útskálum, en gerði ekki mikið úr sínu hlutverki þar. Hún var kenn- ari að mennt með handavinnu sem sérgrein. Hún kenndi bæði í Garðin- um og í Sandgerði og rak sjálf skóla á Útskálurfl um tíma. Hún var lengi ráðskona hjá pabba, eða þar til hann giftist mömmu, 1945. Það var erilsamt á Útskálum, mikið að gera í kringum kirkjustarfið og búskap- inn. Einnig tóku þau systkini börn í fóstur. Eftir að Katrín flutti aftur heim 1973, bjó hún á ýmsum stöðum í miðbænum. Mér er minnisstæðust íbúðin þar sem hún þurfti að fara niður þijár hæðir til að fara í sturtu. En Katrín kvartaði ekki, sá bara það jákvæða við þetta, íbúðin var jú stutt frá Hallgrímskirkju. Það var mikil lán fyrir Katrínu að fá íbúð í Furugerði 1. Þar eignaðist hún marga góðar vinkonur. Og mikið var spilað. Bridge er mín íþrótt, sagði hún oft. Það voru margar skondnar sögur sem Katrín sagði um það sem var að gerast í Furugerði. Fyndnastar vora sög- urnar um þriðja flokks kjötið sem gamla fólkinu var boðið upp á. En hún var fljót að hrósa því sem var vel gert. Eg veit að hún var ekki erfíður íbúi í húsinu en starfsfólkið reyndist henni alltaf vel þegar á þurfti að halda og kunni hún vel að meta það. Katrín hjálpaði mér mikið með heimili mitt, kom alltaf gangandi þegar ég átti heima Kópavogsmeg- in í Fossvogi til að hugsa um böm- in mín. Hún kenndi þeim að spila eins og hún hafði kennt mér. Auð- vitað höfðu þessar samverstundir við spilin mikið uppeldislegt gildi fyrir okkur öll, þótt við vissum það ekki meðan á því stóð. Og samveru- stundirnar sem ég átti með Katrínu þessi síðustu ár við að spjalla, rifja upp og ræða framtíðina, eru mér mikils virði, svo mikils að ég get ekki lýst því. Ég þakka fyrir allt, Katrín, mín stoð og stytta. Blessuð sé minning þín. Guðný, Atli, Eiríkur Sverrir, Katrín og Arnþór Ari. Þá er komið að þeirri stund að kveðja afasystur mína, Katrínu S. Brynjólfsdóttur eða Katrínu frænku eins og hún var ávallt kölluð á mínu heimili. Ótal minningar hrar.nast upp í huga mínum þejgar ég hugsa um Katrínu frænku. Eg man þegar hún kom gangandi eða hlaupandi liggur mér við að segja, yfír Foss- vogsdalinn í Kópavoginn til að gæta mín og systur minnar. Þessa leið gekk hún fram og til baka nokkram sinnum í viku á níræðis- aldri. Maður áttaði sig nú ekki á þessu afreki þá heldur hljóp fagn- andi á móti henni þegar hún var komin i augsýn. Það var alltaf jafn- gaman þegar hún kom og passaði okkur systkinin. Katrín frænka var uppfull af skemmtilegum og spenn- andi fróðleik og lumaði yfírleitt á áhugaverðum frásögnum frá sínum tíma þar sem kímnigáfa hennar fékk að njóta sín. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim skiptum sem ég fór i heimsókn til Katrínar frænku upp í Furugerði. Alltaf tók hún á móti mér með góðum veitingum og við spjölluðum saman um daginn og veginn en svo var komið að alvörunni. Spil og skorblöð voru tekin fram og spilið marías hófst. Við spiluðum marías tímunum saman þar sem spenna, einbeiting og léttleiki voru í fyrir- rúmi. Þar sem við vorum bæði mikl- ir keppnismenn þá ílengdust spilin oft hjá okkur því hvorugt gat sætt sig við ósigur, en allt gott hefur sinn endi og annað okkar stóð ávallt uppi sem sigurvegari að lokum. Þessar heimsóknir mínar hafa tíðk- ast síðan ég man eftir mér og allt þar til hún lést. Ég er strax farinn að sakna þessara stunda okkar saman. Ég kveð Katrínu frænku með miklum söknuði og þakka fyrir allar okkar góðu og ógleymanlegu sam- verustundir. Ég veit að guð mun geyma þig. Eiríkur S. Onundarson. Hringt var í mig að kveldi hinn 3. janúar og mér sagt að Katrín, nafna mín, væri látin, að hún væri farin frá okkur yfir móðuna miklu. Þetta voru mikil sorgartíðindi og mun þín verða sárt saknað, elsku nafna. Það er margs að minnast, en smágrein í blaði nær skammt. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“ (Spámaðurinn). Þessi orð úr Spámanninum áttu vel við þig, nafna, eins og ég kall- aði þig. Þó að þú værir orðin 95 ára varðveittir þú þá snerpu hugans og hlýju andans sem gerðu samvist- ir við þig eftirsóknarverðar. Þú varst alltaf svo jákvæð og skilnings- rík. Samskipti við þig gáfu frá sér gnótt birtu og hlýju. Við ræddum um hinar margbreytilegu hliðar mannlífsins og um þjóðmálin og þar hafðir þú þínar fastmótuðu skoðan- ir, enda fylgdist þú vel með hrær- ingum þjóðlífsins. Við áttum einnig samtöl gegnum síma og þar bar margt á góma og þú fylgdist alltaf vel með mínum högum og oft spurð- ir þú hvort ég væri nú ekki á leið- inni heim til Islands. Ég hafði það á tilfinningunni að þú skildir mig vel, þegar ég sagðist sakna vina og vandamanna að heiman, saknaði þess að geta ekki skroppið inn á gólf til þín, að fá kaffísopa og með- læti og slá á létta strengi sem eyddu gráma hversdagsins og yljuðu um hjartað. En hver varst þú? Samkvæmt Kennaratali 1958 fæddist þú, Katr- ín Sigríður Brynjólfsdóttir, 30. júli 1902 í Litladal í Svínadal, Austur- Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Guðnýjar Jónsdóttur og Brynjólfs Gíslasonar. Þú varst ein af níu systkinum og það var ekki algengt í þá daga að svo stór systkinahópur færi menntaveginn, og síður stúlku- börn. En þú fórst alltaf ótroðnar slóðir. Hlaust próf frá Kvennaskól- anum í Reykjavík 1923. Kennara- próf 1938 (sérgrein handavinna). Hélst smábarnaskóla á Útskálum á Rosmhvalanesi í nokkur ár eftir 1923. Handavinnukennari í barna- og unglingaskóla Gerðahrepps 1938 til 44, einnig 3 vetur í Sand- gerði. Þú varst ráðskona hjá bróður þínum, séra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum til 1945. Þú fluttist til Ameríku 1947 og settist að T1* Winnipeg. Þú varst ógift og barn- laus. Fyrir mig stendur þú fyrir miklu meira. Þú varst vinur minn og margra annarra, enda varst þú hjartahlý. Móðir mín, Lovísa, missti móður sína_5 ára en var orðin sjö ára þeg- ar Ólafur bróðir hennar bað séra Eirík að taka hana í fóstur. Ólafur var varla búinn að sleppa orðinu, þegar Eiríkur játti því og svona byijuðu gæfurík ár móður minnar. Þó að móðurmissirin væri mikill, varð þetta gæfuríkur tími fyrij^ móður mína að eiga því láni að fagna að kynnast bróður þínum, séra Eiríki, og þér elsku nafna. Þar sem þú reyndist henni mikil og traust stoð, trygg vinkona og móð- ir. Sem tákn fyrir það þakklæti sem þú'og þinn bróðir höfðuð sýnt móð- ur minni, skírði hún fyrsta barn sitt í höfuðið á séra Eiríki og eina dóttur í höfuðið á þér, kæra nafna. Ég minnist þess með hlýju og eins og það hefði gerst i gær afmæl- isdaganna, sem byijuðu á því að taka á móti þér með rútunni úr Reykjavík, til að halda upp á afmæl- ið mitt. Það var stór stund fyrir fjölskylduna. Þá var mikil gleði, hlegið dátt og rætt um gamla dagSP^ Eitt var alltaf fastur siður á afmæl- isdaginn minn, það var að ég söng og mamma spilaði á orgelið. Þá vora sungnir þeir sálmar sem mamma hafði lært, þegar hún bjó hjá þér á Útskálum. Þessar sam- verustundir voru okkur öllum kær- ar. En þeirra minnist ég með sökn- uði og gleði. Þá sá ég hvað vinátta ykkar mömmu var traust og hvað þið nutuð nærveru hvorrar annarr- ar. En það var þó ekki fyrr en seinna, þegar móðir mín var fallin*»/ frá, að það rann upp fyrir mér hve mikið þið voruð andlega tengdar. Elsku nafna, þú ert farin yfír móðuna miklu, inn í annan heim, til fólks þíns sem þú talaðir mikið um. Margar góðar minningar á ég og fjölskylda mín um þig og þær geymum við vel. Ég er ákaflega glöð yfír að hafa fengið tækifæri á að kynnast þér og hlotið þann heið- ur að bera nafn þitt, því er ég stolt af. Ég og fjölskylda mín sendum öllum ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Ég bið Guð að varðveita þig og blessa þig í landinu eilífa. Sérstakar kveðjur færi ég þér frá Ólafí Guðmundssyni í Færeyjum, en hann vill þakka þér fyrir þanrr'V mikla stuðning, sem þú sýndir þeg- | ar mest á reyndi. Hinsta kveðja. Þín nafna, Katrin Sigríður Reynisdóttir, Rógvi Johansen, Ari og Óðinn, Óðinsvéum. + Systir okkar, SIGRÍÐUR VERNHARÐSDÓTTIR kjólameistari, Fellsmúla 13, lést á elliheimilinu Grund fimmtudaginn 25. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eva, Ingibjörg, Ólöf, Svana, Svava og Þórhildur Vemharðsdætur. + Maðurinn minn, faðir okkar og afi, JÓHANN MOSDAL, andaðist í New York fimmtudaginn 8. janúar síðastliðinn. Hann verður jarðsettur (New York þriðjudaginn 13. janúar. Elsa Mosdal, Salomon Mosdal, Kristín Marfa Mosdal og barnabörn. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.