Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Af hverju ert þú að kenna? Ragnheiður Briem íslenskukennari í Menntaskólanum í Reykjavík hefur að baki >
11 ára háskólanám og fjölþætta starfsreynslu. Gunnar Hersveinn spurði hana um álit á íslenska skólakerfinu,
tölvustýrðu námi, lestri, hvort íslensk börn geti tjáð sig á móðurmálinu og hvort leyfa ætti fall milli bekkja.
Skortur á
skynsemi í
skólastarfi
# Engin ástæða til að hræðast
utanbókarlærdóm nemenda.
# Skipta á nemendum í bekki
eftir getu en ekki aldri.
Morgunblaðið/Golli
„EITT VERSTA slysið í grunnskólanum tel ég vera þá ákvörðun að nemendur
skuli færast milli bekkja hvort sem þeir ná prófum eða ekki,“ segir Ragnheiður.
/
SLENSKA er mál dr. Ragn-
heiðar Briem kennara í
Menntaskólanum í Reykjavík,
jafnvel þótt hún sé með próf í
ensku og þýsku frá Háskóla Islands.
Hún hefur oftar en einu sinni sagt,
þegar hún hefur lýst skoðunum sín-
um á íslenskukennslu í skólum og
hvernig megi betrumbæta hana, til
dæmis með tölvustýrðu námi og
mynsturæfmgum: „Aðferðirnar eru
til. Það er aðeins framkvæmdin sem
vantar.“ Hún hefur lýst efasemdum
um skipulag samræmdra prófa í
grunnskóla, gagnrýnt að ekki sé
hægt að falla milli bekkja í grunn-
skóla og bent á rannsóknir sem sýna
ótvírætt gildi þess að lesa fyrir ólæs
börn á hverju kvöldi. Hún hefur líka
sætt þeirri gagnrýni að hún vilji
kenna íslensku eins og erlend tungu-
mál.
„Hugur minn stefndi á íslensku í
Háskólanum," segir Ragnheiður.
„Skipulag námsins hentaði mér hins
vegar ekki. BA-nám bauðst ekki,
námið tók minnst sjö ár og mér
fannst of mikil áhersla lögð á bók-
menntafræði fyrir minn smekk. Eg
fór því í ensku og þýsku og kennslu-
fræði,“ segir hún. Að loknu námi
urðu íslenska og stærðfræði fyrstu
skólar/námskeið
nudd
Nuddnám
Svæðameðferð/viðbragðsfræði
Starfsnám dreifist á l'A ár, kvöid og helg-
ar. Bóklegt nám má taka samhliða starfs-
námi. Starfsnám hefst 21. janúar, bæði í
Reykjavík og á Akureyri.
Innritu og upplýsingar í símum 557 9736
og 896 4556 í Reykjavík (Kristján),
á Akureyri í síma 462 4517 (Katrín).
Svæða- og
viðbragsmeðferðarskóii íslands.
Nuddskólinn í Reykjavík.
_________ýmislegt___________
■ Fullorðinsfræðslan
SCHOOL OF ICELANDIC
Fomám/samræmdu próf og fyrstu próf-
áfangar framhaldsskóla
ENS, DAN, NOR, SÆN, ÞÝS, FRA,
SPÆ, ÍTA, POR, STÆ, EÐL. ÍSL: 2x í
viku/11 vikur. ICELANDIC I: 9—11.45,
II: 13.30—15J0/5x í viku/4 vikur.
Námsaðstoð, simi 557 1155.
tungumál J
■ Enskunám i Englandi
Við bjóðum enskunám við einn virtasta
málaskóia Bretlands. Skólinn sér þér fyrir
fæði og húsnæði hjá enskri ijölskyldu. Um
er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri,
2ja til 11 vikna annir, unglingaskóla, júlí
og ágúst, 13—17 ára, 4ra vikna annir;
viðskiptaensku 2ja og 4ra vikna annir.
Upplýsingar gefur Jóna María Júlíus-
dóttir, eftir kl. 18.00, í síma 462 3625.
kennslugreinar hennar í Kvenna-
skólanum ásamt þýskukennslu í
M.R.
Lektor í ensku og
kennir íslensku
Ragnheiður kenndi í þrjú ár og
hélt svo í Michiganháskólann í Ann
Arbor í Bandaríkjunum til MA-náms
í málvísindum. „Reyndar fannst mér.
of mikill tími fara í málmyndunar-
fræði Chomskys því að ég gat ekki
séð hvernig hún ætti að nýtast í
kennarastarfínu," segir hún og hélt
áfram í doktorsnám í kennslufræði í
Michigan eftir Ed.S.-gráðu (Speci-
alist in Education).
A hinn bóginn sá Ragnheiður
gagnsemi í kennsluvélum B.F.
Skinners og flutti hádegiserindi í út-
varpið á vegum KHÍ árið 1975 um
atferlisstefnuna og boðnám með vél-
um, sem felst meðal annars í því að
nemendur fá að vita strax hvort svör
þeirra eru rétt eða röng. Þegar
Ragnheiður lauk Ed.S.-prófi skrifaði
hún lokaritgerð um rannsóknir sínar
á vélstýrðu námsefni og hefur ávallt
talað fyrir vél- eða tölvustýrðu námi
og hefur meðal annars samið ýmiss
konar margmiðlunarkennsluefni.
Ragnheiður varð lektor í ensku við
Háskóla íslands árið 1981 „Ég gerði
ekki ráð fyrir að fá stöðuna því að
hún var auglýst erlendis og búist við
mörgum umsóknum. En fáir útlend-
ingar sóttu um því að upplýst var
hver launin yrðu.“
Henni fannst nýja starfíð á Ara-
götunni fremur einangrað þótt hún
væri í góðu sambandi við Lundúna-
háskóla og væri þar um hríð við
rannsóknir sem gistifræðimaður.
Hún fékk um tíma leyfi frá Háskól-
anum til að vera forstöðumaður
fræðsludeildar SKÝRR og samdi þar
meðal annars tölvustýrt kennsluefni
sem var opið viðskiptamönnum um
land allt svo fremi þeir væru tengdir
móðurtölvum fyrirtækisins.
„En ég hef alltaf haft mestan
áhuga á íslensku og hringdi því, fyrir
einum tíu árum, i Guðna Guðmunds-
son rektor og spurði um kennslu við
Menntaskólann. Hann tók vel í það
en varð aldrei þessu vant orðfall þeg-
ar ég sagðist vilja kenna íslensku.
Hann kannaði málið og þeir Jón
Guðmundsson ákváðu að leyfa mér
að spreyta mig. Það er ein mesta
traustsyfirlýsing sem ég hef fengið
um dagana.“
Stafsetning og setningafræði
Ragnheiður hefur samið tvær
kennslubækur í íslensku, aðra um
stafsetningu og hina í setningafræði.
„Bókin um stafsetninguna var sex
sumur í smíðum,“ segir hún, „en hún
er að hluta sjálfkennandi, því að
nemandinn getur flett upp reglunni
neðanmáls þegar hann gerir villu.“
I M.R. eru gerðar miklar kröfur til
nemenda, ekki síst í stærðfræði og
stafsetningu enda eru þessar greinar
oftast aðalfallfögin á fyrsta ári. Það
er því brýnt að kennslubækumar
séu ítarlegar.
„Setningafræðibókin var mér níu
mánaða vinna í fuilu starfí og er þó
enn á tilraunastigi," segir Ragnheið-
ur, „en ný kennslubók var orðin
nauðsynleg því að unglingarnir
skildu illa bók Bjöms Guðfinnssonar.
Ég hef haft gaman af að glíma við að
semja þessar bækur en þær hafa
óneitanlega tafið mig frá aðaláhuga-
málinu, þ.e. gerð margmiðlunar-
kennsluefnis."
Margmiðlun og gildi þess að
lesa fyrir börn
Skólaárið 1995-1996 var Ragn-
heiður gistifræðimaður við Harvard-
háskólann í Bandaríkjunum. Þar
fann hún loks kennsluforrit sem hún
hafði lengi svipast um eftir og komst
inn á námskeið í notkun þess. Forrit-
unarhlutinn reyndist henni erfiður
en aftur á móti var hennar sterka
hlið að búa til námsefnið því hún
kunni frá gamalli tíð aðferðir Skinn-
ers sem nú er reyndar kominn í há-
tísku aftur enda óhugsandi að semja
margmiðlunarefni sem ekki byggist
að meira eða minna leyti á aðferðum
hans.
„Ég bjó þarna til tölvustýrt efni í
íslensku og líkist notkun þess helst
einkakennslu fyrir nemendur," segir
hún. Kostirnir við tölvustýrt nám
eru margir en sá helstur að nemand-
inn getur fetað sig fram sjálfur stig
af stigi og ávallt séð hvar hann
stendur. Hann getur stjórnað hrað-
anum og verið virkur með „kennara"
sem aldrei þreytist.
Ragnheiður hefur mikinn áhuga á
að semja meira mai'gmiðlunarefni en
segist varla leggja í það nema með
aðstoð forritara.
í Harvard rakst Ragnheiður
óvænt á niðurstöður í kennslufræði-
rannsóknum sem sýndu aliar hið
sama, en það er ekki algengt innan
þeirra fræða, nefnilega að yndislest-
ur fyrir ólæs börn gæti skipt sköpum
fyrir málþróun þeirra og námsár-
angur síðar meir. Orðaforði, setning-
argerð og frásagnarmáti barna sem
lesið hafði verið reglulega fyrir frá
unga aldri var áberandi betri en
hinna sem lítið eða ekkert var lesið
fyrir. Ragnheiður skrifaði um þetta í
Morgunblaðið í desember árið 1995
og vakti það mikla athygli. Hún var
kölluð í útvarpsviðtöl og beðin um að
halda fyiirlestra um efnið. „Barn
sem farið hefur á mis við þessa
lestarreynslu, þarf þúsund aukatíma
tii að standa jafnfætis „bókvönum"
bekkjarsystkinum," skrifaði hún.
Geta börn talað íslensku?
„Annars er kennslufræði íslensku
brotakennd,“ segir hún, „alveg frá
leikskóla og upp úr.“ Hún hefur sjálf
mælt með svokölluðum mynsturæf-
ingum í móðurmálskennslu, en það
er aðferð sem notuð hefur verið öld-
um saman til að kenna erlend tungu-
mál.
Mynsturæfingar eru munnlegar
og verða að ganga hratt og snurðu-
laust.“ Hér verður aðeins nefnt eitt
lítið dæmi. Nemendur raða sér í
hálfhring á móti kennaranum og æf-
ingin hefst en markmiðið getur til
dæmis verið að sigrast á þágufalls-
sýki:
Kennari: Mig langar í brauð. (Svo
segir hann „þú“, bíður og bendir á
einhvern nemanda sem segir:)
Nemandi: Þig langar í brauð.
Kennari: Hann. (Bendir á annan)
Nemandi: Hann langar í brauð.
Kennari: Þeir.
Nemandi: Þeim langar í brauð.
Kennari: Þá langar í brauð (leiðrétt-
ir).
Og svo heldur æfmgin áft-am
þangað til allir hafa skilið og rétt
málnotkun er orðin þeim ósjálfráð.
„Börn eiga orðið erfitt með að tjá
sig á móðurmálinu, orðaforðinn er
svo rýr,“ segir Ragnheiður, „ung-
lingar skilja ekki orð eins og „níð-
þungur" og „hroðvirkur" eða orða-
sambönd eins og „að líða undir lok“,
„hamar og sigð“, „að vera saddur líf-
daga“ eða „glaður og reifur". Það
þarf að kenna miklu meira í íslensku
en nú er gert, ekki síst yngstu nem-
endunum.“
Ragnheiður segir góða námsmenn
oft slaka í móðurmálinu og hún vill
að samin verði málvöndunarorðabók
af hópi góðra penna. Bókin ætti að
sýna hvaða orð og setningar teldust
góð og gild íslenska.
Versta slysið í grunnskólanum
„Eitt versta slysið í gi-unnskólan-
um tel ég vera þá ákvörðun að nem-
endur skuli færast milli bekkja hvort
sem þeir ná prófum eða ekki,“ segir
Ragnheiður, „það er góðmennska á
villigötum. Kennarar fylgja námskrá
en nemendur þurfa hvorki að læra
efnið né standa sig fremur en þeir
vilja. Það er á skakk og skjön við alla
skynsemi og lífið utan skólastofunn-
ar.“
Hún spyr: Hvaða áhrif hefur það á
grunnskólanema sem sest í fyrsta
bekk og fréttir fljótlega að hann fær-
ist sjálfkrafa milli bekkja hvort sem
hann lærir námsefnið eða ekki? Það
skiptir ekki einu sinni máli hvort
hann verður læs og skrif-
andi, áfram skal hann upp
í næsta bekk. Það er !
nefnilega ekki hægt að
falla í grunnskóla.
Ragnheiður telur jafn- |
rangt að taka ekki tillit til
mismunandi getu eins og
ef knattspyrnuþjálfari
raðaði saman í lið verð-
andi landsliðsmönnum og
byrjendum. Hún telur að
tilraunin með blandaða
bekki hafi misheppnast
nema e.t.v. í höndum ein-
hverra ofurkennara, sem I
ekki eru á hverju strái, og |
hætt sé við að enginn fái .
kennslu við hæfi. „Meðan
byrjunaratriði eru tuggin
í þá slökustu leiðist hin-
um. Þegar kennslunni er
beint að þeim bestu fer
efnið fyrir ofan garð og
neðan hjá þeim lélegustu.
Ef reynt er að fara bil
beggja og kenna miðl-
ungsnemendunum leiðist I
öllum því að óróleiki j
þeirra sem ekki tilheyra
miðjunni smitar hina,“ I
segir hún og bætir við að
sú spá hafi brugðist að að
blöndun í bekki tryggði
gagnkvæman skilning og
yki samheldni ólíkra ung-
menna. Einelti og andfé-
lagsleg hegðun hafi einmitt
aukist.
„Þetta er skortur á skynsemi í j
skólastarfi," segir hún og spyr:
„Skyldi ekki vera sársaukaminna að 1
sitja í bekk með sínum líkum en að I
þurfa að afbera það á hverjum degi
að afhjúpa fáfræði sína og skilnings-
leysi fyrir augum allra í bekknum?“
Afleiðingin af blöndun í bekkjum
er oft agavandamál að mati Ragn-
heiðar, „eða geta menn ímyndað sér
hvílíkt álag það er á kennara og
nemendur að vinna í bekk jneð bráð-
gáfuðum og vinnusömum nemendum t
annars vegar og hins vegar nemend-
um sem vantar allan grunn og skilja I
minnst af því sem fram fer?“ |
Hún segir margar lausnir vera á
þessum vanda. Það hljóti allh' að sjá
að ólæsum eða treglæsum nemend-
um sé lítill gi'eiði gerður með því að
færast bekk úr bekk og eiga æ erfið-
ara með að tileinka sér námsefnið.
Blekking að allir séu jafnir
„Kennai-ar mínir í Harvard töldu
að fyrst ætti að reyna sérkennslu. Ef
hún dygði ekki væri alrangt að 1
hleypa nemendum upp í næsta ár- j
gang nema lestrargeta væri viðun-
andi. Það finnst mér reyndar ör-
þrifaráð en til þess að komast hjá því
mætti t.d. vera með þrenns konar
námsefni, einfalt, miðlungs- og ítar-
legt. Það gæfi nemendum færi á að
læra sama efni og jafnaldrarnir þótt
mestöllum tímanum væri eytt í lestr-
arnámið. Síðan gætu þeir tekið upp
þráðinn þar sem írá var horfið og
haldið áfram með hinum án þess að |
hafa misst neinn tíma. Þegar Lestr-
armiðstöð KHÍ prófaði fyrir 1
nokkrum árum hóp þriðjubekkinga í
M.R. sem voru slakir í stafsetningu
kom í ljós að alimargir þeirra voru
enn torlæsir sextán ára. Slíkt er auð-
vitað fáránlegt."
Ragnheiður vill líka auka aftur ut-
anbókarlærdóm í kennslu líkt og
Bandaríkjamenn stunda óhræddir.
Hún segist hafa spurt kennara í 1
Harvard hvaða aðferðir væru notað-
ar í bandarískum skólum til að
kenna 16 ára krökkum stafsetningu.
„Þeir horfðu forviða á mig og svör-
uðu: „Þá er löngu búið að kenna
þeim stafsetningu."
Ragnheiður Briem segir í lokin að
það sé blekking í skólakerfinu að all-
ir séu jafnh’. „Hæfileikar manna eru
ólíkir og liggja á ýmsum sviðum og
það þarf að opna augu foreldra, sem
telja að börnin þurfí endilega að
verða stúdentar, fyrir hinum marg-
víslegu leiðum í menntakerfinu. 1
Nemandi getur t.d. orðið doktor í
verkfræði þótt hann hafði aldrei orð-
ið stúdent."