Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Leiga í félagslegum íbúðum í Reykjavík AÐ undanförnu hef- ur farið fram nokkur umræða í íj'ölmiðlum um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leiguíbúða Reykjavík- urborgar. Þar sem nokkurs misskUnings virðist gæta í þessari 'ðrmræðu, einkum um framtíðarstöðu leigj- enda íbúðanna, er und- ii-ritaðri bæði ljúft og skylt að leggja nokkur orð í belg í þeirri von að það megi verða til þess að eyða misskilningi og mögulegum áhyggjum af versnandi hag þess- ara leigjenda. Félagsbústaðir hf. starfsmenn hennar munu framvegis sem hingað tU úthluta leiguí- búðunum í umboði fé- lagsmálaráðs. Skylda og ábyrgð starfsfólks Fé- lagsmálastofnunar snýr að fólki en ekki fast- eignum og því skiptir mestu að hafa viðunandi félagsleg úrræði fyrir fólk í vanda og þar eru húsnæðismálin eitt af mikilvægustu úrlausn- arefnunum. Því er ekki að leyna að mikill skortur er á leiguhúsnæði á viðun- andi verði í borginni og það er einlæg von allra sem að mál- inu koma hjá Reykjavíkurborg að umrædd breyting verði lóð á vogar- Lára Björnsdóttir Rétt er að Reykjavíkurborg hef- ur sett á fót sérstakt félag, Félags- bústaði hf., til þess að annast um- sýslu og rekstur almennra leiguí- Jj^ða borgarinnar. Markmiðið með Þessari breytingu er að bæta rekst- ur leiguíbúðanna m.a. með því að koma rekstrinum á eina hendi en fram til þessa hafa margar stofnan- ir í borgarkerfinu komið að honum. Einn af þeim rekstrarþáttum sem ætlunin er að breyta með þessu fyr- irkomulagi er að auka markvisst viðhald eigna á grundvelli áætlana til langs tíma. Þannig mun skapast möguleiki á bættri þjónustu við leigjendur þessara íbúða. Þótt Fé- lagsbústaðir hf. sé hlutafélag er það * Ifarið í eigu Reykjavíkurborgar. Þannig ber borgin fulla ábyrgð á rekstri leiguíbúðanna m.a. á grund- velli sveitarstjórnarlaga og þeirrar skyldu sem lögð er á sveitarfélagið í lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga um að útvega efnalitlu fólki félagslegt húsnæði. Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar er sú borgarstofnun sem sinnir skyldum Reykjavíkurborgar sem kveðið er á um í lögum um fé- lagsþjónustu m.a. hvað varðar leiguhúsnæði til efnalítilla einstak- linga og fjölskyldna eins og að ofan greinir. Engin breyting verður hér á með stofnun rekstarfélags um ^búðirnar. Félagsmálastofnun og Það er von mín að breytingar verði þeim til hagsbóta, segir Lára Björns- dóttir, sem í bráð og lengd þurfa á fé- lagslegu leiguhús- næði að halda. skálina til að auka framboð af slíku húsnæði. Upphæð leigu - húsaleigubætur Fram til þessa hefur leiga í fé- lagslegum leiguíbúðum Reykjavík- urborgar verið niðurgreidd, enda hafa íbúðirnar verið leigðar efnalitl- um einstaklingum og fjölskyldum sem oftar en ekki glíma auk þess við önnur vandamál, svo sem ómegð, atvinnuleysi, veikindi og/eða fötlun. Lengst af þótti þetta fyrirkomulag félagslegs stuðnings eðlilegt en ný viðhorf bæði til fé- lagsþjónustu og opinbers reksturs hafa um nokkurt skeið kallað á Frábær fyrirtæki 1. Lítið iðnaðarfyrirtæki fyrir laghentan mann. Framleiðir úr plasti. Laust strax - gott verð ef samið er strax. 2. Glæsileg snyrti- og skartgripaverslun til sölu. Er staðsett í versl- unarmiðstöð. Vel þekkt fyrirtæki sem selur góð merki. Laus strax. Gott verð. 3. Blóma- og gjafavöruverslun, ein sú fallegasta í borginni. Siðlegur afgreiðslutími. Góðar innréttingar, góð staðsetning. Laus strax. 4. Skyndibitastaöur til sölu sem sérhæfir sig í sölu á kjúklingum. Góð velta og góð staðsetning. Mikið af tækjum og sæti fyrir marga í sal. Laus strax. 5. Virðulegur og vinsæll kínverskur veitingastaður með austurlensku yfirbragði. Sæti fyrir 40-50 manns. Gott eldhús með öllum tækjum. Mjög hagstætt verð. Góð staðsetning. 6. Gistiheimili í Reykjavík. Nýlega innréttað og allt keypt nýtt. Góð staðsetning. Mikið af pöntunum fyrir næsta sumar farnar að streyma inn. Leigt skólafólki á veturna. Skipti á húsnæði mögu- leg. 7. Stór myndbandaleiga og sælgætissala til sölu á góðum stað. Skipti á bíl möguleg. Mikil velta og gott safn af myndbandspólum. Matvöruhorn og ísvél. Laust strax. 8. Sérverslun með leiki, þrautir, leikföng o.þ.h. Gífurlega miklir möguleikar, enda mikið keypt af slíkum vörum. Góð staðsetning. Sanngjarnt verð. Laus strax. Höfum trausta kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum: 1. Fyrirtæki tengt sjávarútvegi. 2. Stórum heildverslunum í ýmsum vöruflokkum. 3. Stóri og góðri vélsmiðju á höfuðborgarsvæðinu. 4. Framleiðslufyrirtæki fyrir landsbyggðina. 5. Tæknilegu hugbúnaðarfyrirtæki. 6. Framleiðslufyrirtæki í matvörum o.fl. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUOURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. breytingar. Eðlilegt hefur þótt að gera kostnað sveitarfélaganna vegna leiguíbúða „sýnilegan" t.d. með því að hafa leiguverð í sam- ræmi við raunkostnað. Enn fremur er það í takt við tímann að breyta niðurgreiðslum íbúðanna í stuðning við leigjendur sjálfa og veita hann í formi almenns opinbers stuðnings við leigjendur, þ.e. með húsaleigu- bótum. Slík niðurgreiðsla tekur mið af efnum og ástæðum hvers leigj- anda en fylgir ekki íbúðinni eins og nú er. Þeir sem komið hafa nálægt því að veita félagslega þjónustu eða sem neytendur hennar vita að með því að hafa hana almenna en ekki sértæka eru minni líkur að þeir sem hennar njóta verði fyrir stimplun eða útskúfun. Ný lög um húsaleigubætur Reykjavíkurborg hefur greitt húsaleigubætur til leigjenda í borg- inni frá árinu 1995 eða frá því að lög um húsaleigubætur gengu í gildi á Islandi og hefur Félagsmála- stofnun séð um umsýslu þeirra og útborgun. í lögunum sem í gildi voru til áramóta 1997 var ekki heimilt að greiða húsaleigubætur til þeirra sem bjuggu í félagslegu leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaga eða ríkis. Nýsamþykkt lög um húsaleigubætur frá 1. janúar 1998 breyttu þessu. Lögin taka nú til alls leiguhúsnæðis en heimila þó sveit- arfélögum að taka þessar íbúðir inn í kerfið í áfóngum eða þegar leigu- samningum hefur verið_ breytt og í síðasta lagi árið 2000. í Reykjavík renna flestir leigusamningar út um mitt ár 1998 þar sem þriggja ára leigusamningar voru teknir upp ár- ið 1995 í stað ótímabundinna samn- inga áður. Þá mun Félagsmála- stofnun taka upp greiðslur húsa- leigubóta til leigjenda þessara íbúða eins og annarra leigjenda í borginni. Hagur efnalítilla leigjenda í fé- lagslegu leiguhúsnæði borgarinnar (Félagsbústaða) mun ekki versna við ofangreindar breytingar. I umræðunni um ofangreindar kerfisbreytingar hefur því verið haldið fram að þegar Félagsbústað- ir hf. færi leiguupphæðir í kostnað- arverð muni sú hækkun færast yfir á herðar öryrkja, einstæðra for- eldra og annars efnalítils fólks sem býr í leiguíbúðum borgarinnar. I þessari staðhæfingu er e.t.v. mesti misskilningurinn fólginn. Mikil- vægt er að það komi skýrt fram að Reykvíkingar, sem vegna aðstæðna sinna geta ekki greitt hærri leigu í félagslegum leiguíbúðum borgar- innar en þeir gera nú, munu fá þá hækkun bætta er verða kann á leigu í nýju fyrirkomulagi. Eins og áður sagði mun Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar sjá um þessar greiðslur og nýta húsaleigubóta- kerfið fyrir þennan hóp sem og aðra leigjendur. Þar sem grunn- fjárhæðir húsaleigubóta nægja ekki til þess að bæta þann mismun er kann að myndast við hækkun leigu- verðs verður bætt við auknum greiðslum til leigjenda í leiguhús- næði Reykjavíkurborgar, enda gera ný lög um húsaleigubætur ráð fyrir að sveitarfélög geti sett sér reglur um hærri upphæðir en sem nemur grunnfjárhæðum húsaleigu- bóta sem öllum sveitarfélögum er skylt að greiða. Það er von mín að þær breyting- ar sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni muni skila sér til hags- bóta fyrir þá Reykvíkinga sem í bráð og lengd þurfa á félagslegu leiguhúsnæði að halda í borginni. Höfundur er félagsmálastjóri ( Reykjavík. Stærsta skref í umhverfis- hreinsun FRÁVEITA Reykja- víkur og hreinsun strandlengjunnar á höf- uðborgarsvæðinu hefur verið nefnd stærsta skref í umhverfis- hreinsun sem stigið hefur verið hér á landi. Með því hefur verið tekin ótvíræð forysta í umhverfismálum sem vonandi verður höfð til eftirbreytni um allt land á næstu árum. Skólpmengun við strandlengjuna hverfur Hreinsi- og dælu- stöðin við Ánanaust, sem gangsett var mánudaginn 12. janúar, var einn mikilvægasti áfanginn í þessu verkefni. Byggingin sjálf lætur ekki mikið yfir sér og hún fellur vel inn í umhverfið. Hið sama er að segja Stefnt er að því að ljúka verkinu árið 2000, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og þá verður tímabært að lækka holræsa- gjaldið verulega, til þess að leggja sér- staka áherslu á að hér var um einstakt átak að ræða. um allt það fráveitukerfi sem hefur verið mótað og lagt á undanfórnum árum og útrásina, sem teygir sig fjóra kílómetra út í flóann. Þetta eru ekki áberandi mannvirki, enda að stórum hluta grafin í jörðu eða lögð neðansjávar. En áhrif þeirra eru þeim mun sýnilegri og ánægju- legri fyrir borgarbúa. Það er þeirra vegna sem öll suður- og vestur- strönd borgarinnar sem og strand- lengja Seltjamarness er nú orðin ákjósanlegt útivistarsvæði og það styttist óðum í að segja megi með stolti, að hreinar fjörur í fögru um- hverfi séu útivistarperlur borgar- búa. Fráveita Reykjavíkur verður næstum fullgerð árið 2000, en þá er áformað að gangsetja aðra hreinsi- og dælustöð við Héðinsgötu. Með starfrækslu hennar hverfur öll skólpmengun við strandlengjuna. Þá verður skilningarvitum okkar boðið til veislu í fjöruferðum og við getum leyft þeim að njóta sín til fulls án þess að þurfa að þola daun- illa sjónmengun. Fráveita Reykja- víkur síar úr fráveituvatninu öll föst efni og veitir því út í hafstraum þar sem náttúran sjálf sér um að brjóta niður úrganginn. Samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið mun fráveituvatnið frá höfuð- borgarsvæðinu ekki hafa skaðleg áhrif á vistkerfi sjávar. Reykjavík, fyrirmynd annarra borga Þessar framkvæmdir tengjast allar stefnu borgaryfirvalda, þar sem umhverfísmál eru nú í brennidepli. Þau ganga eins og rauður þráður i gegnum framtíðar- sýn nýs Aðalskipulags. Reykjavík- urborg er eina sveitarfélagið á Is- landi sem hefur undirritað Álaborg- arsáttmálann, þar sem 250 borgir og bæir í Evrópu skuldbinda sig til að gera samfélag sitt sjálfbært í umhverfís- málum. Til að fylgja þessari skuldbindingu eftir hefur verið skipuð nefnd til að móta um- hverfisstefnu Reykja- víkurborgar og önnur um sorphirðu og sorp- förgun. Unnið er að vistfræðilegri úttekt á ám og vötnum borgar- innar, með Elliðaár sem aðalviðfangsefni og fjögur borgaríyrir- tæki og stofnanir eru nú í sérstakri umhverf- isúttekt. Hugtökin borgarhirða og heima- hirða þurfa að öðlast sess í hugum okkar allra og endurspegla þá ábyrgð sem borgaryfirvöld og heimilin í borginni bera sameigin- lega á því að gera Reykjavík að íyr- ii-mynd annarra borga, fallega, hreina og vistvæna. Hver kynslóð Reykvíkinga hefur lyft Grettistaki í umhverfismálum. Vatnsveitan, Rafmagnsveitan og Hitaveitan voru á sínum tíma stór: kostleg framfaraspor í Reykjavík. I aðveitumálum höfðu Reykvíkingar forgöngu, að vísu með ærnum til- kostnaði, en sú fyrirhöfn hefur sldl- að borgarbúum hvað mestum lífs- kjarabótum. Sú kynslóð Reykvíkinga sem stendur nú undir framkvæmdum við fráveituna er að búa í haginn fyrir sjálfa sig, en ekki síður og jafnvel enn frekar fyrir börn sín og afkomendur. Hún mun ekki fá síðri eftirmæli en þær kynslóðir sem stóðu undir kostnaði við Vatnsveit- una, Rafmagnsveituna og Hitaveit- una. Sjóbaðstaður í Nauthólsvík Framkvæmdir við fráveitu Iteykjavjkur hafa verið kostnaðar- samar. Á þessu kjörtímabili hefur verið varið rúmlega 2.100 milljón- um króna til þessara framkvæmda, en þar af hafa um 200 milljónir ki’óna komið frá samstarfsaðilum borgarinnar, Kópavogsbæ, Garða- bæ og Seltjarnarnesbæ. Að auki hafa á árunum 1994 til og með 1998 verið greiddar 460 millj. króna í vexti af lánum sem áður voru tekin til þessara framkvæmda. Hlutdeild holræsagjaldsins í þessum fram- kvæmdum er um 1.890 milljónir króna. Stefnt er að því að ljúka verkinu árið 2000 og er áætlaður kostnaður við þann áfanga um 2.000 milljónir. Þá verður tímabært að lækka holræsagjaldið verulega, til þess að leggja sérstaka áherslu á að hér var um einstakt átak að ræða og marka lok þess. Eins og þeir muna sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur, var oft fjörugt baðstrandarlíf á fögi’um sumardögum í Nauthólsvík, en vegna mengunar sjávar varð að loka þessum vinsæla útivistarstað. Nú þegar eru sjór og fjörur þar til mikilla muna hreinni en var fýrir nokkrum árum. I tilefni opnunar þessarar nýju hreinsistöðvar hefur Borgarstjóm Reykjavíkur ákveðið að hefja framkvæmdir við útivistar- og baðsvæði í Nauthólsvík og end- urheimta þennan fyrrum sjóbað- stað Reykvíkinga. Gert er ráð fyrir að leiða vatn úr hitaveitutönkunum í Öskjuhlíð út í sjó svó þar megi baða sig í ylvolgum sjónum. Til að fylgja þessari framkvæmd enn frekar eftir hef ég ákveðið að strengja þess heit að synda yfir Nauthólsvíkina þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 2000, kl. 14. Höfundur er horgurstjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.