Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra st/iðið kl. 20.00: HAMLET — William Shakespeare 7. sýn. fim. 15/1 örfá sæti laus — 8. sýn. sm. 18/1 örfá sæti laus — 9. sýn. fös. 23/1 örfá sæti laus — 10. sýn. sun. 25/1 — 11. sýn. fim. 29/1. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 16/1 - lau. 24/1 - fös. 30/1. GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Lau. 17/1 uppselt — fim. 22/1 uppselt — lau. 31/1. YNDISFRÍÐ OG ÓFRESKJAN - Laurence Boswell Sun. 18/1 kl. 14 - sun. 25/1 kl. 14. Sýnt i Loftkastalanum kl. 20.00: LISTAVERKIÐ — Yasmina Reza Fos. 16/1. --GJAFAKORT ER GJÖF SEM GI.EÐtJR-- Miðasalan er opin mánud. —þriðjud. kl. 13—18, miðvikud. —sunnud. kl. 13—20. Simapantanir frá kl. 10 virka daga. Hver myrti Karó(ímt) fös. 16. jan. kl. 20 fim. 22. jan. kl. 20 lau. 24. jan. kl. 22.30 „Snilldarlegir kómískir taktar leikaranna. Þau voru satt aö segja morðfyndin. (3&.DV) ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHÚS KRINGLUKRÁIN i MAT EÐA DRYKK - á góðri stund UFANDI TÓNUST ÖLL KVÖLD FJÖGUR HJÖRTU eftir Ólaf Jóhann Ólafsson 5. sýn. fim. 15. jan. kl. 20 uppselt, 6. sýn. sun. 18. jan. kl. 16 uppselt, 7. sýn. sun. 18. jan. kl. 20 uppselt 8. sýn. fös. 23. jan kl. 20 uppselt, 9. sýn. sun. 25. jan. kl. 20 uppselt 10. sýn. fim. 29. jan. kl. 20 ÁSAMATÍMAAÐÁRI Lau. 17. jan. kl. 20 örfá sæti laus Síðustu sýningar LISTAVERKIÐ fös. 16. jan. kl. 20. VEÐMÁLIÐ Næstu sýningar verða í janúar Loftkastalinn, Seljavegi 2, Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10-18, helgar 13—20 / %ls \ p " Bætt kjör kvenna skila sér til barnanna og samfélagsins. Munið gíróseðlana. <UlT hjálparstofnun — VTirV kirkjunnar - hcima og hciman Morgunblaðið/Jón Svavarsson VEL fór á með þeim Áslaugu Hansen, Láru Stephensen og Konráði Ásgrímssyni. Fjölmennur nýársfagnaður ► HIN árlega nýársskemmtun hjónanna Láru Stephensen og Guðmundar Jóhannssonar var haldin í Ártúni um sfðustu helgi. f'Lára og Guðmundur hafa haldið ■ þeim sið að bjóða hópi vina, vel- unnara og vandamanna til nýárs- fagnaðar sem var þó heldur fjöl- mennari nú en síðustu ár. Að þessu sinni komu um 300 manns en hing- að til hafa þetta verið um 30 til 50 manna teiti. Hljómsveitin Tvöföld áhrif lék fyrir dansi og lauk gleð- inni ekki fyrr en undir morgun. HARALDUR, Skúli og Ragnar komu frá Færeyjum til að skemmta sér. FÓLK í FRÉTTUM CHARLTON Heston og Linda Harrison í geim- ævintýrinu Apaplánetunni. GEORGE C. Scott neitaði óskarnum fyrir túlkun sína á Patton. STEVE McQueen og Dustin Hoffman léku í Papillon sem hefur elst afar vel. SÁ SEM er með meira hár á höfðinu er leik- stjórinn Franklin Schaffner og kvikmynda- stjarnan er vitaskuld Yul Brynner. Þarna vinna þeir að tökum á myndinni „The Double Man“. FRANKLIN J. SCHAFFNER FRANKLIN J. Schaffner var einn þeirra leiksljóra sem áttu athygl- isverðan en endasleppan feril. Hans var þó óvenju glæstur því á árunum 1964-’73 fóru fáir f fötin hans. Satt best að segja fínnst mér Schaffners ekki minnst að verð- leikum, slíkan svip sem hann setti á þetta gróskumikla tímabil. Hann kom upp í hugann þegar fréttist í vikunni að James Cameron hefði loks fengið fjármagn til að fram- leiða endurgerð Planet ofthe Apes, með sjálfan Oliver Stone í leikstjórastólnum. Ein ástæðan fyrir gleymskunni er sjálfsagt að ferill hans hreinlega lognaðist út af með nokkrum, auðgleymdum myndum. Eftir að hafa kynnst kvik- myndagerð í síðari heimsstuijöld- inni sneri laganeminn Schaffner sér til CBS í stríðslok en settist aldrei aftur í háskóla. Eftir langan feril við gerð sjónvarpsmynda og fern Emmyverðlaun, kallaði Hollywood. Þegar þangað var komið var Schaffner tekinn að reskjast. Var kominn á fimmtugs- aldur er hann lauk við fyrstu kvik- Sígild myndbönd myndina, The Stripper, (‘62), for- vitnilega og nokkuð minnisstæða, með Joanne Woodward. Strax með annarri mynd sinni, The Best Man, (64), vakti Ieikstjór- inn athygli á sér sem hæfileika- manns með örugga og árangurs- ríka stjórn á leikurum og mynd- rænni frásögn. The Best Man var unnin af einstölum hóp valin- kunnra listamanna, en þessi óvægna ádeila á sjálft forsetaemb- ættið og hráskinnaleikinn í kring- um val Bandaríkjamanna á þjó- höfðingjum fór fyrir bijóstið á al- menningi. Myndin er byggð á um- töluðu Ieikriti eftir stórskáldið og háðfuglinn Gore Vidal, sem sjálfur samdi kvikmyndagerðina sem seg- ir af miskunnarlausri baráttu tveggja forsetaframbjóðenda. Báðir sækjast eftir stuðningi hins fársjúka, sitjandi forseta og beita til þess misjöfnum meðölum. Oll þessi hlutverk eru vel leikin. Cliff Robertson skapar eftirminnilega ósvífna persónu sem ekkert er heilagt í stríðinu við heldur sóma- kærari keppinaut sem Henry Fonda leikur af ámóta snilli. Lee Tracy var einnig magnaður sem gamli forsetinn, og margir fleiri, góðleikarar komu við sögu. Sjálf- ur Haskell Wexler stjórnaði svart/hvítri myndatökunni. Ein besta mynd Schaffners, en því miður ófáanleg ný eða á leigu hér- lendis. ★★★★ Nú er skammt stórra högga á milli. Næsta stórmynd Schaffners er hin vanmetna og sjaldséða The War Lord, (‘65), þá The Double Man, (‘67), njósnamynd með Yul Brynner í tvöföldu hlutverki, síð- an koma toppmyndirnar hans, hver á eftir annarri, með hina slarkfæru. Nicholas and Alex- andra, (‘71), innámilli. Fyrst The Planet of the Apes, (‘69), Patton, (‘71), Papillion, (‘76) Þá koma tvær miðlungsmyndir, Islands in the Stream, ‘78) og The fíoys From Brazil, (‘79). Þrjár þær síðustu eru vægast sagt ómerkilegar; Sphinx, (‘82), Yes, Giorgio, (82), Welcome Home, (‘89). Snúum okkur að toppunum. PATTON (1969) ★ ★★★ Myndin um hinn herskáa, snjalla en skapmikla hershöfðingja George Patton hleypti nýju blóði í stríðs- myndirnar. Segir frá uppgangi eins hæfasta hershöfðngja sögunnar uns skapið varð honum að falli. Fylgst er með sigrum hans frá landtökunni í Afríku, síðan innrásinni á Sikiley og meginlandið. Stríðsmyndir ger- ast ekki áhrifaríkari. Leikstjórn Schaffners er í engu ábótavant, hvort sem hann fæst við eitthvert hinna margfóknu bardagaatriða eða persónur í nærmynd. George C. Scott gerir hinum litríka hershöfð- ingja góð skii og Karl Malden er ekkert síðri sem Omar Bradley, annar mikilhæfur herforingi í síðara heimsstríðinu. Hluta af hinum slá- andi sjónræna þætti myndarinnar og mikilleik ber að þakka kvik- myndatökustjóranum Fred Koene- kamp og Jerry Goldsmith átti einn af sínum mörgu góðu dögum sem kvikmyndatónlistarskáld. Patton er frá einu sterkasta upphafsatriði kvikmyndasögunnar, allt til loka, hrífandi og áhrifamikil upplifun. Spennandi, stílhrein og skynsam- leg, þökk sé Schaffner og hans góða fólki, ekki síst Óskarsverðlauna- handritshöfundinum Francis Ford Coppola. APAPLÁNETAN - PLANET OF THE APES (1968) •kirkVi Menn bjuggust almennt ekki við miklu þegar Schaffner fór í gang með kvikmyndagerð lítt kunnrar vísindaskáldsögu, sem höfundur- inn, Pierr Boulle (Brúin yfir Kwai fljótið), sagðist hafa samið sér til gamans og væri ókvikmyndanleg. Annað kom á daginn. Apaplúnetan varð samstundis sígild. Hefst á sterku inngangsatriði er áhöfn geimskips (á ferð gegnum rúm og tíma) vaknar af löngum svefni við að eitthvað fer úrskeiðis, það er að lenda á ókunnri plánetu. Samband- ið við jörð er rofið. Geimfararnir eiga ekki í erfiðleikum með að að- lagast hinu nýja umhverfi en kom- ast fljótlega að því að hér ráða apar ríkjum, sem taka þá fljótlega til fanga. Stjórnandi geimskipsins (Charlton Heston) tekst að sleppa að lokum og kemst þá að hinum hræðilega sannleika um lendingar- staðinn. Einföld sagan leynir á sér. Erum við á hraðleið að umturna sjálfri náttúrunni, og hvað bíður okkar þá? Framvindan er vel uppbyggð frá mögnuðu upphafinu, dettur aðeins niður um miðbildð en endasprettur- inn er stórkostlegur og lokaatriðið, þegar Heston uppgötvar (sér til skelfingar) hvar hann er staddur, er sláandi. Gervi og búningar apanna eru völundarsmíð sem ollu straum- hvörfum á því sviði. Framhalds- myndimar urðu einar fjórar, flestar auðgleymdar. PAPILLION (1976) kkkxk Hin langa og spennandi Papillion er byggð á samnefndum endur- minningum Henris Chamiére, eina fangans sem tólst að sleppa frá hinu illræmda fangelsi á Djöflaeyjunn, undan ströndum Suður-Ameríku. Ein lamgbesta ævintýi’a- og spennumynd síðustu áratuga, hefur elst bærilega og er alltaf jafn skemmtileg áhorfs. Steve McQueen var ekki mikill skaðgerðarleikari en er einkar trúverðugur sem fanginn sem lagði allt í sölurnar fyrir frelsið og endurheimti það í annarri til- raun. Dustin Hoffman er ekki síðri sem undarlegur hjálparmaður hans og samfangi. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.