Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Viðræður um lausn deilunnar á Norður-frlandi hefjast að nýju Bretar og Irar semja um nvja friðaráætlun Bresk og írsk stjórnvöld náðu í gær samkomulagi um nýjar til- lögur sem þau vona að bindi enda á þráteflið í friðarviðræð- unum á Norður-írlandi sem hófust að nýju í gær. RÍKISSTJÓRNIR Bretlands og írlands lögðu í gær fram nýjar tillögur um hvemig reynt yrði að leysa deilu mótmælenda og kaþólikka um framtíð Norður-írlands. Gert er ráð fyrir að samið verði um þær í friðarviðræðunum, sem hófust að nýju í Belfast í gær eftir mánaðar hlé. í tillögunum er gert ráð fyrir því Norður-ír- land fái eigið þing og stofnað verði „ráðherraráð" skipað fulltrúum Irlands og Norður-írlands. Þá er lagt til að breytingar verði gerðar á þeirri grein stjórnarskrár írlands þar sem gert er tilkall til Norður-írlands og að breskum lögum um stjórn héraðsins verði einnig breytt. Að sögn The Daily Telegraph hafa ennfremur verið til umræðu hugmyndir um að stofna „eyja- ráð“, skipað fulltrúum ríkisstjóma Bretlands og írlands og þinganna í Skotlandi og Wales. Ekki var Ijóst hvers konar völd ráðið ætti að fá, en breska stjómin vildi að það yrði aðeins til ráð- gjafar um málefni Norður-írlands. í viðræðunum um tillögurnar lagði breska stjómin áherslu á að þjóðernissinnar og sam- bandssinnar á Norður-írlandi deildu með sér völdunum. írska stjómin lagði hins vegar áherslu á að Bretar og írar stjórnuðu Norður-írlandi í Reuters DAVID Andrews, utaiirikisráðherra írlands, og Mo Mowlam, írlandsmálaráðherra í ríkisstjorn Bretlands, á fréttamannafundi að loknum samningafundi í gær. sameiningu, en flokkar mótmælenda hafa verið andvígir slíkum hugmyndum. Hóta hermdarverkum að nýju Blair var staddur í Japan um helgina en ræddi málið í síma við embættismenn í Dublin og London og leiðtoga norður-írskra flokka þegar færi gafst. Allir sem taka þátt í friðarumleitunun- um era sammála um að þær þurfi að bera skjótan árangur, annars sé hætta á því að friðarviðræð- umar í Belfast, sem hófust í júní 1966, fari út um þúfur. Blair kvaðst þó vera fullviss um að sam- komulag næðist um framtíð Norður-írlands ekki síðar en í maí. The Daily Telegraph hefur heimildir fyrir því að bönnuð hreyfing sambandssinna, Frelsisher Ulster (UFF), hafi hótað að hefja hermdarverk á ný náist ekki samkomulag í meginatriðum um framtíð Norður-írlands fyiir miðjan febrúar. Gary McMichael, leiðtoga Lýðræðisflokks Ulst- er, stjórnmálaflokks UFF, hefði verið skýrt frá því að hreyfingin myndi ekki bíða lengur en í sex vikur eftir því að samkomulag næðist. Ekkert lát á morðunum Friðammleitanirnar vom taldar í mikilli hættu vegna morðtilræða hreyfinga róttækra sam- bandssinna að undanförnu. Sjálfboðaliðssveit sambandssinna, LVF, myrti dyravörð á skemmtistað í Belfast á sunnudag og sagði að markmiðið hefði verið að hefna morðs á leiðtoga hreyfingarinnar, Billy Wright, sem var myrtur í Maze-fangelsinu í lok desember. Þetta er þriðja morðið sem hreyfingin fremur til að hefna leið- togans. Dyravörðurinn, Terry Enright, var kvæntur frænku Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, og skemmtistaðurinn er í eigu systur Davids Er- vine, leiðtoga Framsækna sambandsflokkksins, stjómmálaflokks annarrar hreyfingar róttækra sambandssinna, UVF. Mowlam ræðir við fanga Norður-írska lögreglan telur að Vamarsam- band Ulster (UDA) hafi tekið þátt í tilræðinu. Mo Mowlam, sem fer með málefni Norður-írlands í bresku stjóminni, ræddi við fanga úr UDA í Maze-fangelsinu á föstudag. Viðræðurnar urðu til þess að Lýðræðisflokkur Ulster, stjórnmála- flokkur UDA, féllst á að taka þátt í friðarviðræð- unum í Belfast í gær eftir að hafa hótað að snið- ganga þær. Blair fór lofsamlegum orðum um þessar samn- ingaumleitanir Mowlam. „Hún hefur náð mjög miklum árangri síðustu daga og ég tel að menn hljóti að fagna hugrekki hennar og vilja til að taka áhættu í þágu friðar,“ sagði hann. Brotlending Boeing 737-þotu SilkAir Stélið talið hafa brotnað af á flugi Singapore. Reuters. LIKLEGT þykir að hæðarstýri Boeing 737-300 þotu SilkAir, dótt- urfyrirtækis Singapore Airlines, sem fórst í Indónesíu viku fyrir jól, hafi brotnað af á flugi, að sögn blaðsins Strait Times í Singapore. Sex hlutar úr stéli þotunnar fund- ust á landssvæði 6,8 km frá þeim stað sem þotan brotlenti á, að því er blaðið hafði eftir sérfræðingum sem rannsaka orsakir flugslyssins. Þeir segja fundinn ýta undir þá tilgátu að bilun eða gallar í stélhluta flug- vélarinnar hafi leitt til þess að hún fórst og með henni 104 manns. „Það er augljóst að hlutar stélsins hafa brotnað af á flugi, fundurinn gefur það til kynna,“ sagði einn sér- fræðinganna. Þotan var í farflugi í góðviðri í rúmlega 30 þúsund feta hæð á leið frá frá Jakarta til Singa- pore. Flugmennirnir gáfu ekki til kynna að bilun væri um borð og ekki sendu þeir heldur frá sér neyð- arkall. Rannsókn hefur leitt í ljós, að 26 hnoð vantaði í byrðing hæðarstýra þotunnar og ennfremur bendir flest til þess að bolta hafi vantað í löm í hæðarstýrið. Þota SilkAir var innan við árs- gömul og leiddi brotlending hennar til þess að bandaríska loftferðaeftir- litið íyrirskipaði í síðustu viku bráðaskoðun á 211 nýlegum þotum sömu gerðar. Reuters Uppþot vegna morða í Lahore TIL uppþota hefur komið i borginni Lahore í Pakistan síðustu tvo daga vegna morðs á 24 shíta-múslimum. Braut lögregla á bak aftur mótmæli þúsunda shíta sem stóðu fyrir skemmdarverkum í borginni í gær vegna morðanna. Herská samtök sunni-múslima lýstu ábyrgð á morðunum á hendur sér. Netanyahu hélt velli Jenisalem. Reuters. RIKISSTJORN Benjamins Net- anyahus hélt velli er greidd voru at- kvæði um vantraust á hana á ísra- elsþingi í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem stjóm Netanyahus stóð frammi fyrir slíkri prófraun á þinginu, Knesset, eftir að klofningur varð í stjómarliðinu fyrir rúmri viku með afsögn utan- ríkisráðherrans, Davids Levy, sem skildi stjómina eftir hangandi á blá- þræði. Atkvæðagreiðslunni lyktaði þannig, að 54 þingmenn greiddu at- kvæði með vantrauststillögunni og jafn margir á móti. Netanyahu hefur lagt mikið upp úr því að hægristjórn hans haldi vel á efnahagsstjóm landsins, en efna- hagsstefna hennar hefur skiljanlega fallið nokkuð í skuggann af deilun- um um friðarviðræðumar við Pal- estínumenn. Með sannfæringartilraunum sín- um varð Netanyahu hins vegar ekki ýkja ágengt og Levy fór. En þingið samþykkti aðhaldssöm fjárlög sem miða að 2,4% hámarkshalla á ríkis- sjóði sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu, og þrátt fyrir veikari stöðu stjómarinnar hyggst hann, sam- kvæmt frásögn Financial Times, reyna að fresta nýjum kosningum eins lengi og mögulegt er í trausti þess að hin ákveðna aðhaldsstefna muni skila sér í lægri vöxtum og verðbólgu. Fyrir þennan árangur muni kjósendur verðlauna Likud- flokkinn. Neyðarviðræður IMF við ráðamenn í SA-Asíu Suharto Indónesíufor- seti lofar umbótaátaki Singapore, Djakarta, Seoul. Reuters. FULLTRÚAR Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) og bandarískra stjómvalda em þessa dagana á ferð milli höfuðborga Suðaustur-Asíu- ríkja í þeim tilgangi að styrkja tiltrú kauphallarhéðna á efnahagsástand- inu þar um slóðir. í gær áttu fulltrú- arnir samtöl við ráðamenn í Indónesíu um það hvemig þeir geti framfylgt neyðarráðstöfunum og stuðlað að stöðugleika á fjármála- mörkuðum. Gengi gjaldmiðla hélzt stöðugt í Djakarta, hækkaði í Suður-Kóreu en féll lítillega annars staðar á svæðinu af völdum ótta við vaxtahækkun og íregna af líklegu gjaldþroti Pere- grine-verðbréfafyrirtækisins í Hong Kong. Suharto, forseti Indónesíu, hét því í gær eftir samræður við fulltrúa IMF og símasamtöl við Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Jap- ans, og Helmut Kohl Þýzkalands- kanzlara, að hrinda róttækum um- bótaáætlunum í framkvæmd. Stanl- ey Fischer, einn af æðstu mönnum í stjóm IMF, sagði eftir 90 mínútna fund með Suharto að fundur þeirra hefði verið „mjög góður“. „Ég á von á því að innan fáeinna daga muni rík- isstjórn Indónesíu sýna svo ekki verði um villzt ákveðni sína í að framfylgja áætlun [IMF] og að grípa til ýmissa aðgerða sem stuðla að því að byggja upp traust á indónesískum efnahag á ný,“ sagði Fischer að fundinum loknum. í október sl. samdi IMF við Indónesíustjóm um að sjóðurinn hefði milligöngu um fjárhagsstuðning að upphæð 43 milljarða Bandaríkjadala til að bjarga fjármálalífi landsins frá hruni gegn því að stjómin hrinti róttækri umbótaáætlun í framkvæmd. Vaxandi þrýst- ingnr og gagnrýni Til Djakarta kom einnig í gær Lawrence Sum- mers, aðstoðar- fj ármálaráðherra Bandaríkjanna, og átti viðræður við fjármálaráðherra Indónesíu. Áformað var að hann hitti Suharto í dag. Frammámenn í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa gagnrýnt áætlun IMF um aðstoð við Indónesíu og önnur Asíuríki. Alphonse D’Amato, formaður bankamála- nefndar deildarinnar, sagði í íyrra- dag að áætlunin væri til þess fallin að skerða hagsmuni Bandaríkja- manna. Með komu Summers jókst því enn þrýstingur umheimsins á að stjórnvöld í Indónesíu hlíti að fullu ákvæðum samkomulagsins við IMF og hrindi í framkvæmd aðgerðum til að bregðast við verstu kreppu sem sótt hefur landið heim í marga ára- tugi. Því til viðbótar hefur undan- farna daga aukist um allan helming gagnrýni innlendra aðila á stjórn Su- hartos, sem er nú 76 ára og hefur setið óslitið í 30 ár á valdastóli í ríki þar sem 200 milljónir manna búa. Suharto hefur mátt sæta harðari gagnrýni en dæmi em um til þessa frá þegnum sínum vegna þess hvem- ig stjóm hans hefur tekið á krepp- unni. Kröfur um að hann segi af sér við lok sjötta fimm ára kjörtímabils síns í marz næstkomandi em orðnar mjög háværar. Þykir mörgum orðið nóg um hvernig hann hikar við um- bætur í því skyni að vemda við- skiptahagsmuni fjölskyldu hans, sem í sýóli valdsins hefur byggt upp eig- ið efnahagsveldi. Fólk hætt að hamstra Kreppan í Indónesíu náði nýju há- marki í síðustu viku, þegar stjórn Suhartos lagði fram fjárlagalrum- varp fyrir fjárlagaárið 1998/99. Það var strax harðlega gagnrýnt fyrir að gera ekki ráð fyrir nauðsynlegum spamaði í ríkisrekstrinum, en Stan- ley Fischer sagði Indónesíustjóm hafa heitið því að gera vissar umbæt- ur á frumvai-pinu. Fyrst eftir að framvarpið var lagt fram brugðust fjármálamarkaðir við með falli á gengi verðbréfa og rúpí- unnar, gjaldmiðils Indónesa. I kjöl- far þessa brauzt út ofsahræðsla með- al almennings við að óðaverðbólga væri í nánd og fólk brást við með því að hamstra mat og aðrar nauðsynj- ar. í gær var hins vegar rólegt á mörkuðum og í verzlunum og fregnir bámst af því að heildsalar hefðu komizt að samkomulagi um að frysta núverandi markaðsverð á nauðsynja- vömm fram yfir Eid-al-Fitr-hátíd múslima í lok þessa mánaðar. Jákvæð teikn í S-Kóreu Jákvæð teikn þóttu einnig sjást í gær í Suður-Kóreu. Fjármálaráð- herra landsins hafði það eftir Michel Camdessus, aðalframkvæmdastjóra IMF, að fjármálastaða landsins hefði verið að batna frá þvi í nóvember. Fréttaskýrendur sögðu ennfremur að svo virtist sem Suður-Kóreumenn væm að ná tökum á fjármálakrepp- unni hjá sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.