Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 35
JNPI
hvort
ingar en
na þær
[næla Sigurðar Líndals
stenst lög að lýsa end-
nánaðamót. Páll Þór-
rstöðunni.
Rétt er þó að vekja athygli á að
reykingabann á sjúkrahúsum er við-
urhlutameira heldur en reykinga-
bann í skólum og öðrum opinberum
stofnunum þar sem menn dveljast
einungis skamma hríð í senn. Á
sjúkrahúsum dveljast menn iðulega
dögum, vikum eða mánuðum saman
og blasir auðvitað við hvað reykinga-
bann þýðir fyrir tóbaksreykinga-
menn sem þar leggjast inn. Þeir
standa frammi fyrir því vali að hætta
að reykja eða sleppa sjúkrahúsvist-
inni ella. Sjálfsagt er oft ekki um
neitt val að ræða. Og er það mannúð-
legt að taka sígarettuna, kannski síð-
asta gleðigjafann, af lífsleiðu fólki og
jafnvel dauðvona? Einnig má geta
þess að lögin gera ráð fyrir því að
vistmenn á hjúkrunar- og dvalar-
heimilum megi reykja og er þar
væntanlega stuðst við
sjónarmið um friðhelgi
einkalífs og heimilis. En
mörkin á milli slíkra og
langlegusjúklinga á spítöl-
um geta auðvitað verið
óljós.
Nýsett lög um réttindi
sjúklinga kveða ennfremur á um að
heilbrigðisstarfsmenn skuli koma
fram við þá af virðingu fyrir mann-
helgi þeirra. Forsvarsmenn sjúkra-
húsa geta þannig ekki litið á sig
sem húsráðendur í venjulegum
skilningi sem geti sett hvaða innan-
hússreglur sem er. Ennfremur
verður það ekki séð að styðja megi
reykingabann þeim rökum að
starfsfólkið megi ekki reykja. Það
er þó ekki allan sólarhringinn á
staðnum og hefur auk þess eitthvað
fyrir stafni.
Jafnræðisreglur
Skv. 1 gr. 1. nr. 97/1990 skulu allir
landsmenn eiga kost á fullkomnustu
heilbrigðisþjónustu, sem á hveijum
tíma eru tök á að veita. Undir heil-
brigðisþjónustu fellur meðal annars
endurhæfingarstarf skv. sömu grein.
Þótt Reykjalundur sé í eigu einkaað-
ila, þ.e. SÍBS, verður ekki annað talið
en að starfsemin þar falli undir lög
um heilbrigðisþjónustu enda er hún
rekin fyrir opinbert fé. Með orðalag-
inu „allir landsmenn" er undirstrikað
að þjónustuna á að veita á jafnræðis-
grundvelli sbr. og jafnræðisreglu
stjómarskrárinnar. Þetta er og árétt-
að í 1. og 3. gr. laga laga um réttindi
sjúklinga. Auðvitað þarfnast það nán-
ari útlistunar hvað felist í
jöfnum rétti til heilbrigðis-
þjónustu. Þannig hlýtur að
vera heimilt að forgangs-
raða í heilbrigðisþjónust-
unni að vissu marki. En
ekki má ganga svo langt að
útiloka vissa þjóðfélags-
hópa frá læknisþjónustu.
Er verið að útiloka reyk-
ingamenn frá heilbrigðis-
þjónustu með því að banna
reykingar á sjúkrahúsi?
Strangt til tekið ekki því
þeir fá auðvitað inni á við-
komandi spítala en verða
að hætta að reykja á með-
an. Ekki er meiningin á
Reykjalundi að refsa
mönnum fyrir að reykja
utan spítalans enda væri
það vart heimilt. En það er
alkunna að reykingamenn
geta ekki með góðu móti
verið dögum saman án tó-
baks þannig að er ekki í
raun verið að útiloka þá?
kynnu menn að spyrja. Ég
held að ekki sé hægt að
h'ta svo á að þegar mönn-
um eru settar reglur um
að láta af tilteknum ósið-
um og þeim hjálpað til að
komast yfir þá þegar þeir
leggjast inn á spítala,
hvort sem það er drykkju-
skapur eða reykingar, sé
verið að útiloka þá. Mönn-
um eru settar reglur sem
eru í eðlilegu samhengi við
markmiðið með sjúkra-
húsvistinni og tel ég að
löggjafinn hafi heimild til
slíks þrátt fyrir jafnræðis-
reglu stjómarskrárinnai'
og laga um heilbrigðis-
þjónustu. 10. gr. laga um
tóbaksvamir er einnig hófleg að því
leyti að gert er ráð fyrir undanþágum
hvað sem að öðra leyti má segja um
þá forræðishyggju sem þar birtist.
Onnur markmið
Eins og staðan er nú er meiri
spurning út frá laganna bókstaf
hvort forsvarsmenn sjúkrahúsa
megi yfírleitt leyfa reykingar innan-
húss heldur en hvort megi banna
þær. Er brýnt að ráðherra taki af
skarið í reglugerð og afmarki nánar
hvernig haga beri þessum málum
eins og Alþingi ætlast til að hann
geri. Líklega er þó hægt að sýna
fram á að á forsvarsmönnum sjúkra-
húsa hvíli allt að einu sú skylda að
framfylgja ekki lögum um tóbaks-
varnir svo harkalega að stofni öðram
markmiðum með starfseminni í
hættu.
Bent hefur verið á að á
Heilsuhælinu Hveragerði
hafi menn hoi'fið frá al-
gera reykingabanm vegna
þeirrar hættu sem skap-
aðist af því að vistmenn
reyktu í laumi í kompum
með tilheyrandi eldhættu. Einnig er
því ósvarað hvort það sé forsvaran-
legt að gera geðsjúklingum að hætta
að reykja. Haukui' Þórðarson svarar
því til að engar rannsóknir sýni að
það hafi skaðleg áhrif á meðferð geð-
sjúklinga að sígarettan sé tekin af
þeim. Það sé vert að athuga hvernig
það gangi. Hann spyr einnig hversu
mannúðlegt það sé að gefa sjúkling-
um kost á að drepa tímann í lítilli
kompu fylltri reykjarsvælu.
Reglur í sam-
hengi við
markmiðið
með sjúkra-
húsvistinni
Hugleiðing um
kristnitökuna á
Alþingi árið 1000
s /
I raun ríkti trúfrelsi á Islandi, sem fræði-
menn segja að nokkru vera vegna þess að
landnámsmenn, segir Jón Asgeirsson, voru
ekki hluti af neinni samfélagsheild, heldur
komu þeir til Islands og höguðu lífí sínu sem
sjálfstæðir eintaklingar.
AÐ hefur lengi
verið mér um-
hugsunarefni,
hvers vegna
Þorgeir Ljósvetninga-
goði, er á þeim tíma var
lögsögumaður, hafi svo
fyrir mælt, svo sem
greint er frá í Kristni
sögu, „at allir menn
skyldu vera skírðir á Is-
landi ok trúa á einn
guð“. Þorgeir var heið-
innar trúar og sagnfróð-
ir menn hafa talið Þor-
geir hafa gert pólitískt
samkomulag og vitna til
orða hans,
„ok þykkir mér þat ráð at láta þá
eigi ráða, er hér gangast með mestu
kappi i móti, ok miðlum svo mál
millum þeira, at hvárirtveggja hafi
nökkurt til síns máls, en vér höfum
allir ein lög og einn sið, því at þat
mun satt vera. Ef vér slítum lögin,
þá slítum vér friðinn“. Það ber að
hafa í huga, að kristni var ekki
ókunn mönnum hér á landi og að í
raun hafði ríkt hér nokkurt trú-
frelsi, allt frá landnámi, þó landið
væri talið alheiðið við stofnun AI-
þingis. Þorgeir hóf mál sitt á því „at
honum þótti þá komið í óvænt efni á
landinu, er menn skulu eigi hafa ein
lög á landi hér, ok bað, at menn
skyldu þat eigi gera, sagði þar af
mundu gerast bardagar ok ófriðr ok
mundi þat ryðja til landauðnar" og
vitnaði þar til þeirra atburða er átt
höfðu sér stað í millum manna í
Danmöku og Noregi.
Öll þessi atriði eru mikilvæg og
ekki síst þau er tengjast eldri lög-
um, eins og segir í Ki'istni sögu;
„... en um barnaútburð ok hross-
kjötsát skulu haldast in fornu lög.
Menn skyldu blóta á laun, ef vildu,
en varða fjörbaugsgarð, ef váttum
kæmi við.“
Oll þessi atriði hafa fræðimenn
túlkað sem „pólitíska" lausn
byggða á einhvers konar sam-
komulagi. Vera má að umrædd at-
riði hafi skipt miklu um ákvarðanir
manna á þessum tíma. Það sem
vantar hins vegar í þessa umræðu
eru trúarleg atriði og fráleitt að
halda því fram, að Islendingar hafi
ekki gert samanburð á heiðni og
kristni eða ekki vitað neitt um
kenningar hins nýja siðar, sem
menn höfðu kennt og iðkað um
langan tíma í landinu.
Eg vil leyfa mér að halda því
fram, að einmitt samanburður ým-
issa grundavallaratriða hafi haft þá
þýðingu, er sætti menn við hinn
nýja sið. Þessi samanburður, sem
ég vil leyfa mér að tilgreina, er
fyi-st og fremst guðfræðilegur og
snýst um það, að guðir heiðinna
manna tömdu sér mennska lifnað-
arhætti og það sem mikilvægast er,
voru ofurseldir náttúrulögmálunum
og áttu að tortímast í ragnarökum.
Guð kristinna manna var hins vegar
skapari alls, stóð utan og ofan við
öll lögmál, var lögmálið sjálft og
stýrði öllum hlutum. Þessi skilning-
ur kemm’ fram í frásögn
Landnámabókar af Þor-
keli mána Þorsteins-
syni, sonarsyni Ingólfs
Árnarsonar, en þar seg-
ir;
„Sonur Þorsteins var
Þorkell máni lögsögu-
maður, er einn heiðinna
manna hefir verið best
siðaður, at því er menn
vita dæmi til. Hann lét
bera sig í sólargeisla í
banasótt sinni og fal sik
á hendi þeim guði, er
sólina hafði skapat.
Hann hafði ok lifat svo
hreinliga sem þeir
kristnir menn, er best eru siðaðir.“
Þá má einnig vitna til frásagnar í
Kritsnisögu er menn nefndu sér
votta „... ok sögust hvárir ór lögum
við aðra, inir kristnu menn ok inir
heiðnu“. í framhaldi þessa viðburð-
ar segir í Kristni sögu.
„Þá kom maðr hlaupandi ok
sagði, at jarðeldr var upp kominn í
Ölfusi ok mundi hlaupa á bæ Þór-
odds goða. þá tóku heiðnir menn til
orðs: „Eigi er undr í, at goðin reið-
ist tölum slíkum“ þá mælti Snorri
Niðurstaða þessa
pistils er að Þorgeir
Ljósvetningargoði
hafi gjörþekkt til
kristins siðar.
goði: „Um hvat reiddust goðin, þá
er hér brann hraunit, er nú stönd-
um vér á?“
Heiðnir menn vissu svarið og
þögðu því við en báðar þessar til-
vitnanir benda til þess, að menn
hafi þekkt vel til hversu munaði um
mátt heiðinna goða og guðs krist-
inna manna og má allt eins halda
því fram, að Þorgeir Ljósvetninga-
goði hafi kunnað full skil á þeim
mun og jbad hafi valdið mestu um
ákvörðun hans, enda mun heiðinn
siður hafa átt nokkuð í vök að verj-
ast og verið þá þegar víkjandi trú,
eins og átti sér stað á Ítalíu rúmum
sex öldum fyrr, en aðallega stutt sig
við ríkjandi lög, er frá fyrri tíð voru
sniðin að heiðnum lífsvenjum. Lögin
eins og þau birtast í lagaskrám Grá-
gásar frá 1118 og síðar og hugsan-
lega eru að stofni sömu lög og voru í
gildi við setningu Alþingis, bera
sterk einkenni heiðins siðar.
Þrátt fyrir skipan laga og þau
áhrif sem þau hafa trúlega haft á
siðvenjur manna voru heiðnir menn
einnig á margan hátt fróðir um
kristni. í Kristrti sögu er ráðleysi
heiðinna mann mjög áberandi, og er
þeim sýndist í óefni komið, vildu
þeir stofna til mannfórna, til áheita
við goðin „at þau léti eigi kristni
ganga yfir landit“. Þá má það ekki
gleymast, að framgangsmenn
kristni höfðu nær algerlega óáreitt-
ir predikað trú sína, jafnvel á sjálfu
Jón Ásgeirsson
Alþingi og margir af valdamönnum
landsins látið skírast. Það er því
óvarlegt að halda því fram, að trú-
arleg atriði hafi engu ráðið um
skoðanir manna í þessu máli.
Þau atriði, sem greint er frá, og
Þorgeir setti fram til að auðvelda
mönnum umskiptin, hafa trúlega
verið hugsuð sem eins konar um-
þóttunartími, þar til á kæmist full
skipan kristins siðar, en þessi atriði
voru aðal ásteytingarsteinn krist-
inna manna, þ.e. leyfi til að bera út
böm, eta hrossakjöt og blóta á laun.
það sem helst styður „pólitísku“
kenninguna er sú staðreynd, að
sama lögskipan er áfram í gildi eftir
kristnitökuna og völd goðanna eru
ekki skert, svo að jafnvel prestar
voi-u í raun vinnumenn þein-a
fyrstu áratugi 11. aldar eða í reynd,
þar til lög um tíund til kirkjunnar
voru sett, að ráði Gissurar Isleifs-'*
sonar, árið 1097. Það er svo ekki
fyrr en með skráningu laga, að því
að talið er 1118, undir umsjá Haf-
liða Mássonar, að einhverjar breyt-
ingar eru gerðar, eða eins og segir í
Islendingabók „Skyldu þeir gerva
nýmæli þau í lögum, er þeim litist
betri en hin fornu lög“. Talið er að
Kristnilagabálkur hafi verið ritaður
á tímabilinu 1122-33, svo að hæg-
lega hefur gengið að lögfesta ýmis-
legt, sem greinir að lögskilning^
tengdan heiðni og kristni.
Allt frá landnámi hafði kristni
verið iðkuð á Islandi og til eru dæmi
um að einn og sami maðurinn hafi
trúað á Krist en heitið á „Þór til sjó-
fara og harðræða“. Ekki er vitað
þess dæmi, að kæmi til verulegra
árekstra millum manna, út af trú-
málum einum, nema þá helst er
Þangbrandur var hér á landi,
þannig að í raun ríkti trúfrelsi á Is-
landi, sem fræðimenn segja að
nokkru vera vegna þess að land-
námsmenn voru ekki hluti af neinni
samfélagsheild, heldur komu þeir til
Islands og höguðu lífi sínu sem
sjálfstæðir eintaklingar.
Niðurstaða þessa pistils er að'
Þorgeir Ljósvetningagoði hafi gjör-
þekkt til kristins siðar og metið svo,
að kristni væri æðri heiðnum hug-
myndum, sem er auðvitað stór-póli-
tísk ákvörðun. Það tók hins vegar
marga áratugi að útfæra nauðsyn-
legar breytingar á lögum og því
marki var jafnvel ekki að fullu náð
fyrr en með tilstilli Magnúsar Há-
konarsonar lagabætis er bauð fram
Járnsíðu og síðar Jónsbók, þá sem
kennd er við Jón Einarsson lög-
mann og endanlega var samþykkt á
Alþingi 1281, nærai þremur öldum
eftir la-istnitöku.
Eina breytingin sem átti sér því
stað á Alþingi árið 1000, var trúar-ji
bragðalegs eðlis en staða laga var
óbreytt, jafnvel þar sem illa greindi
á við hugmyndir kristinna manna,
eins og varðandi barnaútburð og
heiðna fórnarsiði. Það er því harla
ódýrt spaug, að halda slíkan atburð
standa og falla með leyfi til að éta
hrossakjöt, sem með ýmsum hætti
tengdist blótathöfnum og var því
illa séð af þeim er játuðu kristna
trú. Á Alþingi íslendinga árið 1000,
var aðeins deilt um trú en ekki lög,
og að annað hafi komið til, er hafði
þýðingu varðandi yfirtöku kristinn- •'
ar trúar, er útúrsnúningur. Það var
einfaldlega skipt um trú, því mat
manna var að kristni væri æðri
heiðni og því líklegast, að ekkert
annað hafi skipt þar máli, er sætti
menn að lokuip við hinn nýja sið.
Höfundur er tónskátd.