Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 39
+ MORGUNBLAÐIÐ____________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 3,9 FRÉTTIR 16 í prófkjör Sjálfstæðisflokksins OPIÐ prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi vegna væntanlegra bæj- arstjórnarkosninga vorið 1998 verður haldið laugardaginn 7. febrúar 1998 nk. og hefst kl. 10 ár- degis í Hamraborg 1, 3. hæð, kjör- fundi lýkur kl. 22 sama dag. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins sem eiga kosn- ingarétt í Kópavogi á prófkjörs- degi svo og öllum fullgildum með- limum sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi sem búsettir eru í Kópavogi og náð hafa 16 ára aldri á kjördegi eða undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við Sjálfstæðis- flokkinn í Kópavogi um leið og kosið er. Kosning fer þannig fram að kjósandi merkir við nöfn hvorki fleiri né færri en 8 manna með því að setja tölustafi fýrir framan nöfn frambjóðenda á próf- kjörsseðlinum í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi á framboðs- listanum. Þessir frambjóðendur eru í kjöri: Sesselja Jónsdóttir, lögmað- ur, dr. Sigfús A. Schopka, fiski- fræðingur, Erla Björk Þorgeirs- dóttir, verkfræðingur, dr. Gunnar Ingi Birgisson, verkfræðingur, Sigurður Konráðsson, kerfisfræð- ingur, Margrét Bjömsdóttir, hús- móðir, Lárus Pétur Ragnarsson, lögregluvarðstjóri, Sigurrós Þor- grímsdóttir, stjómmálafræðingur, Halla Halldórsdóttir, hjúkranar- fræðingur/ljósmóðir, Helgi Helga- son, framkvæmdastjóri, Gunn- steinn Sigurðsson, skólastjóri, Halldór J. Jörgensson, tölvunar- fræðingur, Bragi Michaelsson, umsjónar- og eftirlitsmaður, Ar- mann Kr. Ólafsson, aðstoðannaður ráðherra, Pétur Magnús Birgisson og Ásdís Ólafsdóttir, íþróttakenn- ari. Þeir kjósendur er verða fjarver- andi á kjördegi geta kosið á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, Hamra- borg 1, 3. hæð, eftirtalda daga: 28. janúar kl. 18-19, 31. janúar kl. 10-12, 4. febrúar kl. 17-19 og 6. febrúar kl. 17-19. í kjörstjóm Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi era Jón Atli Kristjánsson, Jónas Frímannsson og Snorri G. Tómas- son. RAÐAUGLYSINGAR HUSNÆÐI | BOOI I Kvosinni Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir ATVINNUHUS NÆÐI Atvinnuhúsnæði óskast Til leigu í hjarta Reykjavíkur mjög gott 235 m2 húsnæði á einni hæð í góðu ástandi. Upplagt fyrir skrifstofur, auglýsingastofur, teiknistofur eða félagasamtök. Sanngjörn leiga. Upplýsingar veittar á skrifstofutíma í síma 552 5530. TILKYNNlMGAR Auglýsing um svæðis- skipulag Skagafjarðar Samkvæmt 13. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að svæðisskipulagi Skagafjarð- ar. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi og fyrirhugaða byggð og aðra landnotkun næstu tólf árin í þeim tólf sveitarfélögum, sem aðild eiga að samvinnunefndinni. Tillaga að svæðisskipulagi Skagafjarðar, skipu- lagsuppdráttur og tillögugreinargerð, ásamt forsenduhluta, liggurframmi almenningi til sýnis frá 7. janúar 1998 til 5. febrúar 1998 og er öllum heimilt að skoða hana á þeim sýning- arstað sem þeir kjósa. Tillagan liggur frammi á eftirtöldum stöðum: 1. Akrahreppi; Félagsheimilinu Héðinsminni 2. Fljótahreppi; Ketilási 3. Hofshreppi; Skrif- stofu hreppsins, Hofsósi 4. Hólahreppi; Bændaskólanum Hólum 5. Lýtingsstaðahreppi; Skrifstofu hreppsins, Lækjarbakka 5, Steinsstaðabyggð 6. Rípurhreppi; Félagsheimili Rípurhrepps 7. Sauðárkróki; Bæjarskrifstofunum í Búnað- arbankahúsinu, Sauðárkróki 8. Seyluhreppi; Félagsheimilinu Miðgarði 9. Skarðshreppi; Félagsheimilinu Ljósheim- um 10. Skefilsstaðahreppi; Félagsheimilinu Skagaseli 11. Staðarhreppi; Félagsheimilinu í Melsgili 12. Viðvíkurhreppi; Skrifstofu hreppsins, Enni 13. Skrifstofu Héraðsnefndar Skagfirðinga; Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki 14. Skipulagsstofnun; Laugavegi 166 í Reykjavík. Oddvitar veita nánari upplýsingar um opnunar- tíma þar sem sýnt er í félagsheimi.lum. Athugasemdum við skipulagstillöguna, ef ein- hverjar eru, skal skila til Samvinnunefndar um svæðisskipulag Skagafjarðar hjá Héraðsnefnd Skagfirðinga í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki eigi síðar en 18. febrúar 1998 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Skagafjarðar. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, gömul póstkort, íslensk spil og hús- gögn. Uppl. í símum 555 1925 og 898 9475. Geymið auglýsinguna. Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlend- ri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Til úthlutun- ar eru u.þ.b. kr. 50.000.000. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilis- fang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verk- efninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt greinargerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu framkvæmdastjóra sjóðs- ins, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 16. febrúar nk. Með umsókn skal skila fylgiblaði með lykilupp- lýsingum á eyðublaði sem fæst afhent á sama stað. Úthlutunarreglur sjóðsins fást afhentar á sama stað. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfylla öll framangreind skilyrði, né eldri umsókna. TILBOÐ/ÚTBOÐ Útboð Fyrir hönd Vöruflutnignamiðstöðvarinnar hf. er óskað eftir tilboðum í búnað í hleðsluop fyrir vöruflutningabíla í nýbyggingu fyrirtækisins í Reykjavík. Um eftirtalinn búnað er að ræða: — Vöruhurðir 33 stk. — Veðurhlífar 28 stk. — Lyftubrýr 29 stk. Útboðsgögn verða afhent hjá VSÓ Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 30. janúar 1998 klukkan 11:00. Lítil heildsala með smávægilega framleiðslu óskar eftir 4—600 m2 atvinnuhúsnæði. Húsnæðið þarf að nýtast sem lagerpláss, framleiðsluaðstaða og skrifstofa. Áhugasamir sendi tilboð til afgreiðslu Mbl., merkt: „Framtíð". Til leigu skrifstofuhúsnæði r Hef til leigu (sölu) skrifstofuhúsnæði við Grens- ásveg 16 (4. hæð). Um er að ræða 2 samliggj- andi herbergi, 36 og 40 m2, sem geta haft sér- inngang. Gott útsýni til austurs. Húsnæðið verður laust 5. febrúar. Upplýsingar gefur Þórarinn í síma 568 5730. KENNSLA Leikjaskóli barnanna Nýtt námskeið hefst nk. laugardag, 17. janúar. Kennt verður í tveimur hópum, yngri og eldri. 3ja og 4ra ára börn mæti kl 09.00, en 5 og 6 ára kl. 10.00. Kennt verður í Haukahúsinu við Flatahraun. Menntaðir kennarar. 10 vikna námskeið kostar aðeins kr. 2.800. Skráning og uppl. í síma 555 3712 og 565 2424. Ungur nemur — gamall temur! Skólastjórn. --------------------------------------t Félag bókhaldsstofa heldur námskeið í nýlegum skattabreytingum næstkomandi laugardag 17. janúarkl. 10—18 í A-sal Hótel Sögu. Farið verður yfir rekstrar- framtalið, nýlegar skattalagabreytingar og kynnt ný útgáfa af TOK. Allir félagsmenn hafa fengið sent fréttabréf með dagskrá. Verð fyrir utanfélagsfólk er 3500 kr. Upplýsingar og skráning er hjá Jóni G. Bergssyni í síma 482 3755 eða Sigríði Jónu Friðriksdóttur í síma 451 2222. Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin hefjast á ný 19. janúar. Kennsla verður sem hér segir: Byrjendur mánud. kl. 18.15 — 19.45. Framhald 1 þriðjud. kl. 18.15 — 19.45. Framhald 2 mánud. kl. 18.15 — 19.45. Framhald 3 miðv.d. kl. 18.15 — 19.45. Talþjáifun 1 þriðjud. kl. 18.15 — 19.45. Talþjálfun 2 mánud. kl. 20.00 — 21.30. Innritað verður á kynningarfundum sem haldnir eru í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102, miðvikudaginn 14. janúar og fimmtudag- inn 15. janúar kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 551 0705 kl. 17.00—19.30 á virkum dögum. Nýir þátttakendur velkomnir í alla hópa. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.