Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GRÆÐUM SARIN í LANDINU VIÐ ÍSLENDINGAR erum háðir jarðefnatöku við vega- gerð okkar, virkjanir og gerð annarra mannvirkja. Ára- tugum saman höfum við sótt jarðefni í efnisnámur, sem nú eru taldar vera nálægt tvö þúsund í landinu, þótt sumar séu aflagðar og ónýttar í dag. Eins og kemur skýrt fram í grein hér í blaðinu í fyrradag, undir fyrirsögninni „Sárin í land- inu“ hefur sú efnistaka verið um of tilviljanakennd, og þar hafa landverndar- og umhverfissjónarmið því miður allt of oft mátt þoka fyrir skammtímasjónarmiðum um stundar- gróða. Stjórnvöld hafa ýmis úrræði til þess að koma í veg fyrir frekari umhverfisspjöll í framtíðinni. Lög sem fjalla um um- gengni um landið eru nú mörg í endurskoðun eða hafa ný- lega verið endurskoðuð. Nýlega öðluðust gildi ný byggingar- og skipulagslög, þar sem m.a. er kveðið á um að óheimilt sé að hefja framkvæmdir sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, til dæmis efnistöku, fyrr en að fengnu fram- kvæmdaleyfi viðkomandi sveitarstjórnar. Myndirnar af landspjöllum tala sínu máli eins og sást glöggt í úttekt Morgunblaðsins sl. sunnudag. Þær eru okkur áminning um að svona megum við ekki og getum ekki gengið um landið okkar. Við þurfum að græða þau sár í landinu, sem efnistakan hefur skilið eftir. Okkur hefur verið trúað fyrir þessu landi og við getum ekki verið þekkt fyrir að láta skammtímahagsmuni og skipulagsleysi verða til þess að við skilum því af okkur til komandi kynslóða sem flakandi sári. Jafnframt ber okkur skylda til þess að hlusta á varnaðar- orð frá Náttúruvernd ríkisins, umhverfisráðuneyti og öðrum þeim sem starfa að náttúru- og umhverfisvernd. Það þarf að herða reglur um jarðefnatöku og fylgja þeim eftir með stór- auknu eftirliti. Yfirstandandi endurskoðun á lögum um efn- istöku verður vonandi til þess að sporna við frekari umhverf- isslysum á þessu sviði. Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og deildarsérfræð- ingur í umhverfisráðuneytinu, telur ástandið í þessum mál- um „skelfilegt“ þótt hann segi það vissulega hafa batnað mikið á undanförnum árum. „Það þarf að gerbreyta viðhorfi þjóðarinnar almennt gagnvart náttúruvernd," sagði Sig- mundur orðrétt í áðurnefndri grein. Það eru næg verkefni sem bíða okkar á þessu sviði - við þurfum að bæta það sem úrskeiðis hefur farið í fortíðinni og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig í framtíðinni. VÍSITALA OG TÓBAKSVERÐ ÞAÐ ER hlutverk vísitölu að mæla verðþróun á vöru og þjónustu sem heyra til heimilis- og einkaneyzluútgjöld- um fólks. Landsmenn neyta bæði áfengis og tóbaks. Það er meginskýring á því að verðhækkanir á þessum „neyzluvör- um“ hafa áhrif á vísitölu neyzluverðs [framfærsluvístitölu]. Þannig vegur tóbaksneyzla um 1,5% í verðvísitölu neyzlu- vöru. 10% verðhækkun tóbaks um síðast liðin áramót leiddi til 0,15 hækkunar vísitölu. A síðustu sjö árum hefur tóbaksverð hækkað um þriðjung lunfram almennar verðhækkanir. Þessi hækkum tóbaks- verðs hefur óumdeilt dregið töluvert úr reykingum. Athugun Þjóðhagsstofnunar bendir til þess að 10% raunhækkun tó- baks á ári leiði til 4,5% samdráttar í neyzlu á mann á sama tímabili - og til mun meiri samdráttar til lengri tima litið. Hækkun tóbaksverðs hefur því reynzt raunhæf fyrirbyggj- andi aðgerð gagnvart tóbakstengdum sjúkdómum. Þeir sem berjast gegn reykingum telja af þessum sökum hæpin rök að baki því að reykingar nokkurs hluta þjóðarinnar hafi áhrif til hækkunar á vísitölu og þar með á verðlag í landinu og skuldastöðu fólks. I mælingu verðþróunar á heimilisútgjöldum [vísitala neyzluverðs] er enginn greinarmunar gerður eða afstaða tekin til þess, hvort þau eru nauðsynleg eða ónauðsynleg, heilsusamleg eða heilsuspillandi. í þessum efnum er beitt hliðstæðum aðferðum hérlendis sem erlendis. Engu að síður eru aðfínnslur þeirra, sem berjast gegn tóbaksreykingum og gagnrýna tengsl tóbaksverðs og vísitölu, allrar athygli verð- ar. REYKINGAR Á REYKJALI AKVEÐIÐ hefur verið að herða reykingabann á end- urhæfingarmiðstöðinni Reykjalundi þannig að frá og með 1. febrúar næstkomandi verð- ur hún alveg reyklaus að því er Ríkis- sjónvarpið greindi nýlega frá. Sigurð- ur Líndal lagaprófessor kvaðst efast um að þetta stæðist gagnvart jafn- ræðisreglum stjómskipunar okkar. Haukur Þórðarson, yfirlæknir á Reykjalundi, segir að vegna þessara ummæla Sigurðar hafi verið ákveðið að kanna betur hina lagalegu stöðu og ræða málið við landlækni áður en lengra verður haldið. En hvaða breyting átti að verða 1. febrúar næstkomandi? Að sögn Hauks er Reykjalundur reyklaus vinnustaður en þar starfa 350 manns. Auk þess hefur lungna- og hjartaendurhæfing mörg undanfarin ár verið bund- in þeim skilyrðum að sjúklingar reyki ekki. Fyrir aðra sjúklinga á Reykjalundi, þ.e. á geðsviði, næringarsviði, gigtarsviði, .hæfingarsviði og sviði miðtaugakerfis- sjúkdóma hefur verið reykingaafdrep. „Okkur fannst það hart að starfsfólk reykti ekki en sjúklingar mættu reykja. Þess vegna ákváðum við að bjóða upp á viðbótarþjónustu sem fælist í því að fólk ætti kost á námskeiði til að hætta að reykja og reyk- ingaafdrepinu skyldi lok- að,“ segir Haukur. „Dagsetningin 1. febr- úar varð fyrir valinu vegna þess að Reykja- lundur var opnaður þann dag árið 1945. Það stóð ekki til að gera þetta í neinu stríði við sjúklinga heldur innleiða það smám saman. Það hefur gengið vel með lungna- og hjartasjúklingana, fólk hefur verið fegið að fá þetta aðhald. En nú þeg- ar virtur lagaprófessor gerir þessar athugasemd- ir munum við fara betur yfir lagalegar hliðar málsins og ræða það við landlækni" Fram kemur hjá Hauki að ekki hafi verið mein- ingin að skipta sér af reykingum utan Reykja- lundar, t.d. þegar sjúk- lingai* fara í helgarleyfi, enda örðugt að koma við Meira álitamál leyfa megi reyki hvort megi ban Yfírlæknir að Reykjalundi segir að vegna umi lagaprófessors verði kannað nánar hvort það urhæfingarmiðstöðina reyklausa um næstu i hallsson veltir vöngum yfír rétta: eftiriiti. „Það er að vísu hægt að mæla það hvort fólk hafi verið að reykja en svo langt vildum við ekki ganga,“ segir hann. Hert á banni 1996 En hvað er hægt að segja um hinar lagalegu hhðar málsins? I 10. gr. laga um tóbaksvarnir nr. 74/1984 eins og henni var breytt með lögum nr. 101/1996 segir: „Tóbaksreykingar eni með öllu óheimilar...[á] sjúkra- húsum. Þó má leyfa reykingar sjúk- linga í vissum tilvikum. Ráðherra set- ur reglugerð þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd undanþágunnar." Þess má geta að slík reglugerð hefur enn ekki verið sett. Ekki leikur vafi á því að Reykjalundur telst sjúkrahús í merkingu laganna. Hvemig ber að skýra ----------- þetta lagaákvæði? Mega sjúklingar almennt reykja á sjúkrahúsum eða þurfa þeir sérstakt leyfi til þess? Er það réttur sjúklinga að reykja á spítölunum? Greinargerð með frum- varpi því sem varð að Fannst hart að starfsfólk reykti ekki en sjúklingar mættu reykja lögum nr. 101/1996 bætir litlu við lagatextann: „...er gert ráð fyrir að reykingar á sjúkrahúsum verði með öllu óheimil- ar öðrum en sjúklingum sem fá leyfi til að reykja samkvæmt nánari regl- um sem settar skulu,“ segir þar. Öllu fróðlegra er að skoða hvemig ákvæðið var áður en því var breytt árið 1996. Þá hljóðaði það svo: ,Á sjúkrahúsum má aðeins leyfa reyk- ingar á tilteknum stöðum þar sem þær era ekki til óþæginda fyrir þá sem reykja ekki.“ Lagabreytingin er því greinilega í þá átt að herða enn frekar reykingabann á sjúkrahúsum. Þar era tóbaksreykingar nú almennt óheimilar, en þær má þó leyfa í viss- um tilvikum. Augljóslega er ekki um almennan rétt sjúklinga til reykinga að ræða, því þá stæði að leyfa skyldi reykingar, heldur er væntanlega frekar verið að hugsa um þarfir til- tekinna sjúklinga sem eiga sérlega erfitt með að láta af reykingum á meðan sjúkrahúsvist stendur. Geð- sjúklingar koma þar til dæmis upp í hugann. Ef við hugsum okkur að ráðherra setti reglugerð þar sem mælt væri fyrir um reykingaafdrep á hverju sjúkrahúsi þar sem hvaða sjúklingur sem er mætti koma og reykja er ________ mjög vafasamt að sú reglugerð stæðist gagn- vart lögunum. Til þess er augljóslega ætlast að ráð- herra meti að hve miklu leyti er hægt að fram- fylgja algera reykinga- “ banni á sjúkrahúsunum og einungis óhjákvæmilegar und- leyfi anþágur. Persónuréttindi og forræðishyggja Tóbaksvamarlögin skerða á ýms- an hátt frelsi manna og verður að skoða þau í samhengi við jafnræðis- reglur stjómarskrárinnar og al- mennar reglur um athafnafrelsi manna og persónuréttindi. Minna má á að það telst grandvallarregla í vestrænum réttarríkjum að borgar- amir hafi frelsi til athafna sem bitna ekki á öðram. Regla þessi styðst við þau rök að ekki eigi að setja frelsi manna meiri skorður en nauðsynlegt er og virða beri sjálfsforræði ein- staklinganna. Regla þessi er góð og gild og mætti löggjafinn vissulega almennt séð taka meira tillit til hennar. En hversu þungt vegur hún í raun? Neysla fíkniefna (annarra en tóbaks) er bönnuð og varsla barnakláms þar sem bannaðar era athafnir sem í sjálfu sér skaða engan nema nátt- úralega þann sem aðhefst. Samt myndu fæstir halda því fram að við- komandi lagaákvæði stríddu gegn stjórnarskránni. Vissulega mætti vísa í þessa grandvallarreglu og halda því fram að haga mætti reyk- ingum sjúklinga á spítölunum þannig að skaði engan nema reyk- ingamanninn sjálfan. Hún hefur samt varla slíkt vægi að löggjafínn megi ekki hafa vit fyrir borguranum að þessu leyti og skikka þá sem era svo ógæfusamir að leggjast inn á sjúkrahús, sem rekið er fyrir opin- bert fé, í reykingabindindi. Réttur manna til reykinga er ekki af sama meiði og tjáningarfrelsið svo dæmi sé tekið. Þannig þarf löggjaf- inn ekki að fara jafnvarlega í að skerða rétt manna til skaðlegra at- hafna eins og rétt manna til að tjá hug sinn. Má í því sambandi nefna að væntanlega mætti löggjafinn banna reykingar með öllu líkt og önnur fíkniefni án þess að mannrétt- indi teldust skert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.