Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 31 BESTA blaðamynd síðasta árs, Hundur á Grænlandi, eftir Ragnar Axelsson. Blaðaljósmyndir ársins 1997 í Gerðarsafni bestu blaðamyndina RAX átti LJÓSMYND Ragnars Axelsson- ar, Ijósmyndara Morgunblaðs- ins, var valin besta blaðamynd síðasta árs við opnun Blaðaljós- myndasýningar ársins 1997 á vegum Blaðaljósmyndarafélags Islands og Blaðamannafélags Is- lands í Gerðarsafni, Kópavogi. Félögin tvö hafa staðið fyrir árlegri sýningu frá árinu 1990 á bestu blaðaljósmyndunum. Er þetta í fjórða sinn sem Ragnar Axelsson hlýtur verðlaun fyrir bestu blaðaljósmyndina. Dóm- nefnd skipuð Ijósmyndurunum Guðmundi Ingólfssyni og Ivari Brynjólfssyni og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur fréttamanni kemst svo að orði um verðlauna- Ijósmyndina, Hundur á Græn- landi, að hún sé „buguð af ein- semd, trega og kulda en í glæsi- legri birtu og glæsilegri ljós- mynd“. Á sýningunni eru 92 ljós- myndir eftir 14 ljósmyndara dagblaða og tímarita. Verðlaun fyrir bestu myndasyrpuna hlaut Kjartan Þorbjörnsson (Golli) á Morgunblaðinu, bestu íþrótta- myndina á Brynjar Gauti Sveins- son á DV, besta fréttamyndin er eftir Þorvald Ö. Kristmundsson á DV, besta skopmyndin er eftir Einar Fal Ingólfsson á Morgun- blaðinu sem einnig hlaut verð- laun fyrir bestu „feature" mynd- ina. Besta portrettið var valin ljósmynd Ara Magnússonar fyrir Heimsmynd af Ásdísi HöIIu Bragadóttur og besta myndin í flokkinum Daglegt líf er eftir Gunnar Sverrisson, ljósmyndara á Degi. Verðlaunaljósmyndir hvers flokks verða birtar í næstu Lesbók, laugardaginn 17. janúar. Fimm milljónir að gjöf LEIKLIST Sj ÓII varpsl (‘ i khiísið HJARTANS MÁL 2. HLUTI Handrit: Guðrún Helgadóttir. Leik- stjóri: Þorsteinn Jónsson. Stjórn upp- töku: Ragnheiður Thorsteinsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson og Jón Víðir Hauksson. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Hljóð: Gunnar Hermanns- son og Vilmundur Þór Gíslason. Hljóðsetning: Gunnar Hermannsson. Lýsing: Árni Baldvinsson og Ellert Ingi Harðarson. Grafík: Birgir Björnsson. Förðun: Málfríður Ellerts- dóttir. Búningar: Stefanía Sigurðar- dóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Hand- ritsráðgjöf: Sveinbjörn I. Baldvins- son. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Kristbjörg Kjeld, María Ellingsen, Sigurveig Jónsdóttir, Vigdís Gunn- arsdóttir og Þór Tulinius. Sunnudagur 11. janúar. SJÓNVARPSLEIKRIT Guð- rúnar Helgadóttur heldur áfram, málin skýrast og verkið tekur nýja stefnu. Eftir fyrsta þátt virtust hafa verið gefnar upp of miklar upplýsingar um mannshvarfið sem leikritið snýst um en nú eru línur skýrari. Annar þáttur íjallaði ann- ars vegar um viðbrögð hjónanna ungu við því skilyrðislausa loforði sem Laufey gaf með eftirgangs- munum Lovísu Juul í fyrsta þætti og hins vegar var hann frásögn af því hvaða áhrif einhverjar dular- fullar gerðir höfðu á Lovísu og vin- konur hennar og hvernig þær hafa markað þær síðan. Viðbrögð hjónanna í meðförum Maríu Ellingsen og Þórs Tulinius voru fyrst og fremst eðlileg. Höf- undinum tekst listilega að spinna samræður sem hljóma líkt og hinn almenni Reykvíkingur talar án þess að textinn verði lágkúrulegur. Hún líkir fimavel eftir hinni hvers- dagslegu orðræðu, sérstaklega í þeim texta sem lagður er persón- unni Laufeyju í munn. Frásögn hennar af fundum þeirra Lovísu er aldrei skipulögð heldur með ýms- um útúrdúrum sem markast af tímaröð atburðanna. Samtal henn- ar og eiginmannsins Snorra, sem reyndi óþolinmóður að fá hana til að segja allt í sem stystu máli, var einstaklega vel heppnað og kaflinn þegar þau uppgötva að Lovísa hef- ur gefið þeim fimm milljónir króna til staðfestingar loforðinu trúverð- ugur. Reiði Snorra, vangaveltur og loks uppgjöf fyrir óskum Laufeyj- ar og mætti peninganna var rök- legt framhald. í atriðinu var komið á framfæri ótrúlegu magni upplýs- inga um samskipti hjónanna, við- horf Laufeyjar til móður sinnar og um karakter eiginmanns hennar. Sigurveig Jónsdóttir og Krist- björg Kjeld náðu vel saman í kaffi- húsatriðinu. Kristbjörg er söm við sig sem hin sjálfsörugga heims- kona Lovísa en þarna gaf textinn okkur sýn í hennar innri mann. Halldóra í öruggum meðförum Sigurveigar skapar mótvægi við persónu Lovísu, er húsmóðirin sem hefur aldrei leitt hugann að því hvort hún sé hamingjusöm í önnum farsæls lífs. Óhamingja og ófullnægja Lovísu kemur á óvart vegna hins blekkjandi útlits en Kristbjörg gerir tómleikann trú- verðugan. I samræðum þeirra fá áhorfendur nógu mikla nasasjón af því sem þær leyna umheiminum til að halda forvitninni vakandi. Þessi þáttur var ekki bara spennandi heldur listrænn í út- hugsuðu skipulagi og smáatriðum. Eftirvæntingin eykst og það verð- ur áhugavert að sjá hvernig leyst verður úr flækjunni og málin til lykta leidd næsta sunnudagskvöld. Sveinn Haraldsson Iben Dal- gaard í MHÍ IBEN Dalgaard, danskur mynd- listarmaður og þátttakandi í sýn- ingunni Líkamsnánd, sem nú stendur yfir á Kjai’valsstöðum, heldur íyrirlestur í Barmahlíð, fyr- irlestrarsal MHÍ í Skipholti 1, mið- vikudaginn 14. janúar kl. 12.30. Pættir Marques bannaðir KÓLUMBÍSKI nóbelsverðlauna- hafinn Gabriel Garcia Marques sakar stjórnvöld í heimalandi sínu um að brjóta gegn fjölmiðlafrelsi vegna þess að þau hafa bannað tvo sjónvarpsþætti. Garcia Marques er einn þeirra sem stóðu að sjónvarpsþáttunum en þeir kölluðust „QAP“ og „Am-PM“. Þættirnir voru á dagskrá kól- umbíska ríkissjónvarpsins og þar kom oft fram hörð gagnrýni á stjórnina, ekki síst fyrir spillingu. „Við erum Iítill hópur sem berst gegn valdi stjórnarinnar," sagði Garcia Marques við fjölmiðla er tilkynnt var um bannið við þátt- unum. Það var sett á í kjölfar nýrra og afar umdeildra sjón- varpslaga stjórnarinnar. Fullyrðir rithöfundurinn að lögin hafi verið sett beinlínis til að þagga niður í þeim sem gerðu „QAP“ og „AM- PM“. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. janúar 1998. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.814.080 kr. 181.408 kr. 18.141 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.614.181 kr. 807.091 kr. 161.418 kr. 16.142 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.949.211 kr. 1.589.842 kr. 158.984 kr. 15.898 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.824.459 kr. 1.564.892 kr. 156.489 kr. 15.649 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.205.921 kr. 1.441.184 kr. 144.118 kr. 14.412 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.599.844 kr. 1.319.969 kr. 131.997 kr. 13.200 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.450.232 kr. 1.290.046 kr. 129.005 kr. 12.900 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.081.336 kr. 1.216.267 kr. 121.627 kr. 12.163 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.142.608 kr. 114.261 kr. 11.426 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cM] húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANOSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.