Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998
ERLENT
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Æ fleiri rannsaka áhrif GSM-síma á heilsu manna
Vilja viðvörunar-
miða á farsímana
Þeir sem nota farsíma að einhverju ráði
hafa meðal annars kvartað yfír einkennum
á borð við höfuðverk, einbeitingarskort,
svima, minnisleysi og doða í andliti
Æ FLEIRI notendur GSM-farsíma
hafa áhyggjur af því að þeir kunni
að hafa skaðleg áhrif á heilsuna.
Fjöldi rannsókna á því stendur nú
yfír víðs vegar um heim og nú hafa
breskir vísindamenn lagt til að sett-
ir verði aðvörunarmiðar á símana,
líkt og gert er á sígarettupökkum,
um að þeir kunni að hafa skaðleg
áhrif á heilsu þeirra sem noti þá í
meira en tuttugu mínútur á dag.
Farsímum er kennt um allt frá
höfuðverk til krabbameins í heila
en ekkert hefur þó enn verið sann-
að um áhrif símanna. Þeir sem nota
farsíma að einhverju ráði hafa m.a.
kvartað yfir hita í andliti, höfuð-
verk, eirðarleysi, svima, þreytu,
doða í andliti og minnisleysi.
Vísindamenn segja sannað að
geislun frá farsímum hiti heilavef
og geislun, svipuð þeirri sem far-
símar gefa frá sér, getur valdið
krabbameini í músum. Ekkert hef-
ur hins vegar sannast. „Engar
sannanir eru fyrir því að farsímar
séu skaðlausir, en það þýðir ekki
endilega að þeir séu skaðlegir,"
segir talsmaður Vodafone, stærsta
símafyrirtækis Bretlands.
Bretinn Roger Coghill, sérfræð-
ingur í áhrifum raffyrirbæra á líf-
verur, vill engu að síður að settir
séu viðvörunarmiðar á farsíma og
hyggst fara í mál við símafyrirtæki
til að fá úr því skorið hvort símafyr-
irtækin brjóti lög um vernd við-
skiptavina.
Segir Coghill að færa megi fyrir
því rök að farsímar séu geisla-
virkasta heimilistæki sem fundið
hafi verið upp, að örbylgjuofninum
frátöldum, og minnir á að fólk beri
þessi tæki upp að höfðinu, sem sé
viðkvæmasti hluti líkamans.
Breska geislunarverndarstofnun-
in, sem er óháð stofnun, segir að
flestar rannsóknir hafí leitt í ljós að
geislunin úr farsímum sé undir
áhættumörkum sem stofnunin hef-
ur sett en þau eru 10 milliwött á
gramm. Tillögur um ný mörk í
löndum Evrópusambandsins eru
fimmfalt strangari.
Stutt loftnet verst
Nú er að ljúka viðamikilli rann-
sókn á áhrifum farsímanotkunar í
Svíþjóð og Noregi, en alls tóku um
8.000 manns þátt í henni. Rann-
sóknin er gerð við háskólann í
Umeá að beiðni símafyrirtækja, en
æ fleiri viðskiptavinir hafa snúið
sér til fyrirtækjanna vegna ein-
kenna sem þeir finna fyrir og
tengja notkun símanna. Verður nið-
urstaðan kynnt um miðjan febrúar.
Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin hafið fimm ára rannsókn á
tengslum farsímanotkunar og
krabbameins í heila.
Kjell Hansson Mild, sem stjómar
rannsókninni, segir mikinn mun á
GSM-farsímum og símum í NMT-
kerfinu. GSM-símamir séu vissu-
lega þægilegri og sambandið betra,
en þeir virðist hins vegar hafa verri
áhrif á líðan notenda. Astæðan er
sú að geislunin úr NMT-símunum
er stöðug en ekki í GSM-símum.
Þeir sem tali í GSM-síma í tvær til
þrjár mínútur á dag séu þó tæpast í
nokkurri hættu.
Hansson Mild segir að símafyrir-
tækin verði að sýna ábyrga afstöðu
ef í ljós komi að símarnir hafi slæm
áhrif á heilsu notendanna. Segir
hann að hægt sé að gera breytingar
á símunum til að draga úr geislun-
inni. Hún sé mest frá loftnetinu, í
um fimmm sentímetra fjarlægð, og
því sé mest geislun úr símum með
stuttum loftnetum, auk þess sem
hún lendi á viðkvæmasta hlutanum,
á bak við eyrum. Leggur Hansson
Mild til að innvolsi símanna verði
snúið við og loftnetið sett neðst í þá
til að draga úr geisluninni við höf-
uðið.
Verst að tala í síma í bíl
Ekki er sama hvar talað er í far-
síma, því vísindamenn segja lang-
mesta geislun verða þegar talað er í
síma í bíl. Myndar bifreiðin nokk-
urs konar málmbúr utan um not-
andann og magnar upp afl boðanna
sem síminn sendir frá sér. Hafa
framleiðendur nokkurra bflateg-
unda varað kaupendur við þvf að
nota farsíma inni í bflnum, nema
þeir komi fyrir loftneti fyrir sím-
ann, utan á bílnum.
Til að draga úr geisluninni hefur
verið gripið til ýmissa ráða, m.a. að
selja sérstakar hlífar á símana,
enda Ijóst að milljónir manna geta
ekki án símans verið vegna starfs-
ins en þess eru einnig dæmi að
menn verði einfaldlega háðir sím-
anum.
Byggt á: Reuters, Svenska dagbla-
det og Jyllands-Posten.
Opiðfrá kl. 1130 - 23XX
S rétta bragðlaukagælandi hlaðborð
alla sælkera í Lóninu á Hótel Loflleið
Verð í hádegi kr. 1395,-
Verð ú kvöldin kr. 2100,-
HÖTEL LOFTLEIÐ
. C ( l A N O A I «■ H'tjjl E
Símar 562 7575 & 5050 925, fax 562 7573*- Ajiir^wlii
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Verb:
3.995.
Stærðir: 23-38
POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5?fa STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN ^
SlMI 551 8519 <3^
T'
oppskórinn steinarwaage
‘ SKÓVERSLUN
Veltusundi við Ingólfstorg
Sími 5521212.
S(MI 568 92 l 2
Samstarf breskra og
sænskra fyrirtækja
Megrunar-
jógúrt
á markað
London. Reuters.
BRESKT lyfjafyrirtæki hyggst, í
samstarfi við sænskt mjólkurbú,
setja á markað jógúrt sem dregur
úr matarlyst.
Jógúrtin kallast maval og í henni
er efnið olibra sem lyfjafyrirtækið
segir náttúrulegt og því hættu á
aukaverkunum hverfandi, ólíkt því
sem gerist með mörg megrunarlyf
sem dragi úr fítupptöku.
Olibra er unnið úr pálmaolíu,
fitulipíðum, komolíu og vatni. Það
virkjar nema í smágöminni sem
losa peptíð, eða amínósýrur, sem
senda heilanum þau skilaboð. að
maginn hafi fengið fylli sína. Full-
yrðir lyfjafyrirtækið Scotia Hold-
ing að sú tilfinning haldist í allt að
sex klukkustundir.
Samningur um framleiðslu
Lyfjafyrirtækið hefur gert samn-
ing við Skánemejerier um að fram-
leiða jógúrt með olibra en það má
nota í ýmiss konar matvæli, svo
sem mjólk, ávaxtasafa og osta.
Gerðar hafa verið tilraunir með
jógúrt sem inniheldur olibra og
leiddu þær í ljós að þeir sem borð-
uðu hana neyttu að jafnaði 16%
færri hitaeininga en þeir sem borð-
uðu sama magn af venjulegri
jógúrt. Fituneysla dróst saman um
22,5% en prótínneysla um 12,5%.
Ævisaga þorsksins
og fleiri sögur
Það er af nógu að taka þegar breska
bókaútgáfan er skoðuð á nýbyrjuðu ári
FRAMUNDAN er spennandi bóka-
ár, ef marka má úttekt The Daily
Telegraph. Þar er þó aðeins stiklað á
stóru í breskri útgáfu enda eru um
95.000 bækur
gefnar út þar í
landi á ári.
Erlendir höf-
undar eru efstir á
blaði, en á meðal
verka sem gefin
verða út á fyrri
hluta árs eru verk
Bandaríkja-
manna, s.s.
„Toward the End
of Time“ eftir
John Updike,
„Cities of the Pla-
in“ eftir Cormac
McCarthy, „The
Last Resort“ eftir
Alison Lurie „The
All-True Travels
and Adventures
of Lidie Newton“
eftir Jane Smiley
og „A Widow for
One Year“ eftir
John Irving. Þá
koma út verk eft-
ir Mario Vargas
Llosa frá Perú og
Tékkann Milan
Kundera.
Nokkrar skáld-
sögur eftir breska
og írska höfunda
þykja lofa góðu.
Þar á meðal eru ,Armadillo“ eftir
Wflliam Boyd, „Master Georgie" eftir
Beryl Bainbrigde, „Breakfast on
Pluto“ eftir Patrick McCabe auk
verka eftir Ian McEwan og John
Fowles, sem enn hafa ekki fengið titfl.
Þá má nefna bók eftir W.G.
Sebald, „The Rings of Saturn", sem
fjallar um ferð sem farin er í fylgd
Sir Thomas Browne og Joseph Con-
rad og fyrstu bók Giles nokkurs
Doden sem kallast „The Last King
of Scotland" og fjallar, þótt nafnið
bendi ekki til þess, um afríska harð-
stjórann Idi Amin.
Fjölmargir höfundar munu senda
frá sér smásagnasöfn en þeirra
þekktastir eru líklega Martin Amis
(„Heavy Water and Other Stories")
og Jeanette Winterson en bók henn-
ar nefnist „The 24-Hour Dog and
Other Stories".
Austur-Evrópa og ísrael
Austur-Evrópa er áberandi við-
fangsefni á árinu. Nefna má
„Kosovo: A Short History“ eftir
Noel Malcolm, sem skrifaði „Bosnia:
A Short History", sem var einkar
greinargóð skilgreining á sögu þessa
stríðshrjáða lands. „The Warrior
Honour" eftir Michael Ignatieff fjall-
ar um reynslu hans af ferðum til
stríðssvæða, en „Rivers of Blood, Ri-
vers of Gold“ eftir Mark Cocker
fjallar um þjóðernishreinsanir. „The
Spirit Wrestler“ eftir Philip Marsen
segir hins vegar af ferð sem farin er
um Rússland í kjölfar hruns komm-
únismans.
Nokkrar bækur fjalla um gyðinga
í Austur-Evrópu, „Shtetl" eftir Evu
Hoffmann, „Heshel’s Kingdom" eftir
Dan Jacobson og „The Diaries of
Victor Klemperer 1933-1941“ en
Klemperer var þýskur gyðingur sem
var 1 felum í stríðinu og skrifaði
merka dagbók. Þá fjalla að minnsta
kosti tvær bækur um stofnun Isra-
elsríkis, í tflefni þess að hálf öld er
liðin frá henni, en þær eru eftir
Martin Gflbert og Moshe Raviv.
Af öðrum bókum má nefna „Liv-
ing at the End of the World“ eftir
Marinu Benjamin, sem fjallar um
aldamótin væntanlegu og „The
Prime Minister", sem er, eins og
nafnið bendir til, um breska forsæt-
isráðherrann, nákvæm skilgreining á
starfi hans. Væntanleg bók Chris
Pattens, síðasta landstjóra Breta í
Hong Kong hefur enn ekki hlotið
nafn en hún fjallar um lýðræðisþró-
un í Asíu.
Að síðustu má nefna einn eftirlæt-
isbókaflokk Breta, ævisögumar.
Margir þeirra sem þar eru nefndir,
eru lítt þekktir utan heimalandsins
en þó má búast við að íslenskir les-
endur hafi gaman af því að lesa bók
Hflary Spurling um Matisse og bók
Peters Ackroyd um Thomas More,
að ekki sé nú minnst á bókina „Cod“,
eftir Mark Kurlansky, sem kemur út
í næsta mánuði og er hvorki meira
né minna en ævisaga þorsksins,
fisksins sem breytti heiminum.
Jane
Smiley
Marío Vargas
Llosa
Milan
Kundera
Leikhúsmaðurinn
Strehler látinn
EINN þekktasti og umdeildasti
leikstjóri Evrópu, Giorgio Strehler,
er látinn, 76 ára, í Lugano í Sviss.
Strehler var gjarnan kallaður
„Toscanini leikhússins" en hann
þótti strangur stjómandi og einkar
geðríkur leikstjóri með ákveðnar
stjórnmálaskoðanir.
Strehler fæddist í Trieste á ítal-
íu, sonur fransk-serbneskrar móð-
ur og austurrísks föður en hann
sagði foreldra sína hafa verið svo
listelska að nánast allt annað um-
ræðuefni hefði þótt óáhugavert og
gróft. Strehler lærði leiklist í
Mflanó en flýði til Sviss í heims-
styijöldinni síðari.
Eftir stríð sneri Strehler heim til
Ítalíu, gerðist leikhúsgagnrýnir,
setti upp bandarísk samtúnaverk
auk „La Traviata“ eftir Verdi á La
Scala. Árið 1947 stofnaði hann
Piccolo Teatro (Litla leikhúsið) í
Mflanó ásamt Paolo Grassi til að
koma á framfæri „menningu öreig-
anna“. Varð leikhúsið þekkt fyrir
óvenjulegar uppsetningar á verkum
Pirandellos, Goldoni, Shakespeare
og Brecht en sá síðastnefndi var svo
hrifinn af einni uppsetningu Litla
leikhússins að hann sagði Strehler
hafa skapað leikverkið að nýju.
Litla leikhúsið öðlaðist frægð
langt út fyrir heimalandið
1966-1968 er það fór í leikferðir
um Evrópu með Tveggja þjónn og
Uppreisn í Chioggia eftir Carlo
Goldoni.
Helstu fyrirmyndir Strehlers
voru ítalska leikskáldið Goldoni og
franski leikstjórinn Louis Jouvet,
en um þann síðarnefnda sagði
Strehler: „Jouvet kenndi mér auð-
mýkt. „Þú ert ekki Mozart," sagði
hann „og heldur ekki Moliére. En
án þín, án leikhúss, án leikstjóra
em þeir ekkert annað en texti á
blaði. Verðmætur, áhugaverður, en
aðeins á blaði. Það ert þú sem lífg-
ar þá við. En leyfðu þér aldrei að
hugsa sem svo að þú sért þeir.“
Strehler sat á Evrópuþinginu
fyrir sósíalistaflokkinn 1983 - 1984
en sagði sig úr flokknum 1987 og
gekk til liðs við kommúnista. Sama
ár var hann kjörinn á ítalska þing-
ið. Strehler komst í kastljós fjöl-
miðla fyrir fimm áram en hann var
granaður um að hafa dregið sér fé
úr sjóðum Evrópusambandsins, alls
um 25 milljónir ísl. kr. Nafn hans
var hreinsað af þessum áburði en
Strehler reiddist svo langdreginni
rannsókninni að hann fluttist til
Sviss.
Strehler starfaði af krafti til
hinstu stundar en þegar hann lést
vann hann að uppsetningu á óperu
Mozarts, „Cosi Fan Tutte“, hjá
Litla leikhúsinu.