Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og vinkona, HELGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR fyrrverandi yfirkennari, Kirkjulundi 6, Garðabæ, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 10.30. Kristín Bjðrg Jónsdóttir, Jóhann Magnússon, Helga Kristín Jóhannsdóttir, Harpa Hrund Jóhannsdóttir, Jón Atli Jóhannsson, Sigurður Pálsson. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTÓFER HELGI JÓNSSON, Hólabrekku, Miðneshreppi, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja föstudaginn 9. janúar sl. Útförin ferfram frá Útskálakirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Kristófersson, Ingibjörg Gestsdóttir, Kristófer Helgi Pálsson, Elsa Pálsdóttir, Sigurþór Stefánsson, Páll Ingi Pálsson, Auðunn Pálsson, Gróa Axelsdóttir og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON forstjóri, lést að kvöldi laugardagsins 10. janúar. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HALLA EINARSDÓTTIR, Dalbraut 27, áður Leifsgötu 14, lést á heimili sínu sunnudaginn 11. janúar. Svava og Ólafur Methúsalemsson, Bryndís og Jón Þór Jóhannsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLUR S. GUNNLAUGSSON íþróttakennarí, Hjarðarholti 15, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mið- vikudaginn 14. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar. Krístin Hallsdóttir, Gísli Bjömsson, Hrönn Hallsdóttir, Hjörtur K. Einarsson, Katla Hallsdóttir, Flosi Einarsson, Heimir Hallsson, Sigþóra Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐJON SIGFÚSSON + Guðjón Sigfússon var fæddur í Egilsstaðakoti í Flóa 14. febrúar 1912. Hann lést í Sjúkra- húsi Suðurlands 25. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Eyrar- bakkakirkju 3. janú- Þegar Guðjón Sig- fússon er nú horfinn sjónum okkar sam- ferðamanna hans lang- ar mig til að kveðja hann fáeinum orðum og þakka nær aldarfjórð- ungs kynni. Þau hófust er hann kom eitt haustið til að hjálpa mér við gulrófuupptöku ásamt vini sín- um Sigurði Grímssyni. Þeir tóku upp rófumar upp á hlut og enn eru mér minnisstæð fyrstu handtökin hjá Guðjóni. Þar var kominn sá hraðvirkasti maður sem ég hefi unnið með. Og þó talaði hann með vinnu sinni, sagði sögur, greindi mér frá lífsstarfi sínu, lýsti sam- starfsmönnum sínum. En ekkert slíkt verður rakið hér, aðeins vísað til eftiirninnilegrar minningar- greinar Ama Valdimarssonar sem birst hefur hér fyrr í blaðinu. Lífsgleði Guðjóns er mér efst í huga þegar hans er minnst. I meira en tvo áratugi stóðum við saman í garðinum á haustdögum, stundum aðeins tveir, og þá fór hann á bestum kostum og sagði mér margt sem öðmm kom ekki við. Hann var lítt fyrir að frægja sig, en þó fór svo að hann varð Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíó 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. frægur í útlandinu því einnig erlendum mönn- um var lífsgleði hans ljós. I októberbyrjun 1983 kom sænskt sjón- varpsfólk frá Gauta- borg til landsins að mynda og fjalla um ís- lenskan landbúnað. Urðum við hjón m.a. fyrir valinu að lýsa bú- skap okkar og var upp- tökudagur valinn 5. október. Varð mér það áhyggjuefni því tölu- verð pöntun lá fyrir á rófum þessa daga. Ekki lét Guðjón þetta á sig fá, en sagðist fara í garðinn án mín en með honum unnu þann daginn fað- ir minn og Sigurður Grímsson. Það teygðist úr þessari sjónvarpstöku og um margt var spurt, m.a. hve lengi ævinnar bændur héldu út. Eg kvað íslenska bændur öllum lang- lífari og þeir létu ekki af störfum fýrr en við andlátið. Nefndi ég það til sönnunar að þessa stundina væm þrír heiðursmenn við rófu- upptöku fyrir mig: Vinir mínir frá Selfossi 71 árs og 82 ára og faðir minn 85 ára. En sem ég hafði það mælt óskaði sjónvarpsfólkið eftir að mynda þremenningana til styrktar sögu minni. Vélum var stillt upp og þeir myndaðir er þeir komu akandi heim og sá elsti keyrði traktorinn. Vel tók Guðjón þessu „floppi". Hann hirti hlut sinn og setti í poka og undir vökulum augum myndavélarinnar henti hann pokunum í hjólvagn sinn og hló við dátt. Mér væri þessi svipmynd af H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H ^ Sími 562 0200 ^ rxxxxxxxxxxrl + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, RAGNAR HJÁLMARSSON, f. 3. mars 1931, lést á Landspítalanum laugardaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 19. janúar kl. 13.30. Pranom Mankamnert, Sigurður Hjálmar Ragnarsson, Haraldur Ragnarsson, Kristín Þóra Sigurðardóttir, Höskuldur Ragnarsson, Marta Gígja Ómarsdóttir, Hörður Ragnarsson, Guðfinna Hulda Hjálmarsdóttir, Ragnar Reyr Ragnarsson, Jantra Phosrí og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JÓHANNS FRÍMANNS HANNESSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks. Guð blessi ykkur öll. Freyja Kristófersdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Ragnar Þór Baldvinsson, Rúnar Þorkell Jóhannsson, Hlynur Jóhannsson, Karen Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. + Sendum innilegustu kveðjur og þakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR frá Sléttu, Reyðarfirði. Sólveig Baldursdóttir, Atli Björnsson, Þórey Baldursdóttir, Haukur Þorleifsson, Sigurður Baldursson, Dagbjört Gísladóttir, Einar Baldursson, Anna Ingvarsdóttir, Sigurjón Baldursson, Anna Jenný Wilhelmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Guðjóni næstum gleymd ef sænsk blöð hefðu ekki farið að berast mér næstu vikur. Þá hafði þátturinn verið kynntur í blöðum og fylgdi með ein mynd sem alls staðar birt- ist. Guðjón Sigfússon „landbruk- ari“ pa Island“„ einhendir rófupok- um á vagn. Guðjóni fannst undir niðri heiður að þessari myndbirt- ingu en ég fullyrti við hann að hann væri fulltrúi lífsgleðinnar á Islandi hjá þessari „hamingjusömu þjóð“. Arin okkar Guðjóns í rófugörðun- um urðu rúmlega 20. Hann sótti verk sitt fast og bauð haustveðrinu birginn. Vel gallaður stóð hann að verki, og ekki sakar að geta farar- tækja hans. Fyrst var það lítið vél- hjól og vagn undir rófumar aftan í því. Guðjón var fjaska vígalegur er hann var kominn á hjóhð algallaður með hjálm á höfði og beitti sér upp í vindinn. Einstök mynd er til af honum þannig útbúnum, en svo þróaðist véltækni Guðjóns upp í fjórhjól. Þá var hann orðinn Eyr- bekkingur og illa haldinn í fótun- um, en lét sig ekki muna um það, kominn undir áttrætt, að taka rétt- indapróf á fjórhjólið. Eg hygg að hann hafi verið vel að því kominn enda aldrei slysavaldur í lífinu. Fyrir tveimur haustum kom hann síðast í rófumar og þótti vont að biðja um aðstoð við að komast upp í hjólið - en lét sig hafa það og mér er sagt að kartöflurækt hafi hann stundað út lífið og tekið sitj- andi upp kartöflur sína síðustu haustdaga. Guðjón Sigfússon sameinaði í lífi sínu bæði gleði og sorg. Fyrr er hér sagt að hann stráði í kringum sig lífgleðinni, þurfti engin örvun- arlyf á mannamótum því bindindis- maður var hann bæði á vín og tó- bak. Hann var sögumaður með ágætum og á ég nokkrar af sögum hans frá Eyrarbakkaárunum. En hann var einnig alvörumaður í trú sinni, sótti kirkjur vel og heiðraði samferðamenn sína við jarðarfarir þeirra. Bæði var stutt hjá honum til Guðs síns og einnig stutt í kirkj- una. Á Selfossárunum bjó hann á Kirkjuvegi 4 og þaðan var beinn vegur til Selfosskirkju. Og þar á Kirkjuveginum átti Guðjón fallegt grenitré sem blasti við kirkjugest- um af tröppum kirkjunnar. Einnig þannig vildi hann heiðra Guð sinn því það var þáttur íf guðrækni Guðjóns Sigfússonar að „maður verður að rækta garðinn sinn“. Fleiri orð verða ekki sögð um þennan eftirminnilega mann sem alltaf var reiðubúinn til starfa í þjónustu lífsins. Við hjónin sendum Guðbjörgu dóttur hans og öðrum aðstandendum innilegustu samúð- arkveðjur okkar. Páll Lýðsson. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.