Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ GANGLERI Hvað er vitund? Hvað er líf eða dauði? Vitum við ekki fátt með vissu? Hvaða möguleikar búa í manninum? I 70 ár hefur tímaritið Gangleri birt greinar um andleg, sálfræðileg, heimspekileg og vísindaleg efni. Gangleri kemur út tvisvar á ári, hvort hefti 96 síður Gangleri, rit fyrir þá sem spyrja. Sími 896 2070 helgar sem virka daga milli 9 og 20. -i AHRIFARÍK HFTT.SIIFFNI Auka orku, úthald og einbeitingu Fást í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum BIO QINON Q-10 Eykur orku, úthald og vellíðan | Fæst í Hagkaupsverslunum qimiaaa ;... “SSS” URTE PENSIL PROPOLIS Sólhattur og Propolis virka vel saman. Gæðaefni Skallin Plus vinur magans . Bia.S.iJica, járn í melassa Gæðaefni frá Healthilife. Sterkir Propolis belgir (90 stk) virka sérlega vel. Þú getur treyst heilsuefnum frá Parma Nord 100% Bio-Biloba Ginkgo Bio-Selen + Zink Bio-Chróm - grennandi Bio-Glandin Bio-Caroten Bio-Calcium Bio-Magnesium Bio-Fiber Bio-E-vítamín Bio-Zink Bio-Marin BíO-SELEN UMBOÐIÐ Sími 557-6610. Skrifstofutækni Markmiö námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: Handfært bókhald Tölvugrunnur Ritvinnsla Töflureiknir Verslunarreikningur Glærugerð Mannleg samskipti Tölvubókhald Internet Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig iangaöi að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Islands. Þar bætti ég kunnáttuna i Word- ritvinnslu og Exceltöflureikni og læröi hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er var vel skipulagt og kennsla frábær. Kennt var 3 kvöld í viku í 4 mánuði og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér ég vera fær i flestan sjó! Guðrún Skúladóttir, deildarstjóri, íönaðar- og viðskiptaráðuneyti. , , Öll námsgögn innifalin '- Tölvuskóli íslands Bíldshöfða 18 Sími 567-1466 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Raflýsing í Hallgrímskirkju VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Þann 7. þ.m. ritaði Helga R. Stef- ánsdóttir til Velvakanda um raflýsingju í tumi Hall- grímskirkju. Af því tilefni viil undirritaður koma eft- irfarandi á framfæri: 1. Sú flóðlýsing sem nú er búið að setja upp er aðeins hluti af flóðlýsingu kirkjunnar. Vegna jarð- vinnuframkvæmda á síðsta ári var ákveðið að koma fyrir þeirri lýsingu í jörðu sem tilheyrir þeim verk- áfanga sem er að ljúka. 2. Hvað varðar misfellur eftir gömlu steypumótin er þess að geta að eftir er að koma fyrir lýsingu efst framan á turni, sem lýsir á móti kösturum í jörðu og við það dregur úr mis- fellum í steypumótum. Lýsing á hinar þijár hliðar turnsins, á milli glugga á kirkjuskipi og á kór hennar kemur síðar. Mismunandi áherslur verða á veggflöt- um og verður framhlið tums höfð björtust í flóð- lýsingu kirkjunnar. 3. Við hönnun flóðlýsing- ar hefur verið leitast við að draga fram byggingar- lag kirkjunnar, þar sem mismunandi áherslur í styrk lýsingar draga fram byggingarlagið og sýna kirkjuna á áhrifamikinn hátt. j 4. Ákvörðun um að hafa kveikt á flóðlýsingu kirkj- unnar, þrátt fyrir að upp- setningu hennar sé ekki lokið, getur verið umdeild. Hlutverk flóðlýsingar framan á kirkju er meðal annars að veita birtu á torg kirkjunnar og var ákvörðunin um að hafa kveikt á henni byggð á því að í skammdeginu væri ástæða til að lýsa upp eins og núverandi lýsingarkerfi leyfir. 5. Varðandi lýsingu í tumspíru þá hafa farið fram tilraunir á mismun- andi iitarafbrigðum á lýs- ingu í tumi. Tilraunir þess- ar voru m.a. gerðar til að kalla fram viðbrögð um birtustig og hefur það nú verið samræmt. Efsta hólf- ið í tumspírunni var áður upplýst með vinnulýsingu en þar verður birtan alltaf daufari. Sem sjá má, er mörgu ólokið við uppsetningu flóðlýsingar á Hallgríms- kirkju. Efiaust tekur nokk- ur ár að ljúka framkvæmd- um því að um mjög kostn- aðarsama framkvæmd er að ræða. Ásýnd kirkjunnar á því eftir að breytast nokkram sinnum og er þess vænst að aðstandend- um kirkjunnar verði sýnd þolinmæði þar til fram- kvæmdum er lokið, en öll gagnrýni er vel þegin og raunar nauðsynleg til að vel takist til um flóðlýsingu kirkjunnar." F.h. Hallgrímskirkju, Jóhannes Pálmason, form. sóknarnefndar. Ábending í MORGUNBLAÐINU 8. janúar var sagt frá því að fólk í S-Kóreu hefði safnað saman 17 tonnum af gulli. Það væri 1200 milljón króna virði. í sama blaði segir að gullverðið sé 281 dollari á únsuna, sé þetta margfaldað saman þá kem- ur í ljós að þama er um að ræða 12.279.256.000 kr., þ.e. ef við breytum dollurum yfir í krónur. Það er nánast orðið regla hjá blaðamönnum að fara vit- laust með kommur eða núil í reikningi. Það er alltaf verið að reikna þetta vit- laust ef fólk er farið að fást við tölur sem eru hærri en mánaðarlaun. Sérstak- lega raglast þetta þegar verið er að breyta erlendri mynt yfir í íslenska. I einu kg af gulli em 35,273 únsur sinnum doll- arar 281,4 er jafnt og 9.925,92 dollarar sem ger- ir 722.309,00 kr. Þannig að tonnið er 1000 sinnum það eða 722.309.190 kr. Það sinnum 17 er 12.279.256.000. Það skiptir máli að tölur séu réttar i blöðum. Þetta er vinsamleg ábending til blaðamanna að gæta sín á að núllin séu rétt. Bárður Halldórsson. ííTH'i'inii n iiiiim Fjólublá úlpa týndist FJÓLUBLÁ barnaúlpa týndist um miðjan desem- ber. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 554 3984. BRIDS Umsjón Guðmundur Páil Arnarson ÞEGAR tvær eða fleiri leið- ir era færar í úrspilinu er oft hægt að samnýta mögu- leikana með því að tíma- setja spilamennskuna rétt. En stundum standa menn frammi fyrir endaniegu vali strax í upphafi: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G83 V 84 ♦ 872 ♦ KD843 Suður ♦ ÁKD5 V K96 ♦ KDGIO ♦ Á6 Vestur Norður Austur Suður 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: Hjartadrottning. Suður tekur fyrsta siag- inn á hjartakóng. Hann á nú tvo_ möguleika til vinn- ings: í fýrsta lagi getur hann spilað tígli í þeirri von að hjartað liggi 4-4, en þá gefur hann aðeins þrjá slagi á hjarta og einn á tígulás. En ef sagnhafi óttast að hjartað iiggi 5-3, verður hann að treysta á hagstæða lauflegu. Hann getur ekki prófað laufið fyrst og farið svo í tígulinn ef það brotnar ekki, því þá hefur hann fríað laufslag fyrir vörnina. í stuttu máli: Vinningsmögu- leikarnir eru tveir, en gagn- kvæmt útilokandi. í spilum af þessum toga er stundum hægt að beita vrannsóknarspilamennsku“. I þessu tilfelli spilar sagn- hafi litlu laufi að blindum í öðrum slag. Báðir andstæð- ingar eru líklegir til að gefa heiðarlega talningu, því blindur virðist vera inn- komulaus fyrir utan laufið. Ef báðir sýna þrílit, ætti sagnhafi að spila upp á lauf- ið, en snúa sér annars að tíglinum. SKÁK Umsjón Marfjoir Pétursson STAÐAN kom upp í opna flokknum í Groning- en í Hollandi í desember. Fyrrverandi heimsmeist- ari kvenna, Nona Gapr- indashvili (2.355), Georg- íu, var með hvítt og átti leik, en Pavel Blatny (2.555) hafði svart og hafði teygt sig of langt í vinn- ingstilraunum: 52. d6! - Rf3 53. Hxf3! - gxf3 54. Kgl - Hg2+ 55. Kfl - Hd2 56. Rd5 og Tékkinn gaf, því hvíta d- MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast'með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- peðið verður að drottningu. Nona er 56 ára og var heimsmeistari kvenna frá 1962 til 1978. Eldri skáká- hugamenn muna eftir henni frá Reykjavíkurskákmótinu í Lídó 1964 þegar Tal sigr- aði. HVÍTUR leikur og vinnur. kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík. Víkverji skrifar... * OMAR Ragnarsson, fréttamaður sjónvarps, gerir skemmtilega og áhrifamikla sjónvarpsþætti um landið og fólkið, sem býr í því og sækir það heim. Ríkissjónvarpið sýn- ir um þessar mundir eina af þátta- röðum hans og engin spuming um, að hann er vel kominn að fálkaorð- unni fyrir það kynningarstarf, sem hann hefur um langt árabil unnið á báðum sjónvarpsstöðvunum. Líklega þekkir enginn Íslendingur landið betur en Omar Ragnarsson, alltént úr lofti. Og sennilega hefur hann náð lengst allra manna frá dögum Bjöms heitins Pálssonar, flugmanns, í að kanna landið úr lofti og lenda á hinum ólíklegustu stöðum. Þetta er merkilegt starf, sem er líklegt til að auka áhuga íslendinga á því að ferðast um land- ið og kynnast því frá ýmsum sjónar- homum. Eigi Víkveiji að hafa uppi ein- hverjar athugasemdir eru þær helztar, að frásögnin mætti vera skipulegri. Stundum er hlaupið úr einu í annað. Úr sjónvarps- myndum Ómars Ragnarssonar fyrr og nú væri hægt að^ gera stórkostlega þáttaröð um ísland til sýningar í erlendum sjónvarps- stöðvum. xxx IÞÆTTI Ómars í fyrrakvöld var fjallað ítarlega um hvalaskoðun og þar sást m.a. þegar hvalur var drepinn. Andstæðurnar voru hrika- legar. Annars vegar bátar með innlendum og erlendum ferða- mönnum, sem sigldu um sjóinn í fögru veðri og hvalir stórir og smáir, þessar stórkostlegu, glæsi- legu og fögru skepnur, blásandi allt. um krine-. Hins vegar hvalur skotinn, dreginn í land, með blóðstrauminn á eftir bátnum, og skorinn. Hveijir eru þeir, sem vilja fórna þessum undrum náttúrunnar? Ekki er ólíklegt, að Ómar Ragn- arsson hafi með þessari einu mynd fjölgað andstæðingum hvalveiða mjög. XXX AÐ KOM Víkveija einnig á óvart að sjá hinar friðsælu ijúpur í Hrísey, sem eru áreiðan- lega ekki síður augnayndi fyrir ferðamenn en náttúran sjálf og hvalirnir. Líklega eigum við ís- lendingar óþijótandi möguleika á að laða ferðamenn til iandsins og hafa af þeirri atvinnugrein margfalt meiri tekjur en við gæt- um nokkru sinni haft af hvala- dráni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.