Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Kammer
tónleikar
/
í
Garðabæ
1 9 9 8 ')
Listrænn stjórnandi:
Gcrrit Schwil
17. JANUAR
Sigrún Eðvaldsdóttir
Fiðla
Gerrit Schuil
Píanó
Vcrk eftir Mozart,
Beethoven, Brahms.
TONIIST Tónleikarnir vcrða haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðarhcimili
ÍGARÐABÆ Vídalínskirkju í Garðabæ, laugardaginn 17.janúar ki. 17:00.
' ' ' ' Miðasaia í Kirkjuhvoli kl. 15:00 - 17:00 tónleikadaginn.
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Beintenging við
innheimtukerfi banka
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
S
Att þú að standa skil
á afdregnum skatti af
fjármagnstekjum ?
Lögmönnum, löggiltum endurskoðendum,
verðbréfamiðlurum, verðbréfafyrirtækjum,
tryggingafélögum og sérhverjum öðrum sem hafa
atvinnu af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í
verðbréfaviðskiptum eða annast innheimtu fyrir aðra
ber ótilkvöddum að standa skil á afdreginni
staðgreiðslu skatts af fjármagnstekjum til ríkissjóðs
á gjalddaga. Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu
skatts af fjármagnstekjum ársins 1997 er 15. janúar
1998. Eindagi er þann 30. janúar 1998.
Þeir sem hafa fengið gíróseðil sendan geta fyllt hann
út og skilað skattinum í bönkum, sparisjóðum,
pósthúsum og hjá innheimtumanni ríkissjóðs.
Þeir sem ekki hafa fengið gíróseðil sendan geta fyllt
út greiðsluseðil hjá innheimtumanni ríkissjóðs og
skilað skattinum þar.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
FÓLK í FRÉTTUM
BÍÓIN í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason /Anna Sveinbjarnardóttir
BÍÓDORGIN
GröfRósönnu
Roseanna’s Grave Vrk
Það er ekki heiglum hent að gera
grín að dauðanum. Það sannar
þessi kolsvarta gamanmynd um
endalokin en gengur ekki nógu
langt. A þó sína spretti, þökk sé
hr. Reno.
Tomorrow Never Dies ★★★
Bond-myndirnar eru eiginlega
hafnar yfir gagnrýni. Farið bara
og skemmtið ykkur.
Auðveld bráð ★★★
Kraftmikil gamanmynd um tvo
nútíma Hróa hetti. Þeir stela að
sjálfsögðu frá ríkum en styrkja
eingöngu sjálfa sig. Enda at-
vinnulausir.
Herkúles ★★★
Sögumenn og teiknarar Disney-
verksmiðjunnar í fínu formi en
tónlistin ekki eins grípandi og
oftast á undanförnum árum og
óvenjulegur doði yfir íslensku
talsetningunni.
SAMBÍOIN, ÁLFABAKKA
Titanic ★★★1A
Mynd sem á eftir að verða sígild
sökum mikilfengleika, vandaðra
vinnubragða í stóru sem smáu og
virðingar fyrir umfjöllunarefn-
inu. Falleg ástarsaga og ótrúlega
vel gerð endursköpun eins ægi-
legasta sjóslyss veraldarsögunn-
ar.
Starship Troopers ★★%
Undarleg stjörnustríðsmynd, því
miður meira í anda Mars Attack
en Totai Recall. Tölvupöddur
skáka leikurum af holdi og blóði.
Tomorrow Never Dies ★★★
Bond-myndirnar eru eiginlega
hafnar yfir gagnrýni, farið bara
og skemmtið ykkur.
Aleinn heima ★★Vfe
Það má hlæja að sömu vitleys-
unni endalaust.
Herkúles ★★★ Sjá Bíóborgin
Air Force One ★★★
Topp hasarspennumynd með
Harrison Ford í hlutverki
Bandaríkjaforseta sem tekst á
við hryðjuverkamenn í forseta-
flugvélinni. Fyrirtaks skemmtun.
Conspiracy Theory ★★Í4
Laglegasti samsæristryllir. Mel
Gibson er fyndinn og aumkunar-
verður sem ruglaður leigubíl-
stjóri og Julia Roberts er góð
sem hjálgsamur lögfræðingur.
HÁSKOLABÍÓ
Titanic ★★★‘A
Sjá Sambíóin, Álfabakka.
Stikkfrí **'Æ
Islensk gaman- og spennumynd
þar sem þrjár, barnungar leik-
konur bera með sóma hita og
þunga dagsins og reyna að koma
skikk á misgjörðir foreldranna.
Lína Langsokkur ★★
Teiknimynd um Línu Langsokk
ætluð yngstu kynslóðinni.
Barbara ★★★
Viðbótarfjöður í hatt framleið-
andans Pers Holsts og leikstjór-
ans Nils Malmros. Barbara er
fallega tekið og vel leikið drama
um miklar ástríður í Færeyjum.
Toorrow Never Dies ★★★
Sjá Sambíóin, Álfabakka.
Leikurinn ★★Vá
Ágætlega heppnuð mynd að
flestu leyti nema endirinn veldur
vonbrigðum.
Event Horizon ★★Ví2
Spennandi og oft vel gerður
geimtryllh sem tapai’ nokkuð
fluginu í lokin.
The Peacemaker ★★1/z
Gölluð en virðingarverð tih’aun til
að gera metnaðarfulla hasarmynd
um kjamorkuógnina og stríðs-
hrjáða menn.
KRINGLUBÍÓ
Starship Troopers ★★‘/2
Umdarleg stjörnustríðsmynd, því
miður meira í anda Mars Attach
en Total Recall. Góð tölvuvinna.
Face
Grimm og raunsæ vel leikin og
gerð bresk sakamálamynd um
glæpagengi sem missir gjörsam-
lega stjórn á hlutunum.
L.A. Confidential ★★★V2
Frambærilegri sakamálamynd en
maður á að venjast frá Hollywood
þessa dagana. Smart útlit, lagleg-
ur leikur og ívið flóknari sögu-
þráðui- en gerist og gengur.
Herkúles ★★★ Sjá Bíóborgin
Pabbadagur*★
Tveir afburða gamaleikarar hafa
úr litlu að moða í veikburða sögu í
meðalgamanmynd um táning í til-
vistarkreppu og hugsanlega feður
hans þrjá.
LAUGARÁSBÍÓ
Titanic ★★★%
Sjá Sambíóin, Álfabakka.
G.l. Jane ★★
Ridley Scott sýnir nokkur bata-
merki frá síðustu myndum í eitil-
harðri og vel gerðri mynd með
Demi Moore í harðjaxlshlutverki
sem bóndi hennar, Bruce nokkur
Willis, er mun þekktari fyrir.
Tekur forvitnilega á jafnréttis-
málum kynjanna framan af en
dettur að lokum niður í að öðru
leyti í ósköp venjulega meðal
Rambómynd.
Lína Langsokkur ★★'/2
Teiknimynd um Línu Langsokk,
ætluð yngstu kynslóðinni.
Most Wanted ★★
Samsærismynd þar sem sögu-
hetjan á í höggi við bandarísku
þjóðina, mínus einn. Hröð en vit-
laus.
Titanic ★★★/2
Sjá Sambíóin, Álfabakka.
REGNBOGINN
Spice World ★★
Kryddpíurnar hoppa um og
syngja og hitta geimverur eins og
Stuðmenn forðum daga. Allt í lagi
skemmtun fyi’ir fólk sem þolir
dægurflugur stúlknanna.
Aleinn heima 3 ★★/2
Það má hlæja að sömu vitleysunni
endalaust.
Sling Blade ★★★*/>
Nýr, óvæntur kvikmyndahöfund-
ur bankar hressilega upp á með
sinni íyrstu meynd sem leik-
stjóri/handritshöfundur/leikari.
Billy Bob Thornton sigi’ar á öllun
vígstöðvum með einni athyglis-
verðustu mynd ársins.
Með fullri reisn ★★★
Einkar skemmtileg og fyndin
bresk verkalýðssaga um menn
sem bjarga sér í atvinnuleysi.
STJÓRNUBÍÓ
Stikkfrí ★★1/2
Sjá Háskólabíó.
G.f. Jane ★★
Sjá Laugarásbíó.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
ö Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð?
ffl Viltu margfalda afköst í námi?
£Q Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á næsta hrað-
lestrarnámskeið sem hefst fimmtudaginn 22. janúar n.k.
Skráning er í síma 565-9500.
HRAÐUESTRARSKÓLINN