Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 9. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS _ > A Stjórnvöld í Bretlandi og Irlandi reyna að blása lífí í viðræður Norður-Ira Alsír Samkomulag / • um njgar friðartillögur Belfast. Reuters. RIKISSTJORNIR Bretlands og Ir- Reuters GERRY Adams, leidtogi Sinn Fein, stjórnmálaflokks írska lýðveldis- hersins (IRA), ræðir við fréttamenn við Stormont-kastala í Belfast, þar sem friðarviðræður norður-írsku flokkanna hófust að nýju í gær. lands náðu í gær samkomulagi um nýjar tillögur, sem vonast er til að stuðli að friði á Norður-írlandi og blási lífi í friðarviðræður flokka mót- mælenda og kaþólikka í Belfast. Heimildarmenn í Belfast sögðu að í tillögunum væri gert ráð fyrir að Norður-írland fengi eigið þing og komið yrði á fót ráði sem yrði undir það og þing Irlands sett. Ennfremur er gert ráð fyrir því að stofnað verði varanlegt ráð, skipað fulltrúum breskra og írskra stjómvalda. írskur embættismaður lýsti tillög- unum sem lauslegum drögum að hugsanlegu friðarsamkomulagi sem höfð yrðu til hliðsjónar í viðræðunum í Belfast. Breskur embættismaður sagði að í tillögunum kæmu fram ýmsar hugmyndir um hvernig hægt væri að leysa deiluna um framtíð N- írlands en það væri hlutverk flokk- anna, sem taka þátt í viðræðunum, að semja um þær í smáatriðum. Fallast á tillögurnar Heimildarmenn í stærstu flokkum mótmælenda og kaþólikka, Sam- bandsflokki Ulster (UUP) og Jafnað- ar- og verkamannaflokknum, sögðu þá geta fallist á tillögumar sem um- ræðugrundvöll í viðræðunum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var staddur í Japan og breskir embættismenn sögðu að hann hefði rætt tillögurnar átta sinn- um í síma við Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Irlands, síðasta sólarhring- inn áður en samkomulagið náðist. Flokkum mótmælenda, sem vilja að Norður-Irland verði áfram hluti af Bretlandi, og kaþólikka, sem vilja að héraðið sameinist Irlandi, hafði ekki tekist að ná samkomulagi um umræðugrundvöll áður en mánaðar- hlé var gert á friðarviðræðunum í desember. Viðræðurnar hafa staðið frá því í júní 1996 en þær hófust ekki fyrir alvöru fyrr yn Sinn Fein, stjórnmálaflokkur Irska lýðveldis- hersins (IRA), fékk aðild að þeim í september eftir að IRA lýsti yfir vopnahléi. ■ Bretar og Irar semja/26 Ekkert lát á blóð- baðinu Algeirsborg. Reuters. EITT hundrað og þrír óbreyttir borgarar voru myrtir í Alsír í fyrri- nótt og 70 særðust, margir lífs- hættulega. Hafa þá meira en 1.100 manns fallið í árásum hryðjuverka- manna síðan föstumánuður múslima hófst 30. desember sl. Talsmaður hersins sagði, að morðin hefðu átt sér stað í bænum Sidi Hamed fyrir sunnan Algeirs- borg og hafist með því, að sprengja sprakk á kaffihúsi. Létu þar nokkr- ir lífið en alls féllu 103 í árásinni og 70 særðust. Er tvísýnt um líf 10 þeirra. Börðust hermenn og sjálf- boðaliðar við hryðjuverkamennina og voru nokkrir þeiira felldir að sögn. Einn af leiðtogum FIS, Islömsku frelsisfylkingarinnar, sem er bönn- uð í Alsír, sagði í gær, að stöðva mætti blóðbaðið í landinu ef Vest- urlönd gætu fengið stjómvöld til að setjast að samningaborði með strangtrúarmönnum. Reuters Kafaldssnjór í Jerúsalem ÓVENJULEGT fannfergi er í Miðausturlöndum og í Jerúsalem var í gær 20 sm jafnfallinn snjór. Er vitað um tvö dauðsföll af völdum veðursins, sem margir láta sér þó vel líka. Yfirleitt ger- ir eitthvert fjúk í Jerúsalem á hverjum vetri en mest snjóaði þar 1950 þegar mjöllin var 70 sm djúp. Irakar stöðva vopnaeftirlit Bagdad. Reuters. ÍRAKSSTJÓRN tilkynnti í gær, að starfsemi vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna I landinu yrði stöðvuð í dag vegna þess, að yfir- maður hennar væri Bandaríkja- maður, sem hún sakar um njósnir. Bandaríkjastjóm mótmælti til- kynningunni harðlega og sagði Iraksstjóm ekki geta ákveðið hverjir væru í eftirlitsnefndinni. Iraska fréttastofan INA sagði, að starfsemi eftirlitsnefndarinnar undir forystu Scotts Ritter yrði stöðvuð í dag en Irakar hafa oft sakað Ritter, sem var foringi í Bandaríkjaher í Persaflóastríðinu, um njósnir. Sagði INA, að nefnd- inni yrði ekki leyft að starfa fyrr en skipan hennar hefði verið breytt en nú em í henni níu Bandaríkja- mennj fimm Bretar, einn Rússi og einn Astrali. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær, að reyndu írakar að hindra nefndina í störfum sín- um, yrði öryggisráð SÞ að koma vitinu fyrir þá enda væri það ekki Saddams Husseins íraksforseta að velja nefndarmennina. Kemur ekki á óvart Irakar ráku bandarísku nefndar- mennina úr landi í nóvember sl. en afturkölluðu síðan brottreksturinn eftir mikið þref og samningaum- leitanir. Ken Bacon, talsmaður bandaríska hermálaráðuneytisins, sagði í gær, að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin að styðja öryggis- ráðið í því að neyða Iraksstjórn til að hlíta vopnahlésskilmálunum, sem samið var um eftir Persaflóa- stríð. Fréttaskýrendur segja, að til- kynning íraka hafi ekki komið á óvart og við henni hafi verið búist. Eystrasaltsríkin og NATO Bandaríkin hlynnt LEIÐTOGAR Bandaríkjanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eist- lands, Lettlands og Litháens, munu á föstudag undirrita í Was- hington sérstákan samstarfssátt- mála þar sem kveðið verður á um stuðning Bandaríkjastjórnar við tilraunir ríkjanna til að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sagði bandaríska stórblaðið The New York Times frá þessu í gær. I samstarfsskránni er Eystra- saltsríkjunum ekki lofað aðild, sem Bandaríkjastjóm getur ekki upp á sitt eindæmi, en hún heitir hins vegar stuðningi við tilraunir þeirra til að tengjast NATO. Þykir yfirlýsingin skýrt dæmi um, að Bandaríkjastjórn horfi lengra en til aðildar Póllands, Tékklands og Ungverjalands. Ekki er samt bú- ist við, að Eystrasaltsríkin fái NATO-aðild fyrr en eftir einhvern árafjölda. Suðaustur-Asía Krepp- an tekur nyjan kipp Hong Kong, Djakarta. Reuters. F JARMÁL AKRE PPAN í Asíu tók nýjan kipp í gær þegar gengi verðbréfa í Hong Kong tók djúpa dýfu og gengi tælenzka gjaldmiðilsins náði nýju lágmarki. Ný teikn um að efnahagur Suður-Kóreu sé kominn yfir versta hjallann urðu þó til að draga úr áhyggjum áhrifa- mestu seðlabankastjóranna, sem funduðu í Sviss um að- stoð við Asíuríkin og áhrif asísku kreppunnar á efna- hagslíf heimsins. Mikill órói var í kauphallar- viðskiptum á svæðinu og gengi verðbréfa í Hong Kong, Tókýó og Sydney féll tölu- vert. Japanska jenið lækkaði gagnvart dollaranum og gengi tælenzka bahtsins náði nýju metlágmarki. I Indónesíu, sem sviðsljósið hefur beinzt að undanfarna daga vegna kauphallarhruns og ólgu, var hins vegar tíð- indalítið á fjármálamörkuðum í gær, sem rakið er til þess að vonir eru bundnar við að við- ræður fulltrúa Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og fleiri máls- metandi aðila við stjórnvöld skili árangri. ■ Suharto heitir/26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.