Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 48
-^8 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN * FINNSDÓTTIR + Sigrún Finnsdótt- ir var fædd að Skriðuseli í Aðaldal 19. janúar 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. janúar síðastiiðinn. Foreldr- ar hennar voru Finn- ur V. Indriðason og Hallfríður Sigur- björnsdóttir og varð þeim níu barna auðið, ren þrjú systkini Sig- rúnar lifa systur sína. Sigrúnu Finnsdóttur og Elíasi Sigurjóns- syni varð níu barna auðið, og eru þau öll á li'fi í dag. Sigrún og Elías slitu samvistum 1970. Börnin eru Hallfríður, gift Guðmundi Haraldssyni, og eiga þau fjögur börn og fimm barna- börn; Ólöf og Guðmundur Sigur- steinsson eiga fjögur börn og tíu barnabörn; Jenný, ókv. á einn son og eitt barna- barn; Elías, giftur Svövu Eyland og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn; Kristján en hann á fjögur börn, sambýl- iskona hans er Katrín Björk Eyj- ólfsdóttir; Jens, ókv. en hann á fjögur böm; Aðalsteinn, giftur Helgu Sigurð- ardóttur og eiga þau þrjú börn; Margrét, maki Þorfinnur Jó- hannsson og eiga þau þijú börn; Marína, maki Már Jóhannsson og eiga þau fjögur börn. Daníel Sævar Pétursson, elsti sonur Margrétar, var alinn upp af Sigrúnu ömmu sinni. Utför Sigrúnar Finnsdóttur fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. ^^Guði sé lof fyrir liðna tíð. ^^Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Margar minningar við áttum saman Mikið fannst mér það gaman það að vera svo oft hjá þér þú munt ætíð búa í hjarta mér. (J.E.) Það er erfitt að taka sér penna í hönd og rita þær línur sem hér eru. Ekki hafði ég lagt hugann að því að ég ætti það eftir að skrifa minn- ingu um þig, mín elskulega móðir, því mér fannst þú vera eilíf sem og þú ert, í huga og hjarta okkar, af- komenda þinna sem eru mjög margir. Þú varst kletturinn sem aldrei haggaðist við missterkar lífsins öldur, þú varst okkur sólin sem ætíð skein jafnt á nóttu sem degi. Tíma áttir þú alltaf aflögu ^fyrir þá er til þín leituðu, ekki bara afkomendur heldur einnig óskylda. Þolinmæði, hlýju og tíma áttir þú alltaf nóg af, en snögglega kom alda sem skall á þér og einnig okk- ur en um mitt sumar greindist þú með sjúkdóm sem nú hefur leitt til andláts þíns. Alltaf kemur það okk- ur óþyrmilega á óvart þegar dauð- inn er í nálægð, ætíð við trúðum að von væri um lækningu en svo var ekki. Okkar elskulega móðir og okkar besti og trausti vinur, sem þú varst okkur, minningar fljúga um hugann á ógnarhraða. Elsku mamma, þitt aðalsmerki var þolin- mæði, „þolinmæðin þrautir vinnur allar“ sagðir þú alltaf. Það þýddi ekki að bjóða nútímakonunni þá lífsreynslu og kröppu kjör sem þú lifðir við. Þú ólst upp, ein að mestu leyti, níu böm og eitt bamabam, og tókst stóran þátt í uppeldi fjölda barnabama þinna, en aldrei kvart- aðir þú og ekki minnumst við þess systkinin að þú segðir styggðarorð um nokkra manneskju, því allir vora jafnir fyrir þér. Elsku mamma, ég veit að vel er tekið á móti þér í nýjum heimkynnum, þar sem foreldrar þínir eru og fimm systkini þín. Elsku mamma, ég kveð þig með þeim orðum sem ég sagði alltaf við þig þegar ég leit inn hjá þér, bless í bili mamma mín. Þinn sonur, Jens. Elsku amma, ég frétti það um kvöldmatarleytið þriðjudaginn 6. + Ástkær móðir okkar og systir, HELGA FANNÝ OLSEN, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 3. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Amelía S. Graves, Raymond D. Graves, Katrín S. Graves, John Eric Graves, Ingibjörg Birna Steingrímsdóttir. + Móðir okkar og tengdamóðir, FRÍÐA SÆMUNDSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 15. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Stefán Hallgrímsson, Lilja Hallgrímsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Hafliði Hallgrímsson, Sigrún Bergmann, Baldur Frímannsson, Anna G. Hugadóttir, Ragnheiður Árnadóttir. janúar sl. að þú hefðir dáið um morguninn. Mér brá í fyrstu, en svo hugsaði ég að þetta hefði verið þér fyrir bestu. Eg veit að þér líður miklu betur núna hjá Guði heldur en að vera ennþá svona mikið veik eins og þú varst. Eg man þegar ég kom núna í haust til þín í heimsókn, þú gafst mér kex og mjólk en fékkst þér sjálf gamla góða hræringinn þinn, hann fannst þér vera hreint sælgæti. Þegar ég var 5 ára kom ég til þín eins og svo oft áður, þú varst að brjóta saman þvottinn inni í stofu hjá þér. Þá kenndir þú mér að brjóta saman sokkapör. Jæja amma mín, ég veit að þú hefur það gott hjá Guði og nú ert þú ein af englunum hans. Við vitum öll að Guð passar þig vel. Ég sakna þín sárt, en svona er víst gangur lífsins. Hinsta kveðja, Eva Kristjánsdóttir. Það er erfitt að ætla að setjast niður og ætla að kveðja þig, kæra tengdamóðir, með þessum fátæklegu orðum. En fyrstu minningar mínar um þig era um það leyti er þú sleist samvistum við Elías eftir margra ára sambúð, að þú fluttir í næsta stigagang við mig á Kleppsveginn. Og er ég fór að fylgjast með þessari rólegu konu sem átti svo stóran barnahóp, þó elstu börnin væra farin að fljúga úr hreiðrinu og stofna sínar fjölskyldur, þá var alltaf svo margt fólk hjá henni, börn og baraaböm og var það feimin stúlka sem fór að venja komur sínar til þín með elsta syninum. En fljótt rann af mér feimnin er ég kynntist þér náið og öllum í kringum þig. Og þannig mun ég muna þig alla tíð, heima og vildir helst fá börn og bamaböm til þín og þannig varst þú hlekkurinn sem hélst keðjunni saman, enda var þetta stór hópur sem hittist oft hjá þér um helgar, þegar börn, tengdaböm og bamaböm vora saman komin. Oft varstu með næturgesti því alltaf var heimili þitt opið öllum þeim er vantaði gistingu eða þeim er vantaði húsaskjól. Oftar en ekki varstu að baka því alltaf þurfti eitthvað að vera til þegar gesti bar að garði og er mér minnisstætt er ég fyrir 22 árum kom heim af fæðingardeild rétt fyrir jólin með framburðinn og þú sendir mér fullt box af smákökum og öllum þeim kökum og tertum sem þú hafðir bakað fyrir jólin og verður mér oft hugsað til þess. Enda var eftir þetta auðvelt að hringja í tengdamömmu þegar eitthvað steðjaði að ungabaminu og ósjaldan sem ungu hjónin þurftu að fá ráð hjá þér og alltaf vissir þú hvað var að. Svona væri lengi hægt að halda áfram. Ogleymanleg era jólaboðin þín þar sem þú naust þess að fá börnin til þín með fjölskyldur sínar og var oft glatt á hjalla. Sárt var þín saknað nú á jólunum er þú gast ekki verið með okkur, þar sem þú varst þá orðin mjög veik. Eins og alltaf er þú mættir mótlæti í lífinu tókst þú veikindunum með æðraleysi og barst höfuðið hátt. Það verður erfitt fyrir bömin þín að sjá á eftir ástríkri móður sem var þeim svo mikið, en minningamar ylja þeim um ókomna tíð. Guð blessi þig, kæra Sigrún. Svava. Elsku amma, þú varst alltaf til staðar og man ég best eftir þér sitjandi í eldhúshominu með kaffibollann og molann. Það var alltaf gott að setjast niður með þér og ræða mín hjartans mál. Það er svo skrítið að þú varst mín besta trúnaðarvinkona. Þú hefur sett þitt mark á líf mitt, til dæmis era mér töm ýmis spakmæli sem þú viðhafðir og ráð sem þú gafst mér og reyndust mér svo vel að þau fylgja mér enn í dag. Það er sama hvað það var mikið að gera hjá þér, þú hafðir alltaf tíma fyrir mig. Síðan ég stofnaði fjölskyldu og flutti út á land var sambandið ekki jafn mikið og áður, en þegar ég og fjölskylda mín heimsóttum þig í bæjarferðum, þá varst þú enn í eldhúshorninu og alltaf jafn innileg. Síðan þú fékkst þennan sjúkdóm sem dró þig að lokum til dauða var sárt að horfa upp á erfíðleika þína og geta lítið hjálpað. Þrátt fyrir það var alltaf sami glampinn í augunum og glettnin í röddinni þegar ég hitti þig. Ég veit að þar sem þú ert núna líður þér vel í góðra vina hópi. Þín verður sárt saknað, elsku amma mín. Kveðja, Sigrún Jenný. Hún elsku amma er farin frá okkur. Missir okkar er mikill, því hún var svo góð og yndisleg kona, sem vildi allt fyrir alla gera. Nú kveðjum við ömmu okkar í hinsta sinn. Okkur er efst í huga virðing og þakklæti að hafa átt þessa ein- stöku ömmu. Sá sterki persónuleiki einkenndist af dugnaði og sérstöku æðraleysi. Alltaf hélt hún sálarró, hvað sem að höndum bar. Við vit- um að henni verður vel tekið á nýj- um stað og biðjum henni blessunar þar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt. (V. Briem.) Þínar, Þórey Linda, Telma Dögg og Iris Elva Eh'asdætur. Nú ertu dáin amma mín, farin úr þessu erfiða lífi. Vonandi hefurðu fundið ró í sálu þinni þama hinumegin. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum, ég trúi því að þama hinumegin sé til Paradís, og að þar sé garður frjóma ávaxta og kærleiks og friðar. Ég sakna þín mjög mikið, orð mín verða máttlaus í návist þinni, þín minning í hjarta mínu mun lifa, meðan ég lifi. I huga mér ertu rós sem svífur nett um himinblámann, full af orku og hlýju, sem þú öllum sýndir. I mínum augum ertu hetja, hetja sem lifir um ókomin ár. Vertu sæl, amma mín, og megi guð vernda sál þín. Guð blessi þig, þitt bamabarn, Einar Már Kristjánsson. Mig langar til að minnast móður vinkonu minnar með nokkram orðum. Sigrúnu og hennar börnum kynntist ég fyrir 28 áram er þau fluttu í stigaganginn á Kleppsvegi 68, og var alla tíð góður samgangur á milli fjölskyldna okkar þar sem móðir mín og Sigrún urðu góðar vinkonur. Það er ekki oft sem manni auðnast það á ævinni að kynnast jafn elskulegri, heiðarlegri og ósérhlífinni konu eins og Sigrún var. Það er margt sem má segja um Sigrúnu og allt er það gott, aldrei talaði hún illa um annað fólk og tók öllu með jafnaðargeði. Mér tók hún eins og ég væri eitt af hennar bömum. Var mér alla tíð góð og lét sér ávallt annt um mig og mína frá því ég var 12 ára til dagsins í dag. Það var ávallt gott að koma á Kleppsveginn til Sigrúnar og alltaf var mér jafn vel tekið. Hún hafði nú oft gaman af að stríða mér í gegnum árin sem og öðram því húmorinn og gáskinn var þannig hjá þessari mætu konu sem hún var. A gamlársdag kom ég til hennar og var hún þá orðin mikið veik, en samt átti ég ekki von á því þegar ég kyssti hana bless að það yrði minn kveðjukoss. I dag þakka ég fyrir það að hafa komið til hennar þennan dag. En nú hefur hún lagst til hinstu hvflu og ég veit að henni líður vel, þar sem hún er nú komin. Ég á eftir að sakna hennar sárt og mun ævinlega geyma minninguna um hana í hjarta mér. Blessuð sé minning hennar. Að lokum sendi ég Marínu vinkonu, systkinum hennar, sem og öðram ástvinum, mínar hugljúfar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorg sinni. Rósa. Fallin er frá yndisleg mann- eskja, Sigrún Finnsdóttir. Sigrún var manneskja sem lagði mikla áherslu á að búa sérstaklega vel að sinni fjölskyldu. Hún vildi alltaf allt fyrir alla gera, vildi öllum vel og hallmælti aldrei nokkurri mann- eskju. Sigrún var ein besta vinkona ömmu minnar, Sigríðar Guðjóns- dóttur, og kynntist ég Sigrúnu þegar ég var lítil stelpa í pössun hjá ömmu. Ég minnist þeirra tíma þegar þær sátu tvær saman við eldhúsborðið hennar Siggu ömmu, drakku kaffi og auðvitað var spáð í bolla. Ég man að mér þótti þessar konur stórmerkilegar, jafnvel göldróttar, að hafa þessa kunnáttu að geta spáð fram í tímann. Ég man líka eftir heimsóknum með ömmu til Sigrúnar og alltaf var eitthvert góðgæti á boðstólum. Það var líka alltaf svo mikið líf og fjör heima hjá Sigrúnu, enda átti hún mörg böm og barnaböm. Ég hugsa að vinkonurnar hafi verið ánægðar með að Alli, sonur Sigrúnar, og Helga, dótturdóttir ömmu, felldu hugi saman, en í dag era þau gift og eiga saman þrjár yndislegar dætur. En nú erum við búin að missa báðar þessar kjamakonur, og er það mikill missir fyrir þá sem eftir sitja. Kæra Sigrún, nú er komið að kveðjustund en það er huggun að þú þarft ekki að þjást lengur. Það er skrýtið að hugsa til þess að Sigga amma skyldi birtast þér svo oft, stuttu fyrir andlát þitt. En hún hefur örugglega viljað vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim og viljað fylgja þér yfir í Himnaríki, þar sem þú ert laus við allar þínar þjáningar. Elsku Alli okkar, Helga, Guðrún, Heiðdís og Heiðrún, þið hafið misst mikið en minningin um yndislega konu mun lifa að eilífu. Ég vil, fyi-ir hönd nánustu ættingja Helgu, votta fjölskyldu Sigrúnar okkar innilegustu samúð. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Úr Spámann- inum, eftir Kahlil Gibran.) Minning þín lifir. Helga Heiða Helgadóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma, það er margs að minnast, allar heimsóknimar á Kleppsveginn og fá nýbakaðar kleinur eða annað meðlæti sem þú varst svo myndarleg að baka. Það verður skrýtið að koma á Klepps- veginn til Lillu frænku, dóttur þinnar sem býr á hæðinni fyrir neðan, og geta ekki skotist upp til þín. Þú áttir marga afkomendur sem sakna þín sárt, 9 börn, 30 barnabörn og 17 barnabamaböm og það yngsta kom í heiminn tæp- um sólarhring eftir að þú fórst. Ég minnist sumarsins 1996 þeg- ar ég og fjölskylda mín voram með þér á Húsavík og þú sýndir okkur æskuslóðir þínar. Þú varst svo minnug og það var svo gaman að hlusta á þig tala um gamla daga. Elsku amma, við söknum þín. Megi Guð vera með þér. Sigrún, Gylfi, Birgir og Ingunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.