Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarmenn sem söluvara Arlega útskrifast þúsundir tónlistarmanna úr háskólum um allan heim. Framtíð þeirra á tónleikapallinum er í flest öllum tilvikum ótrygg. Þúrarinn Stefánsson heimsótti Ingunni Sighvatsdóttur sem starfar á umboðsskrifstofu fyrir tónlistar- menn í Munchen. Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson INGUNN Sighvatsdóttir starfar á umboðsskrifstofu fyrir tónlistar- menn í Mtinchen og þekkir tónlistarheiminn frá þeirri hlið sem öllum almenningi er hulin. AÐ loknu löngu og ströngu há- skólanámi standa tónlistar- nemar, sem dreymir um frægð og frama í sínu fagi, frammi fyrir háum þröskuldi. Að komast undir verndarvæng góðs umboðs- manns er nefnilega þrautin þyngri og ræður í mörgum tilfellum úrslit- um um það með hvaða hætti ferill listamannsins þróast. Góð próf og regluleg tímasókn hjálpa lítið því árlega útskrifast þúsundir frábærra einleikara og einsöngvara úr tón- listarháskólum víða um heim og all- ir hafa sama markmið; að „meika“ það. Staðreyndin er hins vegar sú að ef þessir ungu listamenn hafa ekki þegar vakið athygli meðan á námi stendur eiga þeir aðeins veika von um að komast áfram. Verndað umhverfi skólans gefur þeim kost á að einbeita sér að hljóðfærinu eða tónsprotanum, undirbúa þátttöku í keppnum og byggja upp sambönd meðal annars í gegnum kennara sína sem ólmir vilja sjá veg skjól- stæðinga sem mestan. Umboðsskrifstofur eru lykillinn að vel heppnuðum starfsferli og þær skipta þúsundum um víða ver- öld. Ingunn Sighvatsdóttir starfar á einni slíkri skrifstofu í Múnchen og þekkir tónlistarheiminn frá þeirri hlið sem öllum almenningi er hulin. Eftirfarandi viðtal fór fram á kaffi- húsinu Tambosi í hjarta Múnchen nú í haust. Hvemig gengur að selja tónlist- armenn í dag? „Ég held að þess verði alls staðar vart að það eru minni peningar í boði nú en hefur verið undanfarin ár og áratugi. Bæði er erfíðara að koma listamönnum að, það er ekki hægt að fara fram á eins há laun og það sem við fínnum kannski hvað mest fyrir er að það er erfiðara að hækka launin í eðlilegu hlutfalli við þróun ferilsins. Menn þurfa að vinna meira fyrir minna og vera búnir að skapa sér nafn til að hægt sé að hækka launin að einhverju ráði og stundum dugar það ekki einu sinni tii. Launagreiðendur neita einfaldlega að borga meira og þeir komast upp með það því fram- boðið á hæfu fólki sem er tilbúið að vinna fyrir lægri laun er gífurlegt. Að vísu verðum við ótrúlega lítið vör við þessa þróun hjá okkur því sá listi tónlistarmanna sem við vinnum fyrir er bæði fámennur og góð- mennur, „klein aber fein“ eins og Þjóðverjinn segir. Það er ótvíræður kostur að skrifstofan okkar er ekki mjög stór í sniðum. Það eru margir sem kvarta meira en við, sérstak- lega stóru stofumar sem þurfa að einbeita sér að mörgum í einu í sama fagi.“ Er þá samkeppnin milli umboðs- skrifstofanna að harðna og stétta- skipting í röðum tónlistarmanna að aukast? „Ef við tökum söngvarana sem dæmi þá er þeim alltaf að fækka sem fá mjög há laun á meðan þeim sem eru að fá meðallaun, sem eru kannski fjögur til sex þúsund mörk, fjölgar stöðugt. Tenóramir hafa náttúrulega alltaf nóg að gera. Um- boðsskrifstofan sem ég vinn fyrir er með það fáa í hverju fagi að við höf- um ekki lent í teljandi vandræðum. Við emm til dæmis aðeins með einn undirleikara, einn píanista, einn sellista og þrjá sóprana. Við emm með mjög góð sambönd við margar af stóru hljómsveitunum í Þýska- landi og ákveðna skipuleggjendur tónleika sem skipta gjaman við okkur. Þar er aftur kostur að við er- um frekar lítil stofa þar sem allt ferlið er í höndum fárra aðila. Við höfum orð á okkur fyrir að vera áreiðanleg í viðskiptum, að hlutirnir standist og gangi upp. Þessi bransi byggist eins og annað mikið upp á samböndum og að halda þeim heit- um. Það er mjög erfitt að vinna nýja markaði og ég hef fulla samúð með öllum þeim fjölda tónlistarmanna sem eru að senda okkur gögn og upplýsingar. Það er ekki skemmti- legt að segja nei við alla en við get- um heldur ekld tekið að okkur tón- listarmenn og svo ekki haft neitt fyrir þá að gera.“ Heldur þú að það megi rekja þessa þróun að einhverju leyti til þess að nú eiga tónlistarmenn frá Austur-Evrópu greiðan aðgang að vestrænum markaði? „Já, alveg örugglega og til marks um það er sú staðreynd að þessi þróun byrjaði upp úr 1990 eftir að múrinn féll. Bæði er framboðið af tónlistarmönnum miklu meira og eins eru Austur-Evrópubúar vanari lægri launum og í raun dauðfegnir að fá vinnu yfírleitt. Þetta er mjög áberandi varðandi tónleikaferðir hljómsveita sem eru með því dýrara sem ráðist er í. Þá er tónleikaferð skipulögð með frægum einleikara og svo fengin hljómsveit að austan til að fylgja. Þær taka minna fyrir, eru margar hverjar samt ekkert síðri en hljómsveitir frá Vestur- Evrópu og nafn einleikarans er hvort sem er það sem tryggir að- sóknina. að spilar samt líka inní að sameining þýsku ríkjanna hefur kostað gífurlegar fjár- hæðir og menningarstarfsemi af öll- um toga er einn fyrsti þátturinn til að finna fyrir því. Reyndar er dálít- ið athyglisvert að fylgjast með því hvað sumir skipuleggjendur í fyir- verandi Austur-Þýskalandi geta borgað vel þrátt fyrir .allt. Kannski að þeim 7,5 prósentum svokallaðs sameiningarskatts, sem sérhver þýskur skattgreiðandi verður að borga ofan á tekjuskattinn til að styðja uppbygginguna fyrir austan, sé þama varið á skynsamlegan hátt. Tónlistarmenn austan frá leita líka markvisst vestur því þar eru í flest- um tilfellum miklu meiri peningar í boði.“ Hvemig er umboðsskrifstofan, sem þú vinnur hjá, uppbyggð? „Starfið er í raun þrískipt. Við er- um með fólk sem við miðlum á Þýskalandsmarkaði, Evrópumark- aði en mest á heimsmarkaði. Þá sjá- um við um allar bókanir listamanns- ins og skipuleggjum ferðir hans um heiminn, annað hvort ein eða í sam- vinnu við umboðsskrifstofur í lönd- um þar sem við þekkjum ekki vel til á markaðnum. Ailar bókanir verða samt að fara í gegnum okkur. Meðal þeirra sem njóta þessarar þjónustu eru Herbert Blomstedt, Juliane Banse og Irwin Gage. Svo eru aðrir sem við sjáum um bara á Evrópu- eða Þýskalandsmarkaði og þá í samvinnu við aðalumboðsskrifstofu viðkomandi listamanns. Þá erum við í hlutverki sérfræðings á þýskum markaði. Þannig þjónustu sækja til okkar Bella Davidovich, Viktoria Mullova, Truls Mork, Luciano Berio og Paavo Berglund svo einhverjir séu nefndir. Skrifstofan er að mestu hætt að taka inn nýja hljóðfæraleik- ara en einn og einn söngvari bætist í hópinn. Þessi þróun er í raun háð áhugasviði yfinnannanna. Þeir eru tveir og ég er aðstoðarmanneskja annars þeirra en hann sinnir mest hljóðfæraleikurum og hljómsveitar- stjórum. ú erum við að fara í samstarf við umboðsskrifstofuna Oslo Arts Management í Noregi. Þessi skrifstofa er í eigu Per Boye Hansen og er sú stærsta á Norður- löndum. Við höfum sett saman nýj- an lista með óperusöngvurum undir nafninu TERCETTO en Per Boye hefur einmitt að mestu unnið á óp- erumarkaðnum. Enn er þetta þó á tilraunastigi og ekki verið gerðar neinar stórvægilegar breytingar á uppbyggingu skrifstofanna. Per hefur aðstöðu hjá okkur í Múnchen og kemur u.þ.b. einu sinni í mánuði og ég er fegin að fá tækifæri til að dusta rykið af skandinavískunni. Guðjón Óskarsson og Jón Rúnar Arason hafa verið hjá honum þannig að það verður gaman að vinna líka fyrir einhverja Islend- inga. Okkar ávinningur er að mark- aðurinn í Skandinavíu opnast og tengsl við óperuhúsin verða meiri en við höfum ekki lagt mikla áherslu á þau hingað til. Við leggj- um þó áherslu á að vera ekki með of marga tónlistarmenn á okkar snær- um því það er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að sinna hverjum og einum persónulega. Það hefur alltaf verið eindregin stefna þessarar um- boðsskrifstofu að stækka ekki um of þannig að samskiptin við listafólkið haldist persónuleg og náin. Það er líka það sem listamennimir vilja svo ekki sé minnst á hversu meira gef- andi það er að vinna fyrir fólk á þennan hátt.“ Þannig að þú hefur komist í náin kynni við marga þekkta tónlistar- menn? „Það er óhjákvæmilegt í þessum stundum daglegu samskiptum. Ég hef til að mynda unnið mikið fyrir Viktoriu Mullovu. Hún hefur það orð á sér að vera mjög erfið og hún veit svo sannarlega hvað hún vill en okkur hefur komið vel saman. Hún á von á sínu þriðja barni og vill ekki spila of mikið til að geta sinnt fjöl- skyldunni betur. Hún getur líka vel leyft sér það. Svo er Matthias Goer- ne eini söngvarinn sem ég vinn fyrir en hann hefur nýlega gert einka- samning við Decca útgáfuna. Matthias er í miklu uppáhaldi hjá mér. Honum fylgir mikið umstang og vinna en í gegnum þetta daglega amstur hefur samvinnan breyst í persónulega vináttu sem á örugg- lega eftir að haldast." Er einhver munur á því að vinna fyrir hljóðfæraleikara eða hljóm- sveitarstjóra? „Já, hann liggur mest í því að hljóðfæraleikarar og líka söngvarar vinna í styttri skorpum. Undirbún- ingur einna tónleika er ekki eins flókinn og hjá hljómsveitarstjórum. Þeir vinna í lengri vinnuskorpum og öll samningagerð er mun flóknari. Þeir gera kannski samning við hljómsveit til jafnvel tíu ára og oft er mjög flókið mál að semja um, til dæmis, hæfileg laun. Nú hefur Her- bert Blomstedt nýlega gert samn- ing við Gewandhaus í Leipzig þar sem hann verður Kapellmeister frá og með næsta starfsári. Yfirmaður minn sá um þann samning og stóðu samningaviðræðumar yfir í meira en ár. Það hefur verið mjög gaman að kynnast Blomstedt í gegnum þetta og ég ber takmarkalausa virð- ingu fyrir honum, bæði sem mann- eskju og sem listamanni. Hann er mjög trúaður maður og einn af þessum listamönnum sem hafa enga þörf fyrir að gera mikið úr sinni eig- in persónu, þrátt fyrir geysilega velgengni. Hann sér sjálfan sig sem verkfæri í þjónustu tónlistarinnar." annig að persónuleg tengsl þín við tónlistarmennina eru greinilega mjög mikil, þetta er ekki bara skrifborðsvina. I hveiju felst starf þitt? „Eg held ég gæti ekki lagt á mig þessa miklu vinnu nema af því að ég fæ svo mikið til baka frá því fólki sem ég vinn fyrir. Þar er ég kannski líka hreinlega heppin því auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé. Starf mitt felst í stuttu máli í því að þegar búið er að semja um kaup og kjör og dagsetningar liggja fyrir þá kem ég til skjálanna og sé um alla skipu- lagningu þeirra smáatriða sem þurfa að vera á hreinu svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. Oftast skrifa ég samninginn og er svo milligöngu- maður upplýsinga milli listamanns- ins og sldpuleggjandans. Ég þarf að hafa yfirsýn yfir allt ferlið og koma öllum upplýsingum frá mér þrem til fjórum vikum fyrir tónleikana. Þetta eru atriði eins og uppröðun æfinga, hvar á að æfa, hverjir mæta á æfingar og hvenær. Svo þarf að bóka hótel og skipuleggja ferðir, það eru óteljandi atriði sem þarf að hafa á hreinu. Þarf undirleikarinn flettara? Vill söngvarinn fá borgað í ávísun eða reiðufé? Vill hljómsveit- arstjórinn sítrónu í teið sitt í hléi? og þar fram eftir götunum. Auk þess er yfirmaður minn mjög mikið á ferðinni og þá verð ég að geta sinnt bókunum fyrir hann á meðan. Þetta er í raun mikill streytuvaldur og ég er í stressi allan daginn að vera ekki of sein með neitt. A kvöld- in fer ég svo á tónleika.“ Tískustraumar hafa oft verið ráð- andi í heimi tónlistarinnar ekki síð- ur en annars staðar. Um miðja öld- ina voru píanóleikarar frá Rússlandi eftirsóttir, hljómsveitarstjórar áttu og eiga kannski alltaf sinn tíma og sama gildir um óperusöngvara. Er hægt að merkja eitthvað slíkt í dag? „Rússneski skólinn er í það minnsta ekki í tísku lengur. Það væri kannski einna helst að fiðlu- leikarar væru í uppáhaldi. Mér sýn- ist þeir hafa það nokkuð gott og margir ungir fiðluleikarar hafa komið fram á síðustu árum og feng- ið verðskuldaða athygli. Annars hafa bæði fiðlu- og píanókonsertar alltaf verið vinsælir og einna auð- veldast að miðla þeim. Svo er þetta sjálfsagt eitthvað misjafnt eftir löndum. í Frakklandi eru flautu- konsertar alltaf vinsælir en hér nennir enginn að hlusta á flautu. Þjóðverjar eru fastheldnir í hefðir og venjur í tónlistinni, vilja fá sinn Beethoven píanókonsert eða Moz- art fiðlukonsert með ekki of löngu millibili. Einsöngvarar með hljóm- sveit er líka alltaf að verða vinsælla form, ekki endilega óperuaríur heldur líka ljóð í hljómsveitarút- setningum. Matthias Goerne hefur gert mikið af einmitt þessu og feng- ið mikla athygli fyrir.“ ú hefur þú starfað á þessari umboðsskrifstofu í að verða fjögur ár. Hefur þér aldrei dottið í hug að nýta þér þekkingu, reynslu og sambönd við tónlistar- fólk og skipuleggjendur og gerast þinn eigin herra? „Jú, vissulega. Þar sem skrifstof- an er lítil og gefur þar með ekki svigrúm til breytinga er ég búin að vera með eyrun opin eftir öðrum möguleikum síðasta árið, án þess þó að vera beint að leita. Fyrir nokkrum vikum datt ég svo í lukku- pottinn þegar ég fékk tilboð frá La- béque-systrunum (franskt píanód- úó) um að gerast einkaaðstoðar- manneskja þeirra. Ég hafði kynnst þeim lauslega áður í gegnum góðan vin minn hér í Múnchen. Ég var ekki lengi að ákveða að þessari áskorun yrði ég að taka og ég byrja að vinna fyrir þær í febrúar. Starfið verður margþætt. Ég verð að hluta til í mjög líkum verkefnum og núna, það er í almennum útréttingum og skipulagningu tónleikaferða þeirra um allan heim. Þar sem þær hafa enga aðalumboðsskrifstofu en margar skrifstofur sem vinna fyrir þær svæðisbundið verður mitt hlut- verk einnig að samhæfa vinnu þess- ara skrifstofa og samræma sam- skipti við plötufyrirtæki, fjölmiðla og svo framvegis. Þegar fram líða stundir á ég svo jafnvel að vinna að markaðsmálum fyrir þær í Þýska- landi og Skandinavíu. Hingað til hafa þessi svæði verið í umsjá enskrar skrifstofu. Ég vona að ég geti strax beitt mér svolítið á þessu sviði enda mikilvægt að nýta sér samböndin á þýska markaðnum á meðan þau eru enn volg. Þær syst- ur eru svo með fullt af hugmyndum og verkefnum í gangi sem ég verð vafalaust að vinna að með þeim líka. Til dæmis eru þær með Sting og fleirum í átaki gegn eyðingu regn- skóga. Ég læt það annars bara koma í ljós hvemig þetta verður í smáatriðum. Eitt er þó víst að þetta verður geysilega krefjandi og hefur mjög miklar breytingar í för með sér fyrir mig. Ég byrja á því að flytja til Flórens þar sem þær eru með aðalaðsetur en auk þess búa þær í París og í Biaritz í Suður- Frakklandi þaðan sem þær eru upp- runnar. Þá fer ég sjálfsagt eitthvað í tónleikaferðalög með þeim svo það er allt útlit fyrir að ég verði talsvert á ferð og flugi.“ Verandi bókstaflega á kafi í tón- list allan daginn alla daga. Með hvaða hugarfari ferð þú á tónleika? „Ég er orðin miklu gagnrýnni en ég var og smekkurinn hefur breyst að einhverju leyti. Ég fer gjarnan á tónleika hvort sem það er á vegum vinnunnar eða af öðrum ástæðum. Ég er ekki komin á það stig að fara af skyldurækni. Það er svo mikið af tónlist sem ég á enn eftir að hlusta á. Þegar ég kom hingað þekkti ég aðallega óperur en ekki mikið þess utan. Ég hef því uppgötvað mjög margt nýtt því það er jú nauðsyn- legt að ég þekki tónlistina sem þetta snýst í raun og veru allt um. Þar gildir bara eitt og það er að hlusta, hlusta og hlusta."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.