Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 40
MORGUNB LAÐIÐ 40 PRIÐJUDAGUR 13. JANIJAR 1998 ■> — ■ .................. AÐSENDAR GREINAR Tekjur og gjöld ríkissjóðs Greiðslugrunnur % af VLF Fjárlög * An vixuficiðslna vegna imköllunar sparuktncina. Áfram dregur úr umsvifum ríkisins EITT mikilvægasta markmið ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í ríkisfjármálum er að draga úr af- skiptum ríkisins og ”5feita markaðslausn- um á þeim sviðum, sem það á við. Þannig hafa ríkisfyrirtæki verið seld einkaaðilum og útboðum verið fjölgað. Einnig hafa verið gerðir þjónustu- samningar við stofn- anir og fyrirtæki í eigu ríkisins og á almenn- um markaði. Þá hafa verið gerðir sérstakir %amningar þar sem kveðið er á um meira sjálfstæði og aukna ábyrgð einstakra stofnana og sett markmið um árangur. Allt miðar þetta að því að einfalda rekstur ríkisins og gera hann skil- virkari. Þessi stefna hefur jafn- framt skilað sér í minni ríkisum- svifum. Skatthlutfall lækkar Aukin umsvif í efnahagslífinu leiða alla jafna til þess að hlutfall skatttekna ríkisins af landsfram- ■jeiðslu hækka. Þetta kemur meðal "ánnars fram í tölum frá árunum 1993-1996. Á árunum 1997 og 1998 er hins vegar gert ráð fyrir Þrátt fyrir öflugra að- hald og meiri sparnað á mörgum sviðum ríkis- fjármála að undanförnu, segir Friðrik Sophus- son, hafa útgjöld til vel- ferðarmála aukist að * raungildi. að skatttekjur ríkissjóðs lækki, sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta má að hluta rekja til flutn- ings grunnskólans til sveitarfélag- anna og lækkunar tekjuskatts af þeirri ástæðu. Þyngst vegur samt sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem lögfest var á Alþingi síðastlið- ið vor að lækka tekjuskatt ein- staklinga um 4% á árunum 1997- 1999, en 3% haf'. m þegar komið framkvæni'l i Þannig hefur auknum tekjum nkissjóðs í góð- ærinu verið skilað til heimilanna í landinu og birtist í meiri kaup- mætti en launahækkanir skila ein- ar sér. Ríkisútgjöld dragast saraan Ekki er síður fróðlegt að skoða 'fíróun útgjalda ríkisins á undan- förnum árum því að hún sýnir glöggt hvernig dregið hefur úr umsvifum ríkisins. Frá árinu 1991 hefur hlutfall ríkisút- gjalda af landsfram- leiðslu lækkað um ná- lægt 4%, úr rúmlega 28% í rúmlega 24% samkvæmt fjárlögum 1998, eða sem nemur meira en 20 milljörð- um króna á núgild- andi verðlagi. Um fjórðungur þessarar lækkunar skýrist af flutningi grunnskól- ans til sveitarfélaga. Meginhluta þessarar lækkunar má hins vegar rekja til marg- víslegra sparnaðarað- gerða stjórnvalda á þessu tímabili. Í þessu samhengi má nefna að í nýlegri samantekt er talið að hallinn á ríkissjóði væri nú um 17 milljarðar króna, ef ekki hefði verið gripið til þessara sérstöku aðgerða á undanförnum árum. Þrátt fyrir öflugra aðhald og meiri sparnað á mörgum sviðum ríkisfjármála að undanförnu hafa útgjöld til velferðarmála aukist að raungildi. Hjúkrunarrýmum hefur fjölgað umtalsvert og að- staða til heilsugæslu batnað veru- lega. Framlög til málefna fatlaðra hafa einnig hækkað og útgjöld til menntamála hafa aukist. Forgangsröðun verkefna Mikilvægasta verkefnið á sviði ríkisfjármála á næstu árum er að greiða niður skuldir ríkisins og koma þannig í veg fyrir hækk- un skatta í framtíðinni. Þetta þrengir óhjákvæmilega svigrúmið til aukinna útgjalda á næstu árum. Þess vegna er brýnt að verkefnum sé raðað eftir mikil- vægi þeirra. Þetta á ekki síst við um fjárfestingar á vegum ríkisins þar sem aðhalds er þörf til þess að gefa fyrirtækjum aukið svig- rúm til að byggja upp atvinnulíf- ið á næstu árum og hamla gegn þenslu. Líkt og hjá fyrirtækjum og heimilum verða stjórnvöld stöðugt að leita leiða til að gera ríkisreksturinn hagkvæmari. Skýr markmið, einkavæðing og útboð stuðla að umfangsminni, skilvirkari og hagkvæmari ríkis- rekstri. Mikilvægt er að halda áfram að draga úr ríkisumsvifum á næstu árum og efla í staðinn sveitarfélög sem geta tekið við verkefnum frá ríkinu. Umfram allt er þó nauðsynlegt að tryggja öflugt atvinnulíf sem styrkir sam- keppnisstöðu þjóðarinnar og bæt- ir lífskjörin. Höfunrlur er fjármúlaráðherra. Friðrík Sophusson Vímuhetjur NOKKURT líf hef- ur að undanförnu færst í umræður sem snerta fíkniefnavand- ann, og hafa þær þó st.aðið yfir í meira en aldarfjórðung. Fyrir allnokkru var sett fram áætlun um að gera ísland vímuefna: laust árið 2002. í haust kom út bókin Falið vald eiturlyija- kolkrabbans eftir Jó- hannes Björn Lúð- víksson. í ávarpi sínu til þjóðarinnar á ný- ársdag lagði forseti Islands meginþunga á allsheijarbaráttu gegn vímuefn- um. Þótt engin ástæða sé til að gera lítið úr þeirri hættu sem stafað getur af tóbaki og áfengi blandast fáum þeim sem um ijalla hugur um enn geigvænlegri skaðsemi hinna hörðu fíkniefna sem eru langtum hraðvirkari. Ekki velkj- ast menn heldur í vafa um, hvað- an þau séu upprunnin, einkum frá fátækum bændum í Austur-Asíu og Suður- Ameríku. Úr þeim vinna síðan milliliðir í þróaðri löndum og bókin Falið vald dregur skýr- lega saman það sem áður var vit- að um ofsagróða eiturlyfjabaróna ásamt tengslum þeirra og tökum á ófáum ríkisstjórnum, peninga- þvotti og mútugreiðslum til lög- reglu og tollyfirvalda. Mönnum vefst hinsvegar tunga um tönn þegar að því kemur hvernig eigi að stemma stigu við þessari ógn. Meðan nægur mark- aður er fyrir þessa vöru og lúmsk- ur áróður rekinn í hennar þágu, finna gróðapungar ævinlega leiðir til að koma henni til neytenda, jafnvel þótt komið yrði á fót eins- konar varnarbandalagi stærstu rikja heims eins og orðað hefur verið. Með því móti næst aldrei nema brot af öllu magninu. Vandinn er sá hvernig eigi að koma fólki í skilning um að fiktið við fíkniefni sé alltof áhættusamt til að nokkurt vit sé í að prófa það. Þetta á við um alla, en þó einkum unglinga sem á fáeinum mánuðum geta steypt sér i algjöra glötun. Sá sönglandi hefur lengstum kveðið við að hér þurfi til að koma sameinað átak foreldra, kennara og lögreglu. Ekkert væri svosem á móti því, en slíkt átak er samt því miður nánast gagns- laust. Þeir unglingar sem hneigjast til að prófa fíkniefni eru oftar en ekki haldnir einhvers konar upp- reisnargirni gagnvart öllu kerfinu, og hún birtist í ýmsum mynd- um. Og fólk af þess- um toga tekur einmitt síst af öllu mark á fyrrnefndum aðilum: foreldrum, kennurum og lögreglu. Þetta er sjaldnast illa gert fólk að upplagi. Öðru nær. Þarna er oft um að ræða flug- greint og tápmikið fólk sem fer hörmulega með gáfur sínar. Hveijar eru þá þær fyrirmyndir Ef rétt er að gera ein- hveija að sökudólgum í þessum efnum, segir Arni Björnsson, þá eru það poppstjörnurnar sem með lifnaðarhátt- um sínum hafa verið unglingum ill fyrir- mynd. sem uppreisnargjarnir unglingar tækju helst mark á? Það er fljót- sagt. Á síðasta aldarþriðjungi, hinum mikla innrásartíma fíkni- efnanna, hafa það verið stjörnurn- ar sem skapaðar eru og reknar áfram af kvikmynda- og poppauð- valdinu. Ef hægt er að gera nokkra einstaklinga að sökudólg- um í þessu efni, þá eru það popp- stjörnur sem með lifnaðarháttum sínum og lúmskum óbeinum og trúlega ómeðvituðum áróðri hafa orðið hin herfilegasta fyrirmynd unglinga hvar sem er í heiminum. í poppþáttum fjölmiðla eru þær einatt gerðar að skáldlegum trag- ískum hetjum í endalausri baráttu við eiturlyf og minna þeir grát- stafir einna helst á goðsagnir um drýgðar dáðir í bardaga við dreka og forynjur. Einna verst er þó þegar þessi gauð eru öðruhverju að hætta við dópið með hástemmdum yfirlýs- ingum um afturhvarf til betra lífs, en byija síðan aftur og þannig koll af kolli. Þá er óbeint verið að senda unglingnum þessi skila- boð: „Þetta er ekkert alvarlegt. Líttu á mig. Ég get hætt ef mér sýnist og því er mér óhætt að byija aftur ef mér líkar svo. Vertu ekkert hræddur við prófa þetta.“ Þessar fyrirmyndir eru í rauninni miklu hættulegri en sjálfir dreif- endur eiturlyfjanna. Annaðhvort hafa fæstir sem um þessi vandamál fjalla áttað sig á samhenginu ellegar poppstjörnur og poppauðvald eru heilagar kýr sem aldrei má blaka við. Þeim er jafnvel boðið að kynna snilid sína í unglingaskólum. í áðurnefndri annars ágætu bók Jóhannesar Björns er í einni einustu línu á næstöftustu síðu minnst á popp- stjörnur sem hugsanlega liðsmenn í áróðri gegn eiturlyfjum, en höf- undi virðist ekki hafa komið til hugar að reyna að tengja popp- auðvaldið við eiturlyfjakolkrabb- ann. Eini blaðamaðurinn á íslandi sem öðru hverju hefur bent á slík tengsl er Oddur Ólafsson. En hann hefur ekki hlotið miklar undirtekt- ir, enda eru poppdýrkendur mikils ráðandi í fjölmiðlaheiminum og vilja engu misjöfnu trúa um eftir- læti sín. Vissulega er það rétt sem Jó- hannes Björn segir i bókarlok að besta og kannski eina vörn okkar sé „að byggja upp réttlátt þjóðfé- lag þar sem upplýst æska gengur í góða skóla og ungt fólk hefur aðgang að sanngjörnum vinnu- markaði.“ En það krefðist heillar bókar að fjalla um slíkt risaverk- efni. Hér var einungis ætlunin að vekja athygli á þeim varasömu alþjóðlegu átrúnaðargoðum sem oftast eru látin óáreitt og fremur hafin til skýjanna. Höfundur er doktor í menningarsögu. Árni Björnsson Drottinn gaf og Drottinn tók GÓÐÆRI, lækkun skatta, hækkandi kaup og aukinn kaup- máttur, mikið lætur þetta nú vel í eyrum og mikill er máttur þess og vald sem öllu þessu ræður og stjórn- málamenn gleyma ekki að halda þessu á lofti og eigna sér dijúgan skerf af allri þessari dýrð. En skyldu öll þessi atriði vera sem sýnist og njóta allir þessa góð- æris? Við skulum at- huga lækkun skatt- hlutfallsins örlítið og sjá hvernig hún kemur út fyrir ein- staka launahópa. Ef við tækjum einstakling með kr. 70.000 og sjá hagnað hans af skatthlutfalls- breytingunni. Þá sýnist mér að dæmið liti þannig út í dag, að skattalækkunin ein og sér sé kr. 887, því samhliða lækkun skattprósetunnar var persónufrá- drátturinn lækkaður úr kr. 24.544 í kr. 23.360 eða um kr. 1.184. Þetta samsvarar því að taka úr öðrum vas- anum og setja í hinn og standa í þeirri trú að maður hafi hagnast heilmikið á þessari millifærslu. Sam- kvæmt framansögðu má sjá að skattalækk- unin kom ekki á silfur- fati til allra því dijúg- um meira var tekið enn gefið. Hins vegar ef við færum okkur upp launastigann og tækjum 200.000 kr. launin þá væri hagnaðurinn af breyt- ingunni kominn hátt í 5.000 kr. og því hærri tekjur því meiri hagnaður. Það má því ljóst vera að lækkun skattprósentunnar kemur fyrst og fremst hinum tekjuháu til góða og að sjálfsögðu var þeim gefið sem þurftu. Mikið held ég að sé gaman að vera svona máttugur að geta gef- ið, tekið, ráðið og deilt eftir geð- þótta, og þurfa ekki að spuija kóng né prest. Ég hef einhverju sinni minnst á þörfina á því að hafa fleiri enn eitt skattþrep og svona flatar aðgerðir, eins og hér hefur verið rætt um, staðfesta að Við þurfum fleiri en eitt skattþrep, segir Guð- mundur Jóhannsson, til að rétta hlut lág- launafólks. full þörf er á því og réttlætiskrafa að svo sé. Það eina sem ég hef heyrt frá stjórnvöldum varðandi fleiri enn eitt skattþrep er það að það sé illframkvæmanlegt. Slíkar fullyrðingar tel ég engin fram- bærileg rök og á þeirri tækni- og tölvuöld, sem nú er, verður því vart trúað að um einhver vand- kvæði sé hér að ræða önnur enn viljann og réttlætið. Ágætu landsfeður, takið þetta til ykkar og sýnið réttlæti. Höfundur er eftirlaunahegi. Guðmundur Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.