Morgunblaðið - 15.01.1998, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Orkuspárnefnd sendir frá sér nýja raforkuspá til ársins 2025
Spáð er um 82% aukningu
á almennri raforkunotkun
ORKUSPÁRNEFND spáir því, í
nýrri raforkuspá til ársins 2025, að
notkun forgangsorku hér á landi
muni aukast um 81% fram til ársins
2005 og um 114% til loka spátíma-
bilsins. Þessi mikla aukning stafar
m.a. af aukinni notkun stóriðjufyrir-
tækja en í spánni eru þó eingöngu
teknir með þeir stóriðjusamningar
sem þegar hafa verið gerðir. Ef ein-
ungis er litið á almenna raforkunotk-
un er því spáð að hún muni aukast
um 23% fram til 2005 og um 82% til
loka spátímabilsins, eða um nálægt
2% ár ári.
Aukningin verður þó heldur meiri
á allra næstu árum sökum mikils
hagvaxtar. Hins vegar er búist við að
sala á ótryggðri orku muni minnka á
næstu árum vegna þess að stóriðju-
fyrirtæki muni minnka þau kaup en
auka á móti notkun forgangsorku.
Svarar til orkuvinnslu tveggja
og hálfrar Blönduvirkjunar
Nýja raforkuspáin var kynnt á
fréttamannafundi í gær. Fram kom í
máli Þorkels Helgasonar orkumála-
stjóra að aukning almennrar raf-
orkunotkunar svari til orkuvinnslu
tveggja og hálfrar virkjunar á stærð
við Blönduvirkjun.
Nýja raforkuspáin er endurskoð-
un á síðustu raforkuspá sem gefín
var út 1992. Kom fram á fundinum
að seinustu tvær raforkuspár hafa
staðist vel fyrir landið í heild. Komið
hefur í ljós að spá sem gerð var 1985
var heldur of há en spáin frá 1992 að-
eins of lág. Nú er búist við heldur
meiri raforkunotkun til almennra
nota en gert var í síðustu spá.
í forsendum spárinnar er m.a.
tekið mið af áætlunum Þjóðhags-
stofnunar varðandi hagvöxt á næstu
árum en þar er gert ráð fyrir að
hann verði 3-3,6% á ári til ársins
2002 en eftir það um 2,5% á ári. Gert
er ráð fyrir að hægi á fólksfjölgun
hér á landi á næstu áratugum.
•mmífa á ÍðfiCtehluta.
Morgunblaðið/RAX
JÓN Vilhjálmsson, ritari Orkuspárnefndar, útskýrir forsendur spárinnar á fréttamannafundi.
Flutningstöp
Raforkunotkun; rauntölur árin 1985-96
woo og Spá um notkun árin 1997-2025
8.000
RAUNTOLUR
7.000
6.000
Stóriðja
2.000
1.000
Almenn notkun
með dreífitöpum
1985 1990 1995 2000
2005 2010 2015 2020 2025
14% aukin raforkunotkun
heimila til ársins 2005
Talið er að fram til ársins 2005
muni raforkunotkun á heimilum
aukast um 14% sem jafngildir um
1,5% aukningu á ári. Spáð er minnk-
andi raforkunotkun í landbúnaði
fram til ársins 2005 eða um 8%. Bú-
ist er við vexti í almennum iðnaði
sem kalli á aukna raforkunotkun eða
um 36% til ársins 2005 sem jafngildir
3,4% aukningu að meðaltali á ári.
Fram til ársins 2005 vex raforku-
notkun í þjónustugreinum um 39%
skv. spánni, sem jafngildir um 3,8%
aukningu á ári. Búist er við aukinni
eigin notkun rafveitna samhliða
aukinni raforkuvinnslu. Vex þessi
notkun um 18% til ársins 2005 eða
um 1,9% að meðaltali á ári. Ýmis
önnur raforkunotkun, s.s. í fiskeldi
og vegna götulýsingar, mun aukast
um 19% til ársins 2005, skv. spánni
eða um 1,9% á ári en í spánni er
gert ráð fyrir að fiskeldi muni ná
sér á strik og aukast verulega á spá-
tímabilinu.
Rafbflar 10% nýrra bfla
við lok spátímabilsins
Þá er út frá því gengið í spánni að
rafbílar verði farnir að ná fótfestu
hér á landi árið 2005 og að 10% allra
nýrra fólksbíla verði rafbílar við lok
spátímabilsins. Gert er ráð fyrir að
akstur þessara bíla verði minni en
meðalakstur þai- sem til að byrja
með yrði rafbíllinn væntanlega ann-
ar bfll á heimilinu og er því miðað við
10 þús. km. akstur á ári. I orku-
spánni er miðað við að meðalnotkun-
in verði 0,4 kílówattstundir á hvern
ekinn kílómetra og heildamotkunin
því tæpar 50 gígawattstundir við lok
spátímabilsins.
íslendingar fram úr
Norðmönnum um aldamót
Fram kemur í alþjóðlegum sam-
anburði að raforkunotkun hér á
landi er með því mesta sem þekkist
í heiminum hvort sem mið er tekið
af raforkunotkun á hvern íbúa eða
sem hlutfall af landsframleiðslu. Er
raforkunotkun á íslandi sú þriðja
mesta í samanburði við önnur lönd
OECD ef notkunin er metin í hlut-
falli við landsframleiðslu og er Is-
land í öðru sæti meðal OECD-landa
ef miðað er við raforkunotkun á
hvern íbúa.
„Við munum væntanlega verða á
toppnum eftir tvö eða þrjú ár. Við
nýtum mjög mikla raforku til okkar
framleiðslu, það er fyrst og íremst
vegna stóriðjunnar. I samanburði á
raforkunotkun á íbúa trónir Noregur
á toppnum, ekki vegna þess að þeir
séu hlutfallslega með meiri stóriðju
en við, þeir eru með minni stóriðju,
heldur vegna þess að þeir hita húsin
upp með raforku. Ef við bættum
jarðhitanum við værum við í topp-
sæti. Það sem mun gerast fram að
aldamótum er að ísland verður
einnig á toppnum í beinni raforku-
notkun í heiminum. Við munum
væntanlega fara fram úr Norðmönn-
um einhvern tíma um aldamótin,"
sagði hann.
Álit umboðsmanns Alþing’is á stjórnsýsluháttum fjármálaráðuneytisins í máli lifeyrissjóðs
Ekki áður til forsætis-
ráðherra og þingforseta
Tíu ár eru frá því að embætti umboðs-
manns Alþingis var sett á laggirnar og í
umfjöllun Hjálmars Jdnssonar kemur fram
að því hafa borist 2.360 mál á þessum tíma.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
aldrei áður á þeim tíu árum sem
hann hefur starfað sent forsætisráð-
herra og forseta Alþingis afrit af áliti
sínu með sama hætti og hann hefur
nú gert vegna stjórnsýslu fjármála-
ráðuneytisins varðandi erindi lífeyr-
issjóðs um staðfestingu á reglugerð
hans, en ráðuneytið synjaði um stað-
festingu þrátt fyrir að fyrir lægi álit
umboðsmanns um að synjunin væri
ólögmæt og svaraði ekki erindi um-
boðsmanns þar að lútandi í rúma
fjórtán mánuði, þó það væri ítrekað
margsinnis og rætt á fundi með
ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis-
ins, eins og fram kemur í Morgun-
blaðinu í gær.
Embætti umboðsmanns Alþingis
hóf starfsemi í ársbyrjun 1988 og
hefur því starfað nú í um tíu ár. Á
þeim tíma hafa 2.360 mál ýmiskonar
efnis borist umboðsmanni og vel yfir
tvö þúsund þegar verið afgreidd með
ýmsum hætti. Málum sem bárust til
umboðsmanns fjölgaði ört fyrstu ár-
in sem hann starfaði, en síðastliðin
fjögur ár hafa þau verið vel á fjórða
hundrað árlega, þó aldrei fleiri en á
síðasta ári þegar þau voru 360 tals-
ins.
Eftirlit með stjórnsýslunni
Umboðsmaður starfaði upphaf-
lega samkvæmt lögum nr. 13/1987.
Lögunum var breytt á síðasta ári og
umboðsmanni einnig falið að hafa
eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga
að öllu leyti og eru núgildandi lög nr.
87/1997. í 2. gr. laganna segir að
hlutverk umboðsmanns Alþingis sé
að hafa í umboði Alþingis eftirlit með
stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og
tryggja rétt borgaranna gagnvart
stjómvöldum landsins. Skuli hann
gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft
í stjómsýslunni og hún fari að öðru
leyti fram í samræmi við lög og
vandaða stjómsýsluhætti. Þá segir
að starfssvið umboðsmanns taki til
stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og
til starfsemi einkaaðila að svo miklu
leyti sem þeim hafi verið falið opin-
bert vald til að taka ákvarðanir um
rétt eða skyldu manna.
I 7. gr. segir að umboðsmaður geti
krafið stjómvöld um þær upplýsing-
ar og skriflegar skýringar sem hann
þarfnast vegna starfs síns. Þar á
meðal geti hann krafist afhendingar
á skýrslum, skjölum, bókunum og
öllum öðmm gögnum sem mál
snerta, auk þess sem hann getur
kvatt starfsmenn stjómsýslunnar á
sinn fund til viðræðna og upplýs-
ingagjafar. I 9. gr. kemur fram að
jafnan skal gefa stjómvaldi sem
kvörtun beinist að kost á að skýra
málið áður en umboðsmaður lýkur
því með álitsgerð. Geti hann sett
stjórnvaldi ákveðinn frest í þessu
skyni.
Um lyktir máls segir í 10. gr. að
umboðsmaður geti látið mál niður
falla að fenginni leiðréttingu eða
skýringu stjórnvalds. Þá geti hann
látið í ljósi álit sitt á því hvort athafn-
ir stjómvalds brjóti í bága við lög
eða hvort annars hafi verið brotið
gegn vönduðum stjórnsýsluháttum.
Sæti athafnir stjómvalds aðfinnslum
eða gagnrýni umboðsmanns geti
hann jafnframt beint tilmælum til
stjórnvalds um úrbætur.
I 11. gr. segir að ef umboðsmaður
verði þess var að meinbugir séu á
gildandi lögum eða almennum
stjórnvaldsfyrirmælum, þá skuli
hann tilkynna það Alþingi, hlutað-
eigandi ráðherra eða sveitarstjórn. í
12. grein segir að umboðsmaður gefi
Alþingi árlega skýrslu um starfsemi
sína á liðnu ári. Skýrsluna skuli
birta opinberlega fyrir 1. september
ár hvert. Þá segir að verði umboðs-
maður áskynja stórvægilegra mis-
taka eða afbrota stjórnvalds geti
hann gefið Alþingi eða hlutaðeigandi
ráðherra sérstaka skýrslu um málið
og sama á við um starfsmann sveit-
arstjórnar, en þá getur umboðsmað-
ur gefið sveitarstjórn sérstaka
skýrslu.
í fyrrnefndu áliti nr. 1754/1996,
þar sem farið er yfir samskipti líf-
eyrissjóðsins og fjármálai-áðuneytis-
ins, kemst umboðsmaður að þeirri
niðurstöðu að með afstöðu sinni hafi
„fjármálaráðuneytið að mínum dómi
gert hvort tveggja í senn, aukið
rangindi þau, sem það hafði áður
beitt A, og lagt stein í götu umboðs-
manns Alþingis."
Umboðsmaður fjallar í álitinu
nokkuð um samskipti sín við stjórn-
völd á síðustu tíu ái-um og segir: „í
fyrstu skýrslu minni til Alþingis, þ.e.
fyi-ir árið 1988, tók ég fram, að for-
senda laga nr. 13/1987, um umboðs-
mann Alþingis, væri sú, að umboðs-
maður væri virtur svars og tekið
væri tillit til álita hans. Ef sú for-
senda brygðist, hlyti það að koma í
hlut Alþingis að taka á ný afstöðu til
þess, með hvaða hætti unnið skyldi
að endurbótum á stjórnsýslu hér á
landi. I skýrslu minni fyrir árið 1989
ítrekaði ég þessa skoðun mína og
gerði jafnframt sérstaka grein fyrri
dæmum um drátt stjómvalda á að
svara erindum mínum. Kom fjár-
málaráðuneytið mjög við þá sögu. I
skýrslu minni fyrir árið 1996 tek ég
fram, að enn sé nokkur misbrestur á
því, að tilmælum mínum um upplýs-
ingar og skýringar sé sinnt af stjórn-
völdum innan þeirra tímamarka, sem
ætla verður að undirbúningur þeirra
krefjist, er hafi að sjálfsögðu í för
með sér, að niðurstaða af athugun
mála við embætti mitt dregst. Jafn-
framt tek ég fram í skýrslunni, að
slíkur dráttur á svörum stjórnvalda
við erindum mínum geti þó ekki
talist almennur lengur, heldur sé
bundinn við ákveðin stjórnvöld,
stundum tímabundið vegna breyt-
inga á starfsmannaskipan. Mikil
bragarbót hafi orðið á verklagi
margra stjómvalda í þessu efni.
Fyi-ir liggur samkvæmt framan-
sögðu, að fjármálaráðuneytið hefur
virt álit mitt frá 6. október 1995 að
vettugi, svarar ekki erindum mínum,
þrátt fyrir endurteknar ítrekanir,
fyrr en liðið er á annað ár, eftir að ég
hef óskað skýringa í tilefni af
kvörtun, gefur engar skýringar á
drættinum, þótt eftir þeim sé leitað,
og þegar svör loks berast, eru þau
ófullnægjandi. Að mínum dómi má
telja, að fjármálaráðuneyti skeri sig
að þessu leyti verulega úr miðað við
önnur stjórnvöld. Af þessum sökum
tel ég rétt að gera forsætisráðherra
og forseta Alþingis grein fyrir þessu
máii með því að senda þeim þetta álit
mitt.“
Býsna þung orð
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, sagðist hafa séð álit umboðs-
manns, er hann var spurður hver við-
brögð hans yrðu við því að umboðs-
maður sendi honum, auk forsætisráð-
herra, álit sitt. Um þetta væri ekkert
að segja á þessu stigi. „Þetta eru
býsna þung orð sem falla hjá umboðs-
manni. Honum er greinilega misboð-
ið, en ég bíð eftir skýTslu frá fjár-
málaráðherra,“ sagði Olafur.
Ekki tókst að ná tali af forsætis-
ráðherra í gær vegna forfalla hans.