Morgunblaðið - 15.01.1998, Page 57

Morgunblaðið - 15.01.1998, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 57 í DAG Arnað heilla Ljósmyndastofa Grafarvogs. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí ‘97 í Kópa- vogskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Marý Þor- steinsdóttir og Rúnar Tómasson. Heimili þeirra er í Fróðengi 10, Reykja- vík. BRIDS límsjón liiiðinuiidiii' Páll Arnarson Fyrir átta árum fékk Banda- ríkjamaðurinn Matthew Clegg þá snjöllu hugmynd að efna til spilamennsku á alnet- inu. Hann nefndi kerfi sitt OKBridge og nú spila um 11 þúsund manns OK-brids á netinu að staðaldri og greiða fyrir þjónustuna tæpa 100 dali á ári. Sem er ekki mikið, en þó ef til vill of mikið, því nú berast fregnir af því að Bill Gates, forstjóri Microsoft, hafi fengið áhuga á brids. Gates hefur ráðið Kanadamanninn Fred Gitelman til þess að þróa hugbúnað fyrir netspila- mennsku, sem meiningin er að dreifa ókeypis með Ex- plorer leitarforritinu. Ekki verður auðvelt fyrir Clegg að mæta slíkri samkeppni. Gates hefur auk þess ráðið sér einkakennara í brids, bandarísku landsliðskonuna Sharon Osberg, en hún er mikill netspilari. Hér er spil af netinu, þar sem Osberg var í norður með Mark Feld- man sem makker, en Goldm- an og Soloway í andstöðunni: Vestur gefur; allir á hættu. Norður Á102 ¥D872 ♦ ÁG742 *43 Austur ÁD53 ¥G109543 ♦ 5 Á1072 Suður ÁÁKG4 VK ♦ KD986 *KG6 Veslur Norður Austur Suður Goldman Oabcrg Soloway Fddman Pass Pass 2hjörtu Dobl 3 lauf 3 tígiar Pass 3 spaðar Pass 4spaðar Allirpass Útspil: Pjartaás. Þriggja laufa sögn Goldmans var fyrst og fremst hugsuð til að undirbúa vörnina, enda þarf lauf út til þess að hnekkja fimm tíglum í norð- ur. Feldman sá þessa hættu pg vildi því ekki styðja tígul- inn. En hann hefði getað reynt að stýra sögnum í þrjú grönd með því að segja þrjú hjörtu við þremur tíglum makkers. Hann valdi hins vegar að segja spaðann, eins og hann ætti minnst fimmlit. Osberg hækkaði í fjóra á tví- lit og niðurstaðan varð fjórir spaðar á 4-2-samlegu. En samningurinn er óhnekkj- andi! Goldman kom út með hjartaás og skipti svo yfir í tromp. Feldman tók þar þrjá slagi, fór svo inn í borð á tígul og trompaði hjarta með spaðafjarkanum. Hann fór aftur inn á borð á tígul og spilaði hjartadrottningu. Vestur átti hæsta trompið og gat notað það hvenær sem var, en yrði þá að gefa slag á laufkóng. Vestur Á9876 VÁG ♦ 103 *ÁD985 Ljósmyndastofa Grafarvogs. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí ‘97 í Dóm- kirkjunni af sr. Sigurði Arnarsyni Ingibjörg Sig- fúsdóttir og Kristinn I. Lárusson. Heimili þeirra er í Ásgarði 6, Garðabæ. Ljósmyndastofan Grafarvogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. október ‘97 í Fella- og Hólakirkju af sr. Guðmundi K. Agústssyni Katrín Gunnarsdóttir og Gunnþór Jónsson. Heimili þeirra er að Berjarima 3, Reykjavík. Ljósmyndastofa Grafarvogs. BRÚÐKAÚP. Gefin voru saman 12. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigur- björnssyni Herborg Hjelm og Sævar Guðjóns- son. Heimili þeiiTa er að Fróðengi 18, Reykjavík. Ljósmyndastofan Grafarvogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst ‘97 í Lágafellskirkju af sr. Sig- urði Amarsyni Guðbjörg Erla Úlfarsdóttir og Við- ar Leósson. Heimili þeirra er í Stakkhamri 8, Reykja- vík. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp á al- þjóðamótinu í Reggio Emilia á Ítalíu um áramótin. Rússinn Igor Efimov (2.540) hafði hvítt pg átti leik gegn Italanum Spartaco Sarno (2.400). 29. Rxg6H (Skilur bæði hrók og drottningu eftir í dauðanum!) 29. - Dxgl (Auðvitað ekki 29. - Dxd2 30. Rxe7 + + - Kh8 31. Hg8 mát) 30. Rxe7++ - Kh8 31. Rxf5 - Hc7 32. Hg4 - Dhl 33. Df4 - Del 34. Rxd6 - a4 35. Rf7+ - Hxf7 36. Dxf7 og svartur gafst upp. Úrslit á mótinu urðu: 1.-2. Komarov, Úkraínu og Júdasín, ísrael 7Vz v. af 11 mögulegum, 3-4. Efimov og Lputjan, Ar- meníu 7 v., 5.-6. Roman- isjín, Úkraínu og Arlandi, Ítalíu 6Vz v., 7. Tatai 5V4 v., 8. Godena 5 v., 9. Bellini 4!4 v., 10. Belotti 4 v. 11. Mantovani 3 v. og 12. Sarno 2 v. HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI ,,-£g -far&a úr þessarí. mánc/errngu." STJÖRNUSPÁ c f I i r Irancfs llrakr Afmælisbam dagsins: Þú eit alvörugefinn og gæddur ríkri ábyrgðaitil- finningu. Þú vilt leggja þigfram um lausn vanda- málanna. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú verður þú að leiða til lykta öll þau mál, sem safn- ast hafa fyrir hjá þór. Gættu þess að sýna sanngirni. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er eðlilegt að þú viljir ekki hi'apa að ákvörðun í veigamiklu máli. Láttu ekki aðra hafa áhrif á þig. Tviburar (21. maí - 20. júní) Gættu skapsmuna þinna og mundu að sögð orð verða ekki aftur tekin. Notaðu þinn innri kraft til að leysa verkefni starfsins. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þér hefur reynzt erfitt að gera upp hug þinn og það hefur bitnað á þínum nán- ustu. Taktu nú af skarið. Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Eitthvað mikilvægt er í undirbúningi hjá þér. Gættu samt hófs. Hlutirnir þurfa ekki alltaf að kosta stórfé. Meyja (23. ágúst - 22. september) á# Það hefur ýmislegt sótt á hugann að undanförnu. Nú þarftu að komast frá og gera málin upp í ró og næði. V^g (23. sept. - 22. október) Það reynir á þolinmæði þína þessa dagana. En gættu þín, því hlutirnir verða að fá að hafa sinn gang. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér hættir til að freista þess að ganga í augun á öðrum með fjárútlátum. Snúðu við blaðinu - annars getur allt farið á versta veg fyrir þér. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) jfr) Eitt og annað hefur dreift athygli þinni svo að þú þarft að taka þig á í starfi. Ein- beittu þér að því sem máli skiptir og láttu áhyggjurnar eiga sig. Þær tefja þig bara. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Þér hættir til að ætlast til of mikils af öðrum og gleyma sjálfum þér í leið- inni. Taktu þig nú á því þú hefur sjálfur næga hæfileika til að leysa málin. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Skemmtanafíknin getur gengið út í öfgar. Þú þarft að sinna starfi þínu og var- ast að láta kvöldin skemma næsta dag. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Þú þarft að taka þér tak og klára þau verkefni, sem þú hefur tekið að þér. Gakktu rösklega til verks og leystu eitt mál í einu. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. SPRENGIÚTSALAN er í fullum gangi Nýtt kortatímabil Laugavegi 4, simi 551 4473. Vertu ekki of seinn aO panta fermingar- myndatökuna ViÖ vorum ódýrari í fyrra og erum það enn, hjá okkur færöu fermingar- myndatöku frá kr. 15.000,00 Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 554 30 20 Mr Áramótaspilakvöld lr Varðar Hið árlega áramótaspilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 18. janúar kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins, Geir H. Haarde alþingismaður, fiytur ávarp. Aðgangseyrir kr. 600 Ailir velkomnir. Vörður — Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Nupo létt Hefur þú prófað Nupo með appelsínu- eða eplabragði? Ef svo er ekki, vertu velkomin í Árbæjar apótek, við bjóðum þér að smakka. Ráðgjöf og kynning í dag, fimmtudaginn 15. janúar kl 14.00-18.00. Kynningarafsláttur Nupo næringarduft með trefjum. Nupo léttir þér lífið. Árbæjar apótek Hraunbæ I02b • Simi 567 4200 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.